Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 ✝ Þorsteinn HelgiHelgason fædd- ist á Ísafirði hinn 14. júlí 1925. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ hinn 19. maí 2011. Foreldrar hans voru Sigurrós Finn- bogadóttir, f. 19.8. 1888, d. 24.7. 1967, og Helgi Finn- bogason, f. 9.7. 1885, d. 21.3. 1969. Systkini Þorsteins eru Guðmund- ína, f. 12.1. 1911, d. 2.7. 1964, Jón, f. 15.7. 1912, d. 2.2. 1998, Sigurbjörn, f. 19.10. 1915, d. 10.6. 1891, d. 2.4. 1993 frá Nes Vági á Suderoy í Færeyjum. Barn henn- ar er Mary Jane Rupert, f. 3.8. 1954. Hún er gift Eyjólfi Bjarna Gíslasyni, f. 13.9. 1954, og eign- uðust þau þrjú börn, þau eru Hel- ena, f. 2.2. 1973, hún er gift Brian Withen og búa þau í Danmörku. Hún á fjögur börn, þau eru Sandra María, Emilíana, Daní- ella og Noah David. Vilhjálmur, f. 8.7. 1977, hann er kvæntur Jea- nette og búa þau í Svíþjóð, hann á eitt barn, Theo. Daníel, f. 28.11. 1978, d. 18.11. 2001. Útför Þorsteins fer fram frá Breiðholtskirkju hinn 30. júní 2011 og hefst athöfnin kl. 15. 1916, Sigríður, f. 10.12. 1918, Ásta, f. 27.6. 1921, d. 10.7. 2005, Samúel, f. 7.3. 1927, d. 27.7. 1997, Sveinbjörg, f. 19.1. 1929, Soffía, f. 25.1. 1930, Sigurborg, f. 22.1. 1932, Elías, f. 29.5. 1935, d. 14.08. 1992. Þorsteinn kvænt- ist hinn 3.8. 1962 Myrthley Helenu Helgason, f. 15.8. 1924. For- eldrar hennar eru Daníel Peter Splidt, f. 13.11. 1894, d. 12.6. 1979, og Andrea Splidt, f. 6.12. Elsku afi minn, margar eru minningarnar sem ég á um þig. Þú varst ævinlega tilbúinn að segja mér sögur af öllum þeim ævintýr- um sem þú upplifðir sem sjómað- ur. Þú mundir þær allar niður í minnstu smáatriði. Við fórum í margar veiðiferðir saman þú, amma og ég. Seinna bættust lang- afastelpurnar við í þeim ferðum. Á unglingsárunum var ég svo heppin að eiga afa sem var alltaf til í að sækja mig á hvaða tíma sólar- hrings sem var. Aldrei þreyttist þú á að sækja mig og keyra mig um. Stundum stálumst við í sjoppu á leiðinni heim og keyptum kók og súkkulaði. Flest æskuár mín bjó ég hjá þér og ömmu. Þegar eldri dætur mín- ar fæddust, fyrst Sandra, síðan Emilíana, hafðir þú mikla ánægju af því að vera með langafastelp- unum þínum. Ákvörðunin að flytja til Dan- merkur árið 2001 var okkur erfið, söknuðurinn til ykkar ömmu var mikill. Við höfum þó öll verið dug- leg að vera í sambandi og hittast. Hér í Danmörku komu svo Daní- ella og Noah í heiminn og mynd- uðust strax ótrúleg tengsl á milli þín og barnanna þó að fjarlægðin væri mikil. Samband þitt við Noah, litla langafastrákinn þinn, var ein- stakt strax frá byrjun. Gleðin var því mikil þegar að þú komst hingað út til okkar Brians í fyrsta skipti árið 2009. Við þá ákvörðun þurftir þú að yfirvinna mikla flughræðslu til að treysta þér í flugferðina. Minningarnar frá þeirri heimsókn eru okkur öllum ógleymanlegar. Nú er komið að leiðarlokum og við erum ævinlega þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem eft- ir standa. Blessuð sé minning þín, elsku afi okkar og langafi. Helena, Brian, Sandra, Emilíana, Daníella og Noah Withen. Þorsteinn Helgi Helgason ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Immu á Hernum. Rannveig Óskarsdóttir, Einar Björnsson, Hákon Óskarsson, Heiður Agnes Björnsdóttir, Daníel Óskarsson, Anne Gurine Óskarsson, Mirjam Óskarsdóttir, Torhild Ajer, barnabörn og barnabarnabörn. Ingveldur Kristjana Þórarins- dóttir eða Kittý, eins og hún var jafnan kölluð, var fóstursystir föð- ur míns og var honum eiginlega eins og stóra systir. Föðurforeldr- ar mínir, Ingveldur Guðmunds- dóttir og Kristján Ásgeir Ólafsson, tóku við henni sem ungu barni, vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna