Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala
Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja
eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5, 105 Rvk
533 4200
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
Ófeigur hét maður
Ófeigsson ættaður af
Suðurnesjum. Hann
var læknir að mennt og
vann sér sess í sögunni
þegar rannsóknir hans
á kælimeðferð bruna-
sára voru kynntar í við-
urkenndum erlendum
læknatímaritum.
Góðar hugmyndir
eru gjarnan einfaldar í
eðli sínu og kveikjan að vinnu Ófeigs
var húsráð sem móðir hans trúði á. Á
þeim tíma voru húsráð ekki hátt met-
in í læknisfræði enda af flestum álitin
kerlingabækur. Húsráð húsfreyj-
unnar af Vatnsleysuströnd dugir þó
vel og er enn, hálfri öld frá kynningu,
helsta ráð við húðbruna hér á landi.
Kælingu hefur síðan einnig verið
beitt sem úrræði vegna ýmissa ann-
arra áverka. Telst það eðlileg þróun í
heimi sem sífellt leitar betri lausna.
Ófeigur er dæmi um mann sem hefur
áhrif á gang sögunnar. Franski
mannfræðingurinn Claude Lévi-
Strauss taldi verkfræðilegt hugvit
ráða sögulegri þróun. Í kenn-
ingasmiðju Lévi-Strauss er Ófeigur
verkfræðingur, þ.e. ingénieur. And-
stæða sögulegrar þróunar sam-
kvæmt Lévi-Strauss er goðsögnin.
Hún lifir innan sögunnar í hóphegðun
manna sem Lévi-Strauss kallar
bricoleur eða reddara, þ.e. þeir sem
nýta það sem til fellur en bæta engu
við. Flúr og fettur í stað nýsköpunar
verða þá heimkynni reddarans. Lévi-
Strauss gerir ekki upp á milli þessara
tveggja manngerða. Báðar þjóna til-
gangi í samfélagi manna þar sem að-
eins önnur skapar hreyfingu í annars
stöðnuðu umhverfi. Þegar viðhorf
reddaranna eru alls ráðandi stöðvast
framrás sögunnar og samfélagið leit-
ar sér skjóls í goðsögninni. Þessi
stöðnun var á yfirgripsmikinn hátt
dregin fram í umfjöllun Morg-
unblaðsins fyrir skömmu þar sem
reddarinn fékk að baða sig í sviðsljós-
inu.
Á heilli opnu í blaðinu var redd-
arinn hafinn til vegs og virðingar þar
sem bruna-„Sárið í hjarta Reykjavík-
ur [var sagt] gróið“. Myndasmiðir
blaðsins lögðu sig fram um að gera
frásögnina sem glæsilegasta og unga
blaðakonan sem vann greinina var
svo stálheppin að ná tali af „hæst-
ánægðum“ vertum og vinnukonum
sem dásömuðu framkvæmdirnar.
Þakklátar eflaust örlátum borg-
arfulltrúum fyrir að skaffa húsnæði á
niðurgreiddu verði til að stunda sína
starfsemi. Því verður ekki neitað að
umhverfið við suðurenda Lækj-
artorgs er snöggt um snyrtilegra en
meðan framkvæmdirnar stóðu yfir,
en telji menn að þarna sé verið að
varðveita minjar vaða þeir í villu og
reyk. Verður ekki séð að munur sé á
þessari „varðveislu“ og því sem dreg-
ur túrista í flokkum til Hafnarfjarðar
í leit að vöskum víkingum á Fjöru-
kránni. Íslenskri menningarelítu til
mikillar armæðu. Engu að síður
stendur þessi sama elíta í fylking-
arbrjósti reddaranna sem tjasla nú
saman fortíð sem aldrei var, svo
koma megi í veg fyrir að Reykjavík
fái nokkurn tímann risið undir nafni
sem höfuðborg.
Gaman væri að sjá framan í þann
arkitekt sem gangast
vill við þessum ósköp-
um. Grunar mig að hver
muni þá vísa á annan og
miklu púðri eytt í að
dásama fagmennsku ís-
lenskra iðnaðarmanna
(sem er jú óumdeild).
