Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2011, Blaðsíða 12
VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stórhugur einkennir starfsemi fyr- irtækisins Fjarðalax, sem hefur verið með lax í kvíum í Tálknafirði í tæpt ár. Ráðgert er að slátrað verði í fyrsta skipti í lok ársins og afurðirnar fluttar til Bandaríkjanna. Framtíð- arsýnin er að vera með kynslóðaskipt laxeldi í þremur fjörðum á sunn- anverðum Vestfjörðum og geta flutt út allt að þrjú þúsund tonn af laxi á Bandaríkjamarkað á hverju hausti. Fjárfestingar fyrirtækisins við kaup á seiðaeldisstöð í Þorlákshöfn og uppbygging fullbyggðrar aðstöðu fyrir vestan verða trúlega talsvert á þriðja milljarð króna. Nú þegar, áður en búið er að slátra í fyrsta skipti, verður útlagður kostnaður um einn milljarður. Starfsfólki hefur fjölgað fyrir vestan og gæti umfangsmikið eldi orðið mikil lyftistöng í atvinnulífi þar. Fjarðalax er íslenskt fyrirtæki, en systurfélag þess er fyrirtækið North Landing í New Jersey sem hefur ver- ið umsvifamikið í innflutningi, vinnslu og dreifingu á laxi á austur- strönd Bandaríkjanna síðustu tvo áratugina. Einn þriggja stærstu eig- enda North Landing er Arnór Björnsson með um þriðjungs hlut. Skömmu eftir bankahrunið fóru forsvarsmenn North Landing að huga að uppbyggingu laxeldis á Ís- landi. „Árið 2009 var ákveðið að láta reyna á það hvort ekki væri hægt að koma upp stóru laxeld- isfyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir Höskuldur Steinarsson, framkvæmda- stjóri Fjarðalax. Hann segir að miklar rannsóknir hafi áður farið fram í fjörðunum og reynsla og þekking á fiskeldi hafi verið til staðar fyrir vestan. Árið 2010 hafi seiðaeldisstöðin Ísþór í Þorláks- höfn verið leigð og síðan keypt og þá hafi hjólin farið að snúast. 800 tonn flutt út í lok ársins „Fyrstu seiðin fóru í sjó í Tálkna- firði í júlí í fyrra og fyrsta kynslóðin lifði ágætlega af veturinn og verður sláturtæk seint á þessu ári,“ segir Höskuldur. „Laxinum verður slátrað þegar hann verður orðinn um fjögur kíló, en markaðurinn ræður stærð- inni. Við reiknum með að í haust og vetur verði flutt út allt að 800 tonn. Væntanlega verður laxinn fluttur sjó- leiðina til Englands og þaðan með flugi til Bandaríkjanna, en endanlega á eftir að ákveða hvernig flutning- unum verður hagað. Í framtíðinni, þegar magnið hefur aukist, munum við hins vegar flytja afurðir okkar sjóleiðina til Bandaríkjanna og þá opnast spennandi flutningsmögu- leikar fyrir aðra aðila á svæðinu.“ Höskuldur segir að nokkur lyk- ilatriði geri forsvarsmenn Fjarðalax bjartsýna á framhaldið. Í fyrsta lagi sé fyrirtækið með eigin seiðastöð þar sem nóg sé af heitu vatni og öruggt rafmagn. Seiðin séu orðin mjög stór og sterk, 2-400 grömm, þegar þau eru flutt í kvíar fyrir vestan. Þau séu síðan alin í kvíunum í tvö sumur og einn vetur og hafi þá náð sláturstærð. Á þennan hátt takist að stytta eld- isferil í sjó niður í 18-20 mánuði. Í öðru lagi séu alltaf tveir firðir í notkun í einu, en einn í hvíld. Þetta fyrirkomulag hafi rutt sér til rúms í laxeldi á síðustu árum og sé eitt af lykilatriðunum við að hámarka árangur af eldi. Skiptir þá öryggi öllu máli en mikilvægt er að skilið sé á milli kynslóða í hverjum firði og þannig komið í veg fyrir sýkingar og lúsasmit. Höskuldur segir gríðarlega mik- ilvægt að stjórnvöld tryggi hverju fyrirtæki nægt rými til að lágmarka áhættu á tjóni. Langflest tjón sem orðið hafa í löndunum í kringum okk- ur hafi orðið vegna þess að ekki hefur verið gætt að þessu. Því sé engum greiði gerður með að hleypt sé af stað mörgum fyrirtækjum í sömu fjörð- um. Hér fari saman hagur fyrirtæk- isins og umhverfisins. Sé firðinum misboðið muni eldisrekstur aldrei dafna á svæðinu. Fyrsta kynslóðin sé nú komin vel á veg í Tálknafirði, seiði verði sett í kví- ar í Arnarfirði í byrjun júní og í Pat- reksfjörð að ári. Hringrásin end- urtaki sig síðan koll af kolli, tveir firðir í notkun hverju sinni, en einn í hvíld. Hrogn hafa verið keypt af Stofnfiski, en frá hrogni að sölu á laxi til neytenda sé framleiðsla og vinnsla í sömu eigendakeðjunni. Það er enn eitt lykilatriði í rekstrinum, sem og markaðssetning á afurðum sem vist- vænni vöru. Ekki boðlegt ástand Aðeins er heimilt að ala laxfiska í sjó við Ísland á Vestfjörðum, Aust- fjörðum og í Eyjafirði. Eldið er leyf- isbundið og Fjarðalaxi hefur gengið treglega að fá þau leyfi sem fyr- irtækið hefur sótt um og telur brýnt að fá í ljósi stærðarhagkvæmni. „Það er ekkert launungarmál að vandamálið í þessu er hið opinbera, sem hefur dregið lappirnar að okkar mati,“ segir Höskuldur. „Við höfum í öllu farið að reglum og tilmælum Skipulagsstofnunar og Hafró, tekið þátt í rannsóknum, lagt fram gögn viðurkenndra sérfræðinga og eytt gríðarlegum tíma og fjármunum í að gera allt sem hið opinbera hefur ósk- að eftir. Þetta er að gerast á sama tíma og stjórnvöld segjast vera að reyna að laða erlenda fjárfesta til landsins og tönnlast á mikilvægi þess að auka veg útflutningsgreina. Svo stöndum við klárir með erlent fjármagn, besta fá- anlega búnað og tilbúnir að ráða fjölda manns í vinnu á sunnanverðum Vestfjörðum, en það virðist stefna í að taka á þriðja ár að fá leyfi fyrir starfseminni. Mig skal ekki undra að erlendir fjárfestar staldri við þegar þeir finna fyrir því hvernig þessum málum er háttað á Íslandi. Það er mikið að gerast í fiskeldi nú um stundir og mörg spennandi verk- efni í undirbúningi. Það er óskandi að stjórnvöld átti sig á þeim vaxt- arbroddi sem í þessari grein getur falist og taki sig á. Núverandi ástand er að minnsta kosti ekki boðlegt. Núna erum við með leyfi fyrir 1.500 tonna ársframleiðslu í Patreksfirði og annað eins í Tálknafirði, en aðeins 600 tonn í Arnarfirði. Við vonum þó að við fáum samþykki fyrir 1.500 tonnum þar en Umhverfisstofnun er nú með starfsleyfisumsókn okkar til umfjöll- unar. Sem dæmi um hvað við er að etja fyrir okkur í þessu þá tjáði sú stofnun okkur nú í maí að við skyld- um ekki búast við að sú leyfisumsókn yrði afgreidd fyrr en um næstu ára- mót. Við bindum svo vonir við að hægt sé að stækka þessi leyfi í framtíðinni þannig að við verðum með leyfi fyrir samtals níu þúsund tonna framleiðslu á laxi á ári,“ segir Höskuldur. 45 manns í vinnu fyrir vestan þegar kemur fram á næsta ár Starfsmenn Fjarðalax eru nú tólf í Tálknafirði og Arnarfirði og tíu manns vinna í seiðastöðinni í Þorláks- höfn. Framundan er uppsetning slátrunar- og pökkunaraðstöðu á Pat- reksfirði og þar verða til nokkur störf í viðbót. „Við gerum ráð fyrir að óbreyttu að vera með 45 manns í vinnu fyrir vestan þegar líður á árið 2012. Fáist frekari eldisleyfi verður augljóslega um mun fleira fólk að ræða, en reynsla Færeyinga sýnir að 1.000 tonna framleiðsla á laxi myndi 15 bein störf. Við viljum standa myndarlega að þessari uppbyggingu og skiljum ekki hvers vegna við fáum ekki stuðning stjórnvalda til að halda henni áfram af fullum krafti. Fjármagn, mann- skapur, tæki og búnaður eru þegar til reiðu á svæði sem sárvantar ný tæki- færi í atvinnulífinu og menn klóra sér í hausnum og skilja ekki hæga- ganginn hjá hinu opinbera. Í langan tíma hafa ekki mörg fyrirtæki önnur en okkar ráðið rúmlega tíu manns til sín í vinnu á sunnanverðum Vest- fjörðum,“ segir Höskuldur. Ljósmynd/Jón Örn Pálsson Laxeldi Við eldiskví Fjarðalax í Tálknafirði, en þar verður byrjað að slátra fiski í haust og ráðgert að flytja um 800 tonn á markað í Bandaríkjunum. Seiði verða á næstunni sett í sjó í Arnarfirði. Laxeldið mikil lyftistöng  Fjarðalax er stórhuga í laxeldi á Vestfjörðum  Stefnt á kynslóðaskipt eldi í þremur fjörðum  Seiðin stór og sterk þegar þau fara í kvíar  Gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í útgáfu leyfa 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2011 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is FELLHÝSIN FÁST Í ELLINGSEN PIPA R\TBW A • SÍA • 111360 Höskuldur Steinarsson fram- kvæmdastjóri Fjarðalax viðurkennir að sporin hræði, en segir að áföll, sem fyrirrennarar Fjarðalax í laxeldi á Íslandi hafi orðið fyrir, séu til að læra af. „Sérhvert verkefni hefur verið einstakt, en samnefnari fyrir verk- efnin á eldistímabilinu frá 1985 og fram yfir 1990 voru illa ígrundaðar staðsetningar eldisstöðva og bún- aður var ekki nógu góður. Þá var íslenski laxastofninn ekki nógu sterkur og of hægvaxta. Annað tímabilið upp úr aldamótum var mjög metnaðarfullt í fjörðum fyrir aust- an. Þar virðist hitastigið á árs- grundvelli hins vegar hafa verið til- tölulega lágt fyrir laxeldi og svo lentu eldismenn eystra í erfiðri marglyttuplágu. Á suðurfjörðum Vestfjarða hafa verið gerðar miklar rannsóknir með tilliti til burðargetu, hitastigs, ís- myndunar, seltu, strauma og súr- efnis. Auk þess hefur þekking á eldi í svona köldum sjó aukist mjög mik- ið á síðustu árum til dæmis í Noregi þar sem menn hafa farið stöðugt norðar og eru með mikið eldi í Finn- mörku. Það hefur verið sýnt fram á að þetta er vel hægt ef rétt er að málum staðið. Fjarðalax býr yfir mikilli þekkingu meðal starfs- manna, hefur leitað til bestu ráð- gjafa og er með besta búnaðinn sem völ er á. Við erum því bjartsýnir á að þetta geti gengið vel, við höf- um ekki ástæðu til annars. Vel hægt ef rétt er staðið að málum FYRRI TILRAUNIR Í LAXELDI TIL AÐ LÆRA AF ÞEIM Höskuldur Steinarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.