Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Aðalfundur A 1988 hf. Aðalfundur A 1988 hf. 2010, verður haldinn þriðjudaginn 7. júní nk., í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, Reykjavík, og hefst kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf skv. 13 gr. samþykkta félagsins. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Korngörðum 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir aðalfund. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi þurfa að berast stjórn eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út 31. maí nk. kl. 16.00. Framboðum skal skila skriflega til stjórnar A 1988 hf. á skrif- stofu forstjóra, Sundakletti, Korngörðum 2–4, 104 Reykjavík. Upplýsingar um framboð til stjórnar félagsins skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu félagins eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent hluthöfum á aðal- fundardaginn frá kl. 15.30 á fundarstað. Reykjavík, 30. maí 2011 Stjórn A 1988 hf. TIL LEIGU Skógarhlíð 12 - Reykjavík Til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði við Skógarhlíð 12 í Reykjavík, þar sem Pricewaterhouse er til húsa. Húsið er allt mjög glæsilegt að innan og utan. Um er að ræða 3. hæðina sem er skipt niður í ca 80, 150 og 350 fm einingar. Einnig er jarðhæðin, ca 550 fm, til leigu sem hægt er að skipta niður. Nánari upplýsingar veita Gylfi í síma 693-7300 eða Gunnar í síma 693-7310. Russell nokkur Moxham gagnrýnir grein mína í Morg- unblaðinu frá 5. maí sl. hinn 18.5. Ekki er ráðrúm til að fara ýt- arlega í að svara hon- um. Ég ætla því að reyna að halda mig við það sem skiptir meg- inmáli í deilumálum Ísraelsmanna og arabamúslíma, en þá andúð má rekja alla leið til daga Múhameðs sendiboða, sem framdi eitt fyrsta fjöldamorðið á gyðingum, sem vitað er um, í Medina um 627 e.kr. og lét aflífa um 7-900 gyðinga sem allt voru karlmenn. Ástæðan var ágreiningur um söguleg og hug- myndafræðileg efni en Múhameð mun hafa endurritað Mósebæk- urnar frá 15. kafla sköpunarsög- unnar og gert þar Ishmael, lausa- leiksson Hagar, ambáttar Söru og Abrahams, að ættföður sínum. Það sem tileinkað var Ísak sner- ist yfir til Ishmaels. Á þessa sögu- fölsun féllust gyðingar ekki með skelfilegum afleiðingum fyrir þá. Það þarf ekki að taka það fram að vestræn vinstrimennska ásamt af- stæðishyggjusinnum hefur auðvitað gleypt við túlkun Múhameðs á þeirri sögu ásamt háskólum Vest- urlanda. En snúum okkur nánar að efninu og ég ætla að leyfa mér að vitna lauslega í það sem Melanie Phillips segir í nýjustu bók sinni, The World Turned Upside Down, á bls. 160, en þar vitnar hún í egypskan múlla að nafni Muhammad Hussein Ya’qoub, og var reiðilestri hans sjónvarpað á Al- Rahma-sjónvarpsstöð- inni í janúar 2009, en þar gerði hann lýðum ljóst að stríðið gegn gyðingum kæmi Ísrael ekkert við. Orðrétt er haft eftir honum: „Ef gyðingarnir myndu gefa okkur eft- ir Palestínu, myndum við þá fara að elska þá? Auðvitað ekki. Við munum aldrei elska þá. Alls ekki. Gyðingar eru „heið- ingjar“ – ekki af því að ég segi það, og ekki vegna þess að þeir drepa múslíma, en hins vegar vegna þess að Allah sagði: „Gyðingar sögðu að Uzair væri sonur Allah, og kristnir segja að Kristur sé sonur Allah. Þetta eru orðin sem koma frá munni þeirra. Þeir endurtaka það sem vantrúarmennirnir sögðu fyrr- um. Megi Allah berjast við þá. Hversu blekktir eru þeir.