Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.05.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011 ✝ Nanna IdaKaaber fæddist í Reykjavík 21. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 5. maí 2011. Foreldrar Nönnu voru Ludvig Emil Kaaber frá Danmörku, f. 1878, d. 1941 og kona hans Astrid Bert- ine, f. Thomsen 1884, d. 1928. Alsystkini Nönnu voru Gunnar Georg, f. 1908, d. 1949, Axel Jó- hannes, f. 1909, d. 1999, Sveinn Kjartan, f. 1909, d. 1990, Knud Albert, f. 1914, d. 1915, Eva Ásta, f. 1916, d. 1933, Ragnar Eiríkur, f. 1919, d. 1958, Elín Margrét, f. 1922, Knud Albert, f. 1922, d. 1989. Samfeðra systkin Nönnu voru Edda Kristín, f. 1931, Astrid Sigrún, f. 1932, Edwin Mikael, f. 1935 og Eggert Matthías, f. 1939, d. 1945. ur Ástríðar var Kristinn G. Andrésson f. 1965. Kornung dvaldi Nanna með foreldrum sínum á Borgund- arhólmi um skeið. Hún ólst svo upp á Hverfisgötu 28 og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Nanna starf- aði við skrifstofustörf um tíma, en lærði svo garðyrkju í Fagra- hvammi í Hveragerði. Hún nam garðyrkju- og blómaskreyt- ingar í Árósum og kom heim með síðustu ferð Gullfoss fyrir stríð 1939. Nanna stofnaði blómabúðina Garð við Garða- stræti ásamt með Stefáni Árna- syni. Árið 1959 hóf hún að vinna hjá danska sendiráðinu og starf- aði þar í 30 ár, fram til ársins 1988 þegar hún stóð á sjötugu. Nanna var einn af stofnendum ferðafélagsins Útivistar, sat í kjarna þess frá upphafi og var heiðursfélagi. Hún var far- arstjóri í áratugi og fór í sína síðustu ferð sem slíkur árið 2005, þá 87 ára. Útför Nönnu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 17. maí 2011, kl. 15. Nanna giftist 22.9. 1945 Bjarna Árnasyni, f. 1918, d. 2004, þau skildu. Foreldrar hans voru Árni S. Bjarnason, f. 1879, d. 1969 og kona hans Björg Stef- ánsdóttir, f. 1880, d. 1968. Börn Nönnu og Bjarna eru: 1) Árni Emil, f. 1948, var kvæntur Ernu Björns- dóttur, f. 1951 og eiga þau son- inn Björn Ólaf, f. 1972, dóttir hans er Erna María, f. 1995. Seinni kona Árna er Katrín Hulda, f. 1959. Þeirra börn eru: a) Júlíus, f. 1984, sonur hans er Emil Arthúr, f. 2009, og Nanna, f. 1987. 2) Ástríður Björg, f. 1955, var gift Jóni Grímkeli Pálssyni, f. 1955, þau eiga syn- ina Hörð Bjarna, f. 1977, sonur hans er Flóki Hrafn, f. 2002 og Hauk Emil, f. 1983. Seinni mað- Upphaf kynna okkar Nönnu föðursystur minnar mun hafa verið það að hún bar mig ný- fædda upp stigann inn á heimili foreldra minna. Sennilega urðu þá til þær hlýju tilfinningar sem við bárum æ síðan hvor til ann- arrar. Nanna frænka bjó yfir krafti og ósérhlífni sem gerði það að verkum að mér kom hún alltaf fyrir sjónir sem einstak- lega jákvæð og lífsglöð frænka og fyrirmynd sem ég gjarna vildi líkjast. Hún lærði garðyrkju og blómaskreytingar bæði hér heima og í Kaupmannahöfn og átti um tíma hlut í blómabúð í Reykjavík, en seldi þegar hún giftist og gerðist húsmóðir eins og hæfa þótti á þeim tíma. Alla tíð mundi hún þó árin sín í Kaupmannahöfn og sagði af þeim margar sögur. Starfsævi sína utan heimilis átti Nanna hins vegar í danska sendiráðinu við