og ólu hana upp sem eigin dóttur. Fjölskyldan flutti svo að Geira- stöðum í Bolungavík árið 1930, þegar Kittý var um það bil 10 ára gömul. Þau hjónin, Kittý og Ólafur Zakaríasson, voru samhent hjón og bæði náttúrubörn, sem unnu skepnunum og nutu þess að láta þeim ávallt líða sem best. Þau kenndu afkomendum sínum og öðrum sem hjá þeim dvöldu að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Þessu kynntist ég einnig sjálfur. Sumarið 1982 fór ég að Geirastöð- um ásamt Ingveldi ömmu minni og bróðurdóttur hennar, sem enn er á lífi og býr austur á Eyrarbakka. Dvöldum við að Geirastöðum um þriggja vikna skeið. Hún Kittý gat oft verið glettin og gamansöm og kallaði mig gjarnan stúfinn sinn, þótt ég hefði reyndar alltaf verið fremur hávaxinn eftir aldri. Þar töfraði hún líka fram kjarngóðan, íslenskan sveitamat, auk sérlega ljúffengrar og annálaðrar eggja- súpu og sönglaði þá oft fyrir munni sér: „Súrmjólk í hádeginu og Che- erios á kvöldin“! Skömmu eftir neyðarlegt óhapp, sem þar átti sér stað, með- Ingveldur Krist- jana Þórarinsdóttir ✝ IngveldurKristjana Þór- arinsdóttir fæddist í Bolungavík 7. október 1920. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Bolungavík 21. maí 2011. Útför Ingveldar var gerð frá Hóls- kirkju í Bolungavík 28. maí 2011 an á þessari vist stóð, er hæna nokkur slapp inn í stofuna með tilheyrandi fjaðrafoki, ákvað hún loks að hætta að halda hænur. Þess má líka minnast, að ég var einnig sendur eitt sinn, ásamt yngri frænda, að Syðra- dalsvatni til þess að ná í kríuegg. Fékk ég virðulegan pípuhatt á höfuðið, en hinn varð að gera sér pott að góðu, til þess að verja höfuðið, enda hef- ur jafnan verið fjörugt í kringum kríurnar, sem aldrei hefur þótt leiðinlegt að gogga í grandalaus höfuð með viðeigandi gargi. Fáum sögum fer af árangri! Hún hafði það oft á orði að hún hefði oft óskað þess að fá að vera hálfa ævina á hestbaki og gaman var að fylgjast með henni þegar hún var að gauka að þessum vinum sínum og fleiri dýrum einhverju góðgæti. Sjálfsagt hafði hún lært þessa lífsspeki hjá fósturmóður sinni, sem einatt hafði á orði að Guð borgaði fyrir hrafninn. Hún hafði vísast kennt nöfnu sinni að gera vel við krumma, sem og aðra málleysingja. Á síðari árum, eftir að Kittý hætti búskap á Geirastöðum, var alltaf ljúft að koma við hjá henni á „Sjúkraskýlinu“ á ferðum mínum um Bolungavík og spjalla við hana um heima og geima. Merk kona er nú gengin. Megi Drottinn varðveita útgöngu henn- ar og inngöngu, héðan í frá og að eilífu. ,og veita eftirlifandi afkom- endum hennar og ástvinum hugg- un og styrk við breyttar aðstæður. Megi hann vernda okkur fyrir öllu illu, og vernda og varðveita sál okkar og líf, bæði þessa heims og annars. Algóður Guð blessi minningu hennar og gefi henni trygga brott- för til nýrra, himneskra heim- kynna, inn í eilíft sumar, þar sem hið gamla er farið, dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harm- ur né vein né kvöl er framar til. Þorgils Hlynur Þorbergsson. Þá er hún Kittý okkar lögð af stað í sína hinstu för. Ég finn mig knúna til að setja nokkur orð á blað þrátt fyrir að mig gruni að hún hefði fussað yfir því. Kynni okkar hófust haustið 1978 er ég flutti til Bolungarvíkur. Daði, maðurinn minn, hafði verið sex sumur kaupamaður í sveit á Gili hjá henni og Ólafi auk þess að fara til þeirra í flestum skólafríum fram eftir aldri. Þá bundust tryggðarbönd við fjöl- skylduna sem aldrei hafa rofnað. Mér fannst broslegt að frétta af hennar fyrstu viðbrögðum er henni var sagt frá því að Daði væri að taka saman við konu sem ætti tvö börn. Það var ekki skyldleikinn heldur vorkenndi