Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Stundum er sagt að besta leið-in til að hætta að reykja séað byrja aldrei. Sú kynslóðsem nú er að komast á full- orðinsár mun ekki þurfa að glíma við að venja sig af tóbaksfíkn í sama mæli og kynslóðirnar á undan því verulega hefur dregið úr reykingum ung- menna undanfarin 12 ár. Árið 1995 reyktu 32% unglinga í 10. bekk grunnskóla vikulega og 21% þeirra reykti daglega. Nú árið 2011 er hlutfall unglinga sem reykja viku- lega komið niður í 9% og aðeins 5% þeirra reykja daglega. Þetta eru niðurstöður evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD sem Rannsóknasetur Háskólans á Akureyri vann á Íslandi, en rann- sóknin nær til 15-16 ára unglinga í flestum löndum Evrópu á fjögurra ára fresti og var sú fyrsta gerð 1995. Niðurstöðurnar sýna að á þess- um 16 árum hafa miklar breytingar orðið á tóbaksreykingum íslenskra unglinga og eru þær orðnar næsta fá- tíðar. Tíundi hver nemandi í 10. bekk reykir vikulega og tuttugasti hver daglega. Árið 1995 reykti hins vegar þriðji hver nemandi vikulega og fimmti hver daglega. Aðgengið minna en áður „Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður því þarna er auðvitað ný- liðunin,“ segir Viðar Jensson, verk- efnisstjóri í tóbaksvörnum á lýð- heilsusviði landlæknis. Viðar bendir á að samkvæmt rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga, sem Lýðheilsustöð stóð að, eru 73% líkur á því að fólk byrji aldrei að reykja ef það er ekki byrjað fyrir tvítugt. „Þess vegna er svo mikilvægt að fresta því að ungt fólk byrji tóbaks- notkun, því að þegar maður nær ákveðnum aldri og þroska aukast mikið líkurnar á því að maður byrji aldrei. Svo það er til mikils að vinna og þarna er öflugt forvarnarstarf að skila sér.“ Viðar segist þó telja að það séu margir samliggjandi þættir að baki þessari jákvæðu þróun, sem á sér ekki aðeins stað hjá unglingum held- ur hefur fullorðnum reykingamönn- um líka fækkað mjög síðustu ár. „Það hefur dregið mjög úr reykingum al- mennt og þar er margt sem spilar inn í auk forvarnarstarfsins. Samkvæmt World Health Organization eru mikil- vægustu þættirnir lög og reglur, að halda verði háu og svo takmarkanir á aðgengi.“ Frá árinu 1999 hefur aðgengi unglinga að tóbaki einnig verið kannað í ESPAD-rannsókninni. Það ár töldu aðeins 3% unglinga að það væri erfitt eða útilokað að verða sér úti um sígar- ettur, en 73% að það væri mjög auð- velt. Vorið 2011 töldu hins vegar 19% að það væri erfitt eða útilokað en 24% að það væri auðvelt. Á sama tíma og dregur úr reyk- ingum hefur notkun munntóbaks auk- ist meðal unglinga. Viðar telur þó ekki að munntókakið komi í staðinn fyrir sígarettureykingar. „Við viljum meina að munntóbak sé viðbót, því við sjáum að reykingar eru almennt að dragast saman, líka hjá fullorðnum, en munntóbaksneyslan er mestmegnis bundin við unga karl- menn. Við höfum merkt mikla aukn- ingu í aldurshópnum 16-23 ára en þar segjast 20% pilta nota munntóbak og þar af 15% daglega, því þetta er svo ávanabindandi.“ Í forvarnarstarfinu er því sjónum beint í auknum mæli að munntóbaksnotkun en Viðar segir að hvergi verði heldur slegið slöku við í baráttunni gegn reykingum. „Við þurfum að spýta í lófana, því það þarf stöðugt að vinna í forvörnum hvað varðar tóbak, sama í hvaða formi það er.“ Glæðurnar slökkna með nýrri kynslóð Reykingar ungmenna 1995-2011 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Hlutfall nemenda í 10. bekk sem reyktu sígarettur vikulega eða daglega 1995 1999 2003 2007 2011 Vikulegar reykingar Daglegar reykingar 32% 28% 20% 17% 9% 21% 19% 14% 11% 5% 18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisstjórninfékk ábaukinn á sjómannadaginn og skyldi engan undra miðað við þær sendingar sem sjómenn hafa að undanförnu fengið úr stjórnarráðinu. Sjó- mannadagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga tveggja frumvarpa rík- isstjórnarinnar sem vega að rótum sjávarútvegs í landinu, sjálfrar undirstöðu- atvinnugreinar þjóðarinnar. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, ræddi frum- vörpin á Grandagarði í gær og sagði að næðu þau fram að ganga myndu allir tapa, ís- lenskur sjávarútvegur hverfa aftur til fyrra skipulags of- sóknar, styrkja- og uppbót- arkerfis og reglulegra geng- isfellinga. „Hann mun dragast aftur úr sjávarútvegi ná- grannalandanna, markaðir munu tapast. Geta íslenskra fyrirtækja til að hasla sér völl í fiskveiðum utan landhelgi mun hverfa. Þetta mun óhjákvæmi- lega hafa í för með sér tekju- skerðingu fyrir sjómenn og byggðarlög,“ sagði Ragnar. Hann minnti einnig á það, sem ekki er vanþörf á miðað við árásir ríkisstjórnarinnar á greinina, að sjávarútvegur afl- aði gjaldeyristekna sem stæðu undir nánast helmingi af inn- flutningi landsmanna. Rann- sóknir sýndu einn- ig að sjávarútvegur stæði beint og óbeint undir 25- 30% af lands- framleiðslunni. Fleiri fjölluðu um efnahags- leg áhrif frumvarpanna því í gær sagði Útvegsmannafélag Vestfjarða frá því að úttekt á þeim sýndi að aflaheimildir á Vestfjörðum muni skerðast um 3700 þorskígildistonn verði þau að lögum. Úttektin leiðir einnig í ljós að af um 860 störfum sjó- manna og fiskverkafólks á Vestfjörðum muni um 100 störf tapast komi ríkisstjórnin frum- vörpunum í gegnum þingið. „Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr stjórn- arráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjara- skerðingu í sjávarútvegi. Þetta er dapurlegt og sannarlega allt annað en atvinnulíf og launa- fólk á Vestfjörðum þarf á að halda á erfiðum tímum,“ er haft eftir formanni félagsins. Ætli ræður gærdagsins og auknar upplýsingar um skelfi- legar afleiðingar áforma rík- isstjórnarinnar dragi úr yfir- læti forsprakka hennar í garð þeirra sem byggja afkomu sína beint á sjávarútvegi? Ætli Samfylkingin sjái að sér og leggi þessar kreddur til hliðar? Því miður er það ekki líklegt. Sjómannadagurinn var í ár haldinn undir árásum frá ríkisstjórninni} Í skugga frumvarpa Fjandskapurríkisstjórnar- innar í garð at- vinnulífsins ein- skorðast ekki við útgerð og sjávar- útveg eða við stór- iðjuframkvæmdir á Suðvestur- eða Norðausturlandi. Í Morg- unblaðinu var á dögunum rætt við Höskuld Steinarsson, fram- kvæmdastjóra Fjarðalax, sem er laxeldisfyrirtæki á Vest- fjörðum, og hann hafði ekki fagra sögu að segja af stjórn- völdum. Höskuldur lýsti því að treg- lega hefði gengið að fá leyfi fyr- ir starfsemina og að hið op- inbera hefði dregið lappirnar. Svo sagði hann: „Þetta er að gerast á sama tíma og stjórn- völd segjast vera að reyna að laða erlenda fjárfesta til lands- ins og tönnlast á mikilvægi þess að auka veg útflutningsgreina. Svo stöndum við klárir með er- lent fjármagn, besta fáanlega búnað og tilbúnir að ráða fjölda manns í vinnu á sunnanverðum Vestfjörðum, en það virðist stefna í að taka á þriðja ár að fá leyfi fyrir starfseminni. Mig skal ekki undra að erlendir fjárfestar staldri við þegar þeir finna fyrir því hvernig þessum málum er háttað á Íslandi.