Morgunblaðið - 18.07.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í ár verður tónlistarhátíðin Inni-
púkinn haldin í 10. skipti. Rekstrar-
módelið hefur lítið breyst frá því
hátíðin var fyrst haldin en fljótlega
náði Innipúkinn að skapa sér sess
sem merkileg tónlistarupplifun og
algengast að heyra stemningunni
lýst sem heimilislegri.
Svavar Pétur Eysteinsson hefur
verið viðriðinn hátíðina allt frá upp-
hafi og er hluti af skipuleggj-
endahópnum í ár. „Innipúkinn er
ekki rekinn með gróðahugsjónina
að leiðarljósi en við reynum að
tryggja að allir sem að koma fái
einhver laun fyrir vinnu sína. Ekki
síst leggjum við áherslu á að bönd-
in fái eitthvað fyrir sinn snúð en
það er allt of algengt að íslenskar
hljómsveitir séu að spila endur-
gjaldslaust,“ segir Svavar og upp-
ljóstrar að gróflega reiknað skipti
listamennirnir á milli sín 70% af
miðaverðinu á meðan afgangurinn
fer í að greiða laun þeirra sem sjá
um skipulagninguna. „Þetta hefur
komið þannig út að hvert band fær
yfirleitt á bilinu 50 til 100 þúsund
krónur fyrir að troða upp. Við
reynum að hafa yfirbygginguna
sem allra minnsta og að láta lista-
mennina fá sem mest.“
Lítið og notalegt
Það er listræna hugsjónin sem hef-
ur leitt Innipúkann á þá braut að
vaxa ekki upp í risahátíð. Seldir
miðar ár hvert hafa verið á bilinu
300 til 1.000 eftir því hvar hátíðin
hefur verið haldin. Innipúkinn snýr
nú aftur í Iðnó eftir nokkra fjar-
veru sem aftur þýðir að miða-
framboðið verður minna en síðasta
ár þegar hátíðin fór fram á tveimur
skemmtistöðum við Tryggvagötu.
„Og við myndum ekki vilja hafa
þetta mikið stærra því hluti af
sjarma Innipúkans er þetta nána
andrúmsloft sem skapast. Innipúk-
inn hefur enga löngun til að vaxa,“
segir Svavar en í ár spannar hátíð-
in þrjá daga.
Að sama skapi er hátíðin ekki að
keppa við aðrar hátíðir verslunar-
mannahelgarinnar um listamenn
því eins og Svavar lýsir þá er mest
áhersla lögð á nýbylgjujaðarinn í
poppinu. „Innipúkinn annars vegar
og hátíðir eins og Þjóðhátíð í Eyj-
um hins vegar eru jafn óskyldar og
þær eru skyldar. Við höldum okkar
verslunarmannahelgi hátíðlega á
allt öðrum forsendum en flestir
aðrir.“
Alltaf uppselt
Rekstrarlega hefur Innipúkinn
gengið nokkuð vel allt frá upphafi
og miðasalan ekki verið erfið. „Sal-
an hefst í fyrstu viku júlí og mjatl-
ar yfirleitt allt fram að síðustu viku
fyrir verslunarmannahelgi þegar
salan tekur öfgakipp,“ segir Svavar
og spáir því að margir bíði og sjái
bæði hvert vinahópurinn stefnir og
hvernig veðurspáin lítur út. „Ég
held það sé mjög algengt að Íslend-
ingar geri sín verslunarmannahelg-
arplön á allra síðustu stundu.“
Á Innipúkanum þetta árið munu
um 20 hljómsveitir troða upp. Tón-
leikafyrirkomulagið er þannig að
ný hljómsveit byrjar að spila á
heila tímanum. „En þeim er í
sjálfsvald sett hversu lengi er spil-
að innan þess ramma. Sumir spila
kannski bara í 20 mínútur eða hálf-
tíma, á meðan aðrir eru að í 59
mínútur.“
Meðal vinsælla banda sem búið
er að staðfesta í ár eru Apparat,
Jónas Sigurðsson & ritvélar fram-
tíðarinnar og Agent Fresco. „Við
höfum það líka fyrir sið að egna
saman ólíkum listamönnum af ólík-
um kynslóðum og í ár eru það Eyj-
ólfur Kristjánsson og hljómsveitin
Valdimar sem ætla að leiða saman
hesta sína. Síðan er gaman að
nefna að Dúkkulísurnar ætla að
spila hjá okkur, og verður örugg-
lega „golden oldies“-stemning í
kringum þær.“
Miðasalan tekur kipp síðustu vikuna
Segir Innipúkann ekki rekinn með gróðahugsjónina að leiðarljósi Vilja ekki stækka til að missa
ekki notalega andrúmsloftið Veðurspá og vinahópurinn virðast ráða hvert fólk vill fara
Morgunblaðið/Steinn Vignir
Stjörnur Meðal margra framúrskarandi listamanna á Innipúkanum í ár má nefna organkvartettinn vinsæla Apparat.
Morgunblaðið/Ernir
Spes „Við höldum okkar verslunarmannahelgi hátíðlega á allt öðrum for-
sendum en flestir aðrir,“ segir Svavar Pétur um andann á Innipúkanum.
Ekki er mikið um aukatekjulindir í
kringum Innipúkann og í ár er látið
duga að rukka hátíðargesti um
4.500 kr. fyrir þriggja daga passa.
„Veitingamenn á hverjum stað selja
pulsur og gera það á eigin for-
sendum. Sú sala sem við höfum ver-
ið með á tónleikasvæðinu hefur
helst verið á prentuðum bolum sem
hafa þá alltaf selst upp og eru í dag
oðrnir að nokkurs konar safn-
gripum,“ segir Svavar.
