Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjármála-ráðherrahefur lagt
fram frumvarp
um ráðstafanir í
ríkisfjármálum
þar sem meðal
annars er kveðið á um nýja
skattlagningu lífeyris lands-
manna. Úr öllum áttum hefur
komið fram margvísleg og
hörð gagnrýni á þennan ban-
dorm en sennilega er gagn-
rýnin á ásælni ríkisins í lífeyr-
issjóðina hvað mest
afgerandi.
Það er kunnuglegt stef hjá
ríkisstjórninni að hún skuli
halda því fram að hún hafi
haft samráð um nýju skattana
og að hún gefi jafnvel í skyn
að einhver sátt ríki um málið.
Þannig segir í athugasemdum
við frumvarpið að það sé í
samræmi við yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar í tengslum við
undirritun kjarasamninga í
byrjun mánaðarins. Þar segir
ennfremur að nýja skattlagn-
ingin á lífeyrissjóðina sé í
samræmi við samkomulag
sem ríkisstjórnin gerði við
hagsmunaaðila í tengslum við
aðgerðir vegna skulda- og
greiðsluvanda heimilanna frá
því í árslok í fyrra.
Eins og oft áður þá kannast
þeir sem ríkisstjórnin full-
yrðir að hafa gert sam-
komulag við ekkert við að
hafa gert umrætt samkomu-
lag. Í umsögn Alþýðu-
sambands Íslands um nýjan
skatt á lífeyrissjóði segir til að
mynda: „Jafnframt segir í
greinargerð frumvarpsins að
fyrir liggi samkomulag þess
efnis að heildargreiðslur
þessara aðila í formi tíma-
bundinnar skattlagningar
verði 3,5 milljarðar á þessu
ári sem skiptist jafnt á milli
þeirra, þ.e. 1.750 millj. á við-
skiptabanka og 1.750 millj. á
lífeyrissjóði. Ekkert slíkt
samkomulag ligg-
ur hins vegar fyr-
ir.“
Samtök atvinnu-
lífsins eru einnig
andvíg þessari
nýju skattlagn-
ingu og gera við hana „miklar
athugasemdir“ eins og segir í
umsögn þeirra.
Landssamtök lífeyrissjóða
eru ekki síður gagnrýnin og
benda á að með frumvarpinu
séu lagðar til breytingar sem
feli í sér að „skyldutrygg-
ingakerfi lífeyrisréttinda yrði
skattlagt á þrjá vegu“. Auk
þeirrar skattheimtu sem nú sé
lögð á við útgreiðslu lífeyris
bætist við framlag til starfs-
endurhæfingarsjóðs, sem sótt
sé í iðgjaldagreiðslustofninn,
og skattlagning hreinna eigna
lífeyrissjóðanna, en með því
sé lagður á þá eignaskattur.
Ennfremur má benda á að
Fjármálaeftirlitið gerir at-
hugasemd við það að ekkert
mat liggi fyrir um hvaða áhrif
þessir nýju skattar hafi á
tryggingafræðilega stöðu líf-
eyrissjóðanna, sem er lýsandi
fyrir þau vinnubrögð sem nú-
verandi ríkisstjórn viðhefur
við undirbúning frumvarpa.
Þá segir í umsögninni að Fjár-
málaeftirlitið telji „það skapa
varasamt fordæmi að hefja
skattlagningu á lífeyrissjóð-
ina til að fjármagna einstaka
verkefni“.
Allt eru þetta réttmætar
ábendingar, ekki síst sú síð-
astnefnda. Eins og áður sagði
er málið nú til meðferðar á Al-
þingi og þingmenn hljóta að
taka til varna fyrir almenning
í landinu þegar ríkisstjórnin
ætlar ofan á aðrar álögur að
seilast í lífeyrissparnað lands-
manna. Ríkisstjórnin hlýtur
að hafa fengið að skaða efna-
hag almennings nóg þó að
henni verði ekki í ofanálag
hleypt lausri í lífeyrinn.
Brýnt er að hindra
að stjórnvöld komist
í lífeyrissparnað
Íslendinga}
Ríkisstjórnin seilist í
lífeyri landsmanna
Ofurlaunaliðið,fjárglæfra-
mennirnir og stór-
eignaelítan fá ekki
að soga til sín hag-
vöxtinn,“ sagði
formaður Samfylkingarinnar
í ræðu sinni á flokksstjórnar-
fundi í gær. Vafalítið geta all-
ir tekið undir að tilteknir hóp-
ar eigi ekki að fá að „soga til
sín hagvöxtinn“, en það sem
menn hljóta að spyrja er:
Hvaða hagvöxt?
Hvaða hagvöxtur er það
sem Jóhanna Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra tel-
ur sig hafa til að
deila út á næstu
árum? Ríkis-
stjórnin hefur gert allt sem í
hennar valdi stendur til að
hindra hagvöxt í landinu og
hefur út af fyrir sig tekist vel
upp á því sviði. Að óbreyttri
ríkisstjórn þarf Jóhanna ekki
að hafa miklar áhyggjur af
því að nokkur maður í landinu
sogi til sín hagvöxt.
