Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
20
09
JEEP GRAND CHEROKEE LAREDO 3,7L
ÁRG. 2009, ek. 19 þús. km., 5 dyra, ssk., 17” krómfelgur,
leðursæti, topplúga, loftkæling, filmur, rafm í sætum, cruise
o.fl. Möguleg skipti á ódýrari.
Verð 6.490 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Bíldshöfða 10 - 587 1000 - benni.is
Sérfræðingar í bílum
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
„Þetta eru æðisleg dýr og eru
stærstu kettir sem fyrirfinnast en
þeir verða alveg 10 til 12 kíló. Ætli
næstu kettir fyrir ofan séu ekki
bara fjallaljón,“ segir María Björk
Sverrisdóttir söngkona um katta-
tegundina Maine coon sem farið er
að bera á hér á landi. Maine coon er
sérstök tegund katta sem eru mun
stærri en hefðbundnir heim-
iliskettir. Á vefsíðu um Maine coon-
ketti á Íslandi segir að fyrsti kött-
urinn hafi komið hingað til lands ár-
ið 2003. Síðan þá hefur eitthvað
verið um slíka ræktun hérlendis en
María Björk er ein þeirra sem nú
hyggjast rækta Maine coon-ketti.
Fluttir inn frá Svíþjóð
„Þessir kettir eru dálítið ólíkir
hinum hefðbundnu að því leyti að
þeir hegða sér eiginlega meira eins
og hundar. Þeir elta mann út um
allt og það er alveg sama hvar mað-
ur er heima, þeir liggja alltaf og
horfa á mann. Þetta eru aðdáendur
númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
María Björk í léttum dúr þegar
blaðamaður slær á þráðinn til henn-
ar til að forvitnast um þessa sér-
stæðu kattategund.
„Það á að vera hægt að þjálfa þá
meira en auðvitað eru kettir alltaf
kettir. Við erum t.d. búin að vera í
miklum framkvæmdum í garðinum
okkar núna til að loka honum svo
þeir komist ekki út. Það þýðir nátt-
úrlega ekki að segja þeim að þeir
megi ekki eitthvað. Þessir kettir
eru líka mjög gæfir og ef það kemur
hundur í heimsókn þefa þeir bara af
honum og eru ósköp rólegir. Þeir
hvæsa ekki og kippa sér yfirleitt lít-
ið upp við það sem gerist,“ segir
María Björk sem á tvo Maine coon-
ketti, Pjakk og Pílu. En slíkir kettir
hérlendis eru sérvaldir frá Svíþjóð.
Vilja taka þá með sér heim
Pjakkur er geltur en hins vegar
mun Píla fá að eignast kettlinga.
Verðið á slíkum kettlingi er í kring-
um 100 til 120.000 krónur. Kettling-
arnir eru á stærð við fullvaxta hefð-
bundna ketti.
„Það er vandi að vera alltaf að
koma með nýtt blóð til sögunnar
þegar ræktað er í svona litlu sam-
félagi. Þess vegna eru okkar sér-
valdir til að geta ræktað þá hér og
fylgst með því t.d. að hjartað sé
sterkt og beinabyggingin góð. Það
er mikið eftirlit með þessu. Ég var í
raun ekki mikil kattamanneskja
fyrr en ég fékk Pjakk og Pílu en nú
tala ég um kettina mína eins og
börnin mín. Það vilja líka allir bara
taka þá með sér heim sem koma til
okkar,“ segir María Björk.
Stærstu kettir
sem fyrirfinnast
Hyggst rækta kattategund sem verður allt að 10 til 12 kíló
Stór María Björk Sverrisdóttir með annan Maine-coon köttinn sinn sem er engin smásmíði. Þessir kettir eru
óvenju stórir en þeir verða allt að 10 til 12 kg. að þyngd og hafa verið ræktaðir hér á landi síðan árið 2003.
spurði þá t.d. hvort við gætum feng-
ið eitthvað að borða og þeir sögðust
ekki geta gert neitt fyrr en þeir
næðu í Express. Það sama er að
segja um hótelstarfsmennina.“
Mattíhas segir þá hjá Iceland Ex-
press skoða málið á næstu dögum og
taka svo ákvörðun um það hvort far-
þegum verði bætt ferðin.
Samkvæmt ónákvæmum upplýs-
ingum frá Astreus, sem leigir Ice-
land Express vélar sínar, voru gerð-
ar athugasemdir við viðhaldsmál og
vantaði tvær skrúfur í eitt af mörg-
um stjórnborðum; þéttikantur á
hurð var skemmdur en virkaði þó,
eðlilegt notkunarslit á hreyfli sem
þurfti að lagfæra og sprunga í vél-
arhlíf hreyfilsins. Athygli vekur að
fjallað var um málið í frönskum fjöl-
miðlum.
Farþegum og
Matthíasi ber
ekki saman
Kyrrsetja þurfti vél Iceland Express
Morgunblaðið/Ernir
Kyrrsett Flugvélin var ekki talin
flughæf af yfirvöldum í Frakklandi.
Kyrrsett
» Flugvélin var ekki talin flug-
hæf af yfirvöldum í Frakklandi.
» Ókunnugt fólk var látið hír-
ast saman á litlum hótelher-
bergjum.
» Gerðar voru athugasemdir
við viðhald á flugvél Astreus.
» Fjallað var um málið í
frönskum fjölmiðlum.