Hverfisgötu, beint á móti húsinu sem foreldrar hennar höfðu búið í. Frístundum varði hún í óbyggðum hvenær sem hún gat því við komið. Hún var einstakur náttúruunnandi og þekkti Ísland eins og lófann á sér. Varla er hægt að hugsa sér skemmtilegri og fróðari leið- sögumann en þessa glaðlyndu konu sem kunni skil á hverju fjalli, þekkti blóm og fugla, fór með þjóðsögur og sagði frá ábú- endum þessa heims og annars í hverjum hól. Þessa nutu margir samferðamenn bæði í óformleg- um ferðum og þar sem hún ferð- aðist með Ferðafélaginu eða Útivist. Fyrst og fremst ber mér þó að þakka Nönnu frænku minni – faster Nanna – eins og ég kallaði hana oft, hvernig hún treysti fjölskylduböndin í hinni aðfluttu fjölskyldu okkar og var óþreyt- andi að segja sögur um ætt okk- ar og uppruna, sögur um pró- kúristann frá Kaupmannahöfn og kaupmannsdótturina frá Færeyjum sem settust að á Ís- landi árið 1905 og eignuðust börnin átta. Sögurnar studdi hún myndum og bréfum sem geymd voru í sérstökum kistli sem móðir hennar hafði átt. Nanna safnaði saman, raðaði og varðveitti og bjó til myndabæk- ur um forfeður sína, foreldra, systkini og fjölskyldur þeirra. Þess vegna liggur við að ég muni Nönnu sjálfa á unglingsaldri, rauðhærðu og freknóttu Kaab- erstelpuna, og leikina sem leikn- ir voru í drullupollunum á Hverfisgötunni á millistríðsár- unum. Þess vegna finnst mér sem ég þekki húsaskipan og heimilishætti á heimili afa míns og ömmu sem látin voru löngu áður en ég fæddist. Hjá Nönnu las ég líka bréfin sem afi minn og amma skrifuðu hvort öðru á fyrri hluta 20. aldarinnar og kynntist daglegu amstri þeirra, gleði og sorgum. Afi minn, faðir Nönnu, hafði þann sið að yrkja börnum sínum kvæði þegar þau fermdust. Í fermingarljóði Nönnu lýsir hann glaðlegu, hressilegu dóttur sinni og biður þess að líf hennar verði til gleði fyrir hana sjálfa og sam- ferðamenn hennar. Lífið hennar Nönnu frænku var ekki eilífur dans á rósum en fáum hef ég kynnst sem hafa tekist á við til- veruna með jafn jákvæðu hug- arfari. Nú er hún faster Nanna mín látin í hárri elli og með henni horfinn einn meginþráðurinn í uppistöðu vefjarins sem mynd- aði nánustu fjölskyldu mína og dætra minna. Við geymum og metum minninguna um þessa tryggu og skemmtilegu frænku okkar. Hvíli hún í friði. Svanhildur Kaaber. Nanna Kaaber er látin. Ein- stök kona er horfin á braut og hennar er saknað vegna þeirra mannkosta sem hún bjó yfir. Leiðir okkar lágu saman í Ferðafélaginu Útivist fyrir um tuttugu árum. Þá var hún liðlega sjötug en samt ern, spræk og virk í fararstjórn fyrir félagið. Hún bar aldurinn svo vel að undrum sætti. Ég hélt að hún væri miklu yngri en hún í raun- inni var enda gekk hún í öll verk og gaf sér yngra fólki ekkert eft- ir. Síðar hef ég oft velt ellinni fyrir mér og komist að því að hún er ekki síst spurning um hugarástand. Nanna var prýði- leg sönnun þess. Hún var virk, minnug, fróð en samt svo lítillát, allt að því hlédræg, hún bar af öllum, hinn spaki öldungur og besti kennarinn. Nanna Kaaber var lágvaxin og grönn. Hún var engu að síður nokkuð valdsmannsleg þegar hún tók til máls og ósjálfrátt lögðu