Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Sigkatlar Ómar Ragnarsson flaug í gær yfir Mýrdalsjökul og myndaði nýjustu listaverk móður náttúru en það eru sigkatlar þeir sem myndast hafa í Kötlu eftir hræringar undanfarinna missera.
Ómar Ragnarsson
Hinn 18. júlí 1961
stofnaði fjölmennur hóp-
ur ungra manna úr
þremur stjórn-
málaflokkum samtökin
Varðberg, félag ungra
áhugamanna um vest-
ræna samvinnu. Í frá-
sögn Morgunblaðsins af
stofnfundinum segir að
hinn „fjölmenni og öfl-
ugi fundur“ sýni „ein-
hug hins unga fólks í að
berjast fyrir lýðræðishugsjónum vest-
rænna menningarþjóða“. Þá sagði í
frétt blaðsins að á fundinum hafi sam-
einast menn, sem annars væru í ólíkum
stjórnmálaflokkum, til baráttu gegn
þeim öfgastefnum og flokkum sem nú
væru við lýði hér á landi.
Morgunblaðið sagði að nafn félagsins
Varðberg bæri vott þeim einbeitta
ásetningi félagsmanna að standa vörð
um lýðræðislega stjórnarhætti í sam-
starfi við þær menningarþjóðir sem
okkur væru skyldastar. Aðalmarkmið
félagsins væru: að efla skilning meðal
ungs fólks á Íslandi á gildi lýðræðis-
legra stjórnarhátta, að skapa skilning á
mikilvægi samstarfs lýðræðisþjóðanna
til verndar friðinum, að vinna gegn
öfgastefnum og öfgaöflum og mennta
og þjálfa unga áhugamenn í stjórn-
málastarfsemi með því að afla glöggra
upplýsinga um samstarf og um mark-
mið og starf Atlantshafsbandalagsins
svo og að aðstoða í þessum efnum sam-
tök og stjórnmálafélög ungs fólks sem
starfa á grundvelli lýðræðisreglna.
Guðmundur H. Garðarsson við-
skiptafræðingur hafði haft forgöngu
um stofnun Varðbergs og varð hann
fyrsti formaður félagsins sem nú hefur
starfað í 50 ár og lagt mikið af mörk-
um til að styrkja stöðu Íslands í sam-
félagi þjóðanna og þátttöku þjóðar-
innar í samstarfi undir merkjum
Atlantshafsbandalagsins (NATO) og í
varnarsamstarfi við Bandaríkin.
Aðstæður voru allt aðrar á íslensk-
um stjórnmálavettvangi árið 1961 en
nú. Þá töldu ungir menn í Alþýðu-
flokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæð-
isflokki ástæðu til að árétta samstöðu
sína gegn Alþýðubandalaginu og öðrum
sem börðust fyrir úrsögn Íslands úr
NATO og slitum varn-
arsamstarfsins við Banda-
ríkin með því að stofna
Varðberg í framhaldi af því
að Samtök um vestræna
samvinnu höfðu verið
stofnuð þremur árum áður
með sambærilegt markmið.
Í desember á síðasta ári,
2010, var ákveðið að sam-
eina þessi tvö félög undir
nafninu: Varðberg, samtök
um vestræna samvinnu og
alþjóðamál. Þótt stjórn-
málabaráttan á heimavelli
sé á annan veg en fyrir 50 árum og
staða öryggismála í okkar heimshluta
hafi tekið á sig gjörbreytta og betri
mynd með hruni Sovétríkjanna fyrir
20 árum er enn þörf fyrir umræður á
innlendum vettvangi um stöðu Íslands
á alþjóðavettvangi með öryggishags-
muni lands og þjóðar að leiðarljósi.
Atlantshafsbandalagið hélt hér úti
upplýsingaskrifstofu í tæpa hálfa öld
þar til henni var lokað á síðasta ári.
Samtök um vestræna samvinnu og
Varðberg nutu góðs af samstarfi við
þá sem störfuðu á skrifstofunni.
Með þessum orðum vil ég minna á
mikilvægt starf Varðbergs í áranna
rás og fagna því að markmið félagsins
um að standa vörð gegn framgangi
öfgastefna hefur skilað glæsilegum ár-
angri. Jafnframt vil ég þakka Guð-
mundi H. Garðarssyni og öllum öðrum
sem hafa lagt ómetanlegan skerf af
mörkum í þágu hinnar sígildu stefnu
sem mótuð var í upphafi og ráðið hef-
ur störfum félagsins í hálfa öld.
Eftir Björn
Bjarnason
»… vil ég minna á mik-
ilvægt starf Varð-
bergs í áranna rás og
fagna því að markmið fé-
lagsins um að standa
vörð gegn framgangi
öfgastefna hefur skilað
glæsilegum árangri.
Björn
Bjarnason
Höfundur er formaður Varðbergs,
samtaka um vestræna samvinnu
og alþjóðamál.
Varðberg í 50 ár
Reykjavíkurborg
hefur ekki enn skilað
þriggja ára fjárhags-
áætlun til ráðuneytis
sveitarstjórnarmála
eins og henni bar að
gera í febrúar síðast-
liðnum. Óviðunandi er
að þannig sé staðið að
málum hjá lang-
stærsta sveitarfélagi
landsins og hætta er
á að borgin verði lát-
in sæta viðurlögum
vegna óhæfilegs dráttar.