En orðskrúð fær ekki
réttlætt þetta bygging-
arsögulega stórslys þar
sem hvert stílformið
treðst um annað; tittir
og turnar, flísar og fuln-
ingar, bíslög og bindingsverk hvert
ofan á öðru. Aðeins eitt þessara húsa
á rétt á sér í nútímaborg, en það er
hið endurreista Nýja bíó. Þetta hús
er hins vegar vandlega falið á bak við
bindingsverkið sem tekur upp allt
það rými sem nýta hefði mátt fyrir
torg. Borgarbúum til gleðiauka.
Þetta sérstaka staðarval síðmiðalda í
miðbæ Reykjavíkur útheimtir nú
stálgrindarhlið og ramma lása svo
koma megi í veg fyrir næturlangar
nauðganir í húsagarði „lands-
yfirréttar“.
Allt þetta og meira til leiddi frá-
sögnin í blaðinu fram. Hins vegar var
engin tilraun gerð til að grafast fyrir
um orsök slysins. Hvergi minnst á
óttann við pólitíska framtíð sem fékk
reddarana til að hjúfra sig upp að for-
tíðarþrá Ólafs F. og veita honum völd
langt umfram fylgi. Þessi ótti náði
fullum hæðum eftir bankahrunið þeg-
ar reddararnir kusu yfir sig rík-
isstjórn afdankaðrar hugmyndafræði
sem nú er jafnvel að takast að draga
máttinn úr sprekasöfnurum sínum. Í
tilraun til að hrista af sér óværuna
kusu svo Reykvíkingar að fullkomna
goðsögn Lévi-Strauss og ganga tót-
emismanum meðvitað á hönd. Redd-
ararnir stilltu upp andstæðunum
„náttúru“ (hið villta, góða) gegn
„borg“ (hið skipulagða, illa) og fengu
út synthesuna Besta flokkinn. Fyr-
irbæri sem reynst hefur hvorki flokk-
ur né bestur; aðeins hræddar sálir
sem fela getuleysi sitt í trúðslátum og
trumbuslætti.
Arfur heybrókanna er nú öllum
sýnilegur. Frá „brunasárinu“ við suð-
urenda Lækjartorgs má virða fyrir
sér stórhug horfinna kynlóða; húsin
sem réttlæta staðsetningu höf-
uðborgar í landnámi Ingólfs. Gamla
Þjóðskjalasafnið og Þjóðleikhúsið
voru stórvirki sem risu meðan þjóðin
átti ekki bót á brók sína. Hæstiréttur,
Arnarhváll og Seðlabankinn mynda
svo tengingu við Hörpu sem rís eins
og Venus úr froðu hafsins. And-
spænis þessu er svo framlag redd-
aranna til byggingarsögunnar; gervi-
veröld gengins tíma. Lokun gatna er
nú stórviðburður og opnun þeirra aft-
ur enn stærri. En ófeigir finnast eng-
ir í ríki reddaranna.
Sagan og
goðsögnin
Eftir Ragnhildi
Kolka
Ragnhildur Kolka
»Uppbygging bruna-
reitsins er ekki
varðveisla minja heldur
gerviveröld gengins
tíma. Grindverk getu-
leysis byrgir reddur-
unum sýn til framtíðar-
innar.
Höfundur er lífeindafræðingur.
Þegar skoðaðar eru
tölur frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófasts-
dæma má sjá að bálför-
um hefur stórlega
fjölgað á síðustu árum.
Það er því eðlilegt að
huga að umbúnaði okk-
ar hinstu jarðnesku
leifa, um leið og þessi
nýja jarðsetningarleið
færist í vöxt. Þau duft-
ker sem fást hér á landi
eru innflutt og af nokkrum gerðum.
Fyrir um áratug keypti ég eitt slíkt
og fannst liggja beinast við að hafa
það úr vistvænu efni. Mig undraði að
ekki skyldu fást duftker úr íslensk-
um viði þar sem þá þegar var að
skapast þörf fyrir úrvinnslu á timbri
úr íslenskum skógum.Á und-
anförnum áratug hefur sú hugmynd
lifað með mér, að fátt væri betur við-
eigandi en að jarða sína nánustu í
umbúnaði úr íslenskum skógum og
að duftker væru tilvalin í þeim efn-
um. Til þeirra þarf ekki sama við-
armagn og í líkkistu og þau þurfa
mun minna rými í kirkjugarði. Þegar
svo er komið að margir af elstu
kirkjugörðum okkar eru fullgrafnir,
er því einnig tímabært að huga að
landnýtingarsjónarmiðum og sjálf-
sagt að huga að þeirri hagkvæmni að
hafa marga í minni reit.