hún Daða sínum að vera farinn strax að basla. Okkur Kittý varð strax vel til vina og margar ferðirnar farnar á Geirastaði. Eftir að við fluttum norður var síminn mikið notaður. Kittý var mjög hlýtt til Akureyrar, þar átti hún góðan tíma kringum 1940. Hún vann við Gróðrarstöðina þar og nam á Laugalandi einn vet- ur auk þess að vinna þar um sum- arið en þá voru þar börn í sum- ardvöl. Henni líkaði sérstaklega vel í Gróðrarstöðinni og var farin að huga að ferð til Noregs til náms en þá kom stríðið sem kom í veg fyrir þær áætlanir. Það var mér mikil ánægja eitt sinn er við vorum báðar staddar á Akureyri rétt eftir 1990 að ég gat fengið Kitta Hálf- dáns til að aka með okkur á þessar gömlu slóðir hennar og naut hún þess vel að rifja upp gamlar minn- ingar. Kittý var mikil matargerðar- kona og þreyttist aldrei á að tala um mat og matargerð enda alltaf hægt að leita ráða hjá henni. Ég steiki ekki svo laufabrauð né klein- ur að mér verði ekki hugsað til hennar því ég veit að hún hefði gaman af að sjá afraksturinn. Við fjölskyldan þökkum Kittý fyrir samfylgdina um leið og við vottum allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Ráðhildur Stefánsdóttir. „Ég heyrði í lóunni í morgun“. Þessi orð pabba á hverju vori lýstu svo vel eftirvæntingunni. Hann fagnaði vorkomunni, farfuglunum, gróandanum, fjölguninni í bústofn- inum og hækkandi sól. Hann hafði mikla unun af vorverkunum og hlúði af einstakri alúð að ánum í sauðburði. Hann lagði ríka áherslu á að nýborna kind mætti aldrei skorta hvorki vatn né hey, eins og hann sagði „lengi býr að fyrstu gerð“. Vinnusemi var honum í blóð bor- in. Sumarið tók við með sínum verkefnum, túnrækt og heyskap. Við áttum saman margar góðar stundir í túnfætinum, hvert á sinni vélinni, Valgeir, ég og pabbi. Það var sannkallaður munaður að sitja við laufgræna baggana, með ný- bakað bakkelsi frá mömmu. Ekki var síðra að hlusta á rigninguna dynja á hlöðuþakinu þegar allt heyið var komið í hús. Á þeirri stundu fylltist þreyttur mannskap- urinn þakklæti fyrir Þrastastaða- þrjóskuna, að hætta ekki að tína inn baggana, þó dagur væri að kveldi kominn. Minningin er ljóslifandi. Ég horfi á sólbrúnan föður minn, þreyttan en alltaf glaðan og eins og stendur í ljóðinu; „Hann vandist því frá barnæsku að fara snemma á fætur, fékk sér blund um hádegið en vann svo fram á nætur“. Okkur þótti alla tíð afar gott að vinna sam- an. Þurftum ekki að segja margt, vissum hvað hitt hugsaði. Stundum kom það fyrir þegar við vorum eitt- hvað að brasa saman, að þá sagði hann við mig: „Það er alveg klárt mál Dídí mín, þú átt að vera bóndi“. Það þótti mér mikið hrós. Haustverkin eru mér ekki síður eftirminnileg, göngur og réttir voru stór þáttur í hans lífi. Ótal ferðir fór hann í afréttina á Sörla sínum og sinnti gangnastjórahlutverkinu af mikilli alvöru. Pabbi var mörgum góðum kost- um gæddur. Hann var einstaklega bóngóður maður og lagði mikla áherslu á að standa við gefin loforð. Alltaf var pabbi snyrtilegur til fara og miðlaði hann mikilvægi snyrti- mennskunnar til afkomenda sinna. Lífsviðhorf hans var að vera sjálf- Þorvaldur Þórhallsson ✝ Þorvaldur Þór-hallsson fæddist í Hofsgerði á Höfða- strönd í Skagafirði 1. september 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauð- árkróks 3. maí 2011. Útför Þorvaldar var gerð frá Hofsós- kirkju 14. maí 2011. um sér nægur og ekki upp á aðra kominn. Það er fyrir svo margt að þakka, svo margs að minnast en fyrst og fremst kem- ur upp í hugann hvað fjölskyldan var hon- um dýrmæt. Afa- börnin og langafa- börnin gátu fengið hann til að gera nán- ast hvað sem var. Alltaf gátu þau gengið að því vísu að það