Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 15
Um 3.000 manns söfnuðust saman
í fæðingarbæ Ratkos Mladics, sem
er fyrrverandi yfirmaður hers
Bosníu-Serba, til að mótmæla
handtöku hans fyrir skömmu.
Fram að því hafði Mladic verið í
felum í 16 ár. Hann er sakaður um
stríðsglæpi og þjóðarmorð. Meiri-
hluti mótmælendanna eru fyrrver-
andi hermenn og Bosníu-Serbar.
Mótmælendur settu upp myndir af
Mladic í bænum Kalinovik, sem er
í suðausturhluta Bosníu.
thg@mbl.is
Studdu Mladic
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011
!!!
"#$ %& ' () ($ * + ' (
!
"#
# $ ! % & #"% '
% $(
% )
% "* ""+"% ,
(
% - "" % .
" % /"* %
% " 0""
12
3
%
!
" #$ % &
" #
4 ! 5
1
"#
# $ !
% . % '+ "
% $(
% )
% "* ""+"% ,
(
% 6 % - """ % .
"#
"% /"* 1 % " 7" (%
!
" #$ % &
" #
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Grikkland gæti neyðst til þess að
kasta evrunni og taka aftur upp sinn
gamla gjaldmiðil, drökmuna, ef ekki
tekst að ná nauðsynlegu aðhaldi og
hagræðingu í ríkisfjármálum. Þetta
segir Maria Damanaki, fulltrúi
Grikkja í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins (EBS). Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn (AGS), Evrópski
seðlabankinn og framkvæmdastjórn
ESB funduðu um helgina með grísk-
um yfirvöldum. Breska við-
skiptablaðið Financial Times sagði frá
því gærkvöldi að orð Damanaki væru
til marks um þá ógn sem steðjaði að
myntsamstarfi Evrópusambandsins
vegna skuldavandræða gríska rík-
isins.
Ætla að selja eignir
Gríska ríkisstjórnin hefur lofað því
að afla 50 milljarða evra á næstu fjór-
um árum með því að einkavæða rík-
isfyrirtæki. Þau áform hafa mætt mik-
illi andstöðu meðal verkalýðs- og
stéttarfélaga í Grikklandi. Meðal
þeirra eigna sem ríkisstjórnin fyr-
irhugar að selja eru eignarhlutar í
bönkum, fjarskiptafyrirtækjum og
fyrirtækið Opap, stærsta fyrirtæki
Evrópu á sviði happdrætta og íþrótta-
veðmála. Financial Times segir að
gríska hagkerfið myndi hagnast mjög
á slíkri einkavæðingu, enda rík-
isrekstur í Grikklandi mikill að vöxt-
um. Hins vegar er verulegur vafi um
hvort slíkar aðgerðir muni gera mikið
gagn, enda eru heildarskuldir gríska
ríkisins nú metnar á 150% af vergri
landsframleiðslu.
Alvarlegt ástand
Þýska dagblaðið Der Spiegel sagði
frá því um helgina að AGS hefði ávítað
grísku ríkisstjórnina fyrir að ná ekki
settum markmiðum í ríkisfjármálum.
AGS dró þessar fréttir til baka í
stuttri yfirlýsingu sem send var út í
gærkvöld: „Viðræður okkar við
stjórnvöld halda áfram, þær ganga
vel, og mun ljúka fljótlega.“ Evrópski
seðlabankinn var inntur eftir við-
brögðum eftir að AGS hafði sent frá
sér fréttatilkynninguna, en vildi engu
bæta við efni yfirlýsingar AGS, en
óvenjulegt er að sjóðurinn bregðist
við fréttum með þessum hætti. Olli
Rehn, sem hefur yfirumsjón með
efnahags- og peningamálum í fram-
kvæmdastjórn ESB sagði í gær að
ástandið í Grikklandi væri „mjög al-
varlegt“. ESB setti Grikkjum sömu
skilyrði og AGS, og myndi ekki hika
við að stöðva lánveitingar til Grikk-
lands ef ríkisstjórnin þar í landi næði
ekki að halda sig við áætlun.
Gætu þurft að yfirgefa evrusvæði
Fulltrúi Grikklands í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að Grikkir gætu þurft að taka drök-
muna upp aftur Gríska ríkisstjórnin ætlar að sækja 50 milljarða evra með einkavæðingu fyrirtækja
Reuters
Mótmæli Mikill fjöldi fólks safnaðist saman í miðborg Aþenu í gærkvöld til
að mótmæla aðhaldi í ríkisrekstri. Mótmælin hafa staðið yfir í fimm daga.
Skuldavandi Grikkja
» Fulltrúi Grikkja í fram-
kvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur sagt að mögu-
legt sé að Grikkir þurfi að
kasta evrunni og taka aftur
upp sinn gamla gjaldmiðil,
drökmuna.