FRÉTTASKÝRING
Janus Arn Guðmundsson
janus@mbl.is
Við tilviljunarkennda athugun
franskra flugmálayfirvalda á flugvél
Iceland Express sem átti að fara frá
Charles De Gaulle-flugvellinum í
París til Íslands á föstudaginn var
vélin kyrrsett. Flugvélin var ekki
talin flughæf af yfirvöldum í Frakk-
landi með þeim afleiðingum að far-
þegum seinkaði um meira en einn
sólarhring. Farþegunum var komið
fyrir á hóteli, eftir langa bið á vell-
inum, og að sögn þeirra var illa að
hlutunum staðið þar, m.a. var
ókunnugt fólk látið hírast saman á
litlum hótelherbergjum. Farþegum
var svo flogið heim aðfaranótt
sunnudagsins með flugfélaginu Finn
Air.
Að sögn Matthíasar Imsland,
framkvæmdastjóra Iceland Ex-
press, var vélin kyrrsett vegna bil-
unnar í París. Farþegar eru æva-
reiðir og segist Matthías skilja það.
„Ég kem til með hitta farþega í dag
og fara yfir þetta mál,“ segir Matt-
hías, en þegar það var borið undir
Önnu Rakel Ólafsdóttur, einn far-
þeganna sem lentu í atvikinu, hafði
hún ekki fengið neitt fundarboð. Í
kjölfarið á spurningu blaðamanns
hafði hún samband við fólk sem var
um borð í vélinni og hafði það sömu
sögu að segja.
Jafnframt talaði Matthías um að
sms-skilaboð hefði verið sent á alla
farþegana, en Anna segist ekki hafa
heyrt um neinn sem fékk smáskila-
boð eða tölvupóst þar sem látið var
vita af stöðu mála. „Þetta var sent út
úr kerfinu hjá okkur, við þurfum að
kanna af hverju þau komust ekki til
skila. Við höfum líka heyrt í farþeg-
um sem fengu sms á föstudaginn,“
segir Matthías.
Matthías segist harma það að
ókunnnugt fólk hafi þurft að gista
saman í herbergjum, en það væru
mistök hjá fyrirtækinu sem þjón-
ustar Iceland Express. Matthías
segist nú íhuga að segja því þjón-
ustufyrirtæki upp. Anna hefur hins
vegar aðra sögu að segja. „Upplifun
mín gagnvart flugvallarstarfsmönn-
unum sem þjónusta Iceland Express
var sú að þeir voru allir af vilja gerð-
ir og ég veit til þess að þeir biðu eftir
skipunum frá Iceland Express. Ég
Söluferli bresku matvörukeðjunnar
Iceland, sem er að mestu í eigu skila-
nefndar Landsbankans, hefst af full-
um þunga í september. Þetta kom
fram í breska dagblaðinu Sunday Ex-
press í gær. Jafnframt að væntan-
legir bjóðendur séu byrjaðir að und-
irbúa tilboð sín í keðjuna sem á og
rekur 800 verslanir í Bretlandi.
Ráðgjafarfyrirtækið Ernst & Yo-
ung kemur að gerð útboðsins en
Landsbankinn réð Bank of America
og UBS bankann til að aðstoða við
söluferlið. Verða útboðsgögnin vænt-
anlega tilbúin á næstu átta vikum.
Meðal þeirra sem nefndir eru sem
hugsanlegir kaupendur Iceland eru
keppinautarnir Morrisons, Sainsbu-
ry’s og Asda, sem er í eigu Wal-Mart.
Eins hefur verið rætt um að eignar-
haldsfélögin Apax og Lion Capital
blandi sér í baráttuna. Stofnandi og
forstjóri Iceland, Malcolm Walker, er
þó með forkaupsrétt á þeim 77% sem
til sölu eru. Hann á ásamt fleiri
stjórnendum Iceland 23% hlut.
Landsbankinn á 67% hlut í Iceland.
Söluferli Iceland hefst af
fullum þunga í september
Morgunblaðið/Eyþór
Útboðsgögnin
tilbúin á næstu
átta vikum
Iceland
» Á blaðamannafundi með
fulltrúum slita- og skilastjórna
gamla Landsbankans í maí
kom fram að stefnt væri að því
að selja hlutinn í nóvember.
» Bank of America og UBS
bankinn mátu aðstæður góðar
til sölu um þessar mundir.
„Kettir eru einstaklingar svo
það er eiginlega ekki hægt
að svara því að allir kettir
bregðist á einhvern hátt við
ákveðinni tegund,“ segir
Helga Finnsdóttir dýralæknir
um það hvernig hefð-
bundnum húsköttum komi
saman við hina risavöxnu
Maine coon-ketti.
„Þeir eru ekki hópdýr þó
þeir hafi ákveðna félagslega
þörf og maður þarf því að
undirbúa það að annar köttur
komi inn á heimilið. Annars
geta þeir tekið upp ýmsa
ósiði eins og að merkja sér
staði eða láta sig hverfa,“
segir Helga. Hún segir stærð
Maine coon-kattanna leiða af
sér ýmsa sjúkdóma sem aðr-
ir kettir hafa ekki. Til að
mynda mjaðmalos og liggi
því við að þeir fái frekar
sjúkdóma sem minni á
hundasjúkdóma.
Ólík viðbrögð
hvers kattar
SAMNEYTI