Morgunblaðið - 17.05.2011, Síða 23
málum, sum hver þess eðlis að
ekki hvarflaði að neinum að
mögulega lausn mætti finna. Á
meðan aðrir voru t.d. að finna gott
gsm-samband í sumarbústaðnum,
hangandi hálfir fram af svala-
handriðinu, setti Brói gsm-sím-
ann sinn í poka og hengdi upp þar
sem gott samband náðist og gekk
svo frjáls um allan bústað og út á
pall með handfrjálsan búnað í eyr-
anu. Börnin hans voru honum allt
og hann þreyttist ekki á að að-
stoða þau við að skapa skemmti-
lega hluti úr einhverju sem virtist
ekki nýtilegt til nokkurra hluta.
Sköpunargleðin var alls staðar
ríkjandi. Mikill er þeirra missir en
dýrmæt sú minning sem þau eiga
saman um sterkan, leiðbeinandi,
ábyrgan og elskandi föður. Og
ávallt ríkti gagnkvæm virðing,
vinátta og ást milli Bróa og Heið-
ar, þau voru ávallt sem eitt. Marg-
ar góðar stundir höfum við átt
saman og alltaf var gaman. Óhætt
er þó að segja að samverustund-
irnar sem standa upp úr séu tími
okkar við Vesturhópið, þar sem
stórfjölskyldan hefur dvalið sam-
an í áratugi. Veiði, spilamennska,
leikir og spjall var eitthvað sem
enginn þreyttist á og stundum
Glenfiddich á pallinum þegar
„litlu dýrin“ voru sofnuð. Í sorg-
inni er notalegt til þess að hugsa
að nú hafi Brói dregið upp segl á
skútunni sinni og stefni nú inn á
veiðilendurnar miklu. Þar mun
hann vaka yfir fjölskyldu sinni.
Sorgin sem stundinni fylgir er
vitnisburður um hversu djúp og
sterk okkar vinabönd voru og
minning um kæran vin mun lifa í
huga og hjörtum okkar um
ókomna tíð. Góður Guð blessi
minningu Bróa, vaki yfir Heiði og
börnum þeirra og ástvinum öllum.
Góða ferð, góði vinur.
Þórunn og Guðberg.
Að heyra andlátsfrétt er yfir-
leitt sárt og að fá þær fréttir að þú
værir ekki á meðal okkar lengur
var mikið áfall og söknuður fyrir
mig.
Ég kynntist Bróa fyrir rúmum
tuttugu árum og ekki leið á löngu
þar til ég var farinn að líta upp til
hans og hafa áhuga á því sem
hann var að gera hverju sinni.
Brói var þannig maður að þegar
honum datt eitthvað í hug að gera
eða læra þá framkvæmdi hann
það. Það má segja að það sem
tengdi okkur mest saman var að
við vorum báðir dellumenn og
höfðum áhuga á alls kyns tækjum
og tólum.
Sú minning sem er hvað efst í
huga mínum er þegar við keypt-
um gamlan illa farinn bát, komum
honum fyrir inni í skúr á Vest-
urgötunni og eyddum vetri í að
gera hann upp. Þegar voraði var
báturinn tilbúinn, hann fékk nafn-
ið Sæli og við Brói vorum stoltir af
verki okkar sem og að vera orðnir
bátseigendur.
Þó svo að Brói hafi verið tölu-
vert eldri en ég fann ég aldrei fyr-
ir þeim aldursmun því hann var
ungur í anda og grunnt í strákinn
í honum. Þau ár sem við vorum
svilar var ég tíður gestur á heimili
þeirra hjóna og þau voru ófá mat-
arboðin og spilakvöldin sem við
áttum saman, enda góður og
skemmtilegur gestgjafi heim að
sækja.
Í mínum huga var Brói einstök
persóna sem öllum líkaði vel við
og er ég þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast honum og um-
gangast hann.
Ég mun aldrei gleyma þér Brói
þó svo samskiptin hafi ekki verið
mikil síðustu ár, en ég hugsaði oft
til þín og fjölskyldu þinnar því þú
áttir alltaf þinn stað í huga mín-
um.
Ég kveð þig nú kæri Brói með
miklum söknuði og eftirsjá. Þú
varst einstakur og yndislegur
maður.
Guðjón Ingi Kristjánsson
(Gaui)
Það var á heiðríkum sumardegi
sem Brói kvaddi þennan heim eft-
ir erfiða 9 mánaða baráttu við
krabbamein. Strax frá upphafi var
ljóst að baráttan yrði erfið, en
Brói barðist hetjulega, dyggilega
studdur af Heiði.