Áhyggjur Jóhönnu
eru óþarfar að
óbreyttri ríkisstjórn}
Hvaða hagvöxt?
Upp og niður jafnt
sem út og suður liggur
slóð staðfestunnar.
Ég fékk innblásna og skemmtilega bók að láni
sem kom út fyrr á þessu ári. Ekki er sama hvor-
um megin hún er opnuð, öðrum megin bók-
arkápunnar nefnist hún Skumpa og er eftir
Hrólf Sveinsson „með miklu magni af hækum“
og hinum megin Hækur eftir Magnús Björns-
son.
Viðfangsefni beggja höfunda eru sem sé hæk-
ur, þar á meðal ofangreind hæka Hrólfs og þessi,
sem kennd er neftóbaksfræðingnum Magnúsi:
„Mitt er að yrkja
en ykkar að skilja,“
kvað hið aldna skáld.
Til skýringar má nefna að ljóðformið hæka er 3 línur með
5, 7, 5 atkvæðum í hverri. Er hækunum svo lýst af Magnúsi:
„Hækur þessar hafa allar lagt sér til japanskt form eftir
föngum, og nokkrar auk þess að vissu leyti japanskt efni.“
Lýsingin minnir óneitanlega á orð Hrólfs sem fylgdu
Ljóðmælum hans með „miklu magni af limrum“. En þar
sagði í inngangi eins og menn muna: „Nokkur þessara ljóða
minna hafa útlendingar reynt að þýða, hvernig sem þeir
hafa nú komizt yfir þau, en ekki ráðið við það betur en svo,
að þeir hafa neyðzt til að kalla þau frumort.“
Í Skumpu Hrólfs má finna „innhverf náttúruljóð með
heimspekilegu ívafi“:
Vofa sannleikans
skríður á fjórum fótum
yfir staðreyndir.
Ég var aldrei svo heppinn að heilsa manni
sem kynnti sig sem Hrólf Sveinsson. Ekki varð
Magnús Björnsson heldur á vegi mínum.
En ég hitti einu sinni Helga Hálfdanarson,
frænda þeirra og fermingarbróður, á skrifstofu
hins mæta ljóðavinar Árna Jörgensens á Morg-
unblaðinu. Þá var ég nýkominn úr fótbolta, hafði
handarbrotnað en var ekki enn kunnugt um
það, því ég hafði ekki komist á bráðamóttökuna.
Þó að ég kenndi sárt til, þá tók ég í framrétta
hönd Helga – næstum hiklaust. Maður kvartar
ekki yfir smámunum í félagi stórmenna.
Bókin er einmitt gefin út í tilefni af því, að liðin eru 100 ár
frá fæðingu Helga, og þar með fermingarbræðranna Hrólfs
og Magnúsar, þó að nöfn þeirra finnist ekki í kirkjubókum.
En þessi hæka fannst í Skumpu Hrólfs:
Meðan kóngur svaf
spilaði gosinn póker
við drottninguna.
Æ, hvað lestur á skemmtilegum kveðskap gerir manni
gott, ekki síst fermingarárgangs Helga, Hrólfs og Magn-
úsar. Og Hrólfur á síðasta orðið, eins og oft var raunin:
Álfar hafa kveikt
á bláum grýlukertum
bakvið tunglsljósið.
Pistill
Hækur fermingarbræðra
Pétur Blöndal
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
L
jóst var fyrir helgi að ský-
strókarnir sem herjuðu í
Missouri og fleiri Mið-
vesturríkjum Bandaríkj-
anna í liðinni viku urðu
minnst 139 manns að bana og um 100
var enn saknað um helgina. Um 750
manns slösuðust og eignatjónið er
geysimikið. Borgin Joplin í Missouri
varð verst úti en þar búa nær 50 þús-
und manns.
En hvað er skýstrókur, stundum
nefndur skýstrokkur? Hann er
skyndileg hringiða sem minnir á trekt
eða súlu af lofti er virðist spretta upp
eins og tré en á ofurhraða, snýst geysi-
hratt í hringi og sogar upp lausa hluti
og jafnvel vatn. Fyrirbærið er algeng-
ara í náttúrunni en margur hyggur.
Það þekkist líka á Íslandi en veldur
sárasjaldan miklum spjöllum á norð-
lægum breiddargráðum.
En á afmörkuðu belti um miðbik
Norður-Ameríku eru strókar sem
myndast yfir landi óvenju tíðir og
skæðir, oft hafa þeir valdið miklu
manntjóni. Mesta manntjón sem orðið
hefur af völdum skýstróks var samt í
Bangladesh, árið 1989 fórust þar um
1300 manns.
