Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.06.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 2011 Styrkur CO2 í lofthjúpnum eins og hann hefur mælst á Hawaii frá 1958. Smærri myndin sýnir mælingar frá Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá 1992. Mælieiningin er milljónustu hlutar. Mauna Loa, Hawaii Stórhöfði 390 380 370 360 350 340 330 320 310 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 390 380 370 360 350 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hér á landi hafa starfað tvær vís- indanefndir um loftslagsbreytingar. Sú fyrri skilaði skýrslu 2001 og sú seinni árið 2008. Þar var farið yfir hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra hér. Halldór Björnsson, haf- og veð- urfræðingur, var formaður nefnd- arinnar sem skil- aði skýrslu 2008. Í henni kemur m.a. fram að hiti frá sólinni og gróðurhúsaáhrif ráði mestu um hitafar á heims- vísu. Þegar litið er til Íslands sér- staklega skiptir varmaflutningur frá heitari svæðum einnig máli. Þessi að- fluttu hlýindi koma með straumum hafs og lofts. Halldór sagði að hafið væri flóknara fyrirbæri en andrúms- loftið hvað þetta varðar. Lang- tímasveiflur eru í sjávarhita á Norð- ur-Atlantshafi. Áhrif þeirra eru greinileg í veðurfari hér á landi. Hlýnun andrúmsloftsins á undan- förnum árum fer saman við hlýrri sjó í kringum landið. Sú hlýnun er hluti af hækkun yfirborðshita sjávar á stórum svæðum í Atlantshafi á síð- asta áratug. En að hve miklu leyti stafar hlýn- un af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og að hve miklu leyti er þetta náttúruleg sveifla? Halldór sagði náttúrulegar hita- sveiflur vera eðlilegt fyrirbæri. Vandinn er sá að hlýnun af manna- völdum bætist við náttúrulegu sveifl- urnar. Hlýnunin hér stafar því að öll- um líkindum af samspili náttúrulegra hitasveiflna og gróðurhúsaáhrifa. Halldór sagði engan vafa leika á því að nú væri hlýrra á Íslandi en verið hefur mjög lengi. „Hörfun jökla nú er til dæmis miklu meiri en var nokkurn tíma á síðustu öld,“ sagði Halldór. Hlýnun í aldanna rás Heimildir eru um að hlýtt hafi ver- ið á Íslandi við landnám. Halldór sagði að jöklar hefðu örugglega verið minni þá en síðar varð. Hann sagði að hafa yrði í huga að fyrr á nútíma (þ.e. á síðustu 10.000 árum) hefði sum- arsólin verið sterkari en nú á norð- urhveli jarðar. Áhrifin voru meiri eft- ir því sem norðar dró. Ástæðan er sú að snemma á nútíma var sumar á norðurhveli á sama tíma og braut jarðar lá næst sólu. Þess vegna voru sumur á norðurhveli enn hlýrri þá en þau eru núna. Nú háttar svo til að sumar er á norðurhveli þegar jörðin er hvað lengst frá sólu og eru sumrin þess vegna kaldari nú en þau voru í upphafi nútíma. Niðursveiflan sést þegar lang- tímaraðir lofthita fyrir heimshluta okkar eru skoðaðar. Það hefur kólnað á sumrin á Íslandi síðustu 2.000 árin. Það sem kallað hefur verið „litla ís- öld“ og hlýskeið á miðöldum birtast sem sveiflur um þessa hægu kólnun. Halldór sagði að hlýnunin undanfarin ár væri algjörlega úr takti við þessa langtíma þróun. Vísindamennirnir Yarrow Axford, Áslaug Geirsdóttir prófessor og fleiri rannsökuðu setlög úr Stóra- Viðarvatni til að leggja mat á veð- urfar fyrri alda á Íslandi. Þau birtu grein um niðurstöður sínar árið 2008. Í inngangi hennar kemur m.a. fram að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að fyrsta árþúsund okk- ar tímatals hafi verið tiltölulega hlýtt og hitinn verið sambærilegur við hlýja áratugi 20. aldarinnar. Svipuð hlýindi ríktu á 10. og 11. öld. Síðan kólnaði svo mikið á tímabilinu milli 13. aldar til 19. aldar að talað hefur verið um „litlu ísöld“. Vísbendingar eru um að kaldast hafi verið á 18. og 19. öld en á þeim tíma voru bæði hafís og jöklar í hámarki hér um slóðir. Óvenjulegt hlýskeið Undanfarin 15 ár eru orðin óvenju- leg í veðurfarslegu tilliti. Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði í bloggfærslu (trj.blog.is) 30. sept- ember 2010 að þá nýliðið sumar hefði orðið það hlýjasta sem vitað var um sumstaðar á landinu. Þá skrifaði Trausti að hlýindin síðustu 15 árin væru orðin mjög óvenjuleg þegar til lengri tíma er litið, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Spár gera ráð fyrir að meðaltals- hlýnun við Ísland verði rúmlega 0,2°C á áratug fram undir miðja þessa öld. Meiri óvissa er varðandi hlýnun á síð- ari helmingi 21. aldarinnar en spár gera ráð fyrir 1,4°C til 2,4°C hlýnun. Hnattstaða Íslands hefur mikil áhrif á hitastigið. Halldór benti á að ekki sé nóg að einblína á tölur um meðalhita hér eða þar á jörðinni til að bera saman veðurfar. Veður verði ekki sjálfkrafa eins hér og einhvers staðar annars staðar í heiminum þótt meðalhiti mælist sá sami á báðum stöðum. Því ráða aðstæður á hverjum stað. Finna þarf umhverfi sem er mjög líkt og svipaðar aðstæður til að geta gert beinan samanburð. Þá benti Halldór á að hnattstaða okkar breytt- ist ekki. Sumarhámörk hita ráðast mikið af hnattstöðu. Í skýrslu vísindanefndarinnar frá 2008 kemur m.a. fram að líklega muni heildarúrkoma aukast á Íslandi og úrkoman verða ákafari, það er oftar steypiregn, þegar líður lengra á 21. öldina. Þurrum dögum mun að öllum líkindum fækka. Halldór bendir á, m.a. í bók sinni Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar (Reykjavík 2008) að spárnar um úrkomu séu óvissari en spár um hlýnun. Óvenjuleg hlýindi á Íslandi  Gróðurhúsaáhrifin leggjast við náttúrulegar hitasveiflur og auka á hlýnun  Haldi hlýnun áfram verða vetur styttri og búast má við meiri rigningu en minni snjó  Hlýindin berast til Íslands með straumum hafs og lofts Halldór Björnsson Stöðug aukning gróðurhúsalofts Mönnum varð ljóst þegar á 19. öld- inni að ákveðnar lofttegundir í loft- hjúpi jarðar hafa þau áhrif á varmageislun frá jörðinni að neðri loftlög og yfirborð jarðar hitna. Áhrifin eru nefnd gróðurhúsaáhrif. Þau eru ekki alslæm því ef þeirra nyti ekki væri meðalhiti jarðar und- ir frostmarki. Lofttegundin koldíoxíð (CO2) er mikilvirk gróðurhúsalofttegund. Nútíma lífshættir, svo sem brennsla jarðefnaeldsneytis, stuðla að aukn- ingu koldíoxíðs í lofthjúpnum. Sam- felldar mælingar á styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu frá árinu 1958 sýna að styrkur lofttegundarinnar hefur aukist ár frá ári. Vísindamenn hafa um árabil var- að við hnattrænni hlýnun af manna- völdum og afleiðingum hennar. Al- þjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hafa látið loftslagsmálin til sín taka. Haldnar hafa verið alþjóðlegar ráðstefnur og gerðir sáttmálar þjóða heimsins um að draga úr losun gróðurhúsa- lofts. Sé litið til okkar heimshluta þá er hlýnun víða meiri á norðurheims- skautssvæðinu en á suðlægari breiddargráðum. Ástæður þess eru m.a. að snjór og ís endurkasta sól- argeislunum. Með aukinni bráðnun stækkar dökkt yfirborð auðrar jarðar og hafs sem dregur í sig sól- arorkuna í stað þess að endurvarpa henni. Á morgun verður fjallað um lund- ann og kríuna en báðar tegund- irnar hafa átt í vök að verjast. Varp hefur misfarist hjá lunda- stofninum í Vestmannaeyjum í nokkur ár og eins hefur krían ekki komið upp ungum víða um land. Á morgun Hamskipti lífríkis og landslags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.