Morgunblaðið - 31.05.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011
Öðru hverju koma
upp mál þar sem fjár-
festar stíga fram og
segjast hafa fengið
villandi upplýsingar.
Þetta undirstrikar
mikilvægi þess að
söluaðilar og ráð-
gjafar gefi fullnægj-
andi upplýsingar og
að fjárfestar afli sér
ætíð nægilegrar vitn-
eskju til að geta tekið
upplýsta ákvörðun.
Fjárfestingar í ýmiss konar
sjóðum eru meðal þeirra kosta
sem fjárfestum býðst. Sjóður er
fjárfestingarafurð þar sem fjár-
munum er safnað frá mörgum
fjárfestum og er fjárfest sameig-
inlega fyrir þá fjármuni í hluta-
bréfum, skuldabréfum eða öðrum
afurðum samkvæmt fjárfesting-
arstefnu viðkomandi sjóðs sem
fram kemur í útboðslýsingu hans.
Mikið úrval af sjóðum er til á
markaði, s.s. vogunarsjóðir, fjár-
festingarsjóðir, fasteignasjóðir
o.s.frv. Einhverjir þessara sjóða
eru aðeins ætlaðir svokölluðum
fagfjárfestum eða hæfum fjár-
festum, en þeir þurfa að uppfylla
ákveðin skilyrði sem fram koma í
lögum um verðbréfaviðskipti.
Einnig eru til sjóðir sem ætlaðir
eru fyrir almenna fjárfesta, fólk
sem þrátt fyrir takmarkaða
reynslu vill ávaxta peninginn sinn
á annan hátt en að leggja hann
inn á sparnaðarreikning. Á Ís-
landi kallast sjóðir sem opnir eru
almenningi verðbréfasjóðir og
fjárfestingarsjóðir. Þeir verða að
hljóta staðfestingu og vera undir
eftirliti Fjármálaeftirlitsins.
Verðbréfasjóðir heyra undir
samevrópska löggjöf, sem kallast
UCITS tilskipunin, en markmiðið
með henni er að mynda samevr-
ópskan markað fyrir verð-
bréfasjóði. Með tilkomu tilskip-
unarinnar jókst réttur og vernd
þeirra aðila sem fjárfesta í verð-
bréfasjóðum til muna. Tilskipunin
kveður meðal annars á um, að
hlutdeildarskírteinishafar í sjóð-
unum eigi jafnan rétt til eigna
sjóðsins í því hlutfalli sem hlut-
deild þeirra segir til um. Þar seg-
ir líka að eigendur
hlutdeildarskírteina
verðbréfasjóðs eigi
alltaf rétt á að inn-
leysa eign sína á því
gengi sem jafngildir
virði allra eigna
sjóðsins að frádregn-
um skuldum hans á
innlausnardegi.
Einn veigamesti og
mikilvægasti kafli til-
skipunarinnar eru
ákvæðin um fjárfest-
ingarheimildir verð-
bréfasjóðanna, en þar
er tæmandi listi yfir þá fjár-
málagerninga sem þeim er heimilt
að fjárfesta í. Að auki er kveðið á
um hversu stórum hluta eigna
sinna verðbréfasjóður má fjár-
festa í hverjum útgefanda auk
þess sem lagt er bann við að verð-
bréfasjóður fjárfesti í hrávörum,
skortselji eignir eða veiti þriðja
aðila lán. Þessar ströngu fjárfest-
ingartakmarkanir valda því að
verðbréfasjóðir eru með öruggari
sjóðum um sameiginlega fjárfest-
ingu.
Fjárfestingarsjóðir eru ólíkir
verðbréfasjóðum í fjórum atrið-
um. Þeir geta í fyrsta lagi ekki
markaðssett hlutdeildarskírteini
sín innan Evrópska efnahags-
svæðisins á grundvelli hins svo-
kallaða Evrópupassa. Annar meg-
inmunurinn felst í
innlausnarskyldu sjóðanna. Verð-
bréfasjóði er skylt að innleysa
hlutdeildarskírteini að kröfu eig-
anda. Þetta er ófrávíkjanleg
regla, nema þær aðstæður skapist
að verðbréfasjóður geti ekki mætt
innlausnum, en þá er sjóðnum
heimilt að fresta innlausnum svo
lengi sem slík aðgerð nær til allra
hlutdeildarskírteinishafa. Þessi
stranga innlausnarskylda gildir
ekki fyrir fjárfestingarsjóði. Hlut-
deildarskírteini þeirra eru inn-
lausnarskyld, en rekstrarfélag
getur þó sett ákveðnar hömlur á
innlausn, svo lengi sem upplýs-
ingar um slíkar hömlur koma
fram í reglum sjóðsins.