Aflið sem myndast er gríðarlega
mikið, vindstyrkurinn fer jafnvel yfir
400 km á klst. í stróknum en venjulega
tekur þetta fljótt af, jafnvel á stundar-
fjórðungi. Stærstu strókarnir mynd-
ast yfir landi en einnig myndast svo-
nefndir vatnsstrókar yfir vatni eða sjó.
Þar sem hafið þekur mikinn meiri-
hluta yfirborðs jarðar verðum við yf-
irleitt ekki vör við þá.
Manntjónið hefur minnkað
síðustu áratugina
En þótt vísindamenn viti í stórum
dráttum hvernig strókarnir myndast
er margt á huldu um orsök þeirra og
erfitt að spá um þá, rétt eins og ná-
kvæma stefnu hvirfilbylja. Að sögn
bandaríska blaðsins USAToday er
sökudólgana varla að finna meðal
manna, mjög ósennilegt sé að hlýnun
af mannavöldum auki tíðnina eða afl
strókanna. Þótt hærra hitastig geti
valdið óstöðugra veðurfari segi vís-
indamenn að nær útilokað sé að tengja
afbrigðileg veðurfyrirbæri við hlýn-
unina.
Blaðið bendir á að framfarir í rat-
sjártækni og öðrum viðvörunarbúnaði
hafi dregið mikið úr manntjóni af völd-
um skýstróka. Um 1925 hafi að með-
altali 1,8 af hverri milljón dáið af völd-
um skýstróka í Bandaríkjunum ár
hvert en nú sé hlutfallið aðeins 0,1 af
milljón. Ef fólki finnist að tíðnin sé
meiri og styrkurinn meiri en áður geti
skýringin einfaldlega verið að meira sé
sagt frá skýstrókum í fréttamiðlum og
fleiri myndavélar séu í notkun núna.
En getur verið að draga megi enn úr
hættunni með því að efla viðvaranir?
Varla, USAToday bendir á að sír-
enur hafi verið þeyttar í Joplin 20 mín-
útum áður en strókurinn skall á borg-
inni. Það hafi verið óvenjulangur
viðbragðstími en ekki dugað til. Einn-
ig hafi verið sýnt fram á að þrjár af
hverjum fjórum skýstrókaviðvörunum
reynist ástæðulausar og með tímanum
dragi þannig aðgerðir því beinlínis úr
árvekni fólks. Menn sofni á verðinum.
Þá væri út í hött að reyna að gera öll
hús svo sterk að þau þoli öflugustu
skýstróka, það sé svo ofboðslega dýrt.
Frekar verði að byggja nægilega
mörg traust byrgi handa almenningi.
Dularfull og skelfileg
veðurfyrirbæri
1 2 3
Heimildir: NOAA Grafík: Jim Peet/RNGS
Gerð
Skýstrókar eiga upptök
sín í þrumuveðri og
birtast sem hvítir
strokkar er verða fljótt
gráir af ryki. Flestir vara
skemur en 15 mín. Þeir
eru 10 til 400 metrar í
þvermál en vindhraðinn
í þeim fer í allt að 400
km á klukkustund.
Rykkápa
Hvirfill
Loftvafningar stíga upp
og soga með sér
hluti sem geta verið
á þyngd við
meðalvörubíl.
Þung ský
Uppstreymi
Myndun
skýstróka
Myndast þar sem vindar
hliðrast–- hraði /stefna
breytast vegna hæðarmunar.
Hliðrunin getur valdið láréttum
spuna neðar í andrúmsloftinu.
Niðurstreymi veldur lóðréttum
spuna, uppstreymi togar loftið
upp og hraðinn eykst.
Myndun
Endurbættur Fujita-mælikvarði
EF-0
Lítið
tjón
< 117 km/klst
Nokkurt tjón á reykháfum,
trjágreinar brotna, tré með
stuttar rætur falla, augl.skilti
skemmast.
EF-1
Miðlungs-
tjón
117-180 km
Vegklæðning flettist af,
húsbílar velta, bílar á ferð
fjúka út af.
EF-2
Verulegt
tjón
181- 253 km
Þök af húsum, húsbílar
eyðilagðir, yfirbyggðir
járnbrautavagnar velta,
stór tré rifna upp, léttir
hlutir þjóta um loftið,
bílar takast á loft.
EF-3
Mikið
tjón
254-131 km
Þök og sumir veggir rifna af
vel byggðum húsum, lestir
velta, flest tré í skógum rifna
upp, þungir bílar takast á loft.
EF-4
Geysimikið
tjón
132-418 km
Vel byggð hús jöfnuð við
jörðu, mannvirki með
lélega grunnfestu fjúka
nokkra vegalengd, bílar
fjúka og þungir hlutir
þeytast um loftið.
EF-5
Ólýsanlegt
tjón
419-511 km
Traustbyggð hús jafnast
við jörðu og fjúka burt, hluti
á stærð við bíla geta þeyst
100 m,. börkur flettist af
trjám, ótrúlegir atburðir
gerast.