Bolirnir orðnir
safngripir
Teymið á bak við Innipúkann er
ekki í fullu starfi við skipulagn-
ingu hátíðarinnar heldur segir
Svavar Innipúkann aðeins eitt
af mörgum verkefnum sem ein-
staklingar innan hópsins standa
að og er þar margt í gangi í
einu. „Við byrjum kannski fjór-
um mánuðum fyrir sjálfa hátíð-
ina að plotta og hittast. Inn í
undirbúningstímann koma sum-
arfríin og oft höldum við sam-
bandi yfir netið og notum Skype
til að funda á milli sumar-
bústaða. Hver og einn tekur svo
að sér ákveðið hlutverk; á með-
an einn getur verið að safna
styrktaraðilum fellur það í hlut
annars að skipuleggja tónlistar-
dagskrána.“
„Skæpa“ á milli
sumarbústaða
FJÖGURRA MÁNAÐA
UNDIRBÚNINGSVINNA
Stórar hjarðir jafnt ungra sem aldinna
halda út á land í sumar til að skemmta
sér á útihátíðum. Bjarni Guðjónsson,
verslunarstjóri hjá Ellingsen, segir að
salan á útileguvarningi fari yfirleitt vel
af stað í byrjun júní. „Við fórum samt
seinna í gang í ár en venjulega því
sumarið kom seint. Um leið og sum-
arblíðan kom um miðjan júní varð nóg
að gera.“
Eldri viðskiptavinirnir segir Bjarni
að leiti meira í þægindi húsvagnsins,
fellihýsisins og tjaldvagnsins en þeir
yngri velji að hafa tjaldið sína bæki-
stöð á tónlistar- og bæjarhátíðunum.
„Yngra fólkið er þá að leita að tjöldum
sem eru bæði ódýr og rúmgóð. Vinsæl-
asta tjaldið okkar er með svefnpláss
fyrir 2-3 og kostar í kringum 20.000 kr.
Raunar hefur salan á því tjaldi gengið
svo vel að það er uppselt eins og stend-
ur en við eigum von á nýrri sendingu
strax eftir helgi.“
Sum nánast sjálf-tjaldandi
Bjarni segir Ellingsen ekki selja „ein-
nota tjöld“ eins og það er kallað og
jafnvel þótt verðinu sé stillt í hóf ættu
tjöldin, sem framleidd eru af banda-
ríska fyrirtækinu Coleman, að geta
enst lengi. Ef fólk er ekki of hrifið af
fyrirhöfninni við að setja tjaldið upp og
taka það svo niður aftur segir Bjarni
hægt að skoða þann möguleika að fara
frekar upp í verðflokki. „Dýrari tjöldin
hjá okkur eru nánast sjálf-tjaldandi,
og burðarstangirnar eru þræddar á
sinn stað. Það tekur þá enga stund að
tjalda eða pakka saman, og þarf varla
nema að reka niður hælana.“
Salan er líka góð á ýmsum auka-
hlutum til að gera ferðalagið þægi-
legra. „Það þarf auðvitað góðan svefn-
poka og dýnu. Síðan virðist okkur
alltaf takast að klára lagerinn af tjald-
hiturum, sama hvað við kaupum mikið
inn,“ segir Bjarni en um er að ræða
hitara sem tengdir eru við 2 kg gaskút,
komið fyrir í fortjaldinu, og sjá þá til
þess að engum þarf að vera of kalt ef
hátíðarveðrið er ekki með allra besta
móti.
Engir blautir bakhlutar
Í svefnpokunum er hægt að velja um
allt frá ódýrum og einföldum pokum
upp í dúnsvefnpoka sem kosta um og
yfir 70.000 kr. Þó að ástin sé oft við
völd á útihátíðunum segir Bjarni ekki
mikið sótt í pokana sem geta haldið
hlýju á tveimur í einu.
Ein vara hefur þó rutt sér rækilega
til rúms á síðustu árum og er nánast
að verða skyldueign fyrir útihátíða-
unnendur. „Sjóbuxurnar hafa verið að
sækja mikið á og seldust í töluverðu
magni í fyrra. Þetta eru sömu buxur
og men nota um borð á fisk-
veiðiskipum og með þeim getur fólk
verið nokkuð öruggt um að haldast
þurrt, og vera ekki með blautan bak-
hluta í Brekkusöngnum.“ ai@mbl.is
Sjóbuxurnar eru orðnar ómissandi
Mest sótt í ódýrari og rúmgóðu tjöldin fyrir útihátíðirnar Tjaldhitarar vinsælir en minna selst
af tveggja manna svefnpokum Vel hægt að hafa þægindi eins og sjónvarp með dvd í útilegunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Klárar Það er vissara að vera rétt búinn áður en haldið er af stað á útihútið.
Þessum spræku stúlkum var ekkert að vanbúnaði þegar haldið var til Eyja.
Útihátíðin þarf ekki að vera mikil
þraut og þjáning ef rétti búnaður-
inn er með í för. Liðin er sú tíð að
útilega kalli á það að verða viðskila
við lúxus borgarlífsins. Ellingsen er
með mikið úrval af ríkulega útbún-
um fellihýsum og húsvögnum þar
sem allt er til alls. „Kælibox eru
alltaf vinsæl, og sérstaklega þau
sem hægt er að stinga í samband.
Svo erum við að sjá góða sölu á
sjónvörpum sem tengja má við 12
votta straum og eru með inn-
byggðan dvd-spilara. Það er erfitt
að vera ekki vinsælasti maðurinn á
tjaldsvæðinu með eitt slíkt.“
Hægt að hafa
allt til alls