“ Það er Allah, sem sagði að þeir væru „trúleysingjar“. Trú ykkar gagnvart gyðingunum ætti í fyrsta lagi að vera, að þeir eru „heið- ingjar“ og í öðru lagi að þeir eru óvinir. Þeir eru ekki óvinir vegna þess að þeir hernámu Palestínu. Þeir væru jafnvel óvinir ef þeir her- sætu ekkert land. Allah sagði: „Þið munuð finna mestu andstæðinga hinna trúuðu [múslíma] meðal gyð- inga og fjölgyðisdýrkendanna [átt við kristið fólk og aðra ekki- múslíma]“ Í þriðja lagi verðið þið að trúa því að gyðingarnir munu aldrei hætta að berjast við okkur og drepa okkur. Þeir berjast ekki vegna lands og öryggis, eins og þeir halda fram, en vegna trúar sinnar … Það er einmitt málið. Við verðum að trúa því að barátta okkar gegn gyðingum sé eilíf, og ljúki ekki fyrr en við ragnarök – lokaúrslitaorr- ustuna – og þetta er fjórða atriðið.“ Ég væri ekki að tíunda þetta ef þetta væri ekki síendurtekið þema í ræðum ímama, sheika, emíra og múlla um allan hinn íslamska heim, og eftir upphrópunum um allan heim fer ekki milli mála að þetta viðhorf á sér djúpar rætur í hug- myndafræði íslams. Hvaða skyn- semi væri annars í því að vera að eltast við 8.000 fermílna land Ísr- aels þegar múslímar ráða yfir 11 milljónum fermílna lands, sem er auk þess strjálbýlt. Eðlileg skyn- samleg niðurstaða mín er sú að hér sé ekki um hagfræðilegt atriði að ræða, enda enga olíu að finna þarna, heldur íslamska stjórn- málastefnu. Ísraelar borga hinni íslömsku „Ummah“ engan vernd- arskatt „Jitziya“ og hafa enga sér- aðstöðu í stjórn Ísraels, annað en sem eðlilegt fjöldahlutfall á þinginu í Ísrael, opinbera geiranum, her og lögreglu. Ísrael er auðvitað þyrnir í augum arabamúslímanna í kring þar sem allt logar í ófriði, kúgun, fátækt, fáfræði og ómannúðlegri meðferð á þegnunum nú á vordög- um árið 2011. Ísrael er lýðræðisríki þar sem gott og heiðarlegt fólk stjórnar. Kjarni deilu arabamúslíma og Ísraelsmanna Eftir Skúla Skúlason »Ef gyðingarnir myndu gefa okkur eftir Palestínu, myndum við þá fara að elska þá? Auðvitað ekki. Skúli Skúlason Höfundur er þýðandi og bloggari. Grunnforsenda fyr- ir endurreisn íslensks efnahagslífs er að hér sé starfandi skilvirkt og traust bankakerfi sem geti þjónustað heimili og fyrirtæki á öruggan og sann- gjarnan hátt. Bankar þurfa að njóta trausts og stunda heilbrigð viðskipti. Svo er alls ekki í dag og úr því verður að bæta. Það er frumskilyrði að skilja á milli almennrar viðskipta- og fjárfestingabankaþjónustu. Landsbankinn á bágt með að lækka útlánsvexti vegna þeirra gríðarlegu skuldbindinga sem hann ber ábyrgð á. Vaxtamismunur og uppfært afskriftatap er langstærsti tekjustofn bankanna í dag. Á með- an Landsbankinn hefur ekki hreint borð þá elta hinir bankarnir hann og skeyta litlu um lága vexti. Landsbankinn verður að geta sent skýr skilaboð til hinna bankanna í formi vaxtalækkana. Á þessu verð- ur að finnast lausn. Mætti jafnvel skipta ríkisbankanum, Nýja Landsbankanum, í tvennt; góðan og slæman banka. Erlendir vogunarsjóðir fengu veiðileyfi á íslensk heimili og fyr- irtæki vorið 2009. Íslenskir bankar eru í rauninni risavaxin innheimtu- fyrirtæki. Hringrás peninganna stoppar í bönkunum. Mestallur hagnaður bankanna rennur út úr landinu í boði ríkisstjórnarinnar sem greiðslur til erlendra kröfu- hafa í nauðsynlegum erlendum gjaldeyri. Bankarnir eru ekki, þrátt fyrir mjög háan vaxtam- ismun að lána einstaklingum og fyrirtækjum. Það verður að stoppa þessa óheillaþróun strax. Eftirfarandi að- gerða er þörf: 1. Aðskilja almenna viðskipta- og fjár- festingabankaþjón- ustu og eignarhald. 2. Aðskilja kred- itkortaútgáfu og eignarhald. 3. Takmarka aðild banka að eiga í og reka einkafyrirtæki. 4. Takmarka aðild banka um eign- arhald og rekstur fasteinga beint og í dótturfélögum. 5. Tryggja að enginn banki sé með meira en 19% markaðshlutdeild. 