Á spítalanum var eftir því tekið
hversu samrýnd þau voru og þau
meðal annars spurð hver væri
uppskriftin að svo farsælu hjóna-
bandi.
Þau nutu þess að vera saman og
voru mjög samrýnd í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur, eins og þeg-
ar þau keyptu húsið sitt á Laug-
arnesveginum, hús sem þarfnaðist
mikilla endurbóta, en með útsjón-
arsemi og dugnaði bjuggu þau sér
til fallegt og notalegt heimili sem
alltaf gaman að heimsækja, hvort
sem að það var grillað úti í garði
eða borðað inni og gripið í spil.
Brói var dellukall og hefur oft
verið hlegið af öllum dellunum
sem hann hefur fengið sem voru
meðal annars snóker, mótorhjól,
sjóbretti, siglingar, golf, skotveiði
og sú nýjasta fluguveiði.
Hann var líka alltaf að finna
upp á einhverju, sér og öðrum til
hægðarauka, eins og t.d. þegar
hann var með hengirúmið sitt fyr-
ir norðan og fullorðna fólkið var
orðið leitt á að ýta krökkunum, þá
batt Brói reipi við tré svo þau
gætu togað sig sjálf, eða þegar all-
ir voru hangandi út í glugga til að
tala í gemsana vegna slæms síma-
sambands í bústaðnum, þá hengdi
brói símann sinn út á pall og not-
aði þráðlausan búnað og þramm-
aði svo eins og herforingi um öll
gólf á meðan hann talaði í símann.
Síðastliðin ár hefur fjölskyldan
verið að gera upp bústað í Vest-
urhópinu og þótti Bróa mjög vænt
um þann stað og lagði mikið af
mörkum við uppbygginguna og
þar kom áður nefnd útsjónarsemi
og smekkvísi sér vel. Nú síðast var
hann búinn að hanna og teikna
sólpall hringinn í kringum bústað-
inn.
Það hefur verið siður hjá okkur
að allir komi saman í Vesturhóp-
inu um verslunarmannahelgina og
þá er farið í allskyns leiki og
kveiktur varðeldur, það verður
aldrei eins án Bróa, ekki frekar en
líf okkar allra sem þekktum hann
Brói var ekki mikið að flíka til-
finningum sínum en samt var allt-
af augljóst hversu vænt honum
þótti um Heiði, börnin sín og móð-
ur og hversu mikið hann bar hag
þeirra fyrir brjósti. Þeirra missir
er mestur.
Elsku Heiður, Perla, Þórunn
María, Óttar Páll, Perla eldri og
systur Bróa, megi góður guð
styrkja ykkur og varðveita á þess-
um erfiðu tímum.
Inga Hrönn og Kristinn.
Okkur langar að þakka Bróa
fyrir allt, hann var alltaf svo góður
og skemmtilegur þegar við feng-
um að gista hjá Þórunni Maríu.
Það var líka alltaf svo gaman í bú-
staðnum þegar hann, Heiður,
Perla, Þórunn María og Óttar Páll
voru með, sérstaklega um versl-
unarmannahelgar þegar við hitt-
umst öll fjölskyldan og fórum í
tröllaleikinn og ratleiki og kveikt-
um bál í fjörunni. Við eigum eftir
að sakna hans mjög mikið.
Embla Kristín
og Óttar Bergmann.
Það er með miklum trega að við
kveðjum samstarfsmann okkar og
vin, Pál Valdimar Kolka. Ef það er
eitthvað til sem heitir drauma-
samstarfsmaður þá var Palli ein-
mitt þannig. Hann var sannarlega
alltaf glaðlyndur, traustur og þol-
inmóður, tilbúinn að aðstoða alla
með jafnaðargeði. Samstarfsfólk
Palla hjá sendinefnd Evrópusam-
bandsins á Íslandi þakkar fyrir
þau forréttindi að hafa fengið að
kynnast og starfa með honum.
Hans verður sárt saknað. Við vilj-
um senda Heiði, börnunum og
allri fjölskyldunni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá sendinefnd Evrópusambands-
ins á Íslandi,
Helga Elín Briem.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
✝ Þórður Har-aldsson fæddist
í Reykjavík 19/7
1951. Hann lést 5.
maí sl.
Hann var sonur
hjónanna Gróu
Herdísar Bærings-
dóttur, f. 27/7
1933, d. 13/9 1999,
og Haraldar Þórð-
arsonar, f. 5/1
1927, d. 11/2 2010.
