Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALMA ANNA ÞÓRARINSSON,
f. Thorarensen,
læknir,
síðast til heimilis að
Laugarásvegi 36,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 9. júlí,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 19. júlí
kl. 13.00.
Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir,
Oddur Carl G. Hjaltason, Ingibjörg H. Jakobsdóttir,
Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson,
Hrólfur Hjaltason,
Gunnlaug Hjaltadóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir, amma og langamma,
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Grænlandsleið 44,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi laugar-
daginn 9. júlí.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 19. júlí kl. 13.00.
Magnús Ingvarsson, Anna Dóra Steingrímsdóttir,
María Kristín Ingvarsdóttir, Páll Sveinsson,
Bjarni Þór Ingvarsson, Ruth Irene Thorkildsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Sigurveig Ein-arsdóttir fædd-
ist á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð 18.
september 1927.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
10. júlí 2011.
Sigurveig var
dóttir Einars Að-
albergs Sigurðs-
sonar og Dagnýjar
Einarsdóttur, f. 16.
janúar 1901, d. 1968. Alsystkini
Sigurveigar voru: Guðlaug, hús-
móðir, dáin. Rósamunda, hús-
móðir, dáin. Garðar, sjómaður,
dáinn. Birna, húsmóðir, dáin.
Ingi, sjómaður, dáinn. Einína,
húsmóðir, dáin. Hálfbróðir Sig-
urveigar samfeðra
er Einar Björn Ein-
arsson, skipstjóri,
búsettur á Höfn í
Hornafirði. Hálf-
bræður Sigur-
veigar sammæðra
eru Hallsteinn Frið-
þjófsson, búsettur í
Reykjavík, og Vífill
Friðþjófsson, sjó-
maður, búsettur á
Seyðisfirði.
Sigurveig lætur eftir sig eina
dóttur, Kolbrúnu, og þrjú
barnabörn.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 18. júlí
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku mamma, ég veit ekki
hvar ég á að byrja eða hvað ég á
að skrifa. Núna sit ég í íbúðinni
við eldhúsborðið með tölvuna
fyrir framan mig. Sit á þínum
stað sem þér líkaði best að sitja
til að geta séð út.
Þegar ég fékk símtalið á milli
jóla og nýárs sem bar þau tíð-
indi að þú hafir greinst með
krabbamein vissi ég ekki hvað
ég átti af mér að gera, heyrði að
þú varst grátandi og baðst mig
að koma heim frá Noregi. Ég
sagði þér að ég kæmi með
fyrsta flugi heim og lofaði þér
að ég ætlaði að standa við þína
hlið í gegnum þetta. Ég vona,
mamma, að ég hafi gert það, ég
reyndi að gera mitt besta fyrir
þig svo að þér liði sem best.
Við áttum saman tvo og hálf-
an yndislegan mánuð sem við
notuðum til að tala, hlæja og
ekki minnst gráta saman, því
báðar vissum við hvað beið okk-
ar og sá dagur rann upp hinn
10. júlí. Mikið er ég fegin að við
vorum búnar að tala saman um
hvernig þú vildir hafa þennan
dag. Við erum hérna öll með þér
í dag.
Ég, Íris, Hrafnhildur og Øy-
vind vorum búin að eiga með
þér eina yndislega viku áður
enn þú kvaddir. Matti komst
ekki til Íslands með okkur en
hann er kominn núna.
Þó ég hefði flust út til Noregs
héldum við alltaf góðu sambandi
og þú varst mjög dugleg að
koma í heimsókn til okkar, þú
komst í allar fermingarnar til
barnanna minna, þú lagðir á þig
langt ferðalag til að geta verið
með hverjum og einum af þeim
á fermingardaginn. Er ég þér
innilega þakklát fyrir það.
Þegar við komum heim í
heimsókn var það aldrei spurn-
ing hvar við áttum að vera, þú
fórst stundum úr þínu eigin
rúmi fyrir okkur. Heimilið þitt,
sem þú varst búin að gera svo
fallegt í Gullsmáranum, var þinn
staður, þar leið þér alltaf vel.
Í september 1988 misstir þú
manninn þinn, pabba minn, ég
man ennþá hvað þú sagðir þá
við mig um hvað þú hafðir
ákveðið að gera sem ekkja. Þér
tókst mjög vel að venja þig við
lífið eftir hans brottför og alltaf
náðir þú að bjarga þér. Þú varst
ekki sú sem var alltaf að hringja
og biðja um hjálp, fyrst var það
að prófa allt áður og svo
kannski að biðja um hjálp, þú
vildir sem minnst vera upp á
aðra komin og það sagðir þú oft
við mig líka.
