Morgunblaðið - 31.05.2011, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Svíar takmarka mjög áfengisauglýs-
ingar en banna þær samt ekki alger-
lega, frá 2003 hefur mátt auglýsa
með ströngum skilyrðum léttvín og
bjór í prentmiðlum en hvergi annars
staðar, að sögn Mattias Grund-
ströms. Hann er áfengiseftirlits-
maður og starfar á vegum sænskra
áfengisframleiðenda, innflytjenda
og auglýsenda við að tryggja að allir
framfylgi settum reglum. „Löggjaf-
inn hefur farið ákveðna millileið og
þótt margir seljendur og auglýs-
ingafyrirtæki séu ekki sátt hefur
þetta gengið vel,“ segir Grundström.
Titillinn áfengiseftirlitsmaður (á
sænsku alkoholgranskningsman), er
ekki árennilegur og minnir dálítið á
bannárin þegar borðalagðir „þefar-
ar“ ríkisins trufluðu heimilisiðnað
hér á landi. En Grundström starfar
einn. Eru Svíar svona löghlýðnir?
„Kannski en það er líka starfandi
talsmaður neytenda sem fylgist með
þessum málum þannig að í reynd er
eftirlitið tvöfalt,“ svarar hann. „Og
fyrirtækin sem framleiða áfengi eru
ekki mörg í Svíþjóð. Fólk sendir
kvartanir og ég hef samband við
menn ef mér finnst að þeir séu
komnir á grátt svæði. Langoftast
dugar það. Svo gerist það líka að
þeir beri undir mig auglýsingu áður
en hún birtist, þeir vilja vita fyrir-
fram hvort allt sé í lagi.
Við notum okkur að framleið-
endur og innflytjendur vilja yfirleitt
ekki að nöfn þeirra séu til umfjöll-
unar vegna brota á lögum, við birt-
um nefnilega þannig upplýsingar op-
inberlega! Það svínvirkar.
Samkeppnin sé heiðarleg
Lærdómurinn er að setji menn
reglur sem atvinnugreinin hefur
samþykkt er farið eftir þeim, ef þær
koma að ofan og án samráðs reyna
menn að fara fram hjá þeim. Innra
eftirlitið, sjálfsagi innan greinar-
innar, virkar líka vegna þess að sér-
hver framleiðandi hefur auga með
hinum; hann vill ekki að hinir komist
upp með að svindla. Reynsla okkar
er að langflestir hafa engan áhuga á
að brjóta af sér, ég vann í mörg ár að
eftirlitsstörfum fyrir ríkið og veit að
meirihluti fólks vill haga sér vel. En
samkeppnin þarf að vera heiðarleg.
Gerist það samt að einhver
þrjóskist við er það hins vegar rétt-
arkerfið sem tekur við málinu, menn
eru sektaðir og ákveðnar auglýs-
ingar bannaðar.“
Grundström segir að neytendur
þurfi upplýsingar og fái þær að hluta
í auglýsingum. Smám saman hafa
verið leyfðar auglýsingar í Svíþjóð
en farið er mjög varlega í þeim efn-
um. „Mikilvægast er að koma sér
saman um markmið, tryggja jafn-
vægi. Nota reglur sem atvinnugrein-
in mælir með, telur raunhæft að
framfylgja og menn muni almennt
sætta sig við.
Ríkið vill vernda heilsu borgar-
anna en huga þarf að störfum í
greininni og innlend framleiðsla
veldur ekkert meira heilsutjóni en
erlend. Því má ekki gleyma.“
Brýnt að koma sér saman um markmið
Hagsmunaaðilar í sænskum áfengisiðnaði samþykktu sjálfir skilyrði um áfengisauglýsingar
Fyrirtækin hafa nú auga hvert með öðru og vilji ekki að keppinautarnir komist upp með svindl
Morgunblaðið/Eggert
Áfengiseftirlitsmaðurinn „Ríkið vill vernda heilsu borgaranna en huga þarf að störfum í greininni og innlend
framleiðsla veldur ekkert meira heilsutjóni en erlend. Því má ekki gleyma.“
Ströng skilyrði
» Áfengisreglur í Svíþjóð byggj-
ast á lögum frá 1979 en þeim
hefur þó verið breytt nokkrum
sinnum, einkum gerðar tilslak-
anir varðandi auglýsingar.
