Morgunblaðið - 18.07.2011, Qupperneq 1
EFLIR TENGSL
MILLI FORELDRA
OG BARNS
ÍSLENSKIR TÓNLISTAR-
MENN SPILA UM BORÐ
FJÖLSKRÚÐUGT
G!FESTIVAL
Í FÆREYJUM
THE WORLD 8 FJÖR Í FJÖRUNNI 25UNGBARNANUDD 10
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
„Maður myndi aldrei vilja upplifa þetta aftur, það var
gjörsamlega vonlaust að fá upplýsingar um hver
næstu skref yrðu. Þarna er um alvarglegt gap í starf-
seminni að ræða,“ segir Hrafn Gunnlaugsson, kvik-
myndaleikstjóri og farþegi um borð í flugvél á vegum
Iceland Express sem fara átti frá Charles De Gaulle-
flugvellinum í París til Íslands á föstudaginn.
Hrafn segir aðstæðurnar sem boðið var upp á hafa
verið hræðilegar fyrir barnafólk. „Þarna voru græn-
lensk hjón með nýfætt barn,“ segir Hrafn og bætir
við að hann hafi kennt verulega í brjósti um þau. Að
ust mjög misvísandi, en þar stóð að vélin færi klukk-
an hálfsjö um kvöldið þegar raunin var að hún fór
ekki fyrr en rétt fyrir miðnætti,“ segir Hrafn sem
ekki hefur fengið boð frá Iceland Express um að tal-
að verði við hann. Matthías sagði hins vegar að talað
yrði við farþegana í dag.
Hrafn segist ekki vera í neinum hefndarhug og að
hann skilji að upp geti komið bilanir í tækjum sem
þessum. „Iceland Express hefur gert margt vel, en
upplýsingaflæðið þurfa þeir að bæta,“ segir Hrafn og
að endingu að hann hafi hálfpartinn skammast sín
gagnvart útlendingunum á meðan á þessu stóð.
MFarþegum og Matthíasi ber ekki saman »4
sögn Hrafns var öllu fólkinu „troðið“ inn á hótel rétt
undir miðnætti á föstudag, um sextíu manns. „Fólki
var troðið í fimm til sex manna hópum inn á tveggja
til þriggja manna herbergi,“ segir Hrafn sem sjálfur
telur sig hafa verið heppinn en hann fékk herbergi
fyrir sig og sex ára son sinn þar sem hann mætti
snemma.
Hvorki boð um fund né smáskilaboð
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir
að farþegum hafi verið send smáskilaboð og tölvu-
póstur. Þetta segja farþegarnir ekki rétt. „Fyrra
kvöldið komu engin skilaboð og ég fékk ekkert sms
fyrr en um hádegi á laugardeginum. Þau sms reynd-
„Alvarlegt gap í starfseminni“
Hópum fimm til sex manna troðið í tveggja til þriggja manna hótelherbergi
Forstjóri Iceland Express segir félagið ætla að ræða við farþegana í dag
Mikilvægt er að liðsfélagar styrki og styðji hver
annan í gegnum súrt og sætt. Það gerðu þessar
ungu Grindavíkurstúlkur svo sannarlega og
fagna hér með tilþrifum. Stúlkurnar voru meðal
keppenda á Símamótinu 2011. Mótið er eitt
stærsta mót sumarsins en þar etja kappi stúlkur í
5., 6., og 7. flokki í knattspyrnu. Mótið var haldið
í Kópavogi og lauk í gærkvöldi. Það verður gam-
an að fylgjast með þessum hnátum í framtíðinni.
Morgunblaðið/Eggert
Grindavíkurstúlkur fagna með tilþrifum
„Þetta áhlaups-
verk sýnir hvers
þjóðin er megnug
þegar allir leggj-
ast á árar. Þarna
voru sannir og
góðir Íslendingar
að verki,“ segir
Ögmundur Jón-
asson innanrík-
isráðherra.
Ný bráðbirgðabrú yfir Múlakvísl,
sem aðeins tók fjóra sólarhringa að
reisa, var tekin í notkun á laug-
ardag. Ráðherrann lofar hvernig
staðið var að verki.