Það eru margar góðar stundir
sem við áttum saman bara við
tvær eða öll saman og margar
góðar minningar. Í þessar minn-
ingar ætla ég að halda vel og
gera mitt besta til að Matti, Íris
og Hrafnhildur komi til með að
muna bæði eftir þér og pabba
og að þau geti sagt sínum börn-
um frá ykkur og öllum þeim
góðu minningum sem þau eiga
hvert fyrir sig í gegnum árin.
Elsku mamma, ég veit að þú
varst orðin mjög þreytt og slitin
undir það allra síðasta og nei,
mamma, ég er ekki vond út í þig
fyrir að hafa sofnað þínum
endalega svefni. Þú áttir það
skilið, elsku mamma mín. Ég
mun alltaf hafa bæði þig og
pabba með mér í mínu hjarta
hvert sem ég fer.
Elsku mamma, sofðu vel og
skilaðu góðum kveðjum til
pabba.
Hvíl í friði.
Kolbrún Matthíasdóttir.
Elsku amma okkar, þetta er
okkar kveðja til þín.
Við söknum þín öll mjög mik-
ið. Þú skilur eftir þig stórt skarð
sem engin getur fyllt upp í. Þú
varst alltaf búin að baka appels-
ínukökuna þína þegar við kom-
um í heimsókn til þín, lyktin
barst út á ganginn þegar við
komum út úr lyftunni og kókó-
mjólkin var alltaf ísköld í ís-
skápnum.
Það var eitt af stóru augna-
blikunum þegar við komum til
Íslands. Þú varst ákveðin mann-
eskja en réttlát. Þú varst alltaf
upptekin af því að hafa fínt í
kringum þig og allt átti að vera í
röð og reglu, þetta kenndir þú
mömmu okkar sem hefur svo
kennt okkur.
Hjá þér var alltaf opið fyrir
okkur og þú tókst alltaf vel á
móti okkur þegar við komum til
Íslands. Einu sinni var úrhellis
rigning en heitt úti, þá fórst þú
út á pallinn með sjampó og byrj-
aðir að þvo á þér hárið, því ekk-
ert var eins og náttúruleg
sturta, sagðir þú og brostir.
Amma, þú varst mjög dugleg að
fá okkur og aðra til að brosa og
hlæja. Takk, amma.
Síðasta sumar þegar við vor-
um í heimsókn á Íslandi og vor-
um hjá þér, varst þú alltaf á
spani, út í búð og í göngutúrum,
þú settist ekki oft niður. Að
halda öllu hreinu og fínu í kring-
um þig varst þú dugleg við, en
eitt var smá-vandamál hjá þér
og það var að þú mundir aldrei
hvar þú lagðir gleraugun frá
þér, við hlógum mikið að þessu
saman.
Þegar mamma hringdi í okk-
ur og sagði að þú værir orðin
veik fóru tárin að streyma. Þú
sem varst svo létt á fæti bara
nokkrum mánuðum fyrr og
núna var verið að segja okkur
að amma okkar væri alvarlega
veik.
Þegar við ákváðum að koma
til Íslands, núna í byrjum júlí
var það ekki í okkar huga að
taka með okkur sorgarföt, nei
nei, við vorum ekki á leiðinni til
Íslands í jarðarför það var eitt-
hvað sem tilheyrði framtíðini.
Þegar við sáum þig, elsku
amma, hafðir þú breyst mikið, á
svo stuttum tíma. Þú bara lást í
rúminu og það var ekki erfitt að
sjá að þú varst mjög slitin og
þreytt, við ætluðum ekki að trúa
að þú hefðir breyst svo mikið á
svo stuttum tíma. Amma sem
var morgunhani og byrjaði
hvern dag á að elda sér hafra-
graut og kveikja á útvarpinu.
Svo kom símtalið 10. júlí, þú
varst dáin, því var erfitt að trúa.
Við sátum í bíl á leiðinni til
Reykjavíkur, en urðum að
stoppa til að leyfa tárunum að
streyma. Síðan keyrðum við
áfram og beina leið til þín á
Hrafnistu. Þar áttum við ynd-
islega minningarstund saman
með mömmu og þér, elsku
amma, sem varst svo falleg þar
sem þú lást í rúminu. Þessa
stund munum við öll ávallt
muna.
Það verður svo erfitt að koma
næst til Íslands og í Gullsmára
og vita að þú ert ekki þar, en við
vitum að þú og afi munuð fylgj-
ast með okkur á okkar leið. Við
elskum þig öll, kæra amma, og
söknuðurinn er mikill.
