Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 29

Morgunblaðið - 31.05.2011, Side 29
»Það að ganga eftir glergang-inum er mögnuð upplifun því litir glersins koma gestum í sjón- rænt ójafnvægi, rugla litaskynið. AF LITUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Álaugardag var opnað í Árósum nýttlistaverk Ólafs Elíassonar sem hannkallar Your Rainbow Panorama. Það er á efstu hæð ARoS-litstasafnins, tíundu hæð, gríðarstór marglitur hringur. Verkið er um- deilt þar í borg, það tók lengri tíma að byggja það en ætlað var og kostaði meira, en öllum finnst það glæsilegt þegar það er loks opið fyrir almenning – nýtt kennileiti borgarinnar.    Your Rainbow Panorama er reist á þakiARoS, í þakgarði sem smíðaður var í tengslum við verkið. Á þakinu komu menn síð- an fyrir tólf stálsúlum og á þeim súlum stendur hringlaga gangur sem er 52 metrar að þver- máli, þrír metrar á breidd og þrír metrar á hæð, klæddur með gleri í öllum regnbogans lit- um. Verkið er til þess ætlað að skoða að utan og innan, en gangvegurinn inni í því er 150 metrar og gefur 360 gráðu sjónarhorn yfir borgina.    Ólafur hefur áður komið við sögu í ARoS,því fyrsta stóra sýning hans var í lista- safninu þar 2004, skömmu eftir að listasafnið var opnað. Það er merkileg bygging í sjálfu sér, arkitektúrinn eftirminnilegur og djúp pæling á bak við hann því það er byggt á Guðdómlegum gleðileik Dante Alighieri þar sem birtan sem berst niður um glugga á efstu hæðinni og niður í stigarýmið í miðju húsinu er ljósið frá himna- ríki. Og svo er kominn geislabaugur á efstu hæðina.    Byggingu ARoS lauk 2007 og þá hófstsamkeppni um hvað ætti að vera á efstu Gengið um geislabaug Litbrigði Myndir af mismunandi sjónarhorni í listaverki Ólafs Elíassonar, Your Rainbow Panorama, á þaki ARoS í Árósum. hæðinni og hugmynd Ólafs varð hlutskörpust. Upphafleg kostnaðaráætlun var um milljarður króna, en hann átti eftir að hækka talsvert, ekki síst í ljósi þess að fljótlega kom í ljós að húsið myndi ekki bera verkið – 150 tonn af stáli og 60 tonn af gleri og svo einhver tonn af gest- um (pláss er fyrir 290 á þakinu hverju sinni, en ekki er fleiri en 150 hleypt inn í listaverkið í einu).    Fyrir vikið þurfti að leggjast í fram-kvæmdir við að styrkja húsið til að það gæti borið þungann og einnig þurfti að styrkja það á þverveginn. Mér skilst að kostnaðurinn sé nálægt hálfum öðrum milljarði í dag, en verki er ekki alveg fullbúið. Getur nærri að menn hafi rifist um það og rífast enn, í Árósum kýta menn núna þannig um það að verkamenn- irnir sem vinna við uppsetningu verksins séu þýskir og undirbjóði danska (áróska) verka- menn. (Ekki má svo gleyma því að viðurinn sem keyptur var í pallinn á þakgarðinum var víst ekki ætlaður til utandyrabrúks og því þurfti að kaupa nýtt pallaefni).    Verk Ólafs er stórbrotin viðbót við annarsmjög forvitnilegt listasafn. Það að ganga eftir glerganginum er mögnuð upplifun því litir glersins koma gestum í sjónrænt ójafnvægi, rugla litaskynið. Fyrst eftir að gestir koma upp eru allir að tala um það sem þeir sjá út um gler- ið, enda er framúrskarandi útsýni yfir borgina, „sjáðu húsið okkar“ gellur við en síðan þagna raddirnar og fólk fer líka að horfa á sjálft sig og félaga sína, skoða hvernig allt fær annan lit og þá ekki bara borgin heldur líka þeir sem horfa á borgina. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2011 Koluppselt var á fyrstu Eld-borgartónleikunum meðAshkenazy 4.5. og Kauf-mann 21.5. Því var ekki að heilsa sl. laugardag þar sem sáust þónokkur auð sæti, flest á svölum. Að nánari upplýsingum ófengnum hefði aðsóknin þó eflaust náð að stút- fylla þriðjungi smærri sal Háskóla- bíós. Þarf því vonandi ekki að hafa áhyggjur af svörtustu nýtingarspám eftir að nýjabrumsáran dofnar og þegar stórstjörnur eru ekki í boði. En óneitanlega verður forvitnilegt að kanna að vetri liðnum hvort t.a.m. fjölgun erlendra ferðamanna nægi til að mæta þessu stóraukna sætafram- boði, líkt og margir gera sér vonir um. Enn vegur þó spurningin um gæði hljómburðar þyngst á metunum, enda langt í fulla reynslu og viðbúið að sitthvað komi í ljós þrátt fyrir full- yrðingar um að allstaðar hljómi eins í salnum. Alltjent kom mér verulega á óvart munurinn á skásettu „stúku“- sætunum meðfram hliðarveggjum gólfhæðar, þar sem ég sat fyrir hlé með vitin 45° frá hljómsveitinni, og því sem heyrðist uppi á næstaftasta bekk 3. [efstu] svala í seinni hálfleik, þar sem öll sveitin blasti við án þess að neinn skyggði á annan. Þar, efst undir súð, heyrði maður í fyrsta skipti á ævinni hljómsveit allra landsmanna í innbyrðis fyrir- myndarjafnvægi! Að vísu eitthvað á kostnað nálægðar – en samt til ótví- ræðs ágóða fyrir þær hljóðfæra- deildir er mest vilja dofna í sjón- hvarfi neðan af gólfi, þ.e. tréblásara og víólur. Gilti sumsé tölvuhugtakið WYSIWYG („What You See Is What You Get“). Mætti því annaðhvort fjölga leikpöllum eða lækka allt hljómsveitarsviðið um helming – og kannski raða strengjum meira í blæ- væng svo hljómurinn beinist betur út í sal. Svo maður vogi sér upp á sér- fræðingadekk … Tónleikarnir voru helgaðir síðasta stórmeistara miðevrópskrar róman- tíkur á 150. afmælisári Gustavs Ma- hlers (1860-1911), og sat hljómsveitin í afbrigði af svokallaðri „Vínarupp- stillingu“ með 2. fiðlu fremst til hægri. Tónlist Mahlers var lengi að ná verðskuldaðri hylli, og varla fyrr en með brautryðjandaupptökum Leonards Bernsteins snemma á 7. áratug. Vegur hennar hefur hins vegar aukizt æ síðan, og veitti þjóð- lega innblásið tónmál Mahlers í frumlegri orkestrun afar kærkomna viðmiðun fyrir Eldborgarsalinn. Líkt og fyrri reynsla hefur sýnt hyglaði ómvistin ekki sízt veikustu og fíngerðustu atriðum – t.a.m. dýr- legri „himnamúsík“ III. þáttar 4. sin- fóníu (1900) þar sem dempaðar víól- ur, selló og kontrabassar voru ein um hituna í upphafi og niðurlagi, svo að- eins sé tiltekinn einn af hápunktum verksins. Fjölmargt fleira gladdi eyrað svo sem horneinleikur Jósefs Ognibene og sjaldheyrður fjórfaldur flautuleikur unisono, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir öllu var þó hvað allt komst undratært til skila þar efra – og jafn- vel til vanza þegar örsmæstu sam- leiksörður í viðkvæmustu innkomum birtust sem stafir á bók. Engu að síð- ur var sönn uplifun að stílhreinum stjörnuleik SÍ undir hagvanri hand- leiðslu Markusar Poschners, jafnt í sinfóníunni sem í lögunum úr Des Knaben Wunderhorn fyrir hlé. Með- ferðin var fáguð fram í fingurgóma, og þótt einsöngur sænska sópransins í DKW og lokaþætti 4. sinfóníu hefði mátt vera kraftmeiri á neðsta tón- sviði, naut fersk og einlæg tjáningin sín dável í kristalstærum lögum Ma- hlers við þessa ástsælu „Vísnabók“ Þjóðverja. Kristalstær síðrómantík Morgunblaðið/Kristinn Fáguð Sænska söngkonan Camilla Tilling; fersk og einlæg tjáningin naut sín dável í kristalstærum lögum Mahlers. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Mahler: Söngvar úr Des Knaben Wun- derhorn; Sinfónía nr. 4. Camilla Tilling sópran; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Markus Poschner. Laugar- daginn 28. maí kl. 17. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Húsmóðirin (Nýja sviðið) Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Mið 8/6 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Fös 10/6 kl. 20:00 Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 18:00 3.k Mið 8/6 kl. 20:00 5.k Lau 4/6 kl. 20:00 2.k Þri 7/6 kl. 20:00 4.k Á Listahátíð - Leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órjúfanlega heild Eldfærin (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 13:00 Sögustund með öllum töfrum leikhússins NEI RÁÐHERRA! – HHHH IB, Mbl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.