Hér geta því hæglega farið saman
þau góðu gildi; hófsemi og nýtni, að
vitbættri þeirri vistvænu sýn að nota
forgengilegt efni af okkar eigin
landi. Nú stendur yfir Alþjóðlegt ár
skóga. Af því tilefni þykir tilvalið að
hvetja til smíði duft-
kera úr íslenskum viði.
Það er verðugt að
rækta tré sem eiga eft-
ir að breytast í umbún-
að um ástvini fólks – og
viðeigandi að halda á
lofti þeim góðu gildum
sem við rifjuðum upp
eftir „hrunið“. Á vef
ársins www.ar-
skoga2011.is stendur
nú yfir kynning á sam-
keppni um gerð duft-
kera úr íslenskum
skógviði.
Skógræktendur um land allt
hvetja hagleiksmenn og -konur til að
kynna sér keppnina og taka þátt.
Vinningar eru ekki af verri end-
anum. Ef vel tekst til munum við
geta notið afrakstursins, bæði lífs og
liðin. Með íslenskum duftkerum
sparast gjaldeyrir og landrými, um
leið og nýting íslenskra skóga verður
betri en hingað til. Þá gætu sem best
einhver störf orðið til í kjölfarið, ef
vel tekst til. Kerin má gera úr grönn-
um eða sverum trjástofnum. Allt eft-
ir efniviðnum. Þau geta verið gróf-
gerð eða fíngerð, með trjáberki eða
án og mismunandi unnin á allan hátt.
Frelsi til sköpunar er því leið-
arljós keppninnar – og allir eiga
möguleika á að láta ljós sitt skína.
„að jörðu skaltu aftur verða…“
Eftir K. Huldu
Guðmundsdóttur » Það er eðlilegt að
huga að umbúnaði
okkar hinstu jarðnesku
leifa, um leið og fjöldi
bálfara færist í vöxt.
Karólína Hulda
Guðmundsdóttir
Höfundur er skógar- og kirkjubóndi,
Fitjum Skorradal.
Mannskepnan kom
seint fram og er ekki
búin að vera ýkja lengi
á jörðinni sé horft til
ýmissa forvera hennar
í þróuninni. Hins vegar
hefur hún erft ýmislegt
frá þeim eins og hend-
urnar frá öpunum, hár-
ið frá köttunum og út-
limina frá
skjaldbökunum. Ein-
hver skilgreindi hana síðan sem
þrasgefna og árásargjarna dýrateg-
und.
Á steinöld og mörgum árþús-
undum fyrr er talið að með-
alævilengd mannsins hafi ekki verið
lengri en 15-17 ár. Á tímum Róm-
verja og Grikkja er meðalævilengdin
orðinn 22 ár. Fyrir 2.000 árum er
áætlað að ríflega 320 milljónir
manna hafi verið á jörðinni en eru nú
um 7.000 milljónir og fjölgar ógn-
vænlega hratt. Nokkru eftir mið-
aldir er meðalævilengd kominn í 30
ár í nokkrum löndum Evrópu. Er
svartidauði geisaði á 14. öld er talið
að um helmigur íbúa Evrópu hafi
látist, en þá dó einkum fólk með
veiklað ónæmiskerfi. Sama skeði
með bóluna og berklana á 18. og 19.
öld. Þeir sem lifðu af þessar skæðu
plágur voru því einkum ein-
staklingar með sterkt ónæmiskerfi
og tók þá meðalævin að lengjast
hratt eftir það, fyrst í þróunar- og
iðnaðarlöndunum. Sýklalyfin hafa
bara rúmlega hálfrar aldar sögu og
áttu því lítinn þátt í að lengja með-
alævina fyrst í stað. Það sem í dag,
eftir að barnadauða er að mestu út-
rýmt, hefur mest áhrif á með-
alævilengdina eru slys, smit-
sjúkdómar og aðrir krónískir
sjúkdómar. Inflúensa smitar 10-20%
heimsbyggðarinnar ár hvert og
dregur til dauða allt að hálfa milljón
manna árlega. Skæðari inflúensur
sýkja 30-50% á heimsvísu og er
spænska veikin frá
1918 dæmi um slíka
skæða flensu, en um 50
milljónir dóu úr henni
að talið er. Við, sem
náum háum aldri í dag,
eigum flest fullt í fangi
með að halda í heils-
una. Engin töfraform-
úla virðist til!
