Morgunblaðið - 17.05.2011, Qupperneq 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 2011
» Hljómsveitin Árstíðir lék tónlistsína á Kaffi Rósenberg á föstu-
dagskvöldið. Annasamt sumar er
framundan hjá meðlimum hljómsveit-
arinnar sem í júlí og ágúst munu leika
á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Ung-
verjalandi, Póllandi, Tékklandi og víð-
ar. Áður en lagt verður í hann mun
sveitin þó loka sig af í hljóðveri til að
vinna að næstu plötu sinni.
Árstíðir halda tónleika á Rósenberg
Vígalegir Þessir tveir voru vel skeggjaðir og sáttir.
Stemning Hljómsveitin Árstíðir á tónleikum en meðlimir hennar
halda í víking í sumar og spila á tónleikum víða um Evrópu.
Tónleikagestir Það var notaleg stemning meðal gestanna.
Kaldir Þessir félagar kíktu á tónleika og fengu sér einn
kaldan á föstudagskvöldi í vorblíðunni.
Hressar Þessar vinkonur voru sumarlegar og sælar og virtust
sannarlega skemmta sér hið besta á tónleikunum.
FRÁ CANNES
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Skrítin tilfinning að mæta í bíósal klukkan átta á
morgnana. Ég ólst upp við að það væri löstur að
vera byrjaður að horfa á sjónvarpið fyrir kvöld-
mat, bæri vott um leti og aumingjaskap. Man
eftir að hafa stolist til að horfa á vídeó í eftirmið-
daginn á unglingsárunum og verið á nálum yfir
því hvort myndin kláraðist áður en pabbi eða
mamma kæmu heim úr vinnunni. Ég hef farið á
margar kvikmyndahátíðir og er bara nýlega far-
inn að geta mætt í bíósal yfir daginn. Það er svo
djúpt inngróið í mig að þegar sólin skín á maður
að vera úti og þá helst að vinna.
Ævintýraheimur Hollywood
En í Cannes fer maður á fætur klukkan sjö á
morgnana, fer í sturtu og er mættur í kvik-
myndahúsið fyrir klukkan átta. Maður er búinn
að sjá tvær bíómyndir fyrir hádegismat. Sem
sagt algjör letingi og aumingi. Maður nær í eitt-
hvert sólskin inni á milli þess sem maður hleyp-
ur á milli bíóhúsa. Úrvalið er frábært hér í Can-
nes. Listrænar myndir í bland við
ævintýraheima Hollywood og að sjálfsögðu hefur
pólitíska rétttrúnaðarkirkjan sínar biblíumyndir
á hátíðinni. Polisse er bíómynd rétttrún-
aðarkirkjunnar, fjallar um góða fólkið í kynferð-
isbrotadeild frönsku lögreglunnar. Hún hefur
fengið slæma dóma hér í Cannes en persónulega
fannst mér margt vel gert í henni. Sjóræn-
ingjamynd Johnny Depps er verðugasti fulltrúi
draumaverksmiðju Hollywood og var aðalmynd
laugardagsins. Þegar Johnny Depp mætti á
rauða dregilinn varð maður hræddur um líf sitt í
mannfjöldanum, æsingurinn var slíkur.
Nístandi grátur
Eldfjallið var frumsýnt á föstudaginn og vakti
gríðarlega mikla athygli. Kjörkuð bíómynd og
verðugur fulltrúi listrænna bíómynda á hátíðinni.
Eftir frumsýninguna var mikið klappað í salnum
og franski stjórnandi keppninnar stóð lengst
allra, klappandi og hrópandi bravó með svo tryll-
ingslegum hætti að það varð nánast vandræða-
legt. Rúnar Rúnarsson nær svo sannarlega til
margra með fyrstu bíómynd sinni. Rúnar virtist
hálfráðvilltur á hátíðinni fram að frumsýning-
unni en eftir hana er hann búinn að vera stans-
laust í viðtölum frá morgni til miðnættis við
blaðamenn alls staðar að úr heiminum. Mynd
hans er stöðugt að trufla mig. Grátur gamallar
konu er eitt það sorglegasta sem maður upplifir.
Grátur barns getur verið gefandi og jafnvel
fyndinn, því barnið á eftir að stækka, verða
sterkara og komast yfir erfiðleika sína. Grátur
gamals fólks nístir mann inn að beini. Því fram-
tíðin er ekki þess. Það á bara eftir að verða veik-
ara og máttlausara. Ekkert er sorglegra en ein-
mitt það.
Hinir frægu forðast fjölmiðla
Bíómyndirnar eru áhugaverðar hér í Cannes
en jafnvel áhugaverðara er allt umstangið í
kringum þær. Hátíðir eins og þessi sýnir sjóbis-
nessinn. Kaupendur og seljendur hlaupa á milli
funda og kokkteilboða. Ljósmyndarar og blaða-
menn berjast um svæði og sjónarhorn, til að
geta miðlað frægð kvikmyndastjarna til lesenda
sinna. Kvikmyndaleikarar sem hafa ekki öðlast
frægð né frama, berjast um athygli blaðamanna
en þeir leikarar sem eru frægir forðast þá. Þetta
er hátíð í mörgum skilningi. Þetta er hátíð kvik-
mynda en líka hátíð mannlegs eðlis. Hátíð þeirra
sem vilja koma saman. Hátíð sýndarveruleika og
raunveru, hátíð þykjustu og reyndar. Schein ist
Sein, sagði Nietszche á sínum tíma. Og kannski
er maður letingi og aumingi fyrst maður vaknar
klukkan sjö á morgnana til að horfa á bíómynd.
En mikið rosalega er það gaman að vera letingi
og aumingi á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Bíó fyrir hádegismat
„Rosalega gaman að vera letingi og aumingi á kvikmyndahátíðinni í Cannes“
Vinsæl Eldfjallið, kvikmynd Rúnars Rúnarsson, var frumsýnd á föstudaginn og vakti gríðarlega mikla athygli fjölmiðla.
Rapparinn góðkunni Busta Rhy-
mes heldur tónleika hér á landi í
kvöld. Tónleikarnir, sem áttu að
vera í Vodafone-höllinni, hafa nú
verið færðir í Listasafn Reykjavíkur
sem er talinn vera betri kostur. Hús-
ið verður opnað kl. 22:00 og munu
helstu rapparar og Dj-ar Íslands hita
upp áður en aðalstjarnan stígur á
stokk. Miðar á tónleikana hafa rokið
út og eru aðeins örfáir miðar eftir.
Busta færir sig yfir
í Listasafnið
Lokaverkefni nemenda á náms-
brautinni Fræði og framkvæmd
við Listaháskóla Íslands verða
sýnd dagana 21.-27. maí.
Halldór Halldórsson, best
þekktur sem Dóri DNA, er einn af
útskriftarnemum og frumflytur
verkið Tortímandann í Kúlunni í
Þjóðleikhúsinu. Hann segir verkið
snúast fyrst og fremst um sjálfs-
mynd karlmanna. „Þetta er um
karlmenn á okkar reki sem eru
aldir upp af hasarmyndum, byssó
og þessum ímyndum karlmennsk-
unnar sem otað er að okkur af
fjölmiðlum og samfélaginu,“ segir
Halldór. „Þetta er ákveðið upp-
gjör við uppeldi okkar.“ Nánar á
lhi.is.
Ljósmynd/Baldur Kristjáns
Karlmennska orðin
innantómt hugtak