Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 ✝ Sveinbjörg Jónsdóttir fædd-ist 8. nóvember 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 27. maí 2011. Foreldrar henn- ar voru Magðalena Svanhvít Pálsdóttir og Jón Rósmann Jónsson. Svein- björg fæddist að Ási í Stykkishólmi, ólst þar upp og gekk þar í barna- skóla. Hún var sjötta í röð níu systkina sem kom- ust á legg. Þrjú eru enn á lífi, þau heita Sigríður Hjaltalín, Pálmi og Sigurborg María. Um 15 ára aldur flutti hún suður til Reykjavíkur í vist, 16 ára fór hún að vinna á hóteli á Keflavíkurflugvelli. Þá bjó hún hjá Guðríði systur sinni í Kefla- vík. 18 ára gömul kynntist hún Sigurði Skúlasyni frá Keflavík. Keflavíkur. Þar kynnist hún Ormi Guðjóni Ormssyni, f. 1920, d. 2006. Þau gengu í hjónaband 1. janúar 1959. Þau bjuggu á nokkrum stöðum svo sem í Borg- arnesi, Hellissandi og Keflavík en lengst af í Innri-Njarðvík, eða ein 33 ár. Árið 2003 flutttu þau síðan á Framnesveginn í Kefla- vík. Þau eignast saman tvær dætur, Guðrúnu Svanhvíti, f. 13 desember 1960, hennar börn eru Ásgeir Helgi Jóhannsson, f. 25. júní 1977, Svanhvít Erla Gunn- arsdóttir, f. 30. júní 1984 og Berglind Björg Gunnarsdóttir, f. 21. september 1995; og Helgu Maríu, f. 1962, maki hennar er Anton Már Antonsson. Þeirra börn eru Sigurrós Antonsdóttir, f. 1980, Elsa Antonsdóttir, f. 1985, og Davíð Már Antonsson, f. 1992. Ormur Guðjón átti fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Útför Sveinbjargar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, 6. júní 2011, og hefst kl. 14. Þau bjuggu saman um skeið en slitu fljótt samvistir. Þau eign- uðust dótturina Ásdísi Móeiði Sigurðardóttur, f. 1951. Maki hennar er Árni G. Árnason og eign- uðust þau þrjú börn. Þau eru: Brynja Árnadóttir, f. 1972, Sigurður Árni Árnason, f. 1974, d. 2011, Aron Árnason, f. 1984. Árið 1954 kynntist hún Joseph Fergu- son og eignuðust þau saman soninn Róbert Rósmann árið 1956. Maki hans er Nonglak Phoem Phian og eiga þau tvo syni. Þeir eru: Magni Már Rósmann, f. 2. júní 2005, og Jón Guðjón Rósmann, f. 3. ágúst 2007. Fyrir átti Róbert eina dóttur, Magdalenu Rós- mann. Leiðir Sveinbjargar og Joseph skildi þegar Róbert var 6 mánaða. Árið 1958 flutti hún til Amma mín var best. Hún hafði alltaf tíma fyrir mig. Hún kenndi mér að gera dúkkulísur, að prjóna og sauma. Hún kenndi mér að hugsa um fuglana. Hún passaði upp á mig og stóð alltaf með mér sama hvað bjátaði á. Hún var söngelsk og fannst gam- an að dansa. Hún sagði sögur frá barnæsku sinni í Stykkishólmi. Sögur um álfa og huldufólk. Hvað hún hafði gaman af því að vera í túninu í sveitinni sinni, gera handahlaup innan um blóm- in og gefa fuglunum sínum. Passa systkinin sín og krakkana í sveitinni Ási. Hún sagði frá þeg- ar hún skautaði í tunglsljósinu á pollinum í sveitinni á veturna, þegar hún réri með pabba sínum í eyjarnar sínar í við Breiðafjörð- inn. Hún var sannkallað náttúru- barn, hún amma. Hún var mikill dýravinur og hugsaði vel um alla í kringum sig. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér í nærri þrjá áratugi. Að fá að búa hjá ömmu og afa fyrstu sjö árin mín með mömmu mér við hlið var það sem mótaði mitt líf. Ég var mikil ömmu- og afastelpa. Það sýndi sig best þegar afi lést þá svaf ég hjá ömmu fyrstu vik- una til að vera hjá henni þó svo að ég væri orðin 25 ára. Það var svo gott að skríða upp í rúm á milli ömmu og afa á morgnana þegar ég var lítil. Það var svo gott að koma niður og amma og afi vökn- uð og tilbúin með morgunmatinn fyrir svangan lítinn kropp. Les- andi Moggann og hlusta á gömlu góðu Gufuna. Allt var svo sak- laust í heimi lítillar stelpu. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og sýnt hvað lífið getur verið fallegt. Nú tekur afi á móti þér. Þín ömmustelpa, Sigurrós. Þegar bróðir minn, Guðjón, kom til Borgarness veturinn 1957-8 og fór að segja mér, að ég held fyrstum manna, frá nýrri kærustu, datt mér svo sem ekki í hug að meiri alvara byggi á bak við en stundum áður hjá honum. Hann hafði löngu áður lent í erf- iðum skilnaði sem leiddi ógæfu yfir alla hans fyrri fjölskyldu, sem víst aldrei greri um heilt og hann var þá og lengi alveg slitinn úr tengslum við börnin sín, ef frá er talið það næstyngsta af fjórum sem var dóttirin Hrafnhildur Ester, sem komið hafði í frum- bernsku til ömmu sinnar og ólst þar upp. Og síðan lifði Guðjón nokkru svall- og ævintýralífi um árabil en tók sig þó oftast á á milli og það varð meira úr þessu með nýju kærustuna og bráðlega voru þau búin að stofna heimili og far- in að búa saman í Borgarnesi, Sveinbjörg Jónsdóttir og Guðjón bróðir. Við þekktum lítillega til Sveinu sem verið hafði um tíma í Borgarnesi á árum áður, átti þar eldri systur og reyndar þekktum við eitthvað enn áður til fólksins í Stykkishólmi sem kennt var við Ás. Þau lifðu nokkur hamingjuár í Borgarnesi, fluttu svo vestur á Hellissand og voru þar nokkurn tíma en fluttu svo, fyrst til Borg- arness og síðan til Keflavíkur og þessi ár voru þeim mjög erfið uns þeim tókst með aðstoð góðra manna að eignast lítið hús í Njarðvík og hann komst í starf uppi á flugvelli og eftir það var þeim borgið og við tóku mörg góð ár hjá þessari fjölskyldu. Það þótti okkur sérlega vænt um hve gott samband myndaðist fljótt með þeim mömmu okkar og hún tók strax fagnandi að kynn- ast Sveinu og tók börnum hennar sem væru þau hennar ömmu- börn. Og sama þótti okkur hinum sem þótti því meira til Sveinu koma sem þau kynni urðu meiri. En æviárin liðu og fyrir fimm árum varð hún ekkja, þá sjálf illa farin að heilsu og hefur að ég hygg átt nokkuð erfið ár síðan, kannski fagnað því að fá að fara. Fjölskylda okkar vottar aðstand- endum innilega samúð. Hulda og Helgi Ormsson. Sveinbjörg Jónsdóttir ✝ Jón TraustiJónsson fædd- ist 24. mars 1945 að Deildará í Múla- sveit í Austur- Barðastrand- arsýslu. Hann lést á gjörgæslu Land- spítalans 29. maí 2011. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundur Jónsson, f. 30.janúar 1908 á Deildará í Múlasveit, A-Barðastrand- arsýslu, d. 17. ágúst 1978, og Halldóra Ágústa Margrét Magn- úsdóttir, f. 11. maí 1906 á Hvíta- nesi, Skötufirði í Ísafjarð- ardjúpi, d. 3. september 1958. Systur hans eru Ásta Jónsdóttir, f. 3. september 1937, gift Garðari Kristjánssyni, og Helga Guðmunda Jónsdóttir, f. 2. febr- úar 1939, d. 28. október 2002. Barn Jóns Trausta af fyrra sam- bandi með Guðnýju Elínborgar- dóttur er Páll Janus Traustason. Fyrri kona Jóns er Jóhanna María Finnbogadóttir, þau tvö. Jón Trausti vann frá barn- æsku með föður sínum við bú- störfin á Deildará. Hann stund- aði sjó til margra ára, þar á meðal á bátunum sínum Elínu og Gunnari. Hann starfaði einn- ig við millilandasiglingar á Hofsjökli, vann hjá Björgun hf. á sanddæluskipum og sem vakt- maður hjá Landhelgisgæslunni. Síðustu starfsárin vann hann sem vaktmaður hjá Hrafnistu í Hafnarfirði þar til hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Helstu áhugamál hans utan sjó- mennskunnar voru stangveiðar og hafði hann orð á sér fyrir að vera mikil aflakló. Jón Trausti tók virkan þátt í starfi Lands- sambands smábátaeigenda og var mikill áhugamaður um tafl- mennsku. Jón Trausti og Hrefna bjuggu í Vogunum í rúm 22 ár þar til þau fluttu til Keflavíkur árið 2002. Jón Trausti Jónsson verður jarðsunginn frá Keflavík- urkirkju í dag, 6. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. skildu. Börn þeirra eru: 1. Jón Krist- björn Jónsson, sam- býliskona Elísabet Stefánsdóttir, 2. Katrín Líney Jóns- dóttir, gift Ólafi Halldórssyni og 3. Halldór Trausta- son, kvæntur Ey- dísi Þórsdóttur. Sambýliskona Jóns til margra ára er Hrefna Steinunn Kristjáns- dóttir, f. 8. febrúar 1934 . Börn hennar eru: 1. Eiríkur K. Þor- björnsson, sambýliskona hans er Svanhildur Þengilsdóttir. 