“ Viðhorf ríkisstjórnarinnar til íslensks atvinnulífs birtist í ýmsum myndum og er einn allra mesti vandinn sem við er að glíma í íslenskum efnahags- málum. Þetta viðhorf hefur dregið verulega úr trú á efna- hag landsins, ekki síst hvert stefnir. Jafnvel stjórnvöld sjálf virðast átta sig á þessu, enda væru þau tæpast að öðrum kosti að vinna að því að keyra í gegnum þingið lög sem festa stórskaðleg gjaldeyrishöftin í sessi. Án grundvallarbreytinga á viðhorfi stjórnvalda til atvinnu- lífsins verður framþróunin hæg og fjárfestingin lítil. Þá munu fjárfestar halda áfram að sér höndum og kjarabætur almenn- ings verða litlar eða engar. Hið dapurlega er hversu óþörf nú- verandi staða er, því að allt væri þetta auðleyst með breyttu við- horfi til atvinnulífsins. Viðhorfsbreyting stjórnvalda í garð atvinnulífsins er bráðnauðsynleg} Jafnræði í fjandskapnum E in helsta frétt nýliðinnar helgi var tölvusnyrtur búkur Egils Ein- arssonar á forsíðu ekki ómerkari bókar en sjálfrar símaskrárinnar. Glöggir menn tóku eftir því að sá Egill sem prýddi forsíðuna var talsvert ólíkur Agli þeim sem sprangaði glaðhlakkalegur um í sjónvarpsauglýsingu um sama efni. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að út- liti Egils hefði verið breytt í tölvuforriti. Orsakir þess hafa ekki verið gefnar upp og það er verð- ugt umhugsunarefni að íhuga hvers vegna ein- hver heldur það teljast símaskránni til tekna að forsíðu hennar prýði tölvubreyttur og óeðlileg- ur karlmaður. Miklu nær hefði verið að hafa hinn eðlilega og náttúrulega Egil á forsíðunni, það hefði hugsanlega frekar fengið fólk til að taka sér þennan níðþunga doðrant í hönd. Ýmsir hafa lagt lóð sín á vogarskálarnar í þessari um- ræðu, þeirra á meðal heilsu- og næringarfræðingar, sem segja tölvubreytingu Egils senda slæm skilaboð til barna og unglinga. Áhrifin geti orðið þau að fólk fari að reyna að sækjast eftir einhverju útliti, sem ómögulegt sé að ná, enda getur fólk af lifandi holdi og blóði ekki með nokkru móti litið út eins og eitthvað sem hefur verið skrumskælt í tölvu af grafískum hönnuðum. Ábúðarfullur fréttamaður klykkti svo út með því að segja að enginn liti út eins og Egill á myndinni, ekki einu sinni Egill sjálfur. Fræg eru ummæli ofurfyrirsætunnar Cindy Crawford um að hún óskaði þess að líta út eins og Cindy Crawford. Með því átti hún við að hún væri al- gerlega óþekkjanleg á myndum, vegna þess hversu mikið þeim hefði verið breytt þegar þær birtust á síðum tímaritanna. Fólk virðist þurfa að undirgangast ýmsar út- litsbreytingar í tölvum áður en það telst boðlegt að koma fyrir sjónir almennings. Pistilshöf- undur getur vitnað um það eftir áralöng störf á tímaritum. En það eru oftast konur. Það virðist vera síður fréttnæmt en téð breyting á Agli og fáir býsnast yfir því að það geti verið slæmt til fyrirmyndar. Af þessu mætti halda að líkami karla væri eitthvert heilagt vé, á meðan það er í besta lagi að þjösnast á konum með tölvumús að vopni daginn út og inn. Í snyrtivöruauglýsingum er öllum konum meira eða minna rennt í gegnum myndvinnslu- forrit og skiptir þá litlu máli hvort þær eru fimmtán ára eða fimmtugar. Það er alveg nógu slæmt að við konur þurfum að horfa upp á að stúlkur á fermingaraldri komi fram sem fulltrúar allrar kvenþjóðarinnar í auglýsingum og skiptir þá litlu máli hvort verið er að auglýsa bikiní, tölvur eða hrukkukrem. En í ofanálag sleppa ekki einu sinni fermingarstúlkurnar við að úr þeim sé sléttað með tölvutækni. Hefur enginn neitt að segja um það? Er það ekki slæm fyrirmynd fyrir ungar stúlkur? Að lokum skal þess getið að með þessari grein fylgir mynd sem engin kynni hefur haft af Photoshop. En það þarf líklega ekki að taka það fram. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Þegar karl var fótósjoppaður STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 75% unglinga telja að mikil hætta sé á því að fólk skaði sig á því að reykja pakka af sígarettum á dag Tuttugasti hver unglingur í 10. bekk reykti daglega vorið 2011 1/5 hluti unglinga í 10. bekk reykti hins vegar daglega árið 1995 1984 voru sett heildstæð lög um tóbaksvarnir á Íslandi ‹ KÆFT Í REYKNUM › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.