var til ís og appelsín í skúrn- um. Hann var mér yndislegur faðir, dætrum mínum fullkominn afi og dætrum þeirra enn betri langafi á meðan heilsa leyfði. Elsku pabbi. Ég sakna þess svo sárt að heyra ekki skemmtilegu prakkasögurnar þínar, hárfína húmorinn þinn, heyra ekki dillandi hláturinn þinn, sjá ekki glettnina í augunum þínum og það einstaka viðhorf, að gera gott úr öllum hlut- um. Þú kaust þér uppáhalds árstíð- ina þína til kveðja, vorið. Þá getur þú haft auga með kindunum þínum og setið með mér á garðabandinu í fjárhúsunum og beðið eftir næsta lambi. Ég veit að þú hefur auga með bústofninum með mér. Við breytum því ekki neitt. Ég gæti auðveldlega skrifað bók um þig, pabbi minn, en þú varst alltaf mað- ur verka fremur en orða, svo þessar örfáu línur til minningar um þig læt ég duga að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Dagmar. Þegar þetta er skrifað eru liðnar þrjár vikur frá dánardegi þínum. Það er fyrst núna sem ég get skrif- að nokkur minningarorð til þín og séð á tölvuskjáinn fyrir tárum. Söknuðurinn er mikill því þú varst hluti af hversdagsleika mínum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að búa alltaf í nágrenni við ykkur ömmu. Þú varst fasti punkturinn, þó að lífið breyttist allt um kring þá voruð þið amma alltaf eins. Við barnabörnin fluttum búferlum og stofnuðum fjölskyldur en ávallt voruð þið kjarninn í lífi okkar sem stóla mátti á. Afi breyttist ekkert með árun- um. Hann hló alltaf jafn innilega, sagði sömu hnyttnu sögurnar, sat í sama stólnum í eldhúsinu og las, með aðra hönd á blaðinu en hina á enninu. Ég fylgdist með honum dunda við svo margt, hreinsa ullina af girðingunum, dytta að Fergaran- um, tína upp öll sjáanleg bagga- bönd og við önnur verkefni sem til féllu. Afi var snillingur í flugnaveið- um og jaðraði stundum við ofveiði í eldhúsinu á Þrastastöðum. Það voru mínar bestu stundir að koma inn í hlýjuna þar, iðulega tók hann kalda lófana og yljaði þeim, blés í þá af miklum krafti og ef ég var sér- staklega heppin þá smeygði hann þeim í hlýtt hálsakotið. Þegar litlu lófarnir voru orðnir heitir þá borð- uðum við saman mjólkurkex eða kringlu. Það var dýrmætur tími sem við áttum síðastliðinn desember þegar afi gisti hjá okkur í nokkrar nætur. Við nutum félagsskapar hvort af öðru og það var yndislegt að sjá þau Dagmar Helgu spjalla saman. Afa- hlutverkið fórst honum einstaklega vel úr hendi. Það er vissulega margs að minnast og minning afa lifir áfram í hjörtum okkar allra. Eftir stendur þakklæti fyrir allt og allt, elsku afi. Fyrst og fremst vil ég færa þakkir mínar fyrir þá bless- un að hafa fengið óheftan aðgang að sannri paradís. Á Þrastastöðum fékk ég að kynnast töfrum náttúr- unnar, kyrrðinni og kynngimögn- uðu sólarlaginu. Takk fyrir að kenna mér að hlæja að sömu sög- unni þó að ég væri búin að heyra hana margsinnis áður. Takk fyrir að kenna mér að blóta. Takk fyrir öll knúsin okkar, en þó að við hitt- umst oft á dag, þá var vaninn að heilsa þér og kveðja afar innilega. Þú fékkst knús, báða lófa á vangana og marga kossa í hvert skipti. Það var alveg merkilega gott að kyssa þig. Nú undir það síðasta urðu kveðjurnar erfiðari viðfangs. Við gerðum okkur grein fyrir að nú var kominn tími til að þú sinntir nýjum verkefnum á öðrum stað, með systkinum þínum, foreldrum og vinum. Ég vil meina að það hafi verið meira en tilviljun ein að ég keypti mér hús við hliðina á endanlegum hvíldarstað þínum. Það er huggun harmi gegn að geta séð leiðið þitt útum herbergisgluggann, nærvera þín er stöðug. Þú verður áfram hluti af hversdagsleikanum. Alltaf. Þín Vala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.