Morgunblaðið - 18.07.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 18.07.2011, Síða 12
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Nafnið lýsir áformum okkar. Við ætlum að verða stærstir í sjósporti á Íslandi,“ segir Rafn Pálsson, einn af aðstandendum Sjósportmiðstöðvar Íslands sem verið er að byggja upp á Ísafirði. Siglingaklúbburinn Sæfari átti hús á Suðurtanga á Ísafirði. Hann lenti í vandræðum með reksturinn eftir að eldur kom upp í húsinu og ekki var hægt að leigja það út í marga mánuði. „Það varð að gera eitt- hvað í málinu, annars misstum við húsnæðið,“ segir Rafn en hann keypti hluta hús- næðisins á nauð- ungaruppboði í eigin nafni og vinnur nú með góðum hópi fé- laga úr Sæfara að því að gera það upp. „Við munum skapa aðstöðuna svo klúbburinn geti einbeitt sér að því sem hann á að vera að gera; að halda nám- skeið og reka félagsstarfsemi,“ segir Rafn. Mikill áhugi á kajakróðri Hann segir að fram- haldið verði síðan að þróast. Hugmyndirnar um Sjósportmiðstöð Íslands grundvallast á því að skapa að- stöðu fyrir fólk sem stundar allar íþróttir sem þessu tengjast, kaj- akmenn, skútufólk, sjósundfólk og sport- kafara. Í Sjósportmiðstöð- inni verður auk fé- lagsaðstöðu og baða aðstaða til að geyma búnað. Hugmyndin er að þróa starfsemina enn frekar í framtíðinni, meðal annars koma upp atvinnustarf- semi og ráða fólk í vinnu. „Við eigum flottasta sjósportsvæði landsins, Ísafjarðardjúp og Jökul- firði. Fólk kemst hvergi á aðra eins staði,“ segir Rafn um aðdráttarafl svæðisins. „Það er mikill áhugi hér á kajak- róðri en dýrt fyrir fólk að koma sér upp búnaði. Það væri tilvalið að leigja byrjendum báta og annan búnað, á meðan þeir eru að prófa greinina.“ Ætlum að verða stærstir í sjósporti  Suðurtanginn á Ísafirði verður mið- stöð sjósports á Íslandi  Áhugamenn byggja upp atvinnustarfsemi í tengslum við félagsaðstöðu Sæfara Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sport Aðstandendur Sjósportmiðstöðvar Íslands ætla sér stóra hluti; að verða stærstir í sjósporti á Íslandi. Rafvirki sækir sjóinn » Rafn er sjálfur forfallinn kajakáhugamaður og skútu- eigandi. » „Það er aðeins skortur á tíma sem kemur í veg fyrir að ég sé í þessu allan dag- inn,“ segir Rafn sem er raf- virki og rekur fyrirtæki á því sviði. Rafn Pálsson 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Smábærinn St. Michael í Lungau héraði í Austurríki er mikil náttúruperla, mætti líkja bænum við himnaríki útivistarmannsins, því möguleikarnir eru jafn fjölbreyttir og náttúruflóran í fjallshlíðunum – útreiðartúrar, sundlaugar, fjallarússíbani, svifdrekaflug, tennis, náttúrustígar og í stuttu göngufæri frá hótelinu er fallegur 18 holu golfvöllur. Hér eru merktar gönguleiðir innan um skógi vaxnar fjallshlíðarnar, upp á fjallstinda, framhjá fornum köstulum og öðrum menningarleifum Dvalið á hinu stórgóða íslendingahóteli Hotel Speiereck þar sem einstaklingar jafnt sem fjölskyldur njóta vinalegrar þjónustu hótelhaldara í fallegu og afslöppuðu andrúmslofti. 25 ágúst – 1. september Náttúruperla í Austurríki Netverð á mann Verð kr. 153.900 á mann í tvíbýli. Verð kr. 165.500 ámann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli í 7 nætur með hálfu fæði. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks- þátttöku 20 manns. St. Michael í Lungau Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hópar erlendra ferðamanna koma til Hvammstanga beinlínis í þeim tilgangi að kynnast framleiðslu á íslenskum ullarvörum. „Þeir eru farnir að greiða fyrir að skoða verksmiðjuna og kynnast starf- seminni og kaupa sífellt meira í versluninni,“ segir Kristinn Karls- son, framkvæmdastjóri prjónastof- unnar Kidka sem jafnframt rekur ferðamannaverslun. „Ullarpeysurnar eru sígildar,“ segir Kristinn um vinsælustu vör- urnar. Erlendu hóparnir eru flest- ir þýskir og koma vegna sam- banda sem eiginkona Kristins og meðeigandi, Irina Kamp, hefur þar í landi. Fólkið er enn áhuga- samara um að kaupa vöruna eftir að hafa skoðað verksmiðjuna og séð hvernig peysurnar eru fram- leiddar. Uppfullar af innfluttu glingri Kristinn segir að því miður séu margar ferðamannaverslanir í Reykjavík uppfullar af innfluttu glingri. „Við leggjum áherslu á sölu á íslenskum vörum sem fram- leiddar eru í okkar fyrirtæki,“ segir Kristinn. Hann segir sögu af erlendum ferðamanni sem kom til að skoða prjónastofuna. Hann var með húfu sem keypt var í Reykja- vík og taldi handprjónaða, og spurði hvort hún væri framleidd á Hvammstanga. „Ég leit aðeins á húfuna og gat sagt honum að hún væri að öllum líkindum vélprjónuð erlendis.“ Aukin sala í versluninni hefur orðið til þess að saumastofa fyrir- tækisins var ræst á ný en henni var lokað fyrir nokkrum árum vegna þess að verkefni drógust saman. Einnig vinnur undir- verktaki á Sveinsstöðum við saumaskap. Góð sala hefur verið í ferða- mannaversluninni á Hvammstanga í vor. Kristinn segir það ekki kuldanum að þakka því venjulega sé meiri ró yfir ferðafólkinu í góðu veðri og það staldri lengur við og kaupi meira. Rússarnir tolla í tískunni Aðalverkefni fyrirtækisins er að prjóna voðir fyrir Rússlands- markað. Kristinn áætlar að flutt verði út um 20 tonn á þessu ári. Rússneskt einkafyrirtæki kaupir voðirnar og lætur sauma úr þeim peysur, húfur og vettlinga. „Þeim líkar vel við íslensku ull- ina, hún þykir gæðavara, enda er áratuga reynsla af henni á þessum markaði,“ segir Kristinn. Þegar ullariðnaðurinn var upp á sitt besta fóru stórir farmar af ullar- vörum til Rússlands, ásamt fisk- afurðum, í skiptum fyrir olíu. Ullarvörurnar sem framleiddar voru fyrir Rússlandsmarkað þóttu gamaldags, á vestræna vísu, hér áður fyrr. Kristinn segir að þetta hafi breyst. Flíkurnar sem fram- leiddar eru úr íslensku ullarvoð- unum séu líkari því sem hér þekk- ist. „Við fórum út í apríl og sáum að þetta eru mjög vel unnar flík- ur,“ segir Kristinn. Kaupa meira eftir heim- sókn í prjónastofuna  Prjónastofan á Hvammstanga selur 20 tonn af ullarvoðum til Rússlands  Aukning í sölu ullarvara í ferðamannaversluninni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ullarvoð Prjónavélarnar tikka allan daginn en hávær tónlist nær að yfir- gnæfa hljóðið. Kristinn Karlsson breiðir út ullarvoð sem bíður útflutnings.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.