Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011
Íslenska kvikmyndaveislan á
RÚV hefst 12.júní með sýningu
myndarinnar The Good Heart
eftir Dag Kára en strax á eftir,
sunnudaginn 16. júní, verða
sýndar þrjár stuttmyndir Rún-
ars Rúnarssonar, fyrst Síðasti
bærinn sem var tilnefnd til
Óskarsverðlauna í flokki stutt-
mynda og síðan myndirnar
Anna og Smáfuglarnir, en þær
voru báðar valdar inná kvik-
myndahátíðina í Cannes rétt
einsog fyrsta bíómynd hans,
Eldfjall, sem var frumsýnd þar
núna fyrir nokkrum vikum.
Stórsmellurinn Jóhannes eftir
Þorstein Gunnar Bjarnason
þarsem Laddi fer með aðal-
hlutverkið verður sýnd í júlí og
grínmyndirnar Veggfóður og
Perlur og svín eftir þá Júlíus
Kemp og Óskar Jónasson
verða sýndar í ágúst. Eldri
myndir eftir okkar gömlu
meistara, einsog Hilmar Odds-
son, Dunu, Friðrik Þór og Val-
dísi Óskarsdóttur verða líka
sýndar, einsog Englar Alheims-
ins, Ungfrúin góða og
húsið, Tár
úr steini
og Á köld-
um klaka.
Gamlar og
nýjar myndir
UM ÞRJÁTÍU MYNDIR
SÝNDAR Í SUMAR Á RÚV
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Stutt er síðan meðal kvikmynda-
gerðarmanna var talað um RÚV sem
nánast óvin kvikmyndagerðar á Ís-
landi sem er fyndið þar sem í öllum
nágrannalöndunum eru ríkissjón-
varpsstöðvarnar helstu bakhjarlar
kvikmyndagerðar hverrar þjóðar.
En hér á landi hafði ríkissjónvarpið
þróast á þann veg að þaðan var eng-
an stuðning að fá en einkasjónvarps-
stöðin Stöð 2 reyndist styðja við
kvikmyndagerð og þá sérstaklega
framhaldsþáttagerð. Hápunkti náði
þetta ástand þegar RÚV lýsti því yf-
ir í byrjun síðasta árs að engar ís-
lenskar kvikmyndir yrðu keyptar.
Við það loforð var staðið þótt kvik-
myndagerðarmenn hefðu sjaldan
verið öflugri en það árið. Nú hefur
orðið kúvending í þessum málum því
RÚV mun verða með öfluga dagskrá
íslenskra kvikmynda í sumar. Á
þriðja tug mynda eftir íslenskt kvik-
myndagerðarfólk verða sýndar á
fimmtudags- og sunnudagskvöldum.
Sjónvarpsstöðin hefur keypt fjölda
nýrra og gamalla íslenskra mynda
en hluti þeirra mun verða sýndur í
sumar.
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár-
stjóri RÚV, segir að margt hafi vald-
ið því að þetta varð mögulegt.
„Reksturinn er kominn í aðeins
betra horf. Sú yfirlýsing að kaupa
ekki íslenskt efni, sem var gefin áður
en ég kom í starfið, var neyðar-
ráðstöfun sem gripið var til vegna
kreppunnar. Það olli eðlilega hörð-
um viðbrögðum, en við viljum allra
síst kvikmyndaframleiðsluna feiga.
Við erum að reyna að sinna okkar
hlutverki sem menningarstofnun og
þetta er liður í því. Þetta er búið að
vera í vinnslu og undirbúningi und-
anfarna mánuði og ég vona að allir
geti verið glaðir og ánægðir með
þetta. Sérstaklega vonast ég til þess
að áhorfendur verði glaðir,“ segir
Sigrún.
Bíósumarið hefst um hvítasunn-
una með sýningu á myndinni The
Good Heart eftir Dag Kára og í kjöl-
farið verða sýndar þrjár stuttmyndir
eftir Rúnar Rúnarsson sem Morg-
unblaðið fylgdi til Cannes þegar
hann fór þangað með fyrstu bíó-
myndina sína núna fyrir nokkrum
vikum. En þessar þrjár stuttmyndir
hans sem verða sýndar á RÚV hafa
unnið til um hundrað verðlauna út-
um allan heim. Þar á eftir koma
myndir eftir marga af okkar fremstu
kvikmyndagerðarmönnum, einsog
Hilmar Oddsson, Friðrik Þór, Dunu,
Óskar Jónasson, Júlíus Kemp og
Ragnar Bragason. Myndirnar sem
RÚV sýnir í sumar eru blanda af
nýjum og eldri myndum. Eldri
myndirnar verða sýndar á fimmtu-
dagskvöldum undir samheitinu
Kviksjá. Verður þeim fylgt úr hlaði
með kynningum sem Sigríður Pét-
ursdóttir kvikmyndafræðingur ann-
ast og í kjölfar þeirra verða umræð-
ur um myndirnar. Ólafur Torfason
og Ásgrímur Sverrisson sitja fyrir
svörum.