» Skilyrðin fyrir auglýsingum i
prentmiðlum eru ströng. Aðeins
má sýna flöskuna sjálfa og glas,
ekkert annað má vera á mynd-
inni. Ekki dúkur á borðinu. Eng-
in manneskja má vera þar held-
ur. Enginn dýrðarljómi.
» Notuð hafa verið þau rök að
ef bannið væri algert myndu
menn finna smugur.
» Sænskir áfengisframleið-
endur og innflytjendur myndu í
auknum mæli smygla auglýs-
ingum inn á sænska markaðinn
með því að nota t.d. breskar
sjónvarpsstöðvar.
FRÉTTASKÝRING
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Þeir geta ekki mótmælt því að þeir
undirrituðu og féllust á að leitað yrði
leiða til að lífeyrissjóðir og bankar
fjármögnuðu sérstöku vaxtaniður-
greiðsluna, sem er hluti af sértæku
skuldaaðgerðunum,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag segja Lands-
samtök lífeyrissjóða í umsögn sinni
um frumvarp um aðgerðir í ríkisfjár-
málum að þar séu „alvarlegar rang-
færslur“ um samkomulag um 1.750
milljóna eignaskatt á sjóðina. Þeir
myndu aldrei semja um slíkt.
„Það lá alltaf ljóst fyrir að ef ekki
fyndust önnur úrræði ættu stjórnvöld
ekki annan kost en að leggja það með
einhverjum hætti á sem skatt. En ég
legg áherslu á að þetta er algerlega
tímabundin aðgerð og eingöngu
bundin þessari vaxtaniðurgreiðslu,“
segir Steingrímur.
Hann segist vel kannast við and-
stöðu lífeyrissjóða við að vera skatt-
lagðir með nokkrum hætti og að þeir
hafi viljað forðast að þetta yrði kallað
skattur. Hitt sé svo annað mál að
menn geti deilt um það hvað eigi að
kalla samkomulag og hvað samráð.
„Menn töldu nú að þetta væri skásta
viðmiðunin til að dreifa þessu á lífeyr-
issjóði og banka,“ segir Stein-
grímur. Lífeyrissjóðir hafi vel vitað
af þessu verkefni og ríkið hafi nú
þegar pungað út fyrri þremur
milljörðunum í það.
Ekki bara óánægja
Umsagnir um frum-
varpið raðast nú inn á
borð efnahags- og skatta-
nefndar Alþingis, sem hefur málið til
umfjöllunar. Þótt hrifningin sé ekki
mikil hjá öllum skal það tekið fram að
ekki eru umsagnir eingöngu nei-
kvæðar í garð frumvarpsins. Til að
mynda gerir Tollstjórinn í Reykjavík
engar athugasemdir við frumvarpið
og Tryggingastofnun ríkisins er mjög
jákvæð í garð ákvæða þess um fjár-
mögnun VIRK – starfsendurhæfing-
arsjóðs.
„Plástra“ lögin að óþörfu
Í gær höfðu 32 umsagnir um frum-
varpið verið færðar inn á vef Alþing-
is. Flestar hafa þær þó einhverja
gagnrýni fram að færa og lýtur hún
mest að breytingum á lögum um
tekjuskatt. Meðal annars segir Félag
löggiltra endurskoðenda (FLE) að
fjármálaráðherra sé að „plástra“
skattalöggjöfina að óþörfu með frum-
varpinu.
Um skattlagningu arðs frá lög-
aðilum segir þar að sú einfalda breyt-
ing sem gerð hafi verið 2009 hafi ekki
reynst einföld í framkvæmd. Á sínum
tíma hafi verið bent á annmarkana en
ekki hafi verið bætt úr þeim.