Elsku mamma, við sam-
hryggjumst þér innilega með
þinn missi, við erum hérna fyrir
þig og það veistu.
Hvídu í friði, elsku amma.
Þín barnabörn
Matthías, Sigurveig og
Hrafnhildur.
Úr stórum hópi systkina er
fallin frá föðursystir mín, Sig-
urveig Einarsdóttir. Af systk-
inunum samfeðra er einungis
eftirlifandi Einar Björn Einars-
son en hálfbræður Sigurveigar,
Vífill og Hallsteinn Friðþjófs-
synir, lifa einnig.
Sigurveig, eða Lilla eins og
hún var ætíð kölluð, er órjúf-
anlegur hluti bernskuminninga
minna þegar ég sem strákpolli á
áttunda áratugnum sótti höfuð-
borgina heim á sumrin. Það að
við bræðurnir fengum að fljóta
með á sumrin, en síður á vet-
urna, gerir það efalítið að verk-
um að heimili Lillu, fyrst í Vest-
urbæ Reykjavíkur og síðan í
Garðabænum, er í minningunni
baðað sól og hlýju. Eflaust hefur
það einnig átt við, í óeiginlegri
merkingu, á veturna, en heimili
þeirra Lillu og Matthíasar var
fallegt hreiður samhentra hjóna
þar sem hvergi mátti blett á
nokkru sjá. Lilla tók iðulega á
móti okkur grönn og hnarreist,
sólbrún, ljóshærð og hraustleg,
með sína eilítið hásu rödd og
sína sterku kímni sem var eitt af
aðalsmerkjum hennar. Hjá þeim
var gott að vera; þau ræktuðu
stóra garðinn sinn, í gróðurhús-
inu uxu jafnt rósir sem eplatré.
Matthías dittaði að hlutum í bíl-
skúrnum, þar sem strákguttinn
veitti eftirtekt myndum á veggj-
um og þótti nýstárlegt. Morg-
unverðir og aðrir málsverðir
voru á sínum stað; allt gekk eins
og eftir klukku tveggja sam-
hentra manneskja sem lífið gaf
að hittast til að geta vegið hvort
annað upp og gert úr samvinnu
hjóna í sinni bestu mynd.
Lilla gat verið blátt áfram,
hafði skoðanir á flestum hlutum
og byggði þær skoðanir oft á
réttlátri sýn á lífið. Bakgrunn-
urinn úr æsku, þar sem systk-
inahópurinn var stór og fjöl-
skyldufaðirinn fallinn frá mótaði
vafalaust lífsýn og skoðanir
Lillu og systkina hennar. Virð-
ingin við minningu móður þeirra
var alla tíð augljós þó að ekki
þyrfti að ræða hana mikið; fasið
og þau fáu orð sem féllu þar um
sögðu allt sem segja þurfti.
Móðir þeirra hafði komið á legg
myndarlegum systkinahópi út í
lífið og sannað með útsjónar-
semi, virðingu og manngæsku
að kröpp kjör og fátækt þurfa
ekki að þýða það sama. Öll
systkinin áttu eftir að eiga far-
sælt og gott líf, hvert á sinn
hátt, með óbilandi dugnað að
leiðarljósi, og bindast þéttari
böndum eftir því sem árin liðu.
Það samband systkinanna var
fallegt og missir Lillu af systk-
inum sínum undanfarin ár var
mikill. Með það fór hún ekki
leynt.
Ég er þakklátur Lillu fyrir að
hafa verið sterk tenging við föð-
urfjölskyldu mína. Hún minnti
mig, bróðurson sinn, á það í
sinni sérkennandi blöndu af
gríni og alvöru að ég hefði nú
mátt vera duglegri að vera í
sambandi við hana eftir að faðir
minn lést, fyrir ári. Síðustu árin
hittumst við alltaf á gamlárs-
kvöld og borðuðum með foreldr-
um mínum. Ég sótti þá jafnan
Lillu í Gullsmárann þar sem hún
bjó síðustu árin, við spjölluðum
og hlógum í bílnum og minn-
ingin um þær stundir, sem og
aðrar samverustundir, er hlý.
Lilla var undir niðri hlý þótt
skrápurinn virtist á tíðum harð-
ur.
Ég votta Kollu og fjölskyldu
hennar samúð mína og sendi
mínar hlýjustu þakkir yfir hafið
til allrar föðurfjölskyldu minnar.
Virðing og hlýja munu alltaf
fylgja minningunni um Lillu og
önnur föðursystkini mín.
Viðar Ingason.
