Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þjóðlagasveitin Korka varðtil á Suðurlandi vorið 2008.Áhugahópur um menning-artengda ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem kallar sig „Undir öskunni“, fékk nokkra tónlistar- menn af Suðurlandi til að útsetja þjóðlög og flytja tónlist í líkingu við þá sem iðkuð var á árdögum Ís- landsbyggðar. Korka er afsprengi þeirrar vinnu og kom hún fyrst fram á Landnámsdegi í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal þetta sama vor. „Þær Magnea Gunnarsdóttir og Birgit Myschi eru forsprakkar að stofnun Korku. Í kringum þær byggist þessi hópur upp en ég kem inn í Korku 2009. Það sama ár fékk sveitin styrk frá Menningarráði Suðurlands til búninga- og hljóð- færakaupa. Svo fórum við hægt og rólega af stað,“ segir Helga Sig- hvatsdóttir sem er annar tveggja blokkflautuleikara Korku. Ásamt henni eru í sveitinni; Birgit Myschi sem leikur á gítar og kontrabassa og sér að mestu um útsetningarnar, Magnús Einarsson leikur á ásláttar- hljóðfæri, Elva Dögg Valsdóttir syngur og spilar á gítar, Guðmundur Pálsson leikur á fiðlu og víólu, Ingi- björg Birgisdóttir á blokkflautur og Magnea Gunnarsdóttir syngur. „Þetta eru sex til sjö manns sem venjulega skipa Korku, allir af Suðurlandi og eru þeir ýmist kenn- Sækja í menningu landnemanna Þjóðlagasveitin Korka er skipuð kennurum og núverandi og fyrrverandi nem- endum Tónlistarskóla Árnesinga. Hópurinn flytur norræn og miðevrópsk þjóðlög og kemur fram í víkingaklæðum. Tónleikar í Odda Frá vinstri eru: Helga Sighvatsdóttir, Birgit Myschi, Magnea Gunnarsdóttir, Magnús Einarsson, Elva Dögg Valsdóttir, Guð- mundur Pálsson og Ingibjörg Birgisdóttir. Sporcle.com er hrikalega skemmti- legur vefur með alls konar hugar- leikum, þar sem hægt að kanna til dæmis hvað maður þekkir mörg fylki Bandaríkjanna, marga leikara sem hafa fengið Óskarsverðlaun og þar frameftir götunum. Þarna er að finna spurningar og leiki fyrir alla og á öllum getustigum. Um sexþúsund leiki er að finna á síð- unni auk margs annars. Hægt er að sjá hvaða leikir eru vin- sælastir og hvaða nýju leikir eru mest spilaðar. Vinsælasti leikur síð- unnar frá upphafi er að spreyta sig á að þekkja fylki Bandaríkjanna, þá kemur leikur þar sem á að þekkja löndin í Evrópu og sá þriðji vinsælasti er að þekkja löndin í heiminum. Not- endur síðunnar virðast því vera hrifn- ir af landafræði. Vinsælasti nýi leik- urinn heitir Drug or Pokémon? Þetta er tilvalin síða fyrir alla sem hafa áhuga á að reyna á eigin getu. Vefsíðan www.sporcle.com Morgunblaðið/Árni Sæberg Spurningar Vefsíðan er eflaust skemmtileg fyrir Trivial Pursuit-nörda. Skemmtilegir hugarleikir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eitt af hverjum tíu pörum sefur í sitt hvoru rúminu eftir fæðingu fyrsta barnsins til að tryggja góðan nætur- svefn. Þetta kemur fram í könnun á svefnvenjum um 2.000 foreldra í Bret- landi sem var gerð nýlega í tengslum við The Baby Show. Sumir sváfu hvor í sínu rúminu allt þar til barnið varð árs- gamalt. Einnig kom í ljós að foreldrar í Man- chester fá mestan svefn, eða að með- altali átta tíma á hverri nóttu, á meðan foreldrar í London fá minnstan svefn, eða að meðaltali um 3,5 klst. á nóttu. Það sem kom fram í könnuninni var meðal annars að:  Aðeins 64% para sofa í sama rúm- inu á hverri nóttu eftir að hafa eignast barn.  23% mæðra leita úrræða til að fá góðan svefn eftir fæðingu fyrsta barnsins.  14% viðmælenda viðurkenndu að þeir héldu áfram að taka inn svefntöfl- ur, alveg upp í 18 mánuði eftir fæðingu barnsins.  48% foreldra sögðu svefnskort hafa áhrif á hversu orkumiklir þeir væru.  35% sögðu að nætursvefninn hefði áhrif á samband þeirra við makann.  