Morgunblaðið - 31.05.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 31.05.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 í tveimur „skotum“ fyrsta daginn. „Hróið kraumaði af fiski og það vek- ur athygli hvað fiskurinn er fallegur og vel haldinn. Einn félagi okkar fékk í gær 57 cm urriða og ummálið var 37 cm.“ Þetta eru kunnar íþróttakempur sem hafa vaðið út í flóann, keppnis- skapið er í lagi og innan skamms lyftir Gunnar stönginni og er búinn að setja í fisk. Hann veður upp í næsta hólma, strandar þar tveggja punda fiski og sleppir honum. Innan skamms er Teitur kominn með ann- an svipaðan. Fiskarnir taka vel á móti; „sjáðu, hann fer á sporðinn!“ segir Sturla og það er rétt, fiskurinn tekur vel á móti veiðimanninum og dansar á yfirborðinu. „Það verður veisla hér hjá veiði- mönnunum sem koma hingað þegar hlýnar,“ segir Sturla hugsi þar sem við sitjum í skjóli og fylgjumst með Teiti og Gunnari. „Sjáðu, nú er Teit- ur að koma á stórfiskaslóð,“ segir hann og bendir á bróð- ur sinn sem hefur vaðið upp að streng við fjær- landið. Og það er rétt, í næsta kasti reisir Teitur stöngina og feitur og fallegur urriði er innan skamms búinn að fylgja honum upp á bakkann hjá okkur. Sporðadans við frostmarkið  Ágæt veiði í Laxá í Mývatnssveit þrátt fyrir kuldann Morgunblaðið/Einar Falur Kuldaveiði Teitur Örlygsson togast á við urriða í Ærhelluflóa í gær, Sturla bróðir hans fylgist með. FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Lagaumgjörðin um starfsemi Íbúða- lánasjóðs gerir honum erfitt að feta í fótspor Landsbankans og bjóða lán- þegum úrræði eins og þau sem bankinn kynnti á blaðamannafundi fyrir helgi. Á meðal þess sem lán- þegum Landsbankans býðst, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, er endurgreiðsla fimmtungs vaxta sem greiddir voru frá árslokum 2008 til aprílloka nú í ár. Þá eru gerðar breytingar á hinni svokölluðu 110%- leið, sem fela það í sér að miðað verður við fasteignamat á eignum undir 30 milljónum og að aðrar eign- ir lækki allajafna ekki niðurfærslu. Lagabreyting nauðsynleg Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir lagabreytingu þurfa að koma til, ætli sjóðurinn sér að gera sömu breyt- ingar á 110%-leiðinni. „Í lögunum stendur að okkur beri að nota hærri töluna af fasteignamati eða mark- aðsverði,“ segir Sigurður, og vísar þar til breytinga á lögum um hús- næðismál, sem lögfestar voru á Al- þingi þann 6. apríl síðastliðinn. Sig- urður segir Íbúðalánasjóð hafa rætt útspil Landsbankans við stjórnvöld. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í Morgun- útvarpi Rásar 2 í gær að sér þætti það „sjálfgefið að ríkisrekinn Íbúða- lánasjóður [mæti] því sem einkaað- ilar á markaði geta gert.“ Annars séu lítil rök fyrir rekstri hans. Pólitískur vilji forsendan Sigurður kveðst taka undir um- mæli Árna, „sérstaklega þar sem við höfum þetta félagslega markmið að leiðarljósi.“ Hann segir muninn á sjóðnum og bönkunum hins vegar vera þann að bankarnir séu ekki jafn niðurnjörvaðir í reglugerðar- umhverfi. „Okkar heimildir eru lög- in og við verðum að fara algjörlega eftir þeim. Lögunum verður ekki breytt nema það sé pólitískur vilji til þess.“ Líkt og áður segir endurgreiðir Landsbankinn hluta vaxtagreiðslna, en sú aðgerð er einskorðuð við „skil- vísa viðskiptavini,“ líkt og komist er að orði í kynningarefni bankans. Sigurður segir það fagnaðarefni að Landsbankinn komi til móts við skuldara með þeim hætti. Það stingi hins vegar í augun að þeir sem komnir eru í yfir 90 daga vanskil séu undanskildir endurgreiðslunni, en það séu þeir sem eru verst settir. „Það gerir það að verkum að þetta er ekki fýsilegur kostur. Þetta væri langsóttara fyrir okkur út frá fé- lagslegum sjónarmiðum,“ segir Sig- urður, en ítrekar það að um jákvætt skref sé að ræða af hálfu Lands- bankans og „af hinu góða bankarnir, þegar vel gengur eins og í þeirra til- felli, séu að skila því að einhverju leyti til baka og sýna ákveðna sam- félagslega ábyrgð.