Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 » Um helgina var boðiðupp á hljóðgöngu við Reykjavíkurhöfn. Þátt- takendur gengu með heyrnartól um höfnina og fengu um stund að týnast í sínu innra eyra. Viðburðurinn var hluti af Listahátíð og umsjónar- menn voru þrír dagskrárgerðarmenn af Rás 1. Hljóðganga um höfnina á Listahátíð í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Umsjónarmennirnir Guðni Tómasson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir útskýra. Innra eyra Allir komnir með réttu græjurnar og bíða spenntir eftir því að leggja íann. Fólk á öllum aldri kom til að taka þátt í hljóðgöngunni. Við hafið Þessar tvær nutu þess að hlusta á það sem barst frá heyrnar- tólunum um leið og þær röltu um höfnina í nálægð skipanna. Kátar Þær voru til í slaginn þessar og skörtuðu flottum regnhlífum. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er búin að vera svo mikill jóga- nörd undanfarið og hef því verið að kynnast nýrri tónlist í gegnum það. Var t.d. um daginn að kaupa mér disk með tónlistarmanninum Craig Pru- ess sem heitir „The Sacred chants of Devi“. Og hefur sú plata algjörlega tekið mig á flug undanfarið. Undur- samlegt alveg hreint. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Misery is a butterfly með Blonde Redhead á alltaf stóran stað í hjart- anu mínu. Sú plata algjörlega breytti lífi mínu á sínum tíma. Í hvert skipti sem ég hlusta á hana langar mig til að dansa, fljúga og syngja allt á sama tíma ;) Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Mig minnir að fyrsta platan sem ég keypti hafi ver- ið þegar ég var 10 ára. Step by step með New Kids on the Block, keypti hana að mig minn- ir í Japis. Ég var ein af þeim sem hélt að ég myndi allt- af dýrka NKOTB! Skemmtilegur tími :) Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Ég hugsa að uppáhalds íslenska platan mín sé Fisherman’s Woman með Emilíönu Torrini. Algjörlega yndisleg plata. Annars á nú alltaf Hvar er draumurinn með Sálinni stóran stað í barnshjartanu mínu :) Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Ég myndi held ég aldrei vilja vera nein önnur en ég sjálf. Það eina sem ég myndi vilja biðja um er að fá að vera tónlistarkonan ég heilan dag, án þess að dæma sjálfa mig, og leyfa mér algjörlega að vera allt það sem ég kom hingað til að vera, óhindrað frá huganum og egóinu. Hvað syngur þú í sturtunni? Það er eitt lag sem ég er nánast alltaf með á heilanum og kemur oft til mín í sturtunni og það er lagið „My stupid lovesong“ með Myrru Rós. Þetta er eitt af mínum uppáhalds- lögum! Situr alltaf nálægt mér og gott að syngja það í sturtunni híhí :) Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Ég kemst alltaf í stuð þegar ég heyri eitthvað gamalt og gott með Blind Melon. Blind Melon var al- gjörlega uppáhaldsbandið mitt á sín- um tíma. Það blundar í mér rokkari sem gott er að næra á föstudögum. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Söngkonan Madeleine Peyroux er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dag- ana. Mjúk og tilfinningarík rödd hennar yljar mér á hverjum morgni nánast! Útgáfan hennar á Elliot Smith laginu „Between the bars“ er eitthvað sem allir ættu að tékka á :) Í mínum eyrum Unnur „Uni“ Arndísardóttir Sálin í barnshjartanu 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.isFaust – síðustu sýningar NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Fös 10/6 kl. 20:00 Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.