Þriðji meginmunurinn, en jafn-
framt sá mikilvægasti, felst í
rýmri fjárfestingarheimildum
fjárfestingarsjóða. Þeim er m.a.
heimilt að fjárfesta í öðrum sjóð-
um en verðbréfasjóðum og fjár-
festingarsjóðum, þ.e. í svoköll-
uðum fagfjárfestasjóðum, en slíkir
sjóðir lúta ekki eftirliti Fjármála-
eftirlitsins nú. Í raun gilda engar
reglur um fjárfestingar slíkra
sjóða eða skuldsetningu þeirra.
Þá getur fjárfestingarsjóður fjár-
fest fyrir alla fjármuni sína í
óskráðum eignum, en alla jafna er
mun erfiðara að verðmeta slíkar
eignir en eignir sem skráðar eru í
kauphöll. Fjárfestingarsjóður hef-
ur einnig heimildir til að fjárfesta
mun stærri hluta eigna sinna í
hverjum útgefanda og getur verið
fullfjárfestur í aðeins fimm útgef-
endum. Að lokum er fjárfesting-
arsjóði heimilt að taka lán, sem
nemur allt að 25% af eignum
sjóðsins og skortselja verðbréf,
þ.e. að selja verðbréf sem hann á í
raun ekki á þeim tíma sem sala
fer fram.
Ljóst er að nýti fjárfesting-
arsjóður öll undanþáguákvæði
sem hann hefur lögum samkvæmt
er hann mun áhættusamari en
verðbréfasjóður og ættu fjárfestar
að hafa það í huga. Fjárfestar
ættu alltaf að skoða að lágmarki
reglur þess sjóðs sem þeir hyggj-
ast fjárfesta í, en þar kemur fram
fjárfestingarstefna sjóðsins. Sé
um fjárfestingarsjóð að ræða ber
honum að tiltaka hvaða und-
anþáguheimildir hann hyggst
nýta. Þá ættu fjárfestar jafnframt
að kynna sér útboðslýsingu sjóðs-
ins, en þar á að koma skil-
merkilega fram hvaða áhætta
fylgir fjárfestingu í sjóðnum. Að
lokum er hollt að hafa í huga að
sjóður getur verið mjög góð fjár-
festing en hann er aldrei 100%
öruggur og fjárfestar geta alltaf
tapað bæði höfuðstól og vöxtum.
Sjóðir – örugg eða
áhættusöm fjárfesting?
Eftir Söru
Sigurðardóttur
» Fjallað er um sjóði
sem standa almenn-
ingi til boða, verðbréfa-
og fjárfestingasjóði, það
sem helst aðgreinir þá
og þarf að athuga áður
en fjárfest er.
Sara
Sigurðardóttir
Höfundur er viðskiptafræðingur
á lífeyris- og verðbréfasjóðasviði
Fjármálaeftirlitsins.
Það er sjaldan sem
ykkur er þakkað fyrir
eitthvað sem gert er á
þinginu, eflaust eruð
þið í vanþakklátasta
starfi sem fyrirfinnst.
Daglega hljómar í sam-
félaginu okkar gagn-
rýni á eitthvað sem þið
segið og eða gerið, þið
kýtið sjálf innanborðs
um allt og ekkert og ég
hreinlega man ekki eftir að hafa séð
þetta alþingi okkar samstiga um
neitt af heilum hug.
Föstudaginn síðastliðna, 27. maí,
varð ég hinsvegar vitni að því gagn-
stæða þegar þið samþykktuð að lög-
leiða táknmálsfrumvarpið og festa í
gildi lög varðandi bæði íslenskuna og
íslenska táknmálið og viðurkenna
þar með mál ákveðins minni-
hlutahóps hér á landi sem hefur verið
ýtt til hliðar í svo mörg ár sem og
þjóðartungumálið sjálft, íslenskuna.
Döff-samfélagið fagnaði ákaft af
hjarta og sál og orðin sem heyrðust á
þinginu voru falleg þennan dag.