Í 63. grein sveitarstjórn-
arlaga er kveðið á um að ár-
lega skuli leggja fram og sam-
þykkja þriggja ára áætlanir
um rekstur, framkvæmdir og
fjármál sveitarfélaga. Skal
áætlunin vera afgreidd af
sveitarstjórn (borgarstjórn
Reykjavíkur) innan tveggja
mánaða frá afgreiðslu árlegrar
fjárhagsáætlunar.
Fjárhagsáætlun Reykjavík-
urborgar var afgreidd 15. des-
ember og hefði borgarstjórn
því átt að fjalla um og afgreiða
umrædda þriggja ára áætlun
um miðjan febrúar. Öll ná-
grannasveitarfélögin hafa fyrir
löngu skilað inn sinni áætlun
en ekkert bólar á henni hjá
Reykjavíkurborg.
Þýðing þriggja
ára áætlunar
Fjárhagsáætlun, þriggja ára
áætlun og ársreikningur eru
mikilvægustu plöggin í fjár-
málastjórn sveitarfélaga.
Gegna þessi plögg lykilhlut-
verki við eftirlit stjórnarráðs-
ins gagnvart sveitarfélögum
enda er mikil áhersla lögð á að
þau séu afgreidd með réttum
hætti og send ráðuneytinu.
Slíkar áætlanir eru líka mik-
ilvæg vinnugögn fyrir kjörna
fulltrúa og embættismenn,
halda vegna þessarar tilfærslu
enda skiluðu þau flest af sér
þriggja ára áætlun á fyrstu
mánuðum ársins. Ekki má
heldur gleyma því að Reykja-
víkurborg hefur áður tekið á
móti verkefnum frá ríkinu án
þess að það hafi komið niður á
áætlanagerð sveitarfélagsins
og lögbundnum skilum á gögn-
um til ráðuneytis sveit-
arstjórnarmála.
Verkstjórnin í Ráðhúsinu
Þriggja ára áætlunin, eða
öllu heldur skortur á henni, er
því miður ekki eina klúðrið í
Ráðhúsinu undir verkstjórn
þeirra Dags og Jóns. Í liðnum
mánuði áminnti Kauphöllin
Reykjavíkurborg fyrir að
greina ekki frá milljarða lán-
veitingu til Orkuveitunnar í
samræmi við reglur. Á svip-
uðum tíma var einnig greint
frá því að ESA, Eftirlits-
stofnun EFTA, rannsaki hvort
lánveitingar Reykjavík-
urborgar til Orkuveitunnar
brjóti í bága við EES-
samninginn.
Fleira mætti nefna. En aug-
ljóst er að dæmin hrannast
upp í Ráðhúsinu þar sem hags-
munir Reykvíkinga líða fyrir
lélega verkstjórn borgarstjórn-
armeirihluta Samfylking-
arinnar og Besta flokksins.
sem vinna að
fjármálum
sveitarfélaga.
Síðast en ekki
síst eru slíkar
áætlanir mik-
ilvægar út frá
lýðræðislegu
sjónarmiði, í
þeim fá al-
menningur og
fjölmiðlar upp-
lýsingar um
stefnumörkun
Reykjavík-
urborgar í
fjármálum sem
og ýmsir aðilar, sem eru í fjár-
málalegum samskiptum við
borgina. Mikilvægt er að
þriggja ára áætlun liggi fyrir
þegar vinna við fjárhagsáætlun
næsta árs hefst og með því að
afgreiða hana ekki hefur sú
vinna verið sett í uppnám.
Vinnubrögðin í þessu máli
eru táknræn fyrir þá upplausn
og óvönduðu vinnubrögð, sem
tíðkast nú í Ráðhúsi Reykja-
víkur undir stjórn Jóns Gunn-
ars Kristinssonar og Dags B.
Eggertssonar. Aldrei áður hef-
ur vinna við þriggja ára áætl-
un tafist svo að ekki hafi náðst
að samþykkja hana fyrir sum-
arleyfi borgarstjórnar. Í raun
má deila um hvort rétt hafi
verið að senda borgarstjórn í
sumarleyfi með þessa áætlun
ófrágengna.
Ótrúverðugar
skýringar
Dagur B. Eggertsson, for-
maður borgarráðs, segir að
töfin stafi af yfirfærslu á mál-
efnum fatlaðra frá ríki til
borgar um síðustu áramót. Í
þessu sambandi má benda á að
það var ekki bara Reykjavík,
sem tók við þessum málaflokki
frá ríkinu, heldur öll önnur
sveitarfélög landsins. Er ekki
vitað til þess að önnur sveit-
arfélög hafi þurft á fresti að
Eftir Kjartan
Magnússon »Dæmin hrannast
upp í Ráðhúsinu
þar sem hagsmunir
Reykvíkinga líða fyr-
ir lélega verkstjórn
meirihluta Samfylk-
ingar og Besta
flokksins.
Kjartan
Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi.
Meirihluti borgarstjórnar
klúðrar þriggja ára áætlun