Morgunblaðið - 31.05.2011, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 1. M A Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 126. tölublað 99. árgangur
EDDA BORG
SPILAR LJÚFA
DJASSTÓNA
SENJORÍTUR OG
SUÐRÆNIR TAKTAR
ALDA SEM FLÆÐIR
Í GEGNUM
LÍKAMANN
OJOS DE BRUJO 31 RYTMADANS 10TÓNLEIKAR Í KVÖLD 32
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Næring Grænmeti er hollt og vegur æ
meira í matarvenjum landsmanna.
Næturfrost hefur tafið plöntun
garðyrkjubænda á Flúðum og
plönturnar taka ekki eins vel við
sér og venjulega vegna kulda. Gos-
ið í Grímsvötnum virðist hafa haft
þau einu áhrif að þrífa þarf
geymslukassa fyrir haustið vegna
öskunnar.
Þröstur Jónsson, sem rekur
Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum
ásamt konu sinni Sigrúnu H. Páls-
dóttur, segir að útlitið í ræktuninni
sé nokkuð gott þrátt fyrir kalt vor
en plöntunin sé seinna á ferðinni en
venjulega. Norðanátt með kulda og
næturfrosti hafi verið ríkjandi og
áfram sé spáð næturfrosti. Svona
tíð sé ekki óþekkt en næturfrost
eftir 20. maí hafi ekki komið síðan
1996 eða 1997 eða í um 15 ár. »14
Næturfrostið og
kalt vor seinka
grænmetinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fulltrúar stjórnar og stjórnarand-
stöðu sammæltust um það á fundi í
gærkvöldi að flytja frumvarp um til-
tekin brýn atriði varðandi Trygg-
ingasjóð innistæðueigenda en að
frumvarp um lögfestingu tilskipunar
ESB um nýtt kerfi yrði lagt til hlið-
ar. Unnið er að samkomulagi þing-
flokka um störf þingsins.
Harðar deilur urðu í gær, þegar
frumvörp ríkisstjórnarinnar um
stjórn fiskveiða voru sett á dagskrá í
andstöðu við fulltrúa úr minnihlut-
anum. Sjálfstæðismenn töldu að
frumvörpin kynnu að ganga gegn
stjórnarskránni og vísuðu í því efni
til umsagnar fjárlagaskrifstofu fjár-
málaráðuneytisins.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráð-
herra mælti fyrir minna kvótafrum-
varpinu sem snýst um breytingar
sem hann telur brýnt að gera á nú-
gildandi lögum. Samþykkt var
naumlega að halda kvöldfund og var
enn verið að ræða frumvarpið seint í
gærkvöldi og margir þingmenn
stjórnarandstöðunnar á mælenda-
skrá. Frumvarpið verður rætt áfram
í dag.
Forseti Alþingis átti fundi með
formönnum þingflokkanna í gær til
að reyna að ná samkomulagi um
störf þingsins. Allmörg mál sem
stjórnin leggur áherslu á eru óaf-
greidd, þar á meðal sjávarútvegs-
málin, en fáir fundardagar eftir.
Ekki er búið að ganga frá samkomu-
lagi en vonast er til að það takist síð-
ar í vikunni.
Mestu hættunni aflýst
Árni Páll Árnason efnahags- og
viðskiptaráðherra kom á fund við-
skiptanefndar í morgun og lagði til
að sá hluti stjórnarfrumvarps um
lögfestingu nýs innistæðukerfis sem
allir nefndarmenn eru sammála um
yrði lögfestur, það er að hækka gjald
fjármálastofnana í sjóðinn en það
lagt í sérstaka deild sem myndi nýt-
ast í nýju tryggingakerfi. Afgreiða
þarf þessar breytingar í dag. Sam-
komulagið felur í sér að lögfestingu
tilskipunar ESB um nýtt innistæðu-
tryggingakerfi er frestað til nýs
þings í október.
„Með þessu er mestu hættunni af
frumvarpinu aflétt,“ segir Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í viðskiptanefnd, en hann
hefur varað mjög við frumvarpinu,
meðal annars ákvæðum um ríkis-
ábyrgð.
MGagnrýna framlagningu » 6
Tilskipunin lögð til hliðar
Viðskiptanefnd stendur að brýnustu breytingum á innistæðutryggingum
Harðar deilur um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar Unnið að samkomulagi
Skorður Skilyrt og mjög takmörk-
uð áfengisauglýsing.
Sænskur eftirlitsmaður með áfeng-
isauglýsingum, Mattias Grund-
ström, segir mikilvægt að þegar
menn setji lög um áfengismál sé
hlustað á raddir framleiðenda og
annarra hagsmunaaðila. Menn reyni
að fara fram hjá reglunum ef þeim
finnist þær ósanngjarnar.
Grundström er starfsmaður fram-
leiðenda og segir flesta fara strax að
fyrirmælum sínum þegar hann segi
þá túlka reglur of frjálslega. Slakað
hafi verið á banni við auglýsingum í
Svíþjóð árið 2003 enda hafi lögin frá
1979 verið barn síns tíma. Þá hafi t.d.
netið ekki verið komið til sögunnar,
ekki heldur kapalsjónvarp. Farinn
sé millivegur núna, leyfðar auglýs-
ingar með skilyrðum í prentmiðlum
en hvergi annars staðar. „Lærdóm-
urinn er að setji menn reglur sem at-
vinnugreinin hefur samþykkt er far-
ið eftir þeim, ef þær koma að ofan og
án samráðs reyna menn að fara fram
hjá þeim,“ segir Grundström. „Innra
eftirlitið, sjálfsagi innan greinar-
innar, virkar líka vegna þess að sér-
hver framleiðandi hefur auga með
hinum; hann vill ekki að hinir komist
upp með að svindla.“ »15
Reglur séu sanngjarnar
Sænski áfengisiðnaðurinn býr við innra eftirlit sem virkar
Framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Bol-
ungarvík, sem hófust í júní 2008, eru í fullum
gangi en garðurinn rís í Traðarhyrnu ofan við
byggðina. Verkefnið felst í byggingu á annars
vegar 710 metra löngum varnargarði og hins
vegar svonefndum keilum.
Ósafl, dótturfyrirtæki Íslenskra aðalverktaka
(ÍAV) og svissneska verktakafyrirtækisins Marti
Contractors, sér um verkið.
Framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð á fullu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þeir geta ekki mótmælt því að
þeir undirrituðu og féllust á að leit-
að yrði leiða til að lífeyrissjóðir og
bankar fjármögnuðu sérstöku
vaxtaniðurgreiðsluna, sem er hluti
af sértæku skuldaaðgerðunum,“
segir Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra. Landssamtök lífeyr-
issjóða segja í umsögn sinni um
frumvarp um aðgerðir í ríkisfjár-
málum að ekkert samkomulag sé til
um eignaskatt á sjóðina til að fjár-
magna vaxtaniðurgreiðsluna, enda
myndu stjórnendur sjóðanna aldrei
vera tilbúnir að semja um slíka
skattlagningu. Annað séu alvar-
legar rangfærslur. »15
Geta ekki neitað til-
vist samkomulags
Stefán Már Stefánsson, prófessor í
Evrópurétti við lagadeild Háskóla Ís-
lands, segir það í raun engu skipta
hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til
Evrópusambandsins þegar komi að
lögfestingu ESB-gerða.
Atli Gíslason, óháður þingmaður
Vinstri grænna, hefur sagt að mögu-
lega sé verið að innleiða fleiri ESB-
reglugerðir en þörf sé á vegna EES-
samningsins. Þannig sé smám saman
verið að laga Ísland að regluverki
Evrópusambandsins.
„Það fer bara eftir því hve margar
gerðir eru á ferðinni og hverju er
verið að breyta,“ segir Stefán Már.
Hann segist ekki vita til þess að Ís-
lendingar hafi tekið upp fleiri gerðir
en nauðsynlegt sé til að uppfylla
EES-samninginn en hugsanlega sé
stundum of rúm túlkun lögð til
grundvallar því hvað falli innan
samningsins.
„Ég tel athugunar þörf á því hve
margar gerðir eru felldar undir EES-
samninginn sem mögulega eiga þar
ekki heima. Til dæmis alls konar
gerðir á sviði umhverfismála.“
Stefán segir að ef ESB-gerð sé
ranglega felld undir EES-samning-
inn fylgi allt eftirlitskerfi Evrópusam-
bandsins sem annars væri ekki. »18
Íslandi ber skylda til
að innleiða ESB-gerðir