Um það leyti sem vinstri um-
ferð var að renna sitt skeið á Ís-
landi, Bítlarnir áttu hug og
hjörtu landsmanna og Ríkissjón-
varpið hafði nýhafið útsending-
ar, fékk sá sem þetta skrifar,
sem þá var lítill snáði, að vita að
hann væri að fara „í fóstur“ til
Lillu og Matta föðurbróður.
Pabbi var í millilandasiglingum
á Fossunum og tók mömmu
stundum með í túra til framandi
landa. Þá fengum við systkinin,
ég, Hjalti Jón og Jóhanna, gott
afdrep hjá ættingjum, ekki síst
hjá þeim heiðurshjónum. Þaðan
eigum við öll góðar og mótandi
minningar – mannbætandi
frændskap og hlýju. Þetta var í
Hlunnavoginum. Áður bjuggu
þau í „sveitinni“ í Kópavoginum.
Fífuhvamminum. Síðar fluttu
Lilla og Matti yfir á Framnes-
veg, næstu götu við saltfiskverk-
un Bæjarútgerðarinnar á Meist-
aravöllum. Þar var Matti sá sem
réð ríkjum.
Flest vorum við frændsystk-
inin í föðurætt minni, sem telja
á annan tug, einhvern tíma í
vinnu hjá Matta. Þar var Lilla
aldrei langt undan enda starfaði
hún þar líka um árabil. Og Jó-
hanna, amma okkar líka. Salt-
fiskur, breiddur á steina úti við,
saltfiskur í hjólbörum, saltfiskur
í stæðum, saltfiskur og aftur
saltfiskur – og síld í tunnum.
Pækill, sterk lykt – svalt loft,
vörubílar, braggar, hjólbörur.
Og hákarl. Ég gleymi ekki
stundunum þegar Matti fór með
mig afsíðis inn í lítinn skúrhjall,
hann tók upp vasahnífinn og
skar í hákarlabeituna, lyktaði og
sagði: „Nú, þetta er bara alveg
afbragð!“ Svo var farið heim í
kaffi og kleinur til Lillu.
Kolbrún kom í heiminn árið
1966 og var augasteinn foreldra
sinna. Ávallt góð vinkona mín.
Þau hjónin fannst mér oft binda
saman föðurættina. Við sóttum
þangað vinnu, upplifðum reynslu
unglingsáranna, kynntumst þar
mörgu merkilegu fólki og það
sóttu gjarnan allir til Matta í
spjall, eða til að fá í soðið.
„Þetta er síld frá Matta,“ var
gjarnan sagt á okkar heimili í
Hvassaleiti. Ég finn það enn í
tali föður míns og Örlygs
frænda, bræðra Matthíasar –
Hulda og Guðmundur eru látin
– hvað þeir eru honum, stóra
bróður, þakklátir fyrir að hafa
aðstoðað Jóhönnu ömmu við að
sjá þeim farborða, ekki síst þeg-
ar amma var ein með öll börnin
og eina mjólkurkú úti í Viðey –
bera ábyrgð á systkinum sínum.
Lilla var eiginkona þessa
frænda okkar en hann lést 1988.
Þegar við fréttum í vetur að
Lilla væri með krabbamein og
Kolla væri komin heim frá Nor-
egi, þá ákváðum við frændsystk-
inin í föðurættinni að hittast.
Það segir kannski eitthvað um
hvað okkur er öllum hlýtt til
þessarar konu í fjölskyldunni –
konunnar sem hafði svo smit-
andi hlátur. Góða nærveru. Það
var gaman að sitja með henni í
Gullsmáranum síðustu mánuð-
ina og rifja upp gamla tíma,
skoða myndir af svipsterkri fjöl-
skyldu. Rifja upp merkilega
sögu. Nú minnast þrjú barna-
börn Lillu, sem komin eru frá
Noregi, og Kolla, móðir þeirra,
Lillu ömmu – konunnar sem ég
mun alltaf minnast þannig að
hún og Matti höfðu á mig mót-
andi og mannbætandi áhrif á
hlýjan hátt.
Óttar Sveinsson.
Sigurveig Einarsdóttir, eða
Lilla eins og við kölluðum hana,
er látin eftir nokkurra mánaða
baráttu við illskeytt krabba-
mein. Lilla var ekkja Matthíasar
Guðmundssonar, móðurbróður
okkar, sem féll frá langt um ald-
ur fram 1988, aðeins 67 ár gam-
all. Lilla var í meðallagi há
kona, grannvaxin, fríð og kvik í
hreyfingum og tali og stutt í
smitandi hláturinn.
