Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verði þær reglugerðir og tilskipanir Evrópusam- bandsins sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi í vetur afgreiddar mun fjöldi slíkra mála ná tölunni 50 á rúmlega tveggja ára starfstíma ríkisstjórnar Sam- fylkingarinnar og VG. Eru það nærri tvöfalt fleiri mál en afgreidd voru þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru við völd og þótti sú stjórn þó ágætlega afkastamikil á þessu sviði. „Mér hefur fundist að 75% af störfum ríkisstjórn- ar og Alþingis snúist beint og óbeint um aðlögun að ESB. Í vetur hafa verið mjög margar innleiðingar. Samfylkingin er ótrúlega fókuseruð á þetta,“ segir Atli Gíslason alþingismaður sem sagði sig úr þing- flokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í vetur. Þessi tilfinning varð til þess að Atli fékk upplýs- ingadeild Alþingis til að taka saman upplýsingar um innleiðingar á ESB-tilskipunum og reglugerðum og EES-reglum síðustu fimm árin. Það sem af er þingi hafa 14 ESB/EES mál verið afgreidd og átta til viðbótar liggja fyrir. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðis- manna, og Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing- flokks framsóknarmanna, hvöttu til þess við um- ræður um eitt þessara mála sl. föstudag að farið yrði yfir málin á gagnrýnni hátt en gert hefur verið hingað til. Töldu þeir að aukið streymi væri af ESB- málum á færiband þingsins og mótmæltu því að nauðsynlegt væri að gleypa þau blóðhrá eins og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt fram. Atli telur að innleiðing ESB-reglna hafi tekið kipp þegar Samfylkingin fór í stjórn með Sjálfstæð- isflokknum vorið 2007. Allavega voru afgreidd 24 slík mál á 135. löggjafarþingi, 2007-2008. Mun færri mál voru afgreidd á hrunþinginu 2008-2009 og sum- arþinginu 2009. 16 mál voru afgreidd á síðasta þingi og á þessu þingi hafa 22 mál verið samþykkt eða eru til umfjöllunar. Í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem sótti um aðild að ESB, verða því 50 ESB/EES-mál afgreidd samanborið við 27 í tíð þeirrar síðustu. „Þetta er ótrúlega markviss stefna og VG hefur því miður algerlega farið í hnjánum í ESB-málinu. Það varð til þess að ég sagði mig úr þingflokknum og studdi vantraust á ríkisstjórnina,“ segir Atli. Hann hefur efasemdir um að Íslendingar þurfi að innleiða allar þessar reglur. Fara fyrir sameiginlegu EES-nefndina Íslendingum ber að innleiða allar reglur Evrópu- sambandsins sem snúa að innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Reglurnar fara fyrir sameigin- legu EES-nefndina sem sker úr um ef vafi leikur á hvort eigi að innleiða þær og þaðan til viðkomandi ríkja til „stimplunar“. „Okkur ber ekki skylda til að innleiða allar ESB- reglur. EES er ekki það sama og ESB,“ segir Atli. Hann nefnir að kærum hafi verið hótað þegar mat- vælafrumvarpið var afgreitt í þinginu vegna þess að innflutningur á hráu kjöti var undanskilinn. Ekkert hafi heyrst af því meir. 50 ESB-reglur stimplaðar  Útlit fyrir að tvöfalt fleiri ESB- og EES-reglur verði afgreiddar á tveggja ára valdatíma Samfylkingar og VG en í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar „Mér hefur fundist að 75% af störfum ríkisstjórnar og Alþingis snúist beint og óbeint um aðlögun að ESB.“ Atli Gíslason FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Útgefnum starfsleyfum fyrir ferða- skrifstofur og ferðaskipuleggjendur hefur fjölgað um 250 síðustu tvö árin og eru þau nú rúmlega 350 talsins. Þetta er um 70% fjölgun. Margir sækja nú inn í ferðaþjónustugeirann, sem á hvað mesta vaxtarmöguleika um þessar mundir, en fjölgun útgef- inna leyfa segir þó ekki alla söguna. Margir sem starfa á nýútgefnum leyfum hafa samt rekið ferðaþjón- ustu um árabil. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa á undanförnum mánuðum stað- ið í miklu átaki við að fá fólk í ferða- þjónustu til þess að fara eftir settum lögum og reglum, því ekki má veita ferðaþjónustu án þess að uppfylla staðla um kunnáttu og öryggismál svo eitthvað sé nefnt. „Í vor birtum við samantekt þar sem fram kom að 98 ferðaskrifstofur og skipuleggjendur störfuðu leyfis- laus,“ segir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri SAF. „Núna er verið að fá fyrirtækin til að sækja um leyfi. Annars höfum við krafist þess að það sé lokað hjá þeim.