Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 14

Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Á morgun, miðvikudag, verður Thorvaldsensbazarinn 110 ára. Það var á 25 ára afmæli Thorvaldsens- félagsins árið 1900 sem félags- konur ákváðu að opna bazar. Til- gangur Thorvaldsensbazarsins hefur frá upphafi verið að afla fjár til styrktar veikum börnum og þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Thorvaldsensbazarinn hefur ávallt verið til húsa á sama staðnum í Austurstræti 4, en félagið keypti þá húseign árið 1905. Það er gamall siður félagsins að bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og pönnukök- ur á þessum degi og eru allir vel- komnir að koma og skoða það sem á boðstólum er. Morgunblaðið/Jim Smart 1930 Thorvaldsenfélagið hefur í áratugi safnað fyrir þá sem minna mega sín. Thorvaldsens- bazarinn 110 ára Í dag, þriðjudag kl. 12-13:30, boðar SÍBS til opins fundar í Iðnó með fulltrúum allra þingflokka á Al- þingi. Lagðar hafa verið sex spurn- ingar um heilbrigðis- og lyfjamál fyrir fulltrúa þingflokkanna sem svarað verður á fundinum. Skrif- legum svörum fulltrúanna verður dreift á fundinum og gefst fundar- gestum tækifæri til að bera upp spurningar. Fulltrúar þingflokkanna eru: Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Siv Friðleifs- dóttir fyrir Framsóknarflokk, Jón- ína Rós Guðmundsdóttir fyrir Sam- fylkingu, Margrét Tryggvadóttir fyrir Hreyfinguna, og Þuríður Backman fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. SÍBS spyr þing- flokka um lyfjamál Á þessu ári fagnar Japansk- íslenska félagið 20 ára afmæli sínu og systurfélag þess á Íslandi, Ís- lensk-japanska félagið fagnar líka 30 ára afmæli sínu. Af því tilefni hefur Japansk-íslenska félagið ákveðið að færa Reykjavíkurborg 50 kirsuberjartré að gjöf sem gróð- ursett verða í Hljómskálagarðinum. Trén 50 tákna samanlagðan aldur félaganna og ævarandi vináttu og frið milli Japans og Íslands. Gróð- ursetningarathöfnin fer fram í dag, þriðjudag kl. 16 í Hljómskálagarð- inum. Kirsuberjatré Á sunnudag sl. hélt Áslaug Arn- oldsdóttir, sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands, til Líbíu þar sem hún mun starfa sem hjúkrunar- fræðingur með Alþjóða Rauða krossinum í borginni Beng- hazi. Þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðum í Líbíu til að veita því læknisaðstoð. Áslaug er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Þá hefur utanríkisráðuneytið veitt Rauða krossi Íslands fimm milljóna króna styrk vegna hjálparstarfsins í Líbíu. Sendifulltrúi Rauða krossins fer til Líbíu Áslaug Arnoldsdóttir STUTT VIÐTAL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áhugi Bandaríkjamanna á íslenskum matvælum í verslunum Whole Foods Market (WFM) hefur stóraukist á undanförnum árum, að sögn Baldvins Jónssonar í Washington, sem stýrt hefur kynn- ingarverkefninu Sjálfbært Ísland. Baldvin, sem búsettur hefur verið í Washington í fimm ár, segir gengisþróunina vissulega hafa verið hagstæða ís- lensku vörunum. Í heild geti verkefnið hafa skilað sölu í Bandaríkjunum upp á sjö milljónir dollara á síðasta ári, eða rúmar 800 milljónir króna. Stefnt er að sölu á þessu ári upp á 8-9 milljónir dollara, eða um einn milljarð króna. „Ég hef mikla trú á að þetta geti vaxið. Vör- urnar seljast alltaf betur og betur og við erum að fá mjög jákvæða umfjöllun í bandarískum fjöl- miðlum um gæði íslensku vörunnar, einkum í fag- tímaritum á sviði matargerðar og ferðalaga,“ seg- ir Baldvin, sem aðallega hefur unnið að því að markaðssetja íslenskar matvörur í verslunum Whole Foods, sem eru yfir 300 í Bandaríkjunum. Þar eru eingöngu seldar hágæðamatvörur, sem vottaður eru sem sjálfbært framleiddar. Flug Icelandair þýðingarmikið Nýverið stóð Baldvin fyrir kynningu í einni verslun WFM í Washington, í tilefni af fyrsta flugi Icelandair til höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem kokkurinn góðkunni, Siggi Hall, mætti og eldaði íslenskar afurðir ofan í viðskiptavini verslunarinnar. Baldvin segir beint flug Ice- landair til Washington hafa mikla þýðingu, ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur einnig mat- vælafyrirtæki sem geti nú flutt beint út ferskari vöru. Er blaðamaður Morgunblaðsins kom við í verslun WFM var Siggi Hall að pönnusteikja ís- lenskan lax en einnig var skyrið á boðstólum, en Bandaríkjamenn hafa tekið íslenska skyrinu fagnandi. Að sögn Baldvins seljast um 20 þúsund dósir