Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 Mér er í gríðarlega fersku minni þeg- ar ég, á stöðvaflakki mínu, rakst á mynd um lítinn hóp miðaldra tónlist- armanna, sem ræddu spekingslega um nýgerða plötu. Eins og tíðkast í tónlistarheiminum voru þeir einkar ábúðarfullir yfir starfa sínum og lýstu honum af miklum innblæstri og til- finningu. Sögur af samstarfinu, tilurð þessa lags og hins – allt var þetta fremur hátíðlegt. Mér fannst tónlistin ekki alveg vera af þeim gæðum sem réttlættu þvílíka umfjöllun – í mínum huga hæfði hún frekar mönnum af kalíberi sprelligosanna í The Beatles, sem sannarlega máttu lýsa tónlistar- sköpun sinni af innlifun. Í ljós kom að umræddir skallapopp- arar voru gömlu karlarnir í Mike and the Mechanics. Þátturinn hefur líklega fjallað um gerð plötunnar The Living Years, sem kom út árið 1988 og naut Carrack getur sungið allt  Mike and the Mechanics á farsælan feril að baki  Fyrsta platan kom út árið 1985 og í ár kom platan The Road  Fyrst var sveitin hliðarverkefni Mikes Rutherfords í Genesis Paul Carrack Var sálin og lífið í Mike and the Mechanics á níunda og tíunda áratugnum, þegar hann gegndi hlutverki aðalsöngvara sveitarinnar. mikillar hylli víða um heim. Aðal- sprautan í Mike and the Mechanics var Mike gamli Rutherford, en upp- haflega var hljómsveitin ætluð sem hliðarverkefni hjá honum, meðfram starfinu í hinni geðþekku hljómsveit Genesis. Mike and the Mechanics sendi frá sér fyrstu plötu sína, samnefnda sveit- inni, árið 1985. Á henni var lagið „Si- lent Running“, sem náði sjötta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum. Laginu hefur verið lýst sem „vintage Carrack“, en á íslensku útleggst það „Carrack upp á sitt besta“. Þá er von að lesandinn spyrji: Hver er Carrack? Þar komum við að lykilspurningu í Mike and the Mechanics-fræðum. Paul Carrack var sálin og lífið í sveit- inni á níunda og tíunda áratugnum, þegar hann gegndi hlutverki aðal- söngvara sveitarinnar. Paul Carrack er tónlistarmaður tónlistarmannanna, sem flestir líta upp til drengs og hans silkimjúku raddar. Ég man að þunga- vigtarmaðurinn Magnús okkar Kjart- ansson lýsti því eitt sinni yfir að Car- rack gæti sungið allt. Og það getur hann. Þau mannsbörn eru fá, sem ekki kannast við lagið „The Living Years“, titillag fyrrnefndrar plötu frá 1988, en það komst á topp bandaríska Billbo- ard-listans. Lagið, sem er eftir Rut- herford og skoska lagahöfundinn BA Robertson, fjallar um óleystan ágrein- ing milli Rutherfords og föður hans. Það vísar einnig í það þegar faðir Ro- bertsons lést, aðeins 12 vikum fyrir fæðingu sonar Robertsons. Carrack söng lagið óaðfinnanlega og af mikilli tilfinningu, enda var hann sjálfur að- eins ellefu ára gamall þegar hann missti föður sinn. Þriðja plata sveitarinnar, Word of Mouth, kom út árið 1991 og naut tak- markaðra vinsælda. Titillagið, sem Paul Young söng, náði þó 13. sæti breska vinsældalistans. Rutherford og félagar komust aftur á beinu brautina árið 1995, með plöt- unni Beggar on a Beach of Gold, enda náði Carrack sér eftirminnilega á strik í laginu „Over My Shoulder“. Lagið náði tólfta sæti í Bretlandi og hefur lif- að vel í dægurmenningu Vesturlanda síðan. 1999 kom svo út Mike + the Mecha- nics, sem náði lítilli hylli. Ári síðar lést slagverksleikarinn Paul Young úr hjartaáfalli. Í kjölfarið tók bandið sér hlé, en sneri tvíeflt aftur á árinu, með plötuna The Road og nýja og ferska liðsmenn; meðal annarra hinn vel þekkta látúnsbarka Roachford. ivarpall@mbl.is Fyrir okkur sem erum fædd eftir að Búbbi skoraði úr hjólhesta- spyrnunni í leiknum gegn Austur- Þjóðverjum en áður en Patrick Gervasoni kom til landins eiga tónlistarmaðurinn Andrew Roach- ford og hljómsveitin Mike and the Mechanics lögin sem einkenna uppvaxtarárin. Hér er auðvitað átt við lag Roachfords um knúsbangs- ann, eða Cuddly Toy eins og það heitir ensku, og svo eina af feg- urstu ballöðum allra tíma: In the Living Years. Það var því mikið fagnaðarefni fyrir þessa kynslóð þegar það spurðist út að Roach- ford gamli væri farinn að taka lagið með Rutheford og hinum strákunum. Og ekki var gleðin minni þegar það fréttist að þetta hefði verið tekið upp og fest á plötu. Roachford er auðvitað eng- inn Paul Carrack, eins og Arnar Eggert Thoroddsen starfsbróðir minn segir svo oft. En hins vegar er erfitt að sjá hver annar hefði getað fyllt upp í það skarð sem Carrack skildi eftir sig. ornarnar@mbl.is Krúttbangsinn loks kominn í faðm vélvirkjanna Hress Roachford er mættur. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “BESTA ‘PIRATES’ MYNDIN” - M.P FOX TV P.H. BOXOFFICE MAGAZINE NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á PIRATES 4 3D KL. 4 - 5 - 8 - 10 - 11 10 PIRATES 4 3D Í LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10 PRIEST 3D KL. 6 16 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 4 - 6 L FAST FIVE KL. 8 - 10.40 12 THOR 3D KL. 10.40 12 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI DYLAN DOG KL. 8 - 10 14 PAUL KL. 8 - 10 12 FAST FIVE KL. 5.40 12 GNÓMEÓ & JÚLÍA 3D KL. 5.40 L DYLAN DOG KL. 5.40 - 8 - 10.20 14 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D KL. 6 L HÆVNEN KL. 5.40 - 8 12 HANNA KL. 10.20 16 PRIEST 3D KL. 8 - 10 16 STÓRKOSTLEG ÞRÍVÍDDARÆVINTÝRAMYND EIN SKEMMTILEGASTA OG FLOTTASTA GAMANMYND SUMARSINS! LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum DYLAN DOG: DEAD OF NIGHT Sýnd kl. 8 og 10:10 PAUL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 GNÓMEÓ OG JÚLÍA 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 FAST & FURIOUS 5 Sýnd kl. 7  „Brjáluð afþreyingarmynd sem mun gefa þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir, hvort sem þú ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt.” T.V. - kvikmyndir.is / Séð og Heyrt STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA Byggt á einni af vinsælustu teiknimyndasögum heims FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ ÍSLENSKU STÓRSTJÖRNUNNI ANÍTU BREIM -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.