Brúarvinnuflokkar, verkfræð-
ingar, hönnuðir og aðrir hafi unnið
fumlaust frá fyrstu mínútu. Þá hafi
björgunarsveitirnar, lögregla og Al-
mannavarnir sem stóðu sína vakt
við jökulhlaupið unnið með ágæt-
um.
Kostnaður við byggingu bráða-
birgðabrúarinnar nýju verður um
sextíu milljónir kr. alls, að sögn
Hreins Haraldssonar vega-
málastjóra. »6
Allir lögð-
ust á árar
Ráðherra rómar
duglega brúarsmiðina
Ekið yfir brúna.
Sífellt fleiri Íslendingar velja sér
ketti af tegundinni Maine coon en
þeir eru engin smásmíði, verða
allt að 10 til 12 kg og nýfæddur er
kettlingur af Maine coon-tegund
jafn stór hefðbundnum heimilis-
ketti. Þeir hafa verið ræktaðir
hérlendis frá árinu 2003 og kosta
á bilinu 100 til 120.000 krónur.
Á vefsvæði Maine coon á Íslandi
segir að tegundin sé eitt elsta
kattakyn Norður-Ameríku og hafi
verið til þegar um miðja 18. öld-
ina í Maine, í Norðaustur-
Ameríku. Söngkonan María Björk
Sverrisdóttir á tvo Maine coon-
ketti, þau Pjakk og Pílu, og
hyggst nú rækta slíka ketti. Hún
segir þá afar blíða og að atferli
þeirri minni frekar á hunda. Þeir
fylgi henni hvert fótmál heima
fyrir og fylgist vel með því sem
hún sé að gera.
Stærðinni fylgja líka ókostir en
Helga Finnsdóttir dýralæknir seg-
ir Maine coon ketti kljást við ým-
islegt sem ekki hrjái hefðbundna
ketti eins og t.d. mjaðmalos. Að
þessu leyti svipi þeim einnig meira
til hunda heldur en katta. »4
Kisi Maine coon-kettir hafa verið
ræktaðir hér á landi síðan 2003.
Sífellt fleiri risakettir
finnast á Íslandi
Kúabændur telja þörf á hækkun af-
urðaverðs til sín á næstunni. Kjöt-
verð til bænda hefur hækkað um
allt að 25% sl. árið og verð á mjólk
tvívegis um rúmar fjórar kr. „Þetta
þarf að vera meira,“ segir Sigurður
Loftsson, formaður Lands-
sambands kúabænda, og vísar til
þess, að öll aðföng búrekstrar hafi
hækkað mikið í verði að undan-
förnu en tekjur ekki í sama hlut-
falli. Bændur haldi því að sér hönd-
um og hyggist ekki auka
kjötframleiðslu.
Sauðfjárbændur kynntu fyrir
helgina hækkun viðmiðunarverðs
lambakjöts um fjórðung. Því hefur
forysta ASÍ mótmælt en bændur
telja þau viðhorf ósanngjörn. »6
Kúabændur
vilja hækkun
Eiður Smári Guðjohn-
sen fer til Grikklands í
dag og skrifar undir
tveggja ára samning
við AEK frá Aþenu.
Það verður hans
fimmta félag síðan
Eiður yfirgaf Barce-
lona sem Evr-
ópumeistari vorið
2009. Arnór Guðjohn-
sen, faðir Eiðs og um-
boðsmaður hans, sagði
við Morgunblaðið í gær-
kvöld að einungis
formsatriði væru eftir og
frá þeim yrði gengið í Aþenu. Arn-
ar Grétarsson er yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá AEK og segir að
það sé draumur að ná að semja
við Eið Smára.
Stuðningsmenn gríska fé-
lagsins eru sagðir geysilega
spenntir að fá Eið í sínar
raðir og reiknað er með að
þeir fjölmenni til að taka á
móti honum. Grískir fjöl-
miðlar segja að samn-
ingur AEK við Eið Smára
sé stærsta fréttin í fót-
boltanum þar í landi á
þessu sumri. » Íþróttir
Eiður skrifar undir hjá
AEK í Aþenu í kvöld
M Á N U D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 1 1
Stofnað 1913 166. tölublað 99. árgangur