Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 20

Morgunblaðið - 18.07.2011, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 ✝ FriðbjörnGuðni Aðal- steinsson fæddist á Fáskrúðsfirði hinn 27. júní 1938. Hann lést á Dval- arheimilinu Horn- brekku 7. júlí 2011. Foreldrar hans voru hjónin Klara Ólfjörð Jónsdóttir og Aðalsteinn Friðbjörnsson. Guðni var þeirra eina barn. Eiginkona Guðna er Ásta Einarsdóttir. Þau gengu í hjónaband 11. janúar 1964. Börn þeirra eru fimm. 1. Magnús, búsettur á Ólafsfirði. 2. Klara Sveinbjörg, búsett í Reykjavík, hún á tvö börn og anum í Reykjavík. Árið 1961 stofnaði Guðni bílaverkstæðið Múlatind ásamt Magnúsi Sigur- steinssyni og það ráku þeir saman um árabil. Árið 1990 fór hann í Lögregluskólann og út- skrifaðist þaðan 1992. Starfaði hann sem lögreglumaður til 65 ára aldurs. Eftir að hann hætti starfi sínu í lögreglunni fór hann að sinna áhugamálum sínum meira. Hann smíðaði nokkra húsbíla og stundaði gönguferðir af kappi, m.a. um hálendi Íslands. Á Hvannadals- hnjúk gekk hann mánuði fyrir sjötugsafmælið sitt. Hann hafði mjög gaman af ferðalögum og ferðaðist mikið bæði innan lands sem utan. Guðni var fé- lagi í Björgunarsveitinni Tindi, Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar, Gönguhópnum Útigangs- mönnum og Flökkurum. Einnig sat hann lengi í sóknarnefnd Ólafsfjarðarkirkju. Útför Guðna fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 18. júlí 2011, kl. 14. eitt barnabarn. 3. Birgir, búsettur í Kópavogi, eigin- kona hans er Borghildur Sverr- isdóttir, þau eiga þrjú börn. 4. Eygló, búsett í Reykjavík, eigin- maður hennar er Kristinn Gunnars- son, alls eiga þau átta börn, eitt þeirra er látið. Þau eiga fjögur barnabörn. 5. Ingi Aðalsteinn, búsettur á Selfossi, sambýlis- kona hans er Sonja Ein- arsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Guðni stundaði nám við Iðn- skóla Ólafsfjarðar og lauk síð- an námi í bílasmíði í Iðnskól- Lífið er yndisleg gjöf, það er ferðalag sem við eigum fyrir höndum strax við fæðingu. Hversu langt okkar ferðalag nær getur enginn vitað, en það sem skiptir mestu er hversu skemmtileg og innihaldsrík ferðin er. Elskulegi tengdapabbi minn, hann Guðni, hefur lokið sínu ferðalagi í þessari tilveru. Það var alltaf nóg að gera hjá þér, þú varst bílasmiður og rakst lengi vel bílaverkstæði á Ólafsfirði. Fórst í lögregluskól- ann og eftir það varstu kallaður afi lögga hjá afabörnunum. Vannst á bílaverkstæðinu hjá Bigga syni þínum og smíðaðir líka nokkra húsbíla, ásamt því að taka að þér ýmis verk fyrir aðra. Á milli verka bakaðir þú og hljópst um allar sveitir. Ég man að Skuggi, hund- urinn okkar, grenjaði af gleði þegar hann sá þig í hlaupagall- anum og auðvitað fékk hann að hlaupa með þér. Þið Ásta voruð dugleg að ferðast á húsbílunum sem þú smíðaðir og þá sér- staklega á Bláklukkunni ykkar, þarna varstu kominn með draumahúsbílinn enda búinn að smíða nokkra og vissir ná- kvæmlega hvernig þú vildir hafa þennan bíl. Þú kunnir að njóta lífsins eftir að þú upp- götvaðir að það væri til eitt- hvað annað en vinna, en þú gerðir það ekki með því að liggja og slappa af. Þið ferð- uðust mikið bæði hér heima og erlendis og þín slökun var að komast á toppinn á fjöllunum á hverjum þeim stað sem þú dvaldir á og þá var ekkert gefið eftir. Minningarnar eru margar með þér, Ástu og allri fjöl- skyldunni og ekki var nú leið- inlegt í útilegunum, flest okkar liggjandi örmagna í sólinni og þú einhverstaðar uppá fjalli, svo komstu til baka alveg end- urnærður og brosandi allan hringinn. Þú bjóst yfir þvílíkri orku, enda í toppformi þegar þú veikist, þú ætlaðir ekkert að gefa eftir í því verkefni frekar en öðru, enda hélst þú þínu striki og fórst í þínar göngur alveg fram á það síðasta. Þegar þú hafðir ekki lengur orku til þess að fara út að ganga með gönguhópnum þá vissum við að kveðjustund væri að nálgast. Elsku Guðni minn, þitt ferðalag hefur verið gott að stærstum hluta. Ég veit að