Haraldur og Gróa slitu sam-
vistum. Haraldur kvæntist Mar-
íu Á. Guðmundsdóttur og átti
með henni börnin Áslaugu og
Stefán. Gróa fór í sambúð með
Sigurbirni Eiríkssyni og átti
með honum Helgu, Bæring og
Sigurbjörgu. Sigurbjörn átti
fyrir börnin Eirík, Guðný og
Gest og voru þau alin upp með
þeim. Gróa og Sigurbjörn slitu
samvistum og síðar giftist hún
Huga Peterssen og tók að sér
börn hans, Belindu og Ásgrím.
Þriggja ára gamall fer Þórð-
ur í fóstur í Stykkishólm, til
móðurforeldra sinna, Árþóru og
Bærings á Borg. Þar voru fyrir
börn þeirra, Jón Lárus, María,
Högni og Þorbergur. Enn-
fremur voru í heimili börn Fjólu
Jónsdóttur og Jens Jenssonar,
Guðný og Svavar. Taldi Þórður
þau öll til systkina sinna. Á Borg
var stundaður búskapur og ólst
Þórður upp við sveitastörf.
Hann lærði til skipasmíðaiðnar í
Skipavík í Stykkishólmi og fékk
Sigurðardóttur og saman eiga
þau Þórdísi Evu og Heklu Rún.
Laufey Rúnarsdóttir er í sam-
búð með Hjalta Hjaltasyni. Sig-
urlaug er kennari, gift Stefáni
Karlssyni og saman eiga þau
Kristófer, Rúnar og Ingimar.
Árið 2003 fluttu Þórður og Þór-
dís í Fjallalind 84 í Kópavogi og
giftust ári síðar.
Þórður vann í fyrstu við smíði
víkingaskipsins Íslendings
ásamt Gunnari Marel en árið
1995 hóf hann störf hjá Stáls-
miðjunni og vann þar til ævi-
loka. Árið 2002 öðlaðist Þórður
réttindi húsasmíðameistara.
Þórður var annálaður verkmað-
ur og átti enga sína líka þegar
kom að viðhaldi eikarskipa.
Þórður var alla tíð mikill félags-
málamaður. Í Stykkishólmi var
hann virkur í Verkalýðsfélag-
inu. Á Húsavík gekk hann í Kiw-
anishreyfinguna. Þórður var
fyrsti forseti JC Húsavíkur
1979-1980. Hann var svæð-
isstjóri Norðurlandssvæðis
1981-1982. Seinna gekk hann í
Lionshreyfinguna. Hann var
kosinn í bæjarstjórn fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á Húsavík. Þegar
hann flutti til Reykjavíkur og
síðar Kópavogs hélst félags- og
stjórnmálaáhuginn og mætti
hann m.a. reglulega á fundi
Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
Þórður var áhugasamur um Ís-
land og íslenska náttúru, hann
ferðaðist mikið um landið og fór
í þónokkrar lengri gönguferðir
um hálendið.
Þórður verður jarðsunginn
frá Seljakirkju í dag, þriðjudag-
inn 17. maí 2011, kl. 13.
seinna meist-
araréttindi í þeirri
grein.
Árið 1973 fædd-
ist honum sonur,
Þór. Ólst hann upp
á Patreksfirði hjá
móður sinni Ingi-
björgu Sigurð-
ardóttur. Sama ár
kynntist hann Guð-
rúnu Júlíusdóttur
og hófu þau búskap
í Stykkishólmi ári seinna og
giftu sig 1975. Guðrún átti son-
inn Sveinbjörn Grétarsson og
reyndist Þórður honum alla tíð
sem hans eigin faðir. Árið 1977
fluttust þau til Húsavíkur, þar
sem Þórður setti upp verkstæði
til skipaviðgerða. Árið 1978
fæddist Eva Dís og 1980 fæddist
Sara Rós. Þór er lögreglumaður
á Eskifirði í sambúð með Sonju
Gísladóttur. Sveinbjörn er tón-
listar- og tölvumaður í Reykja-
vík, kvæntur Guðrúnu Hauks-
dóttur og saman eiga þau
Tómas og Sölva. Fyrir átti
Sveinbjörn soninn Jón Inga. Eva
Dís er verslunarstjóri og Sara
Rós er sölufulltrúi. Árið 1994
skildu Þórður og Guðrún og
hann flutti til Reykjavíkur. Þar
kynntist hann Þórdísi Harð-
ardóttur og árið 1995 hófu þau
búskap á Sogavegi. Fyrir átti
Þórdís Hörð Lúðvíksson, Lauf-
eyju og Sigurlaugu Rúnars-
dætur. Hörður er málarameist-
ari, kvæntur Sigurveigu
Mjög kær vinur er kallaður
burtu frá okkur, skyndilega og
óvænt. Hann hafði verið eins og
klettur í tilveru okkar allra og
höfðum við vonast til að svo
yrði um ókomin ár. Mér er í
fersku minni þegar mín kæra
vinkona, Dísa, kynnti fyrir mér
bráðmyndarlegan mann, sem
hún sagði að væri góður vinur
sinn og hvíslaði síðan að mér,
að hann væri mjög góður dans-
ari. Já, Þórður var vissulega
góður dansari, en það voru nú
ekki hans einu hæfileikar, eins
og síðar átti eftir að koma í ljós.