Í frumvarpinu nú er skilyrði þess
hvenær má draga arð frá tekjum
lækkað úr því að móttakandi arðsins
verði að eiga 10% í viðkomandi félagi
niður í 5%. Fyrir árið 2009 var ekkert
slíkt skilyrði. Einnig er skilgreint
betur hvaða fólk í sjálfstæðum at-
vinnurekstri þarf að reikna sér end-
urgjald sem skattlagt er líkt og
vinnulaun.
„Nú einu og hálfu ári síðar er reynt
að bæta úr annmörkum fyrri laga-
setningar með óþarfa plástrum,“ seg-
ir í umsögninni og leggur FLE til að
fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu
og horfið aftur til þess hvernig lögin
voru fyrir breytinguna 2009.
Laun dulbúin sem arður
Steingrímur svarar því til að það
hafi þurft að setja skorður við þeirri
tilhneigingu sem var augljós á undan-
förnum árum að fólk tæki sér arð í
stórum stíl sem ekki kom til eðlilegr-
ar skattlagningar.
„Þannig að ég held þeir ættu að
muna eftir hinni hliðinni á þessu máli.
Það má deila um útfærslur á þessu,
en það stendur ekki til að opna á það
aftur að hópur manna taki sér gríð-
arlegar greiðslur sem eru í raun og
veru bara laun, undir því yfirskini að
það séu bara arðgreiðslur,“ segir
hann.
Steingrímur segir að þetta sé ekki
síður hagsmunamál fyrir sveitar-
félögin en ríkið. „Þau liðu fyrir þessar
arðgreiðslur og kvörtuðu undan
tekjutapi vegna þeirra.“
Vissu vel af fyrirhuguðum skatti
Steingrímur segir lífeyrissjóði ekki geta mótmælt samkomulaginu um sérstaka vaxtaniðurgreiðslu
Ekki stendur til að opna aftur fyrir háar arðgreiðslur sem eru í raun ekkert annað en launagreiðslur
Morgunblaðið/Ernir
Steingrímur Segir lífeyrissjóði hafa fallist á að fjármagna niðurgreiðsluna.
Umsagnir
» Samtök fjárfesta segjast
vera á móti 5% mörkum á
eignarhlutdeild lögaðila, varð-
andi skattfrelsi arðgreiðslna.
Þau segjast einnig á móti
eignasköttum af hvaða tagi
sem er.
» Seðlabanki Íslands segir
hæpið að hækkun persónu-
afsláttar og lægri skattar á
fyrirtæki hafi jákvæð áhrif á
tekjur ríkissjóðs til lengri tíma.
Óbein áhrif skattalækkana séu
ekki líkleg til að vega upp
beinu kostnaðaráhrifin.
» KPMG segir ákvæði um
skattlagningu arðs letja fólk
frá því að hefja atvinnurekstur
og þá sérstaklega í samstarfi
við fagfjárfesta.
Aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ,
gagnrýna frumvarpið einnig harð-
lega. Taka hvor tveggja samtökin í
sama streng og Landssamtök líf-
eyrissjóða þegar talið berst að
hinum sérstaka skatti á þá.
Henný Hinz, hagfræðingur hjá
ASÍ, segir að ekkert sam-
komulag liggi fyrir um skatt-
greiðslur banka og lífeyris-
sjóða vegna vaxta-
niðurgreiðslna. Þar að auki
séu viðskiptabankar miklu stærri í
íbúðalánum en lífeyrissjóðirnir og
ættu því að bera meira af þessum
3,5 milljörðum króna heldur en
helminginn.
SA og ASÍ leggjast alfarið gegn
eignaskatti á lífeyri landsmanna og
benda á að sá skattur leggist þar að
auki aðeins á lífeyri fólks á almenn-
um vinnumarkaði, ekki opinberra
starfsmanna, sem ríkið tryggi
ákveðin réttindi.
Mismunun í skatti á lífeyrinn
SA OG ASÍ KANNAST EKKI VIÐ SAMKOMULAGIÐ
Henný
Hinz