15% sögðu að svefn hefði áhrif á þyngd og útlit.  2% sögðust þjást af einbeiting- arskorti eftir lítinn svefn.  Um þrír af hverjum fimm feðrum sinna barni sínu á nóttunni ef það er að gráta eða annað.  Eitt af hverjum þremur pörum skiptist á að sinna barni sínu á nótt- unni.  Því fleiri börn sem foreldrar eiga því meiri svefn fá þeir að meðaltali hverja nótt. Mæður og feður með eitt barn fengu að meðaltali fjögurra stunda svefn á nóttu en foreldrar með tvö eða fleiri börn fengu sex stunda svefn að meðaltali.  Foreldrar í Manchester fengu mest- an svefn, að meðaltali átta stundir en foreldrar í London að meðaltali 3,5 stundir. Foreldrar í Birmingham sváfu að meðaltali sjö stundir, hálftíma styttra í Oxford, fimm stundir í Bristol og fjórar stundir í Leeds.  53% foreldra leyfa börnunum sín- um aldrei að sofa uppi í hjá sér, en eitt af hverjum tólf foreldrum leyfir barni sínu að sofa upp í hjá sér á hverri nóttu til eins árs aldurs.  37% foreldra færðu börnin í sér herbergi þegar þau voru 3 til 6 mán- aða. Foreldrar og börn Reuters Sex börn Ætli Brad Pitt og Angelina Jolie sofi í sama rúminu? Foreldrar sofa ekki í sama rúmi Það er orðið árvisst að um leið og sól hækkar á lofti leggur grilllykt- ina yfir landið. Það er hringt í vini og boðið í grill hvort sem það eru fínar steikur eða pulsur. Svo liggja allir á blístri út á palli yfir sumar- ið, búnir að belgja sig út af grill- mat og öðru góðgæti í góðum hópi fjölskyldu og vina. Íslendingar eru ekkert einir um þetta. Breska blaðið Independent gerir grillhefðum Breta góð skil í nýlegri grein. Þar kemur fram að í venjulegri grillveislu borðar hver einstaklingur að meðaltali yfir 3000 kalóríur, fyrir konur er það kalóríufjöldi sem ætti að borða yf- ir einn og hálfan dag. Það er erfitt að ráða við græðgina þegar að grillinu kemur. Í nýlegri breskri könnun kom það líka í ljós að yfir 80% af pör- um sögðu að það væri karlmaður- inn sem sæi um grillið. Sama þótt þeir kæmu vanalega ekki nálægt eldhússtörfunum. Karlmenn eru samt ekki fæddir með náttúrulega hæfileika til að grilla, eins og með alla aðra matreiðslu þarf að læra hvernig á að grilla. Grill er ekkert grín og hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga svo matreiðslan heppnist vel: 1 Ef notað er kolagrill er nauð- synlegt að hafa þolinmæðina til að bíða eftir því að kolin verði að grárri ösku áður en matnum er skellt á. Það er mjög mikil- vægt. 2 Grillpinna, fisk og grænmeti er gott að marinera í olívuolíu og sítrónusafa rétt áður en það er sett á grillið. 3 Ekki krydda matinn of mikið. Tilhneiging er til að nota of mikið salt á grillmat. 4 Ekki ofelda, sérstaklega ekki ofelda kjöt. Ef safinn flæðir hreinn út þegar pinna er stung- ið í stykkið er það tilbúið. 5 Kreistið sítrónusafa (til mýk- ingar) yfir matinn á meðan hann eldast. Sítrónusafi í plastflöskum er ódýrastur. 6 Fylgdu uppskriftum og ráð- leggingum matreiðslumeist- ara. 7 Fjárfestu í almennilegum grill- búnaði í staðinn fyrir að kaupa endalaust af einnota dóti. 8 Mundu að það er ekki skylda að grilla bara kjöt, það er margt annað í boði. 9 Ef þú notar gasgrill þarftu ekki að vera bundinn við það að grilla aðeins á sólardögum eða í sumarfríinu. 10 Ekki drekka of mikið. Kokkurinn þarf ekki að vera marineraður ásamt matnum. Matur Morgunblaðið/Ómar Grillað Það skiptir máli að vanda til verka þegar maturinn er settur á grillið. Góð grillráð sem koma að gagni –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 3. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 30. maí. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2011 í förðun, snyrtingu, sólarkrem- um og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.