þeir við hlustir sem nærri stóðu. Hún bauð af sér mikinn og góðan þokka, hafði næma frá- sagnargáfu og ágætt skopskyn. Hún var einn af frumkvöðlum Útivistar. Átti þátt í að stofna félagið, sat í kjarna, ýmsum nefndum og skipaði sér í for- ystusveit. Gott var að eiga hana að og sækja ráð í smiðju hennar. Fyrir ekki svo löngu hringdi hún í mig og vildi færa mér eða öllu heldur Útivist gjöf. Hún færði mér hamar … það kom mér á verulega á óvart. Hann er lítill og auðsjáanlega gamall, ber þess merki að hann hafi verið mikið notaður, marinn og snúinn og svo agnarsmár. Hamarinn hafði hún tekið með sér um helg- ar og notað á þeim árum er Út- vist byggði skálana í Básum á Goðalandi. Þessi hamar segir sína sögu og nú hefur hann verið festur upp á vegg á skrifstofu Útvistar og þar er hann hvatn- ing til að leggja okkur fram, gera það besta sem við getum. Ég sé Nönnu ljóslifandi fyrir mér, netta og fágaða heimskonu, með hamarinn á lofti í smíða- vinnu í Básum. Hún var góð fyr- irmynd. Ferðafélagið Útivist var Nönnu mikils virði. Hún tók mér vel þegar ég kom inn í stjórn fé- lagsins, samt þekkti hún mig ekki neitt. Af yfirvegun og hóg- værð leiðbeindi hún mér þegar ég ruddist áfram og taldi mig vinna félaginu vel. Þegar henni þótti um of tók hún mig á eintal og þannig kom hún áleiðis hug- myndum og leiðbeiningum á hógværan hátt, særði engan og allir undu glaðir við málalok. Ég á Nönnu mikið að þakka og sendi aðstandendum hennar samúð mína. Árni Jóhannsson, fv. formaður Útivistar. Nanna Kaaber hefur nú lagt upp í sína síðustu ferð, á vit hinna eilífu öræfa og ef að líkum lætur þá hefur hún undirbúið sig vel, eins og hún jafnan gerði er hún fór sem fararstjóri fyrir ferðafélagið Útivist. Þessi trausta skelegga kona hóf að ferðast á fjöll á síðari hluta ævi sinnar og átti þar margar ham- ingjustundir í hópi góðra vina. Ekki leið á löngu þar til hún var beðin um að taka að sér farar- stjórn og það fór henni einstak- lega vel úr hendi. Nanna var mjög skýrmælt, talaði fallega ís- lensku og var óvenju fróð um landið okkar, sem hún unni svo mjög og hún hélt áfram að afla sér þekkingar þar til komið var á leiðarenda. – Á ferðum sínum tók hún mikið af myndum, sem hver og ein er listaverk í sjálfri sér og þessar myndir prýddu svo jólakortin sem hún sendi til vina sinna. Á kortin skrifaði hún síðan góðar kveðjur með sinni læsilegu rithönd. – Þegar litið er yfir farinn veg, koma margar fallegar myndir upp í hugann, hvort heldur sem hugsað er til vinnuferða eða annarra ferða og í minningunni bregður hvergi skugga á samfylgd Nönnu Kaaber. Þakklæti og virðing er efst í huga samferðamanna sem senda fjölskyldu hennar samúð- arkveðjur og óska henni góðrar ferðar. – „ På gensyn, Nanna.“ Ég vil með þér ganga á vor- björtum degi. Ég vil með þér ganga um sumars- ins vegi. Ég vil með þér ganga er haust- regnið fellur. Ég vil með þér ganga í vetrarins snjó. Ég vil með þér ganga á vor- björtum heiðum. Ég vil með þér ganga á ókunnum leiðum. Ég vil með þér ganga á fjallanna tinda. Ég vil með þér ganga um fjör- unnar sand. En síðust er gangan er göngum við ein, þá gleymast og hverfa öll veraldar mein. Allar syndirnar vegnar og síðan burtþvegnar og sálin að lokum er saklaus og hrein. Við öll munum hittast að endingu þar. Við eilífðargátunni fáum við svar. Á kvöldin þá saman, við söngv- anna gaman, við sitjum og rifjum upp minning- arnar. (Gísli Svanbergsson) Lovísa. Nanna Kaaber ✝ Verna OktavíaJónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1932. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans, Fossvogi, 2. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ingveldur Eiríks- dóttir húsmóðir, f. 23.6. 1908, d. 18.2. 1993 og Jón Kr. Jónsson bif- reiðastjóri, f. 24.6. 1898, d. 10.6. 1983. Verna ólst upp í Reykja- vík í góðu yfirlæti foreldra sinna og systkina. Systkini hennar eru Eyjólfur Jónsson stýrimaður, f. 15.1. 1929, Ragn- heiður Jónsdóttir skrif- stofumaður, f. 6.1. 1936, d. 11.12. 2009 og Margrét Jóns- dóttir skrifstofumaður, f. 4.4. 1937. Verna giftist Birni Krist- insyni, verkfræðingi og prófess- or, f. 3.1. 1932. Þau skildu. For- eldrar hans voru Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 23.8. 1898, d. 21.8. 1996 og Kristinn Björnsson, yfirlæknir á Hvíta- bandinu, f. 17.2. 1902, d. 7.1. 1972. Verna og Björn eignuðust saman sjö börn en þau eru: 1) Kristinn viðskiptafræðingur, f. 14.5. 1952, d. 3.4. 2006, eftirlif- andi eiginkona Ásthildur Ketils- dóttir. Þau eiga tvö börn, El- ísabetu og Ástu Sigríði og fimm barnabörn, Gabríelu, Heklu, Emelíu, Kríu og Benedikt. 2) Inga hjúkrunarfræðingur, f. 14.12. 1954. 3) Ásta hjúkr- unarfræðingur, f. 14.12. 1954, gift Gunnari Ásmundssyni, þau eiga þrjú börn, Ingu Birnu, Clinton og Franklin og eitt barnabarn Taytem. 4) Margrét hjúkrunarfræðingur, f. 14.12. 1954, gift Hjálmari Aðalsteins- syni. Þau eiga tvö börn Aðalstein og Kristínu Ástu og tvö barnabörn Perlu og Anítu. 5) Helga skrif- stofumaður, f. 11.1. 1962, Helga á tvær dætur með fyrri manni sínum Mar- teini Magnússyni þær Sunnu og Hel- enu. Hún er gift Ív- ari Þór Þórissyni og eiga þau einn son Björn Gauta en áður átti Ívar fyrir dótturinnar Þóru. 6) Jón Björnsson tæknifræð- ingur, f. 9.8. 1965. Fyrrverandi sambýliskona Jóns var Ragn- hildur Kjeld og áttu þau eina dóttur, Önnu Andreu. 7) Hildur tölvunarfræðingur, f. 5.8. 1975, gift Sigurði Rúnari Sveinssyni, börn þeirra eru Harpa Sól og Sveinn Máni. Guðrúnu G. Björnsdóttur eignaðist Björn með seinni konu sinni og var hún í huga Vernu hluti af fjöl- skyldunni. Verna lærði hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík lauk námi 1950 og fékk meistararétt- indi í hárgreiðslu 1981. Ásamt hárgreiðslu vann hún ýmis önn- ur störf í gegnum tíðina. Hún hafði mikinn áhuga á líkams- rækt og stundaði hana af kappi. Um tíma var hún leiðbeinandi í jóga hjá júdódeild Ármanns og hjá Heilsuræktarstöðinni í Glæsibæ sem þá var. Á síðari árum hafði hún mikinn áhuga á bókum og bókavarðveislu, og undir það síðasta málun í vefn- að og skarpgripagerð sem stytti henni stundir. Verna átti góðan vin Loft Loftsson og ferðuðust þau mikið saman á meðan heils- an leyfði. Útför Vernu Oktavíu hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma mín. Með trega í hjarta vil ég kveðja þig. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. Lágt þótt þeir hafi, heyri eg allt sem hvísla þeir í eyra mér; segja þeir: „Verða svipur skalt þú sjálfur líkt og vér. Kvöldroði lífsins kenni þér að kemur skjótt en svala nótt og svefn í skauti ber.“ Í æsku fram á lífsins leið vér lítum, en ei annað neitt, vonandi að breiða gatan greið grænum sé blómum skreytt; en – aftur horfir ellin grá. Sólarlag liðinn dag laugar í gulli þá. (Grímur Thomsen.) Ásta B. Asmundson, USA. Elsku mamma, sendi þér ljóð sem hinstu kveðju. Þótt augun séu rök og röddin klökk er rekja vil ég minninganna stig. Ég minnist þess í bljúgri bæn og þökk hve bjart var, elsku mamma, kringum þig. En orð og tár þau eru líkt og hjóm. Þú allt það besta vildir gefa mér. Ó móðir kær, ég bind í sveiginn blóm og bænir mínar helga vil ég þér. helga vil ég þér. (Guðrún V. Gísladóttir.) Inga Björnsdóttir. Elsku systir mín og vinkona. Það er alltaf sárt að kveðja þann sem manni þykir vænt um. Þú barst þig svo vel í veikindum þínum. Þú kvartaðir aldrei og var unun að sjá þig í hjólastóln- um þar sem þú varst að mála, leggja kapal, ráða krossgátur eða hlusta á hljóðbækur. Þú varst ævinlega hrein og bein, traust og trygglynd. Hvað þú varst alltaf vel tilhöfð og allt í stíl. Fallegir eyrnalokkar og hringar sem fóru svo vel við vel snyrtar neglurnar. Við vorum 3 systurnar, en Heiða lést 11. des- ember 2009. Við systurnar og Eyfi bróðir okkar ólumst upp við mikið ástríki á æskuheimili okk- ar, Ránargötu 24. Við vorum sérstaklega samrýmd fjölskylda. Á hverju sumri var farið í úti- legu til Þingvalla ásamt góðu vinafólki foreldra okkar og við áttum þar yndislega daga. Síð- ustu misserin áttum við Verna góða fimmtudaga saman og vor- um við þá að spila á spil og spjalla saman. Ég bið Guð að blessa börnin hennar og fjöl- skyldur þeirra. Með kærri þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við kveðjum þig með klökkum hjörtum, þú kærleiksríka sál. En horfum þá mót himni björtum, því Herrans var þitt mál. Þín gleði um drottins dýrð að tala og dásemdir í byggðum himins sala, og gott að hverfa heimi frá til himins, þeim er Guð sinn þrá. (M.G.) Þín elskandi systir, Margrét. Verna Oktavía Jónsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KETILSDÓTTIR, Hjallalundi 15b, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sigurður Hólm Freysson, Halla Sigurþórsdóttir, Þórhildur Freysdóttir, Ketill Hólm Freysson, Elín Una Friðfinnsdóttir, Gestur Valdimar Hólm Freysson, Björk Viðarsdóttir, Birkir Hólm Finndal Freysson, Kristín Pálsdóttir, Borghildur Freysdóttir, Árni Arnsteinsson, Hólmfríður Freysdóttir, Máni Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTGERÐUR KRISTINSDÓTTIR, Hjallalandi 40, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. maí. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 13.00. Sigurjón Guðjónsson, Kristinn Sigurjónsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Ísak V. Jóhannsson, Guðjón F. Sigurjónsson, Bjarni Sigurjónsson, Rebekka Aðalsteinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.