Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meðalárshiti í Reykjavík verður tæp 7,7°C í lok þessarar aldar ef spár um hlýnun andrúmsloftsins ganga eftir. Það er nálægt því sem meðalárshiti var í Suður-Svíþjóð í lok 20. aldar. Í borginni Malmö, sem er 950 km sunnar en Reykjavík, var meðalhit- inn 7,7°C frá 1981-1990. Kristján Jón- asson, stærð- fræðingur og pró- fessor við Háskóla Íslands, hefur reiknað út spá um ársmeð- alhita í Reykjavík á 21. öldinni. Hann uppfærði útreikninga sína í maí síðastliðnum. Kristján tók einn- ig saman upplýsingar um ársmeð- alhita í Reykjavík frá 1866–2010. Búið er að leiðrétta tölurnar með til- liti til mismunandi mælingastaða innan borgarinnar á tímabilinu. Árið 1866 var kaldasta ár í Reykjavík frá því mælingar hófust en þá var ársmeðalhitinn einungis 2,11°C. Síðan hefur ársmeðalhitinn sveiflast nokkuð í áranna rás en stöðugt vaxið frá því um 1980. Árið 2003 var heitasta árið síðan mæl- ingar hófust en þá var meðalárshit- inn í Reykjavík 6,06°C. Tölur um meðalárshita í Stykkishólmi frá 1830–2010 sýna áþekkar sveiflur og í Reykjavík, þótt meðalárshitinn sé ívið lægri í Stykkishólmi. Ólíkar sviðsmyndir Kristján hefur haldið erindi um líklega þróun hlýnunar, sérstaklega með tilliti til Íslands. Hann fjallaði m.a. um spá milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreyt- ingar (IPCC) sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar frá 2007. IPCC setti upp mismunandi sviðs- myndir fyrir mögulega lofts- lagsþróun á Norður-Atlantshafi út þessa öld. Hver þessara sviðsmynda miðast við tilteknar forsendur um hlýnun yfirborðs jarðar á heimsvísu á þessari öld. Viðmiðunarárið í spán- um er 1990. Kristján sagði að spá IPCC fyrir hlýnun á Íslandi væri nokkurn veg- inn sú sama og fyrir heiminn í heild. Því hefur verið haldið fram að hlýn- un verði meiri á norðurslóðum en sunnar á hnettinum. Kristján sagði að á móti kæmi að minni hlýnun yrði yfir úthöfunum en meginlöndunum og að það drægi úr hlýnun á Íslandi. Spár IPCC gera ráð fyrir kaldari bletti, eins konar kuldapolli, suður af Íslandi, eins og sést á skýringar- mynd. Spár um hlýnun eru ákveðin nálg- un, en háðar talsverðum breytileika af náttúrunnar hendi. Skekkjan eykst eftir því sem líður á öldina. Fjölmargir þættir í náttúrunni hafa áhrif á hvort og hve mikið hlýnar, áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda bætast þar við. Enginn vafi leikur þó á því að hlýnunar hefur gætt undan- farna áratugi. „Það hefur verið mjög brött hlýn- un frá árinu 1980 og hefur hlýnað um eina og hálfa gráðu frá meðaltal- inu þá eða um tvær og hálfa gráðu ef horft er á kaldasta árið sem var 1979 [frá upphafi 20. aldar]. Við sjáum af- leiðingar þess á gróðrinum, skordýr- unum og fleiru,“ sagði Kristján. „Miðað við útreikninga mína má segja að við séum búin að taka út hlýnun næstu tíu ára nú þegar. Þess vegna er línan frekar flöt til 2020. Þessi spá gerir ráð fyrir að við séum komin í topp á náttúrulegri sveiflu. En það kólnar ekki og heldur áfram að hlýna þegar líður á öldina.