» Fréttir Der Spiegel af því að
gríska ríkisstjórnin hefði hlotið
skammir frá Evrópska seðla-
bankanum og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum fyrir að ná ekki sett-
um markmiðum í
ríkisfjármálum ollu hörðum
viðbrögðum frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Sonur Ratko Mladic, fyrrverandi
hershöfðingja í her Bosníu-Serba,
segir föður sinn saklausan af því að
hafa fyrirskipað fjöldamorð sem
framin voru í bænum Srebrenica árið
1995. Meira en 8.300 manns voru
myrt í árásunum, sem stóðu yfir í 11
daga. Hann hafi ekkert haft með það
að gera sem gert var í Srebrenica.
„Hans skipanir voru að flytja hina
særðu, konur og börn burt og síðan
hermennina,“ sagði sonur hans,
Darko Mladic, við fréttamenn í gær.
Hershöfðinginn fyrrverandi berst
nú fyrir því að verða ekki framseldur
til stríðsglæpadómstóls Sameinuðu
þjóðanna í Haag. Verjendur Mladic
halda því nú fram að hann sé ekki sak-
hæfur vegna geðrænna vandamála.
Lögmaður Mladic hefur þannig sagt
að ómögulegt sé að tala við hann um
venjulegustu hluti, þar á meðal máls-
vörn hans. Hann sé í afar slæmu and-
legu ástandi.
Hafnar lögsögu Haag
Ratko Mladic heldur því fram að
stríðsglæpadómstóllinn í Haag hafi
ekki lögsögu yfir honum. Að sama
skapi segir hann að allir Serbar beri
sameiginlega sök á því að hafa kosið
Slobodan Milosevic sem forseta, þann
sem kom stríðinu á Balkansskaga af
stað. „Þið kusuð Milosevic, ekki ég.
Þið eruð öll sek, ekki ég,“ hefur Mla-
dic sagt.
Fregnir hafa borist af erfiðri hegð-
un Mladic eftir handtöku hans í síð-
ustu viku. Dómkvaddir matsmenn,
sem könnuðu líkamlegt ástand hers-
höfðingjans fyrrverandi, hafa staðfest
að Mladic hafi fengið að minnsta kosti
tvö væg heilablóðföll. Mladic er sagð-
ur hafa sýnt mikla þrjósku eftir að
hann var handtekinn og hafa sýnt
dómsyfirvöldum lítinn samstarfsvilja.
Mladic sætir eftirliti tveggja varða
allan sólarhringinn. Hann hefur með-
al annars sagt við verðina: „Þið þurfið
ekki að hafa áhyggjur. Ég ætla ekki
að fremja sjálfsvíg.“ Mladic hefur
óskað eftir því að fá að heimsækja
leiði dóttur sinnar, sem féll fyrir eigin
hendi árið 2004.
Að sama skapi hefur einnig beðið
um leyfi til að hitta barnabörnin sín,
eftir að hann var hnepptur í varðhald.
Þær óskir hafa ekki verið uppfylltar.
Hins vegar hefur Mladic fengið ein-
hverjar óska sinna uppfylltar. Til að
mynda hefur hann fengið að hafa
sjónvarp í fangaklefanum, og fengið
senda skál af jarðarberjum.
Segist ekki hafa
fyrirskipað
fjöldamorð
Segir Mladic saklausan af Srebrenica
Reuters
Stuðningur Þessi kona mótmælti handtöku Ratko Mladic. Á myndunum eru
Mladic (t.v.) og Radovan Karadzic (t.h.), fyrrum forseti Bosníu-Serba.
Goodluck Jonathan sór embættiseið
sinn í gær, eftir að hafa sigrað í for-
setakosningum í Nígeríu. Jonathan
var kjörinn forseti landsins með
59% atkvæða. Flokkur hans, Lýð-
ræðisflokkur fólksins, hefur þó átt
undir högg að sækja í öðrum kosn-
ingum í Nígeríu. „Saman munum
við sameina þjóðina, bæta lífsgæði
alls okkar fólks, sama hvort það býr
í norðri eða suðri, í austri eða
vestri,“ sagði Jonathan. thg@mbl.is
Reuters
Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu.
Sór embættiseiðinn
Egypskur dóm-
stóll hefur úr-
skurðað að fyrr-
verandi forseti
landsins, Hosni
Mubarak, skuli
sektaður um 33
milljónir Banda-
ríkjadala fyrir að
loka á öll fjar-
skipti landsins
við útlönd, þegar
öflug mótmæli þar í landi stóðu sem
hæst. Ásamt Mubarak voru tveir
fyrrverandi ráðherrar sektaðir.
Hæstu sektina fékk fyrrverandi
innanríkisráðherrann, 50 milljónir.
thg@mbl.is
Sekta Mubarak fyrir
að loka á fjarskipti
Hosni Mubarak,
fyrrverandi forseti.
STUTT