Ein aðalfrumþörf
okkar er næring til að
viðhalda líkams-
starfseminni. Hér er
maðurinn verr settur
en ýmis önnur lífsform sem hafa náð
velgengni í fjölgun og útbreiðslu
með því að melta næringuna utan við
líkama sinn og taka bara þau réttu
og nauðsynlegu efni til sín. Við neyð-
umst til að neyta fæðunnar með
ýmsum aðskotaefnum, eiturefnum
og sýklum til að fá þau efni sem við
þurfum. Þetta gerir okkur erfitt fyr-
ir við að halda fullri heilsu og sífellt
meira þarf heilsugæslan að koma
okkur til hjálpar, sér í lagi eftir því
sem ævin lengist. Mannkynið sér
þegar fram á vandamál með að
brauðfæða sig vegna offjölgunar og
vaxandi fátæktar sem er oft vegna
skorts á tækifærum til að sjá sér far-
borða.
Sé litið 100 ár til baka hér á landi
má sjá að matarkostnaður sem er í
dag um einn sjöundi útgjalda með-
alheimilis var margfalt meiri fyrr-
um, en húsnæðiskostnaður hefur
meira en tvöfaldast og kostnaður við
bílinn bæst við. Sem sé efnisgæðin
hafa í dag margfaldan forgang pen-
ingalega fyrir fæðunni og stjórna
ferðinni.
Fyrir 100 árum var maturinn að
mestu óunninn og rotvarinn á ein-
faldan hátt, loftþurrkun, söltun og
niðurlagður í mjólkursýru og oft
neytt ferskari en í dag enda engir ís-
skápar sem hafa orðið almennings-
eign síðustu 50 árin. Nú er maturinn
að miklu leyti unninn í fjöldafram-
leiðslu, sviptur snefilefnum og víta-
mínum, rotvarinn með efnum og
stundum bragðbættur með vara-
sömum aðskotaefnum, oft innfluttur
og langgeymdur, frystur eða kæld-
ur, niðursoðinn eða niðurlagður,
stundum bæði efna- og sýklameng-
aður. Það sem gerir hann þó ódýran
er magnframleiðslan. Þessi bylting í
matvælaframleiðslu og framboði
gerir hverjum og einum erfitt að sjá
líkama sínum fyrir þeim 90-100
nauðsynlegu efnum í réttum hlut-
föllum. En það er einmitt ein albesta
tryggingin til að halda í heilsuna og
um leið ónæmiskerfinu vel starfandi
er að komast hjá vannæringu nauð-
synlegra fæðuefna. Þeir svartsýn-
ustu eru þeirrar skoðunar að haldi
matarþróunin áfram á þessari braut
sem er næsta einsýnt vegna örrar
fjölgunar mannkynsins eigi það eftir
að koma mannkyninu í koll og muni
hreinlega tortíma því að lokum.
Þótt meðalævi sé aldrei lengri en í
dag víðast hvar, hefur þessi þróun
einkum orðið sýnileg síðustu 100-150
árin. Ekki er gefið að mataræðið sé
forsenda langrar meðalævi en það
getur átt stóran þátt í góðri heilsu.
Vannæring veldur hins vegar stytt-
ingu ævinnar. Það bendir því flest til
þess að um tvo kosti kunni að vera
að velja í framtíðinni til að halda í
heilsuna: Velja hollt en dýrt mat-
aræði eða ódýrara verksmiðjuunnið
mataræði með vaxandi aukakostnaði
við heilsugæsluna vegna afleiðinga
þess. Okkar er því víst valið!
Að halda í heilsuna, það
dýrmætasta sem við eigum
Eftir Pálma Stef-
ánsson » Að halda í heilsuna
er erfitt vegna þró-
unar matvælafram-
leiðslu. Unninn matur
er ódýr en við þurfum
þá hjálp frá heilsugæsl-
unni sem tekur sinn toll.
Pálmi Stefánsson
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum.
Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna
starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við-
burði, svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum.
Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar
sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerf-
ið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Móttaka aðsendra greina