Fyrstu minningarnar um
Lillu sem spretta fram í hugann
tengjast henni í hópi móðurfjöl-
skyldu okkar á árunum í kring-
um 1955 til 1960 þegar börn Jó-
hönnu Bjarnadóttur, þau Hulda
móðir okkar, Matthías og Guð-
mundur Guðmundarbörn og
Sveinn og Örlygur Hálfdánar-
synir, höfðu flest um skemmri
eða lengri tíma búsetu í Lang-
holtshverfinu með sínar ungu
fjölskyldur og héldu þétt hóp-
inn. Matti var elstur bræðranna
og var sífellt vakandi yfir vel-
ferð móður sinnar og systkina.
Lilla stóð þétt við hlið hans í
þeirri umhyggju og heimili
þeirra var gott heim að sækja.
Sérstaklega er minnisstæður
ævintýraheimurinn sem heimili
þeirra að Helgafelli við Fífu-
hvammsveg var. Kökurnar
hennar Lillu voru ómótstæðileg-
ar og við minnumst kökudunka
fullra af smákökum, sem hún
færði Jóhönnu ömmu okkar
gjarnan fyrir jólin. Lilla naut sín
vel í þessum systkinahópi og
maka þeirra og barna. Gleði og
sólskin umlykur hana í þessum
minningum.
Matti og Lilla fluttu síðar í
Hlunnavog og urðu þá aftur ná-
grannar okkar. Þar eignuðust
þau Kolbrúnu, sem er einkadótt-
ir Lillu, en Matti átti frá fyrra
hjónabandi Ragnheiði og Magn-
ús. Lilla sinnti móðurhlutverk-
inu af mikilli alúð og naut lífs-
ins. Þau Matti reistu sér hús í
Garðabæ og bjuggu þar í mörg
ár og áttu gott líf saman. Kol-
brún óx úr grasi og kynntist
Óla, síðar eiginmanni sínum, og
börn þeirra voru þeim Lillu og
Matta gleðigjafi.
Skyndilega dró ský fyrir sólu
við fráfall Matta, sem var ynd-
islegur eiginmaður, faðir og afi.
Kolbrún og Óli maður hennar
fluttu síðar til Noregs með
börnin sín þrjú og dvaldi hugur
Lillu mikið hjá þeim. Lilla var
mikill persónuleiki og tók áföll-
um í lífinu af æðruleysi, flíkaði
ekki tilfinningum sínum og hafði
ekki mörg orð um það sem á
hana var lagt. Þegar foreldrar
okkar eltust og heilsu þeirra fór
að hraka sýndi hún þeim mikla
ræktarsemi. Hún gladdi þau
með reglulegum heimsóknum
þar sem oft urðu glaðlegar um-
ræður um fyrri tíma. Það var
alltaf gott að hitta Lillu og
heyra smitandi hlátur hennar.
Við þökkum Lillu fyrir sam-
fylgdina og munum sakna henn-
ar mikið.
Guðmundur Páll og Mar-
grét Ásgeirsbörn.
Okkur þótti það ævintýri lík-
ast að koma í heimsókn til Lillu
og Matta í litla húsið í Fífu-
hvamminum í Kópavoginum. Í
minningunni sjáum við fyrir
okkur fallegan Willisjeppa í
hlaðinu. Hænur og ungar í kofa;
og fiskhjallar Bæjarútgerðar-
innar í næsta nágrenni. Okkur
þótti lyktin af þeim jafngóð og
sjálfsögð og sú sem barst frá
lakkrísverksmiðjunni í nágrenn-
inu. Mynd er til frá sumrinu
1958 af okkur systkinum tveim í
túni framan við hvíta húsið
þeirra Lillu og Matta; bróðirinn
með forláta hamar og stóra
systir prúð með hendur í skauti.
Skellihlátur og hlýlegt viðmót.
Okkur langaði að verða eins og
þau þegar við yrðum stór og
búa í veröld eins og þessari.
Svona var sambandið við
Lillu og Matta líka þegar við
urðum fullorðin og eignuðumst
börn. Þá kom hann með fisk í
soðið og Lilla var fyrst til þess
að bjóðast til að passa börnin
þegar illa stóð á hjá ungum og
fátækum foreldrum á námsárum
þeirra. Á Sjóminjasafninu í
Reykjavík má sjá myndir af
þeim báðum; Lillu að taka niður
skreið í Kópavogshjöllunum,
með ljósa lokka brosandi ung og
falleg í strigaskóm og gallabux-
um með uppbroti.
Ég þakka Lillu samfylgdina
og sendi Kollu og fjölskyldu
samúðarkveðjur.
Hjalti Jón Sveinsson.
Sigurveig
Einarsdóttir