6. Brýnt er að dreifð eignaraðild verði tryggð með skrásetningu stóru bankanna þriggja eða hluta þeirra á íslenskan hluta- bréfamarkað eins fljótt og auðið er. 7. Afnema ríkisábyrgð á innláns- reikningum bankanna, þeir geta séð um þessar tryggingar sjálf- ir. 8. Bankar eiga ekki að hafa leyfi til innheimtu gjaldfallinna lána sem eru búin að vera þrjá mán- uði eða meira í vanskilum. Inn- heimta verður að fara fram hjá innheimtustofnunum og bankar eiga ekki að eiga beint í inn- heimtufyrirtækjum né eiga þau í gegnum dótturfélög. Það mætti opna leið fyrir lífeyr- issjóðina til þess að taka meiri þátt í bankastarfsemi og koma að upp- byggingu nýs sparisjóðakerfis. Líf- eyrissjóðirnir eru í raun geymslu- aðilar fyrir sparnað fólksins til notkunar í framtíðinni. Vaxta- mismunur er alltof hár á Íslandi og er það vegna þess að lítil sem engin samkeppni er á bankamark- aði. Vankantarnir sem um ræðir fel- ast einkum í eignarhaldi bankanna. Annað vandamál sem komið hefur í ljós er að aðferðafræðin sem fylgt var við mat á eignunum sem fluttar voru milli bankanna inni- heldur svo marga óvissuþætti og forsendur eru þannig að það er í besta falli ágiskun hvers virði eignir eru. Minnka og einfalda verður bankakerfið í heild og gera það skýrara og gagnsærra frá því sem það er í dag. Koma upp nýjum innistæðu- tryggingasjóði án ríkisábyrgðar fyrir almenna sparifjáreigendur og lögaðila og bankaleynd afmörkuð. Opinber rannsókn þarf að fara í gang sem fyrst á sparisjóðum, tryggingarfélögum og lífeyr- issjóðum. Rannsaka vinnubrögð og verklag skilanefnda og slitastjórna bankanna strax. Þessir aðilar virð- ast geta skaffað sér athugasemda- laust úr þessum stofnunum og verður að koma í veg fyrir svoleið- is vinnubrögð. Að mínu mati mætti Alþingi einnig rannsaka hvort fjár- málaráðherra hafi gerst brotlegur gagnvart íslensku þjóðinni. Hann virðist hafa sýnt gallharðan brota- vilja. Fyrst það er búið að vekja upp Landsdómsdrauginn, þá sýnist mér, að það liggi einhver betur við höggi en Geir H. Haarde. Eftir Guðmund F. Jónsson » Á meðan Lands- bankinn hefur ekki hreint borð þá elta hinir bankarnir hann og skeyta litlu um lága vexti. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskiptafr. og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Í þumalskrúfu vogunarsjóða BSR er elsta leigu- bifreiðastöð sem rekin er á Íslandi. Upphaf hennar var að árið 1919 auglýstu nokkrir bílstjórar afgreiðslu í „Söluturninum eða á Lækjartorgi norð- anverðu.“ (Vísir 23. maí 1919.) Árið 1921 eru þeir komnir í Austurstræti og þá búnir að stofna Bifreiðastöð Reykjavík- ur. Ísafold birti um það þessa frétt. „Bifreiða- afgreiðsla sú sem aðsetur sitt hafði í Söluturninum hefur nú flutt sig í Austurstræti vinstra megin við vers. Haraldar Árnasonar og nefnist nú Bif- reiðastöð Reykjavíkur. Hefur hún snotrustu afgreiðslu, tvö herbergi raflýst. Afgreiðslan er í fremra herberginu en skrifstofa í hinu innra. Heldur stöðin uppi föstum ferðum til Hafnarfjarðar og Vífils- staða.“ ( Ísafold 31. jan. 1921.) Hjá BSR í Skógarhlíð er til afar góð mynd af bílaflotanum í Austur- stræti og sést aðstaðan vel í þeirri mynd og glæsilegur floti bíla, m.a. allt að 14 farþega Fiat bíla sem voru stærstu fólksflutningabílar síns tíma. Þess má og geta að bæði vöru- og mjólkurflutninga stunduðu BSR-menn líka. Þessi stöð er nú önnur stærsta leigubílastöð lands- ins. Loks skal þess getið að ekkert vantar nú á til þess að sýna þessari stöð þá virðingu sem hún á skilið annað en að koma merki stöðv- arinnar fyrir í þeim hringlaga reit sem fyrir hann var gerður fyrir of- an dyr stöðvarinnar. KRISTINN SNÆLAND fyrrv. Hreyfilsbílstjóri. Bifreiðastöð Reykjavíkur Frá Kristni Snæland Kristinn Snæland Ekkert vantar nú á til þess að sýna þessari stöð þá virðingu sem hún á skilið annað en að koma merki stöðvarinnar fyrir í þeim hringlaga reit sem fyrir hann var gerður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.