“ Steinþór Páls- son, bankastjóri Landsbankans, segir aðgerðirnar kosta tugi millj- arða. Breyta ekki úrræðum án lagabreytingar  Lagaumhverfið hamlar því að Íbúða- lánasjóður feti í fótspor Landsbankans Úrræði fyrir skuldara » Íbúðalánasjóði ber lögum samkvæmt að miða við það sem hærra er, fasteignamat eða markaðsverð. » Vegna félagslegra sjónar- miða sem liggja rekstrinum til grundvallar er hæpið að sjóð- urinn gæti endurgreitt vexti „skilvísra“ lánþega en ekki annarra. » Íbúðalánasjóður hefur rætt útspil Landsbankans við stjórnvöld. Árni Páll Árnason Sigurður Erlingsson Veiðislóð komin út VEFRIT UM STANGVEIÐI Guðmundur Guðjónsson Nýtt ókeypis veftímarit um stangveiði er komið út. Veiði- slóð nefnist það, er tímarit um sportveiði og tengt efni og kem- ur út á vefnum votnogveidi.is. Fyrsta tölublaðið er 82 bls. og eru í ritinu viðtöl, greinar og myndaþættir. Stærsta viðtalið er við veiðikonuna Ragnheiði Thorsteinsson, fjallað er um veiðiflugur leiðsögumannsins Súdda og um hina gjöfulu flugu Wolfowhich, um reyktan laxfisk og Sléttuhlíðarvatn, og meðal annars efnis er þáttur með ljós- myndum Pálma Einarssonar. Ritstjóri Veiði- slóðar er Guð- mundur Guð- jónsson veiði- blaðamaður sem einnig ritstýrir votn- ogveidi.is, og koma Jón Eyfjörð og Heimir Óskarsson einnig að út- gáfunni. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Urriðaveiðin á silungasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal hófst í kulda og norðanblæstri þetta árið. „Það er stórmerkilegt hvað hefur veiðst í þessum aðstæðum,“ segir Sturla Örlygsson, einn veiðimann- anna í Mývatnssveitinni, þegar blaðamaður hittir þá Teit bróður hans við Ærhelluflóa í gær, þar sem þeir eru við veiðar ásamt Gunnari Oddssyni. Hitamælirinn sýnir eina gráðu og stöku snjókorn falla til jarðar. Veiðin hófst á sunnudag og veiddust þá um 100 urriðar á stang- irnar fjórtán; á morgunvaktinni í gær hátt í fimmtíu til viðbótar. Held- ur minni veiði var í Laxárdalnum. Þar er veitt á færri stengur en hins vegar voru fiskarnir þar stærri, margir á bilinu 55 til 60 cm. „Þetta er eitthvað annað en í fyrra, þá veiddum við hér í opnun- inni berir að ofan,“ segja þeir og síð- an vaða Teitur og Gunnar úr til að kasta þyngdum púpum sínum. „Fiskurinn er ekki í fæðuleit í þessum kulda, það þarf að láta púp- ur detta við nefið á honum til að hann taki,“ segir Sturla. Það hafði gengið ágætlega hjá þeim, þeir lentu Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is „Það hafa þónokkrir tannlæknar farið að vinna erlendis. Þetta er kannski ekkert í gríðarlegum mæli en það þarf ekki marga til viðbótar til að tannlæknaskortur verði vandamál á Íslandi og þá sérstak- lega á landsbyggðinni,“ segir Sig- urður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Hann segir ástæðurnar tvær; styttri vinnudagur og hærri laun annars staðar. Engin framtíð á Íslandi Daði Hrafnkelsson, tannlæknir í Óðinsvéum í Danmörku, fór út til frekara náms þegar honum bauðst að gerast meðeigandi í tannlækna- stofunni Godt Smil Odense. Daði segir enga framtíð fyrir sig á Ís- landi og að hann hafi það mun betra í Danmörku en hann myndi gera á Íslandi. „Kerfið er bara allt annars eðlis. Ég hef það á tilfinningunni að tannlæknar sem halda í sérnám í tannlækningum komi ekki heim aft- ur. Ég þekki til dæmis tannlækna sem eru að mennta sig í Svíþjóð og það eru nánast engar líkur á því að þeir komi heim aftur, þeir hafa bara ekkert heim að sækja.“ Daði bætir því við að fimm af hans starfsfélögum séu nú fluttir ut- an og vinni þar fyrir sér á mun betri kjörum en gengur og gerist á Ís- landi. Í sama streng tekur Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsa- vík, en bætir við að ófrægingarher- ferð og stríð velferðarráðuneytisins og stofnana þess ráðuneytis valdi því að menn vilji ekki vinna í þessu starfsumhverfi. „Ég er að fara út í haust og miðað við síðustu atburði í þessum tannlæknamálum hérna reikna ég ekki með því að koma til tannlækninga á Íslandi framar. Ég myndi segja að það væri mjög stutt í mjög alvarlegan tannlæknaskort hér á landi. Kerfið er ónýtt og er í krumlum embættismanna sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Þetta er sorglegt.“ Þá segir Ari Bjarnason, tann- læknir á Snæfellsnesi, að erfitt sé að fá tannlækna út á land og að hann geti sjálfur bætt við sig manni. Stefnir í tannlæknaskort á Íslandi Morgunblaðið/Ernir Tannlæknir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélagsins.  Formaður tannlæknafélagsins telur að ekki þurfi margir að flytjast út til að tannlæknaskortur verði  Tannlæknir segir kerfið ónýtt og í krumlum embættismanna sem viti ekkert hvað þeir eru að gera „Ég styð tannlæknastofu í Úg- anda í litlu ABC þorpi og vil frek- ar starfa þar, þar sem fólk þakk- ar mér fyrir það sem ég er að gera heldur en í þessu ömurlega tryggingakerfi stjórnmálamanna hér á landi,“ segir Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Hús- vík. „Launin eru þannig að ég er á prósentum, rokka frá því að vera með 50.000 upp í 60.000 norskar krónur á mánuði, sem samsvarar 1.270.680 íslenskum krónum, og greiði engan efnis- kostnað.“ „Frekar þar“ Á STOFU Í ÚGANDA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.