Morgunblaðið - 18.07.2011, Side 2

Morgunblaðið - 18.07.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 fyrst og fremst ódýr ódýrtalla daga Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Keppinautum haldið á floti  Fyrrverandi eigendur kaupa Office 1  Segja óeðlilegt ástand á markaðnum „Aðstæðurnar á markaðnum eru mjög óeðlilegar þegar rekstur þeirra fyrirtækja sem við keppum við er í skjóli banka og skilanefnda. Þetta verður að breytast mjög fljótt,“ segir Kjartan Örn Sig- urðsson, forstjóri Egilsson ehf. Stjórnendur fyrirtækisins keyptu á dögunum þrotabú Tékklistans, sem áður hét Egilsson hf. og rak verslanir Office 1 sem eru fimm að tölu. Tékk- listinn var tekinn til gjaldþrotaskipta 3. júní. Nið- urstaða um sölu búsins fékkst í byrjun þessa mán- aðar en stjórnendur Egilsson áttu hæsta tilboðið – sem ekki er gefið upp hvert var. Afar sterkt vörumerki Kjartan vonast eftir að kröfur í þrotabúið fáist að verulegu leyti greiddar en í búinu eru um það bil 200 milljónir króna. „Við sem áður rákum fyrir- tækið keyptum reksturinn í opnu ferli skiptastjór- ans, og ég vonast til þess að við getum haldið okk- ar striki enda eru allar forsendur til þess. Office 1 er afar sterkt vörumerki eins og allar kannanir hafa leitt í ljós. Ég vonast sömuleiðis til þess að ekki þurfi að koma til uppsagna enda þótt við þurf- um væntanlega að hagræða í okkar ranni á næst- unni,“ segir Kjartan sem kom að fyrirtækinu fyrir þremur árum og þá voru verslanir þess tíu. Fyrstu mánuði sína í starfi reyndi hann að fá nýja fjár- festa að fyrirtækinu sem tókst ekki og eftir hrunið í október 2008 var slíkt ógerlegt. „Því urðum við að draga saman seglin með fækkun verslana, sem núna eru aðeins fimm tals- ins. Á sama tíma hafa keppinautar okkar, bæði Penninn og A-4, með banka og skilanefndir sem bakland breytt og bætt, og síðarnefnda fyrirtækið opnað stærstu ritfangavöruverslun á landinu. Þetta er mjög óeðlilegt og þarf að breytast. Og það er ekki bara í rekstri ritfangaverslana sem þetta ástand er: fyrirtæki á nánast öllum sviðum hafa keppinauta sem haldið er á floti sem skapar mjög óeðlilegar aðstæður og raskar jafnvæginu. Þetta gengur ekki svona.“ sbs@mbl.is „Raskar jafnvæginu. Þetta gengur ekki svona.“ Kjartan Örn Sigurðsson Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæð- inu, verður kallaður til fundar í vel- ferðarráðuneytinu í dag vegna um- mæla sinna í Morgunblaðinu á laugardag. Þar sagði hann meðal ann- ars að heilbrigðisþjónustan á Íslandi væri að hruni komin. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, verður Lúðvík beðinn að gera grein fyrir sínu máli. „Starfsfólk ráðuneytisins mun fara yfir þessi mál [í dag],“ sagði Guðbjart- ur, sem mun ekki verða viðstaddur fundinn vegna sumarleyfis. Heilsugæslan á brauðfótum Haft er eftir Lúðvík í Morgun- blaðinu á laugar- daginn að heilsu- gæslan standi á brauðfótum. Hann segir ís- lenskt heilbrigðiskerfi að hruni komið og þolmörkum niðurskurðar náð. Jafnframt hefur Lúðvík áhyggjur af því að sérfræðingar skili sér ekki til landins að loknu námi. Lúðvík segir það hluta af stóra vandamálinu að við séum með fólk sem fær að taka ákvarðanir án þess að hafa til þess þekkingu og reynslu. Hann metur það sem svo að best sé að hafa fólk sem þekkingu hefur á heil- brigðismálum í æðstu stöðum heil- brigðisgeirans. Spurður út í ummæli Lúðvíks sagði Guðbjartur að hann vildi engu svara til um þessi mál fyrr en búið væri að fara vel yfir þau. „Það er búið að kalla Lúðvík fyrir í ráðuneytinu [í dag] þar sem hann mun gera grein fyrir sínum málum.Við munum skoða þessi mál,“ sagði Guðbjartur Hannesson að lok- um. Kallaður á fund velferð- arráðuneytisins í dag  Lúðvík sagði íslenskt heilbrigðiskerfi að hruni komið  Velferðarráðuneytið kallar Lúðvík til fundar vegna málsins Guðbjartur Hannesson Feðgar sem björgunarsveitir leituðu að í gær- kvöldi í fjöllunum ofan við Laugar- vatn fundust eftir skamma leit. Faðirinn er um áttrætt en syn- irnir á sextugs- aldri. Mennirnir ætluðu í göngu í svo- nefndu Klukkuskarði og virtist björgunarmönnum sem þeir hefðu villst. Hófst leit þegar mennirnir skiluðu sér ekki og aðstandendur fóru að grennslast eftir þeim. Skv. upplýsingum lögreglu fundust feðg- arnir í Hrútadal undir Hrútatindi, það er í um það bil þriggja kílómetra loftlínu frá þeim stað þar sem bíll feðganna fannst undir Klukkutind- um. „Veðrið var mjög gott og um leið og við komumst á spor mannanna fundust þeir. Eigi að síður höfðum við mikinn viðbúnað og kölluðum í björgunarsveitir af Suðurlandi og víðar, menn með leitarhunda og þyrlu frá Gæslunni. Þetta fór vel og leitin tók ekki langan tíma,“ sagði Gunnar Stefánsson hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg í samtali við Morgunblaðið. sbs@mbl.is Feðgar á fjöllum fundust Þyrla Gæslunnar.  Mikill viðbúnaður Manninum sem á var ráðist á skemmtistaðnum Monte Carlo við Laugaveg seint á fimmtudag er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Samkvæmt upp- lýsingum frá lækni á deildinni er ástand mannsins mjög alvarlegt og hann enn talinn í lífshættu. Lögregla höfuðborgar- svæðisins rannsakar enn málið. Líkt og greint var frá réðst karl- maður á fimmtudagsaldri á annan á svipuðum aldri og lagði til hans með hnífi. Við atlöguna fór í sundur slag- æði í hálsi og blæddi manninum mik- ið. Tildrög árásarinnar eru ekki að fullu ljós en árásarmaðurinn var fyr- ir helgi úrskurðaður í gæslu- varðhald. Enn í lífshættu eftir hnífstungu Monte Carlo. Hann var hálfundrandi hundurinn sem hitti bláu veruna á Austurvelli í gærdag. Ástæða var þó fyrir klæðnaðinum því verið var að gæsa Ragnheiði Lind Geirsdóttur, en það er orðinn fastur liður fyrir öll brúðkaup hér á landi. Mikill mannfjöldi var á Austurvelli enda hefur veðrið leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins um helgina. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er útlit fyrir að góða veðrið haldist nær óbreytt, alla vega í dag. Dýr og furðuverur á Austurvelli Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.