Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Áætlaður er þingflokksformanna- fundur fyrir hádegi í dag þar sem reynt verður að ná samkomulagi um lok þingsins sem áætluð eru á fimmtudaginn. Óvenjumörgum mál- um er ólokið í þinginu þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu. Gjald- eyrishöftin, hið umdeilda sjávarút- vegsmál og bandormurinn út af kjarasamningunum eru aðeins nokk- ur dæmi um stór mál sem eru óaf- greidd. Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður segir að algengt sé að mál hlaðist upp í lok þingsins. „En óstjórnin hefur aldrei verið eins og núna, ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Sigurður Kári. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra gaf í skyn í síðustu viku að það þyrfti að halda sumarþing til að klára þessi stóru mál. En þegar hlustað er á fulltrúa annarra flokka verður að teljast ólíklegt að mikill vilji sé fyrir því. Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segir það „galið“ að koma með þetta frumvarp í sjáv- arútvegsmálunum tveimur mánuðum eftir lokafrest til að leggja til ný þing- mál og rétt fyrir lok þingsins ef ætl- unin hafi verið sú að koma því í gegn núna. Þuríður Backman, þingflokks- formaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög óheppilegt að svona stórt mál eins og frumvarpið um sjávarút- vegsmálin skuli koma svona seint. „Það frumvarp er ekkert að fara að afgreiðast núna á vorþingi,“ segir Þuríður. Sjávarútvegsfrumvarpinu er skipt í tvö mál sem eru kölluð stóra og litla frumvarpið, annars veg- ar kerfisbreytingarnar í því stærra en úthlutanir og veiðigjald í því litla. Sátt verður að nást í hinu svokallaða litla frumvarpi þar sem það fjallar um úthlutanir á kvóta fyrir næsta ár. „Þótt það sé kallað litla frumvarpið er það hreint ekkert svo lítið, þar eru ýmis stór atriði eins og til dæmis stórfelld hækkun á veiðigjaldinu og aðrar kerfisbreytingar sem ættu að liggja til grundvallar heildarniður- stöðu,“ segir Ragnheiður Elín. „Það er enginn óbrjálaður maður sem heldur að þetta stóra frumvarp sjávarútvegsmála fari í gegn núna,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, for- maður þingflokks framsóknar- manna, „og í sjálfu sér ekkert ljóst með það litla heldur, enda getur ráðherrann úthlutað kvóta án þess að þetta litla frumvarp fari í gegn. Okkur finnst hækkanir í strand- veiðum og byggðakvóta út úr öllu korti eins og það kemur fram í frumvarpinu.“ Flestum sem rætt var við fannst ólíklegt að af sumarþingi yrði. Þuríður Backman vildi líka meina að það sé ekki einsdæmi að mörg mál séu óaf- greidd í lok þings- ins. Sumarþing ekki talið líklegt  Þuríður Backman, VG, segir sjávarútvegsmálið ekki verða afgreitt á þessu vor- þingi  „Óstjórnin aldrei verið eins og núna“  Mikill fjöldi ókláraðra þingmála Enginn óbrjálaður maður heldur að þetta stóra frum- varp fari í gegn. Gunnar Bragi Sveinsson Árlegur handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands var í Árbæjarsafni í gær. Félagsmenn sýndu margvíslegt handverk, t.a.m. baldýringu, útsaum, knipl, perlusaum, tóvinnu, spjaldvefnað, rússneskt hekl og sauðskinnsskógerð. Bjarni Þór Kristjánsson hamraði járnið í eldsmiðjunni. Járnið hamrað heitt á handverksdeginum Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þetta skiptir máli upp á það að skilja betur eðlisfræði gosmakka, hvernig þeir rísa og hvað gerist. Það eru til ákveðin fræðileg líkön um hvernig hreyfingin á að vera en hingað til hafa ekki verið almennilegar mælingar á því,“ segir Halldór Björnsson veður- fræðingur. Hann mun í dag, ásamt Sindra Magnússyni stærðfræðingi, flytja erindi um það hvernig má reikna vindsnið út frá mekki Eyja- fjallajökulsgossins í fyrra. „Við erum með myndir, teknar á 5 sek. fresti, af mekkinum úr mastri Mílu á Hvolsvelli. Út frá þeim má mæla hraða uppstreymis á bólstrun- um og líka vindhraðann almennt og þá erum við búnir að breyta þessu gosi í vindsniðsmæli. Þegar gos- mökkur kemur út er hann miklu þyngri en loftið í kring. Hann rís upp í andrúmsloftið, sogar í sig loft sem snögghitnar og þenst út. Blandan verður þá léttari en loft og hann rís eins og hefðbundið uppstreymi. Það fer eftir því hversu mikill hiti er í hon- um hversu hátt upp hann nær. Í Eyjafjallagosinu fór hann aldrei mik- ið yfir 5-10 km. En í Grímsvatnagos- inu fór hann upp fyrir 20 km og það er mjög erfitt að koma gosmekki það hátt á okkar slóðum,“ segir Halldór og bætir við að Eyjafjallagosið sé sennilega eitt best ljósmyndaða gos í heimi og sé það forsendan fyrir því að þeir geti unnið þetta verkefni. Erindið verður flutt á vorþingi Veðurfræðifélagsins sem hefst í dag kl. 13 í Orkugarði að Grensásvegi 9. ingveldur@mbl.is Nota myndir af Eyjafjalla- gosinu sem vindsniðsmæli Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Eyjafjallajökull Gosmökkinn má nota sem vindsniðsmæli. Flugvirkjafélag Íslands sat eitt við samningaborðið í Karphúsinu í gær. Um kvöldmatar- leytið voru þeir ekki búnir að ná samkomulagi við Samtök atvinnu- lífsins um nýja kjarasamninga. Aðfaranótt laugardagsins und- irritaði Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga og samninganefnd ríkisins nýjan kjarasamning eftir rúmlega þrettán klukkustunda samningalotu. Eru þeir samningar á sambærilegum grunni og kjara- samningar á almennum markaði. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum náði einnig samningi um helgina við Verkalýðsfélag Vestfirðinga. Mikið verður um að vera hjá ríkis- sáttasemjara í dag þegar viðræður halda áfram af fullu kappi. Þá verða m.a. í Karphúsinu: ISAL, Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna, Banda- lag háskólamanna, Starfsgreina- sambandið og Samband sveitarfélaga. Áfram er samið í karphúsi Frá undirritun kjarasamninga.  Tveir samningar undirritaðir um helgina „Það var hringt í okkur um sjö- leytið á föstudagskvöldið fyrir sjómannadaginn og við vorum boðaðir á fund nefndarinnar á mánudagsmorgni til að koma með umsögn um frumvarpið,“ segir Friðrik Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Þetta eru náttúrlega óboðleg vinnubrögð. En þetta er í takt við mála- tilbúnaðinn eins og hann hefur verið hjá ríkisstjórninni allan tímann. Frumvarpið hefur verið unnið algjörlega án þess að hagsmunaaðilar kæmu að því. Nú er búið að leggja fram tvö frumvörp án þess að það hafi verið metið hvaða afleiðingar þetta hefur fyrir atvinnugrein- ina,“ segir Friðrik. Óboðleg vinnubrögð UMSAGNIR HAGSMUNA- AÐILA FRUMVARPSINS Friðrik Arngrímsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.