Strax í fyrsta heimboðinu
kom í ljós að Kolli minn og
Þórður náðu mjög vel saman.
Það þurfti ekki nema kvöldið til
þess og vináttan hafði fest ræt-
ur. Síðar kom á daginn að Kolli
og Haraldur, faðir Þórðar,
þekktust vel frá þeim dögum er
Haraldur vann hjá SVR og
Kolli rak verslunina Háberg.
Framundan voru góð ár, með
skemmtilegum uppákomum,
jafnframt því að vinaböndin
styrktust. Hápunkturinn var
þegar Dísa og Þórður giftu sig,
en þá bað Dísa mig um að vera
hennar vígsluvottur.
Það var alltaf tilhlökkunar-
efni að þiggja matarboð hjá
þeim hjónum, á þeirra fallega
heimili, þar sem ávallt beið
okkar eitthvað spennandi og
girnilegt, að ógleymdu nýbak-
aða og ilmandi brauðinu hennar
Dísu.
Sem fagmaður var Þórður
sannkallaður meistarasmiður
og allt lék í höndum hans. Það
var virkilega gaman að fylgjast
með honum vinna, því hann var
ekki aðeins nákvæmur og vand-
virkur, heldur fljótur að fram-
kvæma hlutina.
Þórður var ljúfur, mikið
prúðmenni og hafði góða nær-
veru. Hann var í raun mikill
sálfræðingur og setti sig í spor
annarra með því að hlusta.
Hann var orðvar maður, talaði
lítið um sjálfan sig eða stærði
sig af afrekum sínum og sigr-
um. Það var gaman að Þórði
þegar stjórnmál bar á góma því
þar hafði hann ákveðnar skoð-
anir, jafnvel um það hvernig
mál myndu þróast.
Þórður var yndislegur vinur
og félagi. Hann bjó yfir miklu
jafnaðargeði, var félagslyndur,
brosmildur og ávallt reiðubúinn
að rétta hjálparhönd og veita
ráðleggingar.
Þú fórst of fljótt frá okkur,
en eftir standa minningar sem
lifa, um góðan dreng, sem deildi
með okkur gleði, björtu brosi
og hæfileikum. Við kveðjum þig
með innilegu þakklæti fyrir
góða vináttu og tryggð. Hvíl í
friði við hið eilífa ljós.
Elsku Dísa mín og fjölskylda,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi stryk hönd al-
mættisins leiða ykkur og styðja
á þessum erfiðu tímum.
Kristín og Kolbeinn.
Þórður Haraldsson
Mín kæra vin-
kona Björg
Bjarnadóttir er fallin frá. Ég
man fyrst eftir Bobbu austur
á Norðfirði þar sem við ól-
umst báðar upp. Pabbi sagði
mér að við værum frænkur og
ég var stolt af því að eiga svo
fallega frænku. Bobba var ung
þegar hún fór að heiman, en
það og nokkurra ára aldurs-
munur okkar leiddi til þess að
við þekktumst lítið á Norð-
fjarðarárunum.
Við Bobba áttum góðar
sameiginlegar vinkonur og
þegar við vorum báðar fluttar
til Reykjavíkur leiddu þau
tengsl til kynna okkar og í
framhaldinu til þrjátíu ára
dýrmætrar vináttu sem aldrei
bar skugga á. Bobba var ákaf-
lega vel gerð kona. Hún var
traust og frá henni stafaði
hlýju og góðvild þannig að öll-
um leið vel í návist hennar. Sá
sem eignaðist vináttu hennar
gat reitt sig á að sú vinátta
yrði bæði varanleg og skilyrð-
islaus. Hún var vel lesin og
unni góðum bókmenntum sem
öðrum listum og alger snill-
ingur í matargerð. Þá er ekki
hægt að minnast Bobbu án
þess að geta um einstaka
kímnigáfu hennar. Enginn átti
eins auðvelt og hún með að
Björg
Bjarnadóttir
✝ Björg Bjarna-dóttir fæddist í
Neskaupstað 19. júlí
1932. Hún lést á
Landakotsspítala 4.
maí 2011.