2. Hulda María Þorbjörnsdóttir, maður hennar er Bergþór Heið- ar Sigfússon. 3. Kristbjörn Þor- björnsson, kona hans er Guð- ríður Ingvarsdóttir. 4. Birna Rut Þorbjörnsdóttir, maður hennar er Sverrir Þorgeirsson. 5. Ágúst Þ. Þorbjörnsson, kona hans er Ragnhildur Geirsdóttir. Barnabörn Jóns Trausta og Hrefnu eru tuttugu og átta og barnabarnabörn eru tuttugu og Elsku Trausti minn. Þá er kveðjustundin komin, við erum trúlega aldrei tilbúin að kveðja en þetta er endirinn á lífinu á jörðinni og við verðum að taka því. Þakka þér fyrir allar okkar stundir saman. Ég veit að það hef- ur verið vel tekið á móti þér því Guð er góður og gætir sinna barna. Ég krýp við klæðafaldinn þinn kem þar með bænirnar mínar og legg þær ljúfi Drottinn minn í líknarhendur þínar. Ó gef mér lífsins ljósið milt er lýsir á dimmum vegi þú opnar oss dýrðar ríki þitt Drottinn á efsta degi. (höf. ók.) Farðu í friði, ástin mín, Þín, Hrefna. Elsku Trausti pabbi. Það er erfitt að skrifa minning- argrein um þig því ég hélt og von- aði að við mundum nú fá að hafa þig mikið lengur hjá okkur, þó við vissum hvað þú varst mikið veik- ur. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, við vorum lánsöm að hafa kynnst þér þegar þú komst inn í líf mömmu og okk- ar. Það var nú oft skemmtilegt í kringum þig og þú varst alltaf svo kátur og glaður og vildir öllum svo vel og ég held ég megi segja að þú varst elskaður af öllum sem kynntust þér, svo góður maður varst þú. Ég vil minnast góðu ferðarinn- ar sem við fórum saman vestur á Deildará til systur þinnar Ástu og Garðars mág þíns. Þú upplýstir mig um allt á leiðinni þangað og þú varst hreykinn þegar við kom- um að Deildará, þá sagðir þú: Það- an er ég ættaður. Þakka ég þér einnig fyrir allar ferðir sem við Beggi fórum með þér og mömmu og fyrir alla spila- mennskuna ég mun sakna þess að geta ekki spilað lengur við þig manna. Það voru erfið veikindi sem þú þurftir að glíma við sem að lokum tóku yfirhöndina og ég vona að þú sért núna hjá fjölskyld- unni þinni alheill og laus við allar kvalir, það var orðið erfitt að horfa upp á þig kveljast. Ég vil að lokum þakka þér fyrir hversu góður þú varst henni mömmu og elskaðir hana mikið. Trausti pabbi, þakka þér fyrir hvað þú hefur verið mér góður og fjölskyldunni minni. Guð geymi þig. Elsku mamma og systkini, góð- ur Guð haldi verndarhendi yfir ykkur og styrki á þessum erfiðum tíma. Einnig vil ég senda Ástu og Garðari mína samúð. Þín stjúpdóttir, Hulda María. Jæja, elsku stjúpi minn. Þá er þrautum þínum lokið. Síðustu tvö ár eru búin að vera erfið, sérstak- lega fyrir þig. Þú fannst hvernig máttur þinn fjaraði hægt og ró- lega út. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst mömmu svo góður, okkur systk- inum og barnabörnum líka. Þú vildir allt fyrir okkur gera. Það var líka gaman að gera eitthvað fyrir þig, því að þú varst svo þakklátur fyrir það. Það síð- asta sem ég gerði fyrir þig var að prjóna á þig ullarsokka. Ég klæddi þig í þá tveimur dögum áð- ur en þú lést. Þér þóttu þeir þægi- legir, því að þér var alltaf svo kalt á fótunum. Það var gaman að hlusta á þig segja sögur. Þú lifðir þig svo inní þær, þú hermdir eftir fólkinu sem var í sögunum. Þú varst yndislegur, það er ekki hægt að segja annað. Svo fyrir mörgum árum þegar þú varst á Hofsjökli, vantaði þig dýnu. Það vildi svo vel til að ég átti svoleiðis, hafði fengið í fermingargjöf. Ég vildi endilega láta þig fá hana, mér fannst það bara sjálfsagt. Þú vildir nú borga eitthvað fyrir dýnuna, þannig að í næstu ferð keyptir þú þennan líka fallega hring, sem mun alltaf minna mig á þig. Við Sverrir og börnin þökkum þér fyrir öll árin sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Við skulum hugsa vel um mömmu, hana Hrefnu þína. Elsku Trausti, við söknum þín öll afskaplega