af skyri í verslunum Whole Foods í viku hverri. Þar er einnig til sölu smjör frá Íslandi, ost- ar, kjöt, fiskur, vatn og súkkulaði. Vinnur Baldvin að því stöðugt að fá fleiri matvæli frá Íslandi inn í verslanirnar og nýjasta afurðin kemur frá fyrir- tækinu Hafnot í Grindavík, þurrkaður þari og þurrkuð söl sem notuð eru til matargerðar hvers- konar. Auk þess hefur Baldvin tekið að sér að að- stoða önnur lönd á Norðurlöndum við að fá inni hjá Whole Foods með sínar matvörur. Komst hann að þeirri óvæntu staðreynd að Íslendingar ættu fjölbreyttari matarflóru á markaði í Banda- ríkjunum heldur en aðrar þjóðir á Norðurlöndum til samans. „Öll löndin á Norðurlöndum vilja komast inn í Whole Foods og við reynum auðvitað að hjálpa til eins og við getum. Það mun ekkert skaða okkur, heldur styrkja stöðu Íslands í þessum verslunum. Það er gaman að finna það að íslenskar afurðir eigi erindi á dýrasta markaðinn í Bandaríkjunum, og að aðr- ir séu farnir að taka eftir því og leita til okkar eftir stuðningi. Við getum verið mjög stolt af því og það hefur veitt mér mikla ánægju,“ segir Baldvin. Aukinn áhugi á íslensk- um vörum í Whole Foods  Íslensk matvæli seljast vel í Bandaríkjunum  Stefnt að sölu fyrir milljarð Morgunblaðið/Björn Jóhann Íslenskt Siggi Hall kynnir íslenskar matvörur í Whole Foods í Washington ásamt Lauren Gordon. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Næturfrost hefur tafið plöntun garðyrkjubænda á Flúðum og plönturnar taka ekki eins vel við sér vegna kulda. Gosið í Gríms- vötnum virðist hafa haft þau einu áhrif að þrífa þarf geymslukassa fyrir haustið vegna öskunnar. Þröstur Jónsson, sem rekur Garðyrkjustöð Sigrúnar ásamt konu sinni Sigrúnu H. Pálsdóttur, segir að askan úr gosinu hafi gert mönnum lífið leitt en hún hafi horf- ið með rigningunni sl. fimmtudag. Hún hafi því ekki haft nein áhrif á plönturnar enda þær smávaxnar á þessum tíma. „Við erum hálfnuð að planta og því kom þetta ekki að sök,“ segir Þröstur. Hann segir samt að framundan sé mikil vinna við þrif á geymsluboxum fyrir kálið vegna öskunnar. „Það verður að þvo hvern einasta kassa.“ Mikill meirihluti allrar grænmet- isræktunar landsins er á Flúðum og Þröstur og Sigrún eru með stærstu kálræktendum landsins. Þröstur segir að útlitið sé nokkuð gott þrátt fyrir kalt vor en plöntunin sé seinna á ferðinni en venjulega. Norðanátt með kulda og næturfrosti hafi verið ríkjandi og áfram sé spáð næt- urfrosti. Svona tíð sé ekki óþekkt en næturfrost eftir 20. maí hafi ekki komið síðan 1996 eða 1997. Íslenskir garðyrkjubændur sinna eftirspurn allt árið hvað varðar gul- rófur, tómata og agúrkur. Þröstur segir að hvítkálsuppskeran dugi venjulega fram í mars og sumar káltegundir endist lengur. Teg- undir sem spretti á 90 til 100 dög- um hafi almennt um sex til sjö mán- aða geymsluþol, en erlent kál, sem sé ræktað á 120 til 140 dögum, sé stærra og þyngra og hafi meira geymsluþol. Hægt sé að fá inn- lendar gulrætur í stöðugt lengri tíma og hægt væri að bjóða þær allt árið með inniræktun. Næturfrost tefur garðyrkjubændur Morgunblaðið/G.Rúnar Uppskera Sumarið leggst vel í Þröst Jónsson á Flúðum.  Geymslukassar fullir af ösku eftir gosið í Grímsvötnum og þrif óumflýjanleg  Bændur sinna eftirspurn allt árið hvað varðar gulrófur, tómata og agúrkur Baldvin Jónsson og Siggi Hall voru af Nor- rænu ráðherranefndinni valdir sem sendiherr- ar „nýja norræna matarins“, ásamt tíu öðrum. Sem slíkir undirbúa þeir nú norræna mat- reiðsludaga í Washington í næsta mán- uði, frá 20. til 26. júní. Vinna Norður- landaþjóðirnar að því sameiginlega að fá alla bestu matreiðslumeistara sína til að koma til Washingtonborgar og kynna sína matargerðarlist fyrir almenningi og fjölmiðlum. Þeir munu síðan elda á fimm veitingahúsum í borginni og sérstakt nor- rænt hlaðborð verður á ár- legri veislu í Washington fyrir sælkera. Hefur sú veisla jafnan hlotið mikla athygli og umfjöllun. Norrænir matreiðsludagar KYNNING Í WASHINGTON Skyrið Íslenskt skyr selst í þúsundatali í viku hverri í verslunum Whole Foods Market. Þröstur Jónsson segir að lítil sem engin nýliðun sé hjá grænmetis- bændum á Flúðum. Vinna sé erfið og ekki eftirsóknarverð ungu fólki auk þess sem fólk treysti sér illa í miklar en nauðsynlegar fjárfest- ingar. Hann segir þetta vera áhyggjuefni. Lítil sem engin nýliðun GRÆNMETISRÆKT Á ÍSLANDI Baldvin Jónsson með íslenskan ost.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.