Morgunblaðið - 31.05.2011, Page 28

Morgunblaðið - 31.05.2011, Page 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HORFUM Á ÞESSA HRYLLINGSMYND Í KVÖLD! ENDI- LEGA! ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ FÍNT AÐ HORFA Á HANA ÚR SMÁ FJARLÆGÐ JÁ, ÉG HELD ÞAÐ SAFNIÐ HELDUR AÐ ÞÚ HAFIR STOLIÐ BÓKINNI ÉG MYNDI ALDREI GERA ÞAÐ! ÞAU VITA ÞAÐ EKKI! ALVEG ÓTRÚLEGT VIÐ HVERJU BJÓSTU? BÓKASÖFN ERU LÍKA MANNLEG! HELGA SAGÐI AÐ ÉG VÆRI ÓFÁGAÐUR, ÓKURTEIS VILLIMAÐUR! HVERJU SVARAÐIR ÞÚ? ÉG SAGÐI: „VIÐ VERÐUM ÖLL AÐ VERA EITTHVAД VÁ, ÞÚ SVARAR SKO HARKALEGA FYRIR ÞIG VIÐ ERUM TÝNDIR NIÐRI Í BÆ Á JÓLUNUM. ÉG TRÚI ÞESSU EKKI! MIKIÐ ER ÉG SVANGUR SJÁÐU, ÞAÐ ER BJALLA Á HURÐINNI! ÞÚ VEIST HVAÐ GERIST Í HVERT SKIPTI SEM BJÖLLU ER HRINGT? JÁ, HUNDAR BYRJA AÐ SLEFA LÖGREGLAN GETUR EKKI STÖÐVAÐ OKKUR! ÉG ER BÚINN AÐ STILLA MYNDAVÉLINA TÍMI TIL AÐ TAKA TIL HENDINNI! HVERNIG VAR Í SVEFN- RANNSÓKNINNI? ÁGÆTLEGA, ÉG FÆ NIÐUR- STÖÐURNAR EFTIR NOKKRA DAGA HVERNIG SVAFSTU? MJÖG VEL. ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÉG SVAF SVONA VEL SÍÐAST EN ÞURFTIRÐU EKKI AÐ VERA MEÐ ALLSKONAR TÆKI Á ÞÉR? JÚ, EN ÞAÐ VAR ENGINN AÐ VEKJA MIG ÞÓTT ÉG VÆRI AÐ HRJÓTA Ódýr og mjög góð þjónusta Mig langar til að koma á framfæri þakklæti og hrósi til starfsmanna Nes- dekks við Fiskislóð. Þannig er mál með vexti að það sprakk á bílnum hjá mér, seinni part á föstudegi á Hofsvallagötu rétt við Hringbraut. Ég reyndi að skipta sjálf um dekk en gat engan veginn hreyft rærnar. Þá datt mér í hug að hringja í Nesdekk og biðja um aðstoð. Þar svaraði ungur maður og sagðist strax myndu senda mann á staðinn til að hjálpa mér sem hann og gerði. Ég fór síðan með dekkið í viðgerð til þeirra og þeir gerðu við og settu það undir. Fyrir alla þessa þjónustu og viðgerð borg- aði ég 2.650 kr. Ég trúði ekki hvað þetta kostaði lítið og vil koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir skjót og góð viðbrögð og einstaklega jákvæða og skemmtilega þjónustu. Guðrún Kristín. Argentína - besta þjónustan Dóttir mín ákvað að bjóða unnusta sínum út að borða í tilefni 17 ára afmælis hans og varð veitingastaður- inn Argentína fyrir valinu. Er þau mættu á staðinn tók á móti þeim þjónn að nafni Kristján og kom svo vel fram við þau að þegar heim var komið sá maður næstum bleika skýið sem þau svifu um á. Vil ég þakka Kristjáni sem er yfirþjónn á Argentínu hjartan- lega fyrir faglega og frábæra fram- komu í garð dóttur minnar og tengdasonar. Það er ekki á mörgum stöðum sem ungum krökkum er svona vel tekið. Kristján á hrós skil- ið sem og aðrir starfsmenn Argent- ínu. Ragnheiður Edda Viðarsdóttir. Ást er… … fyrsta feimnislega stefnumótið Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 13. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, víd- eó kl. 14. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fundur fararstjóra með farþegum í Austfjarðaferð í dag kl. 11. Félagsheimilið Boðinn | Þann 1. júní skemmtun í Boðanum, Ásta og vinkonur spila á hljóðfæri og stjórna söng. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna m/ leiðbeinanda kl. 9, ganga kl. 13. kínversk leikfimi kl. 13.30 í sal sjúkraþjálfunar. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leikfimi kl. 9.15 og jóga kl. 10.50. Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð | Opin handavinnustofa, myndvefnaður, út- skurður, línudans. Þingvallaferð fimmtu- daginn 9. júní, uppl. og skráning í síma 535-2760. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, ka- nasta kl. 13, Jazz- og blúshátíð kl. 14, Björn Thoroddsen gítarleikari, Jón Rafns- son bassaleikari og Dagur Sigurðsson söngvari, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi-gong kl. 8.10, spila- og vinnustofur opnar, opið hús í kirkjunni kl. 13, Bón- usrúta kl. 14.45, síðasti dagur þátt- tökuskráningar í vorferðalag kirkjunnar með eldri borgurum á uppstigningardag 2. júní. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16, m.a. perlusaumur og gler- skurður. Stafganga kl. 10.30. Miðvikudag- inn 15. júní ferðalag um „draumalandið“, umsjón Jóhann Davíðsson, lagt af stað kl. 10, skráning hafin á staðnum og í s. 575- 7720. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Hraunbær 105 | Opin handavinna kl. 9- 14. Leikfimi kl. 9.30-10.30. Botsía kl. 10.30-11.30. Bónusbíll kl. 12.15. Hraunsel | Vorsýning á handverki fé- lagsmanna opnuð í dag kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Bútasaumur kl. 9. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson. Létt stólaleikfimi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópa- vogsskóla, hópur I kl. 14.40, hópur II kl. 16.10, hópur III kl. 17.40. Uppl. í síma 554- 2780 og á www.glod.is. Norðurbrún 1 | Postulínsmálun, myndlist, vefnaður o.fl. kl. 9-12. Útskurður kl. 9-16. Vesturgata 7 | Aðstoð v/böðun, handa- vinna kl. 9.15. Spurt og spjallað/leshópur/ spil kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaumur og glerbræðsla kl. 9, morgunstund kl. 9.30. Framhaldssaga kl. 12.30. Handa- vinnustofa kl. 13. Félagsvist kl. 14. Sonja Schmidt sem er 97 ára ogfædd frostaveturinn mikla 1918 sendi Vísnahorninu kveðju með vísu, sem ort er til minningar um tíkina Pílu. Hún segist vera mikill dýravinur og að hún sjái mik- ið eftir henni: Tík við áttum trygga tókum við ástfóstri. Falleg var á feldi frá á fæti nettum. Gefin fyrir gælur gæfust allra dýra Píla. Guðjón Jóhannesson á Syðri- Knarrartungu fór á kostum í brúð- kaupi á Snæfellsnesi um helgina, þar sem hann skemmti með bak- raddatríóinu Durgunum. Í veisl- unni kom upp úr dúrnum, að hann er prýðilega hagmæltur, og til marks um það er þessi vísa: Elítan stefndi á stjórnlagaþing, stolti hins rauðgræna dregils, hvar sitja þeir munu saman í hring silfraðir vinir Egils. Einnig barst í tal vísa Guðjóns, sem ort var að gefnu tilefni: Samfylking hefur eðli eitt ekkert virðist fá því breytt, artin sama yfirleitt – öllu breyta í ekki neitt. Brúðhjónin eru ung og falleg, Óskar og Renata, og ekki fór á milli mála í kirkjunni hvernig hugur þeirra lá. Sólskríkjan söng: Dásamlegast umfram allt er það svei mér þá að heyra svona hátt og snjallt hljóma í kirkju: Já! Í boðskortinu var ljóð eftir Halldór Blöndal til brúðhjónanna og var það flutt í veislunni við lag Atla Heimis Sveinssonar: Það opnast ótal víddir við orð í tryggðum sagt þegar hugir hverfast saman og hjörtu slá í takt. Hvort sem gatan verður greiðfær eða grýtt og upp á við verður ævigangan léttari með annan sér við hlið. Og það er þytur í lofti og það er vor í bæ því að boðið er til brúðkaups á Búðir í maí. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Pílu og brúðkaupi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.