“ Gríðarlegt öryggismál Samtökin gerðu sjálfstæða könn- un á því hversu mikið gistirými væri í Reykjavík einni sem væri leyfis- skylt en starfrækt án leyfa. Reyndist það meira en sem nemur öllu gisti- rými á Grand hóteli og Hilton Nor- dica samanlagt. Á Akureyri og Suð- urnesjum reyndust um þrjátíu prósent gistirýmis vera starfrækt án leyfa. Stærstan hluta af skýringunni er að finna í þeim fjölda íbúða sem voru byggðar í fasteignabólunni fyrir hrun, sem hefur síðar verið breytt í gistirými með litlum tilkostnaði, til að lágmarka skaðann af því hversu hátt var skotið yfir markið í hús- byggingum. „Í okkar augum er þetta ekki bara samkeppnismál, heldur gríðarlegt öryggismál. T.d. eldvarnarmál á gististöðum,“ bætir Erna við og seg- ir verst að það þurfi að eltast við hið opinbera til að fá það til að fylgja eft- ir lögum og reglum. „Það hefur eng- inn eftirlit með þessu.“ Einna mest fjölgun leyfa fyrir ferðaskipuleggjendur er í afþrey- ingu, skemmtana- og hvataferðum hvers konar, og má þar nefna vél- sleða-, jeppa- og fjórhjólaferðir, vatnasport, hjólatúra og margt fleira. Einnig er algengt að þar drag- ist að fyrirtæki fái leyfi, enda er fólk stundum ekki meðvitað um að það þurfi þau. Fyrirtæki sem þurfa mikla fjárfestingu vaxa hins vegar með jafnari hraða en hvað styður annað, því eftir því sem hótel stækka og ferðaþjónustan teygir sig meira yfir allt árið eykst þörfin fyrir gott úrval af afþreyingu og ferðamögu- leikum innanlands. Leyfisveiting- arnar eru þannig leið til að halda ákveðnum gæðum í heildarpakkan- um sem ferðamenn fá þegar þeir koma hingað til lands. Senda bréf, hringja og spyrja Það er Ferðamálastofa sem veitir fyrrnefnd starfsleyfi til ferðaskrif- stofa og -skipuleggjenda, en Vega- gerðin veitir leyfi til farm- og fólks- flutninga. Sigurður Hauksson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir fjölgunina vera mesta í bílaleigum síðasta áratuginn en rekstrarleyfis- höfum í fólksflutningum hefur fjölg- að talsvert eftir hrun, þá helst með rútubíla og sérútbúna jeppa. „Við sendum þeim bréf og þeir eru spurðir hvort þeir hafi leyfi, ef grun- ur leikur á að þeir starfi án leyfa,“ segir Sigurður. Einnig er um það rætt að það gæti þurft að efla meðvitund meðal neyt- endanna sjálfra, ferðamannanna, að bóka ekki ferðir með leyfislausum þjónustufyrirtækjum. Gróska og vöxtur án tilskilinna starfsleyfa Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjallaferð Þeir sem flytja fólk um hálendið gegn borgun þurfa að hafa til- skilin leyfi og nægilega kunnáttu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu eru með tilskilin leyfi. Gróskan í greininni er mikil um þessar mundir og ný þjónusta á Suður- landi er af mörgu tagi. Má þar til dæmis nefna gistiheimilið Kvöldstjörnuna á Stokkseyri, afþreyingarfyrirtækið Iceland Activities í Hveragerði, sem býður upp á hjólaferðir, göngu- ferðir, ísklifur og fleira. Þá eru sýningar í Hellisheið- arvirkjun undir heitinu Orkusýn. Nýleg hestaleiga við rætur Ing- ólfsfjalls kallast Sólhestar, boð- ið er upp á hellaskoðun á Laug- arvatni og opnað hefur verið handverkshús í Þorlákshöfn. Þjónustan sprettur upp AF MÖRGU AÐ TAKA Hratt Þeysa má um Hvítá á hraðbát. „Menn hafa hingað til litið svo á að EES-samningurinn gæti rakn- að upp við slíka ákvörðun. Þess vegna sé það ekki raunhæfur kostur að beita neitunarvald- inu,“ segir Eiríkur Bergmann Ein- arsson, forstöðumaður Evrópu- fræðaseturs Háskólans á Bifröst, um það hvað gerðist ef aðildar- ríki Evrópska efnahagssvæðisins neitaði að innleiða tilskipanir eða aðrar reglur Evrópusam- bandsins. Eiríkur segir að aldrei hafi reynt á hvað gerðist ef ríki neit- aði innleiðingu tiltekinna reglna enda hafi Íslendingar og Norð- menn túlkað reglurnar vítt, viljað innleiða fleiri reglur en ESB hafi talið nauðsynlegt. Þessi umræða er nú komin upp í Noregi vegna deilna um það hvort Norðmenn eigi að hafna innleiðingu tilskipunar ESB um samkeppni í póstdreifingu. EES gæti raknað upp EKKI REYNT Á NEITUN Nokkur óvissa hefur verið um fuglalíf á Norðurlandi eftir kalt vorhret. „Menn hafa mestar áhyggjur haft gagnvart smáfugl- um, spörfuglum og mófuglum. Stærri fuglar, til dæmis endur og gæsir, harka þetta yfirleitt af sér,“ segir Yann Kolbeinsson, líffræð- ingur á Náttúrustofu Norðaustur- lands. Enn er óvíst hve mikil áhrifin verða af hretinu á dögunum en lík- legt er að einhver afföll verði hjá smærri fuglum. Á Suðvesturlandi hefur vorhret ekki breytt miklu um varp. Undan- farin ár hefur skortur á æti fyrir sjófugla farið vaxandi og eru áhrif þess nú áberandi. „Björgin eru nán- ast tóm. Krían er varla komin og ekki farin að verpa. Það hefur ekki gerst síðan elstu menn muna að hún sé svona sein,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglavernd- ar. Ekki er hægt að segja til um hve- nær krían lætur sjá sig en allt virð- ist með eðlilegu móti hjá öðrum fuglum. kristel@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisso Hrista af sér hretið en óvissa vegna ætis Ungar Í hreiðri við flugbrautina á Siglufirði mátti sjá æðarunga skríða úr eggi fyrir nokkrum dögum. Æðarungunum ætti að fjölga á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.