“ Horfur á vaxandi hlýindum út þessa öld Hlýnun í Reykjavík árið 2095 samanborið við 1990 Sviðsmynd B1 Sviðsmynd A1B Sviðsmynd A2 C°0 1 2 3 4 5 6 7 8 Hlýnun árið 2095 (m.v. B1): Í Reykjavík: 1,7°C Á jörðinni (meðalhlýnun): 1,8°C Hlýnun árið 2095 (m.v. A1B): Í Reykjavík: 2,7°C Á jörðinni (meðalhlýnun): 2,7°C Hlýnun árið 2095 (m.v. A2): Í Reykjavík: 2,5°C Á jörðinni (meðalhlýnun): 3,4°C Hlýnun við yfirborð jarðar og hækkun sjávarborðs Sviðsmynd Hlýnun (°C) Vikmörk (°C) Sjávarborðshækkun Óbreytt frá 2000 0,6 0,3-0,9 ekki metin B1 1,8 1,1-2,9 0,18-0,38 A1B 2,8 1,7-4,4 0,21-0,48 A2 3,4 2,0-5,4 0,23-0,51 Heimildir: Halldór Björnsson (Reykjavík 2008) og Kristján Jónasson (fyrirlestur 2011) 6 5 4 3 2 °C 1870 1890 1910 1930 1950 1970 1990 2010 Meðalárshiti í Reykjavík 1866-2010 Niðurstöður skýrslu IPCC frá 2007 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0 -1,0 H na tt ræ n yfi rb or ðs hl ýn un (° C ) 1900 2000 2100 A2 sviðsmynd A1B sviðsmynd B1 sviðsmynd Óbreyttur koltvísýringsstyrkur ársins 2000 20. öldin Meðalárshiti 15árakeðju- meðaltal Ársmeðalhiti í Reykjavík 1945-2010 og spá fyrir 2011-2100 10 9 8 7 6 5 4 3 °C 1940 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 2070 2080 2090 2100  Meðalárshiti í Reykjavík verður tæp 7,7 stig í lok þessarar aldar ef spár ganga eftir  Mikið hefur hlýnað frá 1980 og líklega er búið að taka út hlýnun næstu tíu ára Tímabil Meðalhiti Athugasemdir 1866-2010 4,34° Allt mælda tímabilið 1961-1990 4,31° Algengt viðmiðunartímabil 1931-1960 4,94° Eldra viðmiðunartímabil 1866 2,11° Kaldasta mælt ár 1991-2010 4,96° Síðastliðin 20 ár 1869-1888 3,57° Köldustu 20 ár 1927-1946 5,06° Hlýjustu 20 árin 2003 6,06° Heitasta árið 2011-2020 5,54° Hlýnun 1985-2015 reiknast 0,48° á áratug 2031-2040 5,90° Spá 2091-2100 7,66° ...skyldi spáin rætast? Hlýnun og kólnun í tímans rás í Reykjavík Heimild: Kristján Jónasson Morgunblaðið/Friðrik Tryggvason Hlýtt Horfur eru á vaxandi hlýindum hér á landi út þessa öld. Mikið hefur hlýnað frá 1980 og útlit fyrir að meðahitinn geti orðið tæp 7,7°C í aldarlok. Kristján Jónasson Morgunblaðið/RAX Kuldaköstum fækkar – hita- bylgjum fjölgar Reynsla áranna 1925-2005 þykir benda til þess að fyrir hvert stig hækkunar hita í byggð muni snjóhula minnka um 3-4 vikur í byggð en um þrjár vikur í 500-700 metra hæð í fjöllum. Snjór verður óverulegur fari meðalhiti árs- ins á láglendi yfir 7 stig. Talið er líklegt að kulda- köstum að vetri fækki en hita- bylgjum að sumri fjölgi. Þá er talið líklegt að sjávarhiti í kringum landið muni hækka. Óvissa er um hve mikil hlýn- un hafsins verður. Hafís mun nánast hverfa úr Norður- Grænlandshafi síðsumars á þessari öld. Vetrarís mun einnig minnka. Mögulega get- ur borgarís sést oftar á sigl- ingaleið við Ísland þótt hafís minnki almennt talað. Morgunblaðið/hag Snjór Með auknum hlýindum mun snjóhula minnka. Hamskipti lífríkis og landslags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.