Mikið rosalega tók þessi barátta
samt langan tíma, rödd okkar var svo
veik því hún heyrðist ekki í gegnum
eyru ykkar, heldur þurfti að opna
augu ykkar fyrir málinu og koma
skilaboðunum á framfæri sjónrænt.
Hvernig er eiginlega hægt að lýsa
því að finnast maður loksins tilheyra
einni þjóð, samfélagi og
að tilvist manns sé
raunveruleg sem og að
þarfir, hugsanir, arf-
leifð og tungumál eigi
rétt á sér og sé sjálf-
sagður hluti af þjóðinni.
Ég efast um að fólk geti
fullkomlega sett sig í
spor okkar döff né skil-
ið hvað þessi lögleiðing
merkir fyrir okkur til
fullnustu. Þetta er
næstum því jafn óút-
skýranlegt og að það
hafi runnið upp sá dagur á þinginu
sem ég varð vitni að 27. maí en sá
dagur sagði mér að allt er hægt ef
viljinn er fyrir hendi.
Ég þakka ykkur fyrir að sjá loks-
ins mikilvægi þessa málefnis og vera
samstiga þennan dag og fer ekki
nánar út í nein atriði sem ég er
óánægð með því amma mín sagði
nefnilega við mig þegar ég var lítil
stúlka að þakka fyrir mig ef ég fengi
gjöf.
Opið bréf
til alþingis
Eftir Elsu
Guðbjörgu
Björnsdóttur
»Döff-samfélagið
fagnaði ákaft af
hjarta og sál og orðin
sem heyrðust á þinginu
voru falleg þennan dag.
Elsa Guðbjörg
Björnsdóttir
Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
og leikkona.
25. júní til 4. júlí
2011 verða alþjóða-
sumarleikar Special
Olympics haldnir í
Aþenu í Grikklandi.
Þetta er stærsti
íþróttaviðburður árs-
ins 2011, keppendur
verða 7.000 frá 180
þjóðum og keppt er í
22 íþróttagreinum.
Special Olympics-
alþjóðasamtökin hafa náð gífurlegri
útbreiðslu og nú eru um 3,5 millj-
ónir iðkenda um heim allan.
Íþróttasamband fatlaðra er umsjón-
araðili starfsemi samtakanna á Ís-
landi og Ísland hefur tekið virkan
þátt í alþjóðaverkefnum. Forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur verið í alþjóðastjórn samtak-
anna og stutt dyggilega við starfið á
Íslandi.
Special Olympics-samtökin voru
stofnuð árið 1968. Eunice Kennedy
Shriver var forsvarsmaður frá upp-
hafi en sonur hennar
Timothy P. Shriver
hefur nú tekið við kefl-
inu. Systkini hans,
Maria Owings Shriver,
Robert Sargent Shri-
ver III, Mark Kennedy
Shriver og Anthony
Paul Kennedy Shriver
verða einnig viðstödd
leikana en þeirra bíður
erfitt hlutverk, að
fylgja eftir árangurs-
ríku ævistarfi foreldr-
anna í þágu Special
Olympics-samtakanna.
Þátttakendur á leikum Special
Olympics eru einstaklingar með
þroskahömlun en í nokkrum grein-
um er keppt í samsettum liðum fatl-
aðra og ófatlaðra. 37 Íslendingar
munu keppa í Aþenu í boccia, fim-
leikum, frjálsum íþróttum, golfi,
keilu, knattspyrnu, lyftingum og
sundi og hópur aðstandenda fer frá
Íslandi til að fylgjast með.
Umgjörð alþjóðaleika Special
Olympics er ávallt stórglæsileg og
fólk með þroskahömlun er þar í
sviðsljósinu. Heimsfrægt íþróttafólk
verður viðstatt leikana, s.s. Nadia
Comaneci fimleikastjarna, Vanessa
Williams tenniskona og Yao Ming,
leikmaður NBA, auk fjölda annarra.
Special Olympics-samtökin gefa
fólki með þroskahömlun tækifæri til
að sýna hvað í þeim býr á
jafnræðisgrundvelli. Í gegnum
íþróttastarfið hafa þjóðir heims
sameinast á glæsilegum leikum sem
byggjast á samvinnu, samkennd,
umburðarlyndi og virðingu fyrir
margbreytileika mannlífsins.
Íþróttasamband fatlaðra hefur
sent keppendur á alþjóðaleika
Special Olympics frá árinu 1991.