mikið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Birna Rut, Sverrir og börn. Undanfarna daga höfum við fengið að kynnast því hversu stutt er á milli gleði og sorgar. Við gleðjumst yfir því að hafa hjá okk- ur þá sem okkur þykir vænt um en syrgjum þá sem falla frá. Farinn er góður drengur, Jón Trausti Jónsson, langt fyrir aldur fram. Fyrstu kynni af Trausta hófust þegar hann kynntist móður minni Hrefnu fyrir um 30 árum og hóf með henni sambúð. Alla tíð hefur Trausti verið henni stoð og stytta, í blíðu og stríðu og sam- band þeirra byggt á gagnkvæmri virðingu hvors fyrir öðru. Þau voru mjög samrýnd og samhent um allt sem sneri að daglegu lífi. Það var ekki hægt að hugsa sér betri stjúpa og tengdastjúpa. Trausti var einstaklega hjálpleg- ur og hvers manns hugljúfi. Hag- yrðingur var hann mikill og hafði yndi af því að segja sögur. Sög- urnar sagði hann af slíkri innlifun að persónur sögunnar urðu ljóslif- andi í hugum þeirra sem hlustuðu, sérstaklega þar sem hann hermdi eftir röddum þeirra sem sagan fjallaði um. Sjómennska var hon- um einkar hugleikin og í blóð bor- in. Það voru ófáar stundir sem hann dvaldi til sjós á trillunum sínum, annaðhvort einn eða í sam- floti við félaga sína og samferða- fólk. Trausti hugsaði um sína þeg- ar hann kom í land með aflann og var ónískur við að færa ættingjum glænýjan fisk í soðið. Trillukarla- samfélagið var stór hluti af lífi hans og naut hann þess alltaf að umgangast félaga sína og þeir studdu hver annan í daglegu amstri. Minnist ég þess með þakklæti að hafa fengið tækifæri til að upplifa þessa einstöku stemningu sem ríkir á milli trillu- karlanna og var Trausta svo mik- ilvæg. Hann var mikil aflakló, hvort sem það var á sjó eða við stangveiði í veiðivötnum landsins. Enginn hafði við honum í þeim efnum. Síðastliðin tvö ár glímdi Trausti við heilsuleysi og þurfti á þeim tíma að dvelja langtímum saman á sjúkrahúsi. Hann, sem stóð af sér storma og válynd veður í gegnum tíðina, varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir veikindum sín- um. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig mamma/ tengdamamma stóð eins og klett- ur við hlið Trausta í veikindum hans og sinnti honum af einstakri nærgætni og alúð. Hún hvatti hann og studdi með öllum þeim ráðum sem hún bjó yfir, já um- hyggja hennar var einstök. Með þessum fallegu ljóðlínum úr ljóðinu „Sjómannaljóð“ eftir Jón Magnússon kveðjum við Trausta: Sjómenn Íslands, hetjur hafsins halda vörð um land og þjóð. Djörfum sonum fjalls og fjarðar flytur Ægir töfraljóð. Hugi unga aldan þunga dregur út á djúpið blátt. Hvíldu í friði, elsku Trausti, og Jón Trausti Jónsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA GUÐJÓNS JÓNASSONAR, Heiðmörk 13, Hveragerði. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi. Guð blessi ykkur. Sigurður Árnason, Guðlaug Ragnarsdóttir, Bjarni Árnason, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Kristján Þór Hansen, Sigurbjörg Egilsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín ERNA ÞORVALDSDÓTTIR Sólbrekku 16 Húsavík lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 31. maí s.l. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 14 Fyrir hönd barna, barnabarna og annarra aðstandenda Davíð Gunnarsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, MARÍUS GUÐMUNDSSON, Fornhaga 17, lést á dvalarheimilinu Grund mánudaginn 30. maí. Útförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 7. júní og hefst athöfnin kl. 15.00. Ingibjörg Maríusdóttir, Haraldur Benediktsson, Guðmundur St. Maríusson, Guðný Pétursdóttir, Guðrún Rós Maríusdóttir, Helgi Leifur Þrastarson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR kennari, Skeiðarvogi 125, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 15.00. Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson, ömmu- og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.