þú ætlaðir þér að sigra þetta óvænta fjall sem stóð í vegi fyr- ir þér og þú gafst ekkert eftir, en þetta var ekki venjulegt fjall og það hefði enginn getað sigr- að það, en þú bauðst því svo sannarlega birginn, enda fórstu létt með að klífa Hvannadals- hnjúk stuttu áður. Ég veit að þú varst afskap- lega stoltur af fjölskyldunni þinni og þú talaðir margoft um það hve heppinn þú værir að eiga svona vel heppnuð börn og tengdabörn. Þér fannst þú vera afskaplega ríkur maður, og þú varst það. Þú áttir góða konu sem þú varst alltaf jafn mikið ástfanginn af, það leyndi sér aldrei, enda var hún þitt að- alfjall fram á síðustu stundu. Við vorum einnig rík að eiga þig að. Þú varst traustur sem klettur og maður orða þinna. Við litum öll upp til þín og bár- um ómælda virðingu fyrir þér, þú hafðir eitthvað sem ekki er hægt að skýra. Guðni minn, við munum styrkja og passa hvert annað, eins og þú vildir. Elsku Ásta mín og aðrir ást- vinir, hann lifir áfram í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Borghildur. Elsku afi minn. Ég trúi því ekki að þú sért farinn frá okkur, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, en eftir standa góðar minningar um yndislegan mann sem verða varðveittar í hjörtum okkar um ókomna tíð. Afi Guðni, eða afi lögga eins og ég kallaði þig oft á mínum yngri árum, mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að eiga þig sem afa minn. Það var svo yndislegt að hafa fengið að alast upp í nánast þarnæsta húsi við ykkur ömmu, því þá voru það ófá skiptin sem maður tölti yfir til ykkar til að dunda sér eitthvað með þér eða ömmu eða jafnvel bara til að fá sér frosties í skál eða sneið af jóla- köku eða kleinu, því þetta var eitthvað sem var alltaf til handa manni. Oftar en ekki mætti maður þér með svuntuna að baka þessar kræsingar sem alltaf voru á boðstólum þegar gesti bar að garði, alltaf voru allir velkomnir og alltaf jafn mikil ást og hlýja að koma til ykkar. Ég veit ekki um nokkra manneskju sem átti jafn hraustan og duglegan afa og ég, enda varstu í þvílíku topp- formi að ég mun telja mig stál- heppna ef ég kemst einhvern tímann nálægt því, þú fórst létt með það að hlaupa fleiri kíló- metrana á dag eða skreppa göngutúr lengst inná dal eða upp á fjöllin sem umkringja fal- lega fjörðinn okkar eða á vet- urna að fara á gönguskíðunum lengst frameftir í sveit og til- baka. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef heyrt frá vin- um mínum þessi orð: „Ég mætti honum afa þínum á harðahlaupum í sveitinni!“ Það er ein mjög sterk minn- ing sem ég á af þér frá því ég var varla eldri en 5 ára, en þá hafði ég gist heima hjá ykkur ömmu og daginn eftir var farið í óvænt ferðalag sem ég vissi ekkert af, þá stoppuðum við meðal annars hjá Siggu frænku og svo enduðum við á Akranesi til að skutla mér í Akraborgina en ég átti þá að fara til Reykja- víkur og vera hjá hinni ömmu og afa í einhvern tíma, þarna var ég komin ein í þetta stóra skip og var strax farin að sakna ykkar, hálfsmeyk við að sigla ein þennan stutta spotta þar til tekið yrði á móti mér í Reykja- vík; allt í einu sé ég þig koma labbandi til mín í skipinu og ég var svo glöð að sjá þig aftur eftir 5 mínútna aðskilnað að ég hljóp af stað og henti mér í fangið á þér, en þú varst að koma um borð til mín til að skila mér 1000-kallinum sem ég hafði gleymt í bílnum hjá ykkur ömmu, en mig langaði nú minnst í hann þegar ég sá afa minn aftur. Það er ekkert sem ég óska heitar en að geta tekið utan um þig einu sinni enn, afi minn, og verið í þínu stóra fangi. Stórt skarð var höggvið í fjölskyld- una með fráfalli þínu, elsku afi minn, nú kveð ég þig með tárin í augum og vanga, ég mun allt- af sakna þín sárt. Vertu sæll, elsku afi minn, þakka þér fyrir allt saman, ég elska þig. Þín Björg Birgisdóttir Elsku afi, það er svo margt sem mig langar til að þakka þér fyrir. Þú ert besti afi sem ég gæti ímyndað mér að hafa átt. Þú varst og ert hraustasti og elskulegasti maður sem ég hef kynnst og ég mun aldrei gleyma hversu hlýlegt það var að koma á hlíðarveginn þegar það beið eftir manni innilegt faðmlag. Ég hef alltaf litið upp til þín og mun alltaf gera það því þú ert allt það sem ég von- ast eftir að geta orðið. Ég er mjög þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér og það sem stendur upp úr eru gönguferðirnar okk- ar. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég kom hlaupandi til þín upp á hlíð- arveg og bað þig um að vera leiðbeinandi í skólagöngu hjá mér, tvö ár í röð. Ég tók það ekki í mál að labba upp á neitt fjall nema ég hefði hann afa minn með. Ég hef aldrei verið feiminn við að segja að hann afi minn sé í betra formi en ég. Þegar við gengum upp á fjöll þá var það ég sem bað um allar pásurnar. Ég hef alltaf verið stoltur af því að segja að Guðni Aðal- steinsson sé afi minn. Enda varst þú langflottasti afinn í bænum, vaktaðir bæinn á dag- inn og smíðaðir bíla og bakaðir vöfflur í tómstundum. Þú hefur alltaf hugsað svo vel um alla sem koma nálægt þér og mér finnst ég vera heppnasti strák- ur í heimi fyrir að hafa verið svona náinn þér. Jafnvel í veik- indunum þínum hugsaðir þú fyrst og fremst um heilsu allra annarra sem þér þótti vænt um og það sýnir okkur hversu ljúf- ur og góðhjartaður maður þú ert. Ég mun alltaf muna eftir þér, afi minn, og ég sakna þín sárt. Ég veit að þú ert kominn á betri stað núna þar sem þér líð- ur vel og getur klifið öll þau fjöll sem þig lystir. Takk kær- lega fyrir alla samveruna, elsku afi. Kveðja. Axel. Elsku afi, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig, þú áttir að fá að vera hér mikið lengur. Þú varst alltaf hressasti maðurinn á svæðinu og yngdist með hverju árinu. Ég þekki bara einn sem labbar á Hvannadals- hnjúk í tilefni af sjötugsafmæl- inu sínu og það ert þú afi minn, langflottastur, hamingjusamur og fullur af orku. Þannig ætla ég að muna þig, því þannig varst þú, þó veikindin hafi breytt þessu og síðustu mán- uðina hafir þú kannski ekki al- veg stokkið uppá fjöll þá barð- ist þú alveg fram á síðustu mínútu. Ég á svo margar góðar minningar með þér, afi, og það er það sem situr eftir núna og ég get þakkað fyrir að hafa fengið að gera allt sem ég gerði með þér í gegnum árin. Barcelonaferðin okkar með öllum þeim ævintýrum sem við lentum í þar. Sumarbústaðar- ferðirnar, öll hjálpin í sumarbú- staðnum okkar þegar við vor- um að smíða hann, allar fjölskylduskemmtanirnar og dansatriðið þitt sem þú tókst heima hjá mömmu mun alltaf standa upp úr. Þú varst svo hress og skemmtilegur, elsku afi. Ég er líka þakklát fyrir ferðina sem við fórum með ykk- ur síðasta sumar á æskustöðv- arnar þínar og ég fékk aðeins að heyra hvernig var þegar þú varst að alast upp og sjá sveit- ina þína. Það var svo notalegt að koma norður til þín og ömmu, alltaf var til eitthvað sem þú hafðir bakað og beið eftir manni á borðinu eftir langa keyrslu. Breiði faðmurinn þinn lét mann finna hvað maður var innilega velkominn og hversu ánægður þú varst að sjá okkur. Ég gleymi því aldrei þegar þú hélst á syni mínum í fyrsta sinn, þvílík gleði og hamingja, þú varst svo stoltur af þessum langafastrák þínum. Ég mun segja honum hversu frábæran langafa hann átti fyrst þið fenguð ekki meiri tíma saman. Hann er nú þegar búinn að fara með mér í fjallgöngu, hann er efnilegur og verður vonandi eins og langafi sinn í framtíð- inni. Það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þú gast gert nákvæmlega allt, steikt kleinur og smíðað bíla og allt þar á milli. Ég var og er stolt af því að eiga þig fyrir afa og umfram allt þakklát fyrir allar þessar yndislegu minningar sem þú skapaðir með okkur. Nú veit ég að þú ert kominn á góðan stað og ert aftur fullur af orku, gleði og hamingju og getur klifið fjöllin þín. Minning þín lifir alltaf, elsku afi, þín verður sárt saknað. Guð geymi þig. Þín Sigríður Ásta Klörudóttir. Elsku afi minn ég valdi þetta ljóð handa þér, ég las það upp- lestrarkeppni í skólanum, og mér finnst þetta ljóð vera mjög fallegt. Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu, ég skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. (Steingrímur Thorsteinsson.) Esku afi minn, takk fyrir að vera alltaf svo yndislegur. Nú ert þú eflaust kominn í betri heim, þar sem þú getur hlaup- ið. Þú verður alltaf hjá mér í hjartanu og huganum þar sem ég geymi minningarnar um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Ég elska þig, afi. Ástarkveðja Bogey Tinna. Elsku besti afi minn, það er mér svo fjarstæð hugsun að þú sért farinn. Ég verð lengi að átta mig á því að það verði eng- inn afi til að taka á móti mér þegar ég kem í fjörðinn. En stundirnar sem ég átti með þér lifa með mér að eilífu. Á yngri árum voru það ekki alltaf góðar stundir. Ég man vel eftir því hvað ég var ósáttur að eiga afa sem var lögga í mínum heimabæ. Það voru ófá skiptin sem þín- ar stóru hendur gripu mig glóð- volgan við að gera eitthvað af mér og ekki gat ég hlaupið þig af mér, því þú varst fljótari. En einhvernveginn gátum við búið saman eitt skólaár og öll sumrin sem ég var hjá ykk- ur. Þegar ég hugsa til baka í dag varstu mér sem faðir megnið af minni bernsku. Ég man þegar þú gafst mér fyrsta 21 gíra hjólið og fyrstu skíðin mín enda var amma oft að rugl- ast og sagði: Spurðu pabba þinn, þegar hún átti við þig, afi minn. Og svo á seinni árum all- ir göngutúrarnir og fjallgöng- urnar, þá sérstaklega Hvanna- dalshnjúkur. Það er minning sem ég gleymi aldrei, að labba á hæsta tindinn með sjötugum afa mínum. Ég man hvað ég var glaður yfir því hvað þú varst glaður og stoltur af okkur dætrasonum þínum. Þetta tók á hjá þér og ég ætlaði bara að bera þig síðustu metrana ef þú gæfist upp. Elsku „bestasti“ afi minn, nú kveð ég þig og veit að þú ert á góðum stað. Þinn Atli Elvar Björnsson. Guðni Aðalsteinsson, félagi okkar og vinur, er fallinn frá. Þessi stóri og stæðilegi bíla- smiður og síðar lögreglumaður sýndi mikinn hetjuskap og æðruleysi í baráttunni við sjúk- dóminn sem lagði hann að velli og stundaði gönguferðir með okkur göngufélögunum flesta daga allt fram undir síðasta mánuðinn sem hann lifði. Guðni söðlaði um á miðjum aldri, hætti í bílasmíði sem að- alatvinnugrein og gerðist lög- reglumaður og um svipað leyti breytti hann um lífsstíl og hóf að skokka daglega og ganga á fjöll. Var eftir þessu tekið og brátt varð Guðni ímynd hreyst- innar þar sem hann skokkaði um götur og stíga í Ólafsfirði og margir tóku hann sér til fyr- irmyndar. Í dag þykir ekkert fréttnæmt þótt konur jafnt sem karlar skokki á almannafæri á öllum tímum dags. Svo sjálf- sagt þykir það. Guðni var félagi í Rótarý- klúbbi Ólafsfjarðar í áratugi. Hann var mjög virkur félagi, var forseti klúbbsins, gegndi öðrum trúnaðarstörfum og var útnefndur Paul Harris félagi í viðurkenningarskyni fyrir störf sín. Var gott til hans að leita þegar vinna þurfti verk skjótt og vel. Það var á vettvangi Rótarý- klúbbsins sem Guðni hreif okk- ur félagana með sér og stofnaði gönguhópinn „Útigangsmenn“ sem var hluti af Útideild Rót- arýklúbbsins sem vinnur að samfélagsverkefnum á vegum klúbbsins. Nokkrir utanklúbbs- menn hafa gengið í raðir Úti- gangsmanna og stýrði Guðni þessu liði eins og herforingi þar til yfir lauk. Gönguleiðir voru margar og fór það eftir veðri, vindum og færð hvert gengið var dag hvern, út á Kleifar, út í Múla, fram í sveit eða umhverf- is Ólafsfjarðarvatn þegar best lét. Guðni mundaði GPS tækið sitt og gaf okkur upp hvað við höfðum afrekað í kílómetrum talið að göngu lokinni. Heill heimur bættist við þegar Héð- insfjarðargöng komu til sög- unnar síðastliðið haust og fór- um við þrjá leiðangra um Héðinsfjörð í október. Guðni var ákaflega hrein- skiptinn, traustur og tryggur, og hans er sárt saknað. Efst í huga er okkur þó þakklæti fyr- ir það að hann skyldi ýta svo hressilega við okkur kyrrsetu- mönnunum sem hann gerði og koma okkur á skrið. Minnugir hvatningar