Þátttaka í slíkum ferðum krefst
samskiptahæfni, tillitssemi, sam-
vinnu, snyrtimennsku, aga,
umburðarlyndis, þolinmæði og
þrautseigju. Allir eiga jafna mögu-
leika á verðlaunum og ófáir stíga á
verðlaunapall í fyrsta skipti á æv-
inni. Margir hafa blómstrað á þess-
um leikum, enginn efast um eigin
verðleika, sjálfsmyndin styrkist og
vináttutengsl myndast. Það hefur
verið afar lærdómsríkt að kynnast
því frábæra fólki sem þarna hefur
tekið þátt, sem kann að njóta
augnabliksins og gleðjast með öðr-
um.
Íþróttasamband fatlaðra hefur
átt gott samstarf við sérsambönd
ÍSÍ og almenn íþróttafélög. Mörg
fötluð börn og unglingar æfa hjá
aðildarfélögum ÍF en önnur fylgja
sínum jafnöldrum og una sér vel
innan almennra íþróttafélaga. Það
hlýtur að vera lykilatriði að hver og
einn geti prófað sig áfram og að
engin ein leið sé talin rétt eða röng.
Öll viljum við stefna í sömu átt, að
þjóðfélagi sem þarf engar sérlausn-
ir, þar sem öllum er gert kleift að
vera virkir þátttakendur í jöfnum
leik. Þannig er hægt að byggja upp
eðlileg félagsleg samskipti, vin-
áttutengsl og sterka sjálfsmynd. Sú
umræða sem farið hefur fram á Ís-
landi um skólakerfið og stöðu sér-
skóla tengist því starfi sem fram fer
á vegum Íþróttasambands fatlaðra.
Aðalatriðið hlýtur að vera að hver
og einn geti valið það umhverfi sem
honum líður best í, þar þarf ekki að
vera nein ein rétt lausn.
Skólamál, íþrótta- og félagsmál
mega ekki vera sett í einsleitan far-
veg sem bitnar á líðan barna. Veg-
vísir á krossgötum bendir á valkosti
sem eru í boði. Fólk sem telur sig
geta valið eina rétta leið fyrir alla
hina og því séu valkostir óþarfir;
getur verið að það fólk sé sjálft á
rangri braut?
Special Olympics-samtökin hafa
ennþá hlutverki að gegna um heim
allan og þar er Ísland ekki undan-
skilið. Íslenskir keppendur verða
glæsilegir fulltrúar í hópi 7000
keppenda í Grikklandi í sumar.
Eftir Önnu
Karólínu
Vilhjálmsdóttur
Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir
» 37 Íslendingar
munu keppa í Aþenu
í boccia, fimleikum,
frjálsum íþróttum,
golfi, keilu, knatt-
spyrnu, lyftingum og
sundi og hópur aðstand-
enda fer frá Íslandi
til að fylgjast með.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Special Olympics á Íslandi.
Alþjóðaleikar fyrir fólk með þroskahömlun
– þar sem allir eru sigurvegarar
Vor í Gullsmára - metþátttaka
Síðasti spiladagur vorsins í Gull-
smáranum var fimmtudaginn 26.
maí. Metþátttaka var,en spilað var á
17 borðum. Úrslit í N/S:
Auðunn R.Guðmss.-Björn Árnason 338
Stefán Friðbjarnars-Birgir Ísleifss. 308
Leifur Jóhanness.-Guðm. Magnússon 290
Örn Einarsson-Sæmundur Björnss. 285
A/V
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 319
Ármann J.Láruss. - Guðlaugur Nielsen 317
Guðm. Pétursson - Lúðvík Ólafsson 312
Elís Helgas. - Gunnar Alexandersson 311
Og stigaefsti spilarinn á þessu ári
varð Sigurður Njálsson. Í næstu
sætum komu svo Pétur Jónsson og
Þorleifur Þórarinsson.
Bridsdeildin óskar félögum sínum
góðs sumars og þakkar samstarfið
stjórnanda þessa þáttar.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 24. maí var spilað á
13 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S:
Ólafur Ingvarsson – Ragnar Björnss 352
Þorleifur Þórarinsson – Lúðvík Ólafss. 340
Bragi Björnss. – Friðrik Hermannss. 331
Örn Einarsson – Óskar Ólafsson 328
A/V
Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðsson 346
Anna Garðarsd. – Hulda Mogensen 342
Skarðhéðinn Lýðss. – Eiríkur Eiríkss. 332
Stefán Ólafss. – Jón Ól. Bjarnason 328
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is