Jarðarför Bjarg-
ar var gerð frá
Garðakirkju 11. maí
2011.
koma auga á
broslegar hliðar
tilverunnar. Það
þurfti þó ekki
mörg orð og aldr-
ei var sagt neitt
sem var meið-
andi.
Það er margs
að minnast frá
liðnum árum
enda samveru-
stundirnar marg-
ar jafnt í gleði sem sorg.
Margt rifjast upp þegar litið
er til baka sem of langt er upp
að telja en geymast mun í
minningunni. Við Bobba að
fagna próflokum á háskólaár-
unum, spjall yfir kaffibolla eða
rauðvínsglasi og sumarbú-
staðaferðir með vinkonunum.
Bobba ógleymanleg í París í
flottu slái með alpahúfu, götu-
málarar eltandi til að fá að
mála hana, hana og enga aðra.
Seinustu árin hrakaði heilsu
Bobbu og síðasti hjallinn var
erfiður. Þótt hún væri síðustu
mánuðina fársjúk á sjúkrahúsi
var návist hennar áfram gef-
andi og góð og styrkur hennar
aðdáanlegur. Þótt við vinkon-
ur hennar vissum að hverju
dró blundaði ávallt vonin um
tímabundinn bata. Ef til vill
gætum við farið með henni út
í sólina og sumarið sem hún
þráði.
Bobbu er sárt saknað úr
norðfirska vinkvennahópnum
en hún skilur eftir ljúfar
minningar sem munu áfram
ylja okkur. Ég kveð Bobbu
með miklu þakklæti fyrir vin-
áttuna og sendi fjölskyldu
hennar samúðarkveðjur.
Guðný.
Ég tel það mikil
forréttindi að hafa
kynnst Tryggva.
Hann var glöð persóna, húm-
oristi, mjög stríðinn og mikill
spennufíkill, þegar hann var með
mér í bíl spurði hann alltaf hvort
löggan væri ekki að elta okkur
og hversu hratt við færum.
Tryggvi kenndi mér að líta líf-
ið öðrum augum og takast á við
erfiðleika, ekki gefast upp og
væla, það var ekki hans stíll
heldur hugsa jákvætt og halda
áfram.
Ég á margar góðar minningar
um samveru okkar Tryggva.
Þegar við hittumst á heimili
hans á Akureyri stýrðum við fót-
boltaliðum til sigurs í manager
og töluðum mikið um „buddur“.
Honum fannst gott að koma í
Hjaltastaði og þótti þá best að
vera í hesthúsinu, hann fór oft á
bak á Spóa, uppáhaldshestinn
sinn, og það var ólýsanlegt að
horfa á Tryggva á baki, hann
náði ótrúlega vel til Spóa og var
mjög flinkur þrátt fyrir sína erf-
iðleika.
Svo fórum við reglulega á fjór-
hjólið og keyrðum eins og brjál-
æðingar meðfram Héraðsvötn-
unum og stöku sinnum að veiða.
Núna ertu farinn og ég þakka
þér fyrir allar góðu stundirnar
okkar, ég mun aldrei gleyma þér
Tryggvi Jón
Jónatansson
✝ Tryggvi JónJónatansson
fæddist á Akureyri
15. ágúst 1995.
Hann lést á heimili
sínu 2. maí 2011.
Útför Tryggva
Jóns fór fram frá
Akureyrarkirkju
13. maí 2011.
vinur og megi guð
geyma þig.
Pétur Óli
Þórólfsson.
Tryggva Jóni
kynntist ég árið
2005, hann var
nemandi og ég
kennari. Samstarf
okkar hefur verið
nær óslitið síðan og
stundirnar okkar saman mér
ómetanlegar.
Í hjartanu geymi ég dýrmæta
minningu um lífsglaðan dreng
sem aldrei skorti lærdómsneist-
ann. Tryggvi Jón bjó yfir ein-
stöku æðruleysi, trygglyndi og
skemmtilegu skopskyni.
Fjölskyldunni votta ég mína
dýpstu samúð. Takk fyrir allt og
allt, kæri vinur.
Kristín Irene
Valdemarsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar