Morgunblaðið - 31.05.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Fleiri þúsundir íslenskra vefsíðna
hafa verið sýktar af erlendum tölvu-
þrjótum sem notfæra sér öryggis-
galla í þeim til þess að auglýsa síður
sem selja stinningarlyf eins og Vi-
agra og Cialis. Þannig hafa heima-
síður ýmissa fyrirtækja, Háskóla
Íslands og jafnvel grunnskóla orðið
þrjótunum að bráð og auglýsa
stinningarlyf óafvitandi.
Kristján Már Hauksson, eigandi
Nordic eMarketing, segir að hakk-
ararnir nýti sér öryggisgalla í vef-
kerfum til þess að dæla hlekkjum á
sölusíður inn í gagnabanka síðn-
anna. Eru síðurnar notaðar sem
nokkurs konar hýslar fyrir tengla á
vefi með óæskilegu efni af þessu
tagi. Á þann hátt sé Google-leitar-
vélin blekkt til þess að halda að
sýkti vefurinn styðji stinningarlyf-
sauglýsinguna og birtast þær þá í
leitarniðurstöðunum.
Sem dæmi um þetta skilar Go-
ogle-leit að orðinu „Viagra“ um
15.500 niðurstöðum þegar leitað er
á vef HÍ. Þegar leitað er á landslén-
inu „.is“ gefur sama orð hátt í 17
þúsund niðurstöður þó að hluti
þeirra sé réttmæt umfjöllun um lyf-
ið eins og á fréttasíðum eða heima-
síðum apóteka.
Hefur ekki áhrif á síðurnar
Fyrirtæki Kristján Más var að
vinna úttekt á Íslandi sem hagkerfi
á vefnum þegar menn ráku sig á að
töluvert margar íslenskar síður
hefðu verið sýktar, sérstaklega á
síðustu tveimur mánuðum.
„Í gamla daga voru vefir hakk-
aðir þannig að það kom kannski
höfuðkúpa á vefnum þínum og
skilaboðin „Þú hefur verið hakkað-
ur“. Núna gera menn þetta allt
öðruvísi. Þeir læða inn textabútum
hér og þar svo það er miklu meiri
leynd yfir því og erfiðara að finna,“
segir hann.
Algengt sé að þeir sem standa
fyrir vefárásum af þessu tagi séu
óprúttnir söluaðilar frá löndum eins
og Búlgaríu, Rússlandi, Nígeríu og
Kína. Þeir séu stanslaust að leita að
vefjum með öryggisgalla.
Ein af ástæðunum fyrir að erf-
iðara er að átta sig á að síða hafi
verið sýkt er að það hefur yfirleitt
ekki áhrif á hana. „Því fleiri tengla
sem vefur hefur á netinu, því meira
vægi hefur hann á Google. Þeir vilja
ekki að þetta uppgötvist. Því lengur
sem þeir fá að vera þarna inni, því
meira gildi fær tengillinn þeirra.“
Vandi valið á vefkerfum
Til að komast að því hvort síða
hafi verið sýkt er meðal annars
hægt að leita að orðum eins og „Vi-
agra“ á síðunni í gegnum Google.
Ef menn verða varir við óvenju-
mikla umferð um síður sínar eða ef
bera fer á óvenjulegum lykilorðum
gætu það verið merki um að síðan
hafi verið sýkt.
Ef fyrirtæki vilja forðast að lenda
í klóm tölvuþrjóta segir Kristján
Már þrennt mikilvægast. Í fyrsta
lagi að vanda valið á vefkerfum og
stökkva ekki á ódýrustu lausnina
bara því hún sé ódýr. Í öðru lagi að
uppfæra þau reglulega og í þriðja
lagi að láta fagmenn um að sjá um
forritun fyrir þau. Fyrirtæki sem
lendi í tölvuþrjótum verði oft fyrir
gríðarlegu tjóni. Dæmi séu um að
erlendir háskólar hafi þurft að láta
endurbyggja vefkerfi sín frá grunni
eftir árásir af þessum toga.
Grunnskóli auglýsir stinningarlyf
Tölvuþrjótar dæla óæskilegum tengl-
um á síður íslenskra skóla og fyrirtækja
Hakkaður Vefur Grandaskóla er á meðal þeirra sem tölvuþrjótar hafa ráð-
ist á og auglýsir óbeint stinningarlyfið Viagra eins og sést á skjáskotinu.
Sóttvarnalæknir sendi í gær frá sér
tilkynningu þar sem ferðamenn í
eða á leið til Norður-Þýskalands
eru hvattir til að forðast neyslu á
hráu grænmeti vegna alvarlegrar
sýkingar sem talin er eiga uppruna
í grænmeti.
Í Þýskalandi hafa um 330 manns
greinst með sýkinguna, og vitað er
um þrjú dauðsföll af völdum henn-
ar. Sýkingin greinist frekar í full-
orðnum og er algengari í konum.
Tilvikin lýsa sér sem blóðugur nið-
urgangur og/eða nýrnabilun af
völdum saurgerils sem myndar eit-
urefni og nefnist E. coli af sermis-
gerð.
Einn stærsti faraldurinn
Alls hafa fimmtán einstaklingar
greinst í öðrum Evrópulöndum og
höfðu þeir allir ferðast til Norður-
Þýskalands. Enn greinast ný tilfelli,
sem bendir til þess að matvæli
menguð með bakteríunni séu enn í
dreifingu. Uppruna sýkingarinnar
er ákaft leitað og rannsóknir bein-
ast nú aðallega að hráu grænmeti,
en faraldsfræðirannsóknir hafa
fundið marktæk tengsl sjúkdómsins
við neyslu á hráum tómötum,
agúrkum og salati.
Um er að ræða einn stærsta far-
aldur sem um getur af völdum
STEC og stafar af óvenjulegum
stofni saurgerla, E. coli af sermis-
gerð 0104. Aldursdreifingin í þess-
um faraldri er óvenjuleg að því
leyti að það er einkum fullorðið fólk
sem sýkist, en venjulega greinast
sambærilega sýkingar helst í börn-
um.
Morgunblaðið/Ernir
Grænmeti Þeir sem ferðast til
N-Þýskalands skulu hafa varan á.
Varað við að
neyta hrás
grænmetis
Beint til ferðamanna
í Norður-Þýskalandi
Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, af-
henti í gær Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavík-
ur, undirskriftir tæplega 11.000 einstaklinga þar
sem skorað er á yfirvöld að tryggja börnum, sem
verða vitni að heimilisofbeldi, tilhlýðilegan
stuðning.
Talið er að a.m.k. 2.000 börn verði á ári hverju
vitni að ofbeldi gegn móður eða ofbeldi á milli
foreldra á heimilum sínum, en þær tölur eru ekki
áreiðanlegar og að mati Barnaheilla er um falið
vandamál að ræða. Rannsókn samtakanna sem
kynnt var í febrúar leiddi í ljós að þessum börn-
um standa ekki nægileg úrræði til boða af hálfu
félagslega kerfisins í Reykjavík.
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Um ellefu þúsund undirskriftir afhentar
Stórefla þarf eftirlit með eftirritunarskyldum lyfj-
um og nýta betur þá rafrænu gagnagrunna sem
nú þegar eru til staðar. Þetta er á meðal þess sem
kemur fram í yfirlýsingu frá Lyfjafræðingafélagi
Íslands vegna umræðu um misnotkun lyfseðils-
skyldra lyfja í kjölfar umfjöllunar Kastljóss.
Þannig ættu allir læknar að hafa aðgang að raf-
rænum sjúkraskrám. Með því að samtengja lyfja-
gagnagrunna allra apótekanna væri svo hægt að
fylgjast með lyfjanotkun einstaklinga á milli apó-
teka og þannig koma í veg fyrir að hægt sé að
leysa út samskonar lyf í mörgum apótekum. Einn-
ig mætti huga að því að minnka magn eftirrit-
unarskyldra lyfja á hverja lyfjaávísun og með því
takmarka enn frekar aðgang að þessum lyfjum.
Þá leggja lyfjafræðingar til að skömmtunar-
þjónustu apóteka verði betur nýtt og hugað verði
að því að koma á fyrirkomulagi þar sem fíkill fær
dagskammt afgreiddan í apóteki og tæki lyfið inn
undir eftirliti lyfjafræðings.
Allsherjarnefnd fundi um málið
Heilbrigðisnefnd Alþingis fjallar um misnotkun
á ávanabindandi lyfjum á fundi á miðvikudags-
kvöld og munu meðal annars fulltrúar frá land-
lækni, læknafélaginu og heilbrigðisráðuneytinu
verða gestir nefndarinnar.
Þá hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í allsherj-
arnefnd farið fram á að haldinn verði fundur í
nefndinni um sama mál eins fljótt og auðið verður.
Vilja stórauka eftirlit og sam-
ræma gagnagrunna apóteka
Sjálfstæðismenn vilja fund í allsherjarnefnd um eftirritunarskyld lyf í umferð
Eftirritunarskyld lyf
» Lyf eru eftirritunarskyld þegar mikil hætta
er á ávana og fíkn af langri og mikilli notkun.
» Þeir sem sækja eftirritunarskyld lyf í apó-
tek þurfa að kvitta fyrir þau með nafni og
kennitölu sinni. Eru lyfseðlarnir síðan afhent-
ir Lyfjaeftirliti ríkisins.
» Það eru einkum mjög sterk verkjalyf (mor-
fín og petidín) auk örvandi lyfja (amfetamín
og rítalín) sem eru eftirritunarskyld.