„Þáttur Sigríðar verður tekinn
upp í Bíó Paradís en mér finnst mjög
gaman að við séum að ganga í takt
við þau, því þau verða líka með ís-
lenskt bíósumar, þetta er merkileg
starfsemi sem þau eru með í gangi
þarna og við höfum átt í þónokkru
samstarfi við þau þar sem við höfum
gjarnan frumsýnt framhaldsþætti og
heimildarmyndir okkar þar áður en
við sýnum þær í sjónvarpinu. Við
viljum hvað mest vera í samstarfi við
þau,“ segir Sigrún. „Ég spurði ann-
ars Sigríði Pétursdóttir hvað hún
teldi að margar íslenskar bíómyndir
hefðu verið framleiddar og hún taldi
þær vera á annað hundrað, þannig að
við erum að sýna stóran hluta af því
sem hefur verið framleitt. En þetta
fellur vel að því markmiði mínu að
styrkja sumardagskrána hjá okkur.
Við höfum oft verið í nokkurskonar
hléi á sumrin og mín kenning er að
það taki því oft nokkrar vikur að
komast aftur á skrið á haustin. Hug-
myndin er að taka ekkert hlé í sum-
ar, heldur vera með öfluga dagskrá
yfir allt sumarið,“ segir Sigrún.
Kvikmyndagerðarmenn ánægðir
Kvikmyndagerðamenn eru líka
flestir ánægðir með þessa kúvend-
ingu hjá RÚV. „Þetta er mikil
stefnubreyting hjá RÚV frá því fyrir
einu og hálfu ári,“ segir Ari Kristins-
son formaður sambands íslenskra
kvikmyndaframleiðenda. „Við fögn-
um þessu þótt þeir séu að kaupa
myndirnar á lágu verði, en það eru
krepputímar. Svo er gleðilegt að þeir
ætli líka að fjalla um kvikmyndirnar í
þætti í sjónvarpinu, sem er breyting
frá því að það var aðeins fjallað um
kvikmyndir í útvarpinu,“ segir Ari
hlæjandi.
„En við vonum að í framtíðinni
geti þeir komið meira að gerð ís-
lenskra kvikmynda og jafnvel sem
samframleiðendur einsog sjónvarps-
stöðvar annarra landa gera. En
þetta er skref í rétta átt.
Svo virðist sem nýtt samkomulag
við ríkið um fjármögnun kvikmynda-
gerðar sé nú í sjónmáli en í því hefur
verið lögð áhersla á að RÚV komi
enn frekar að íslenskri kvikmynda-
gerð eins og sjónvarpsstöðvar á
Norðurlöndunum gera, með fyrir-
fram kaupum og þátttöku í fram-
leiðslu. Kvikmyndaráð hefur lagt
fram ákveðnar tillögur í þessum efn-
um fyrir mennta- og menningar-
málaráðherra og nú er að sjá hvort
fljótlega verði ekki hægt að ganga
frá samkomulagi,“ segir Ari.
Ragnar Bragason, formaður Sam-
bands íslenskra leikstjóra, sagðist
ekki vera viss hvort RÚV hefði verið
að kaupa mikið af þessu efni. „Þeir
eru aðallega að nýta sýningarréttinn
á þeim myndum sem þeir hafa þegar
keypt. En hugmyndafræðilega er
frábært að þeir skuli sýna lit. Von-
andi er þetta vísir að því að þeir ætli
að taka meiri þátt í því að framleiða
með okkur myndir,“ segir Ragnar.
Sigrún hjá RÚV orðar þetta með
svipuðum hætti: „Ég vona að þetta
sé byrjunin á einhverju stærra hjá
okkur, en maður veit aldrei hvernig
kreppan þróast. Við viljum í
öllu falli vinna með en
ekki á móti kvikmynda-
framleiðslu á Íslandi.
Þetta var bara
krísusitúasjón
þarna 2008,“
segir Sigrún.
Íslenskt kvikmyndasumar hjá RÚV
Stefnubreyting hjá RÚV sem hefur ekki keypt íslenskar myndir í nokkurn
tíma Kvikmyndagerðarmenn vonast til að þetta sé vísir að einhverju meira
Cannesfarinn Rúnar Rúnarsson verður með þrjár stuttmyndir til sýningar í sumar á RÚV.
Sjómynd Edduverðlaunahafi fyrir bestu
mynd ársins á síðasta ári, Brim, verður til sýn-
ingar í sumar.
Unglingamynd Veggfóður sem sló í gegn á tí-
unda áratugnum verður til sýningar í sumar.
Morgunblaðið/Kristinn
Töffarinn Baltasar Kormákur leikur í nokkrum myndum sem verða sýndar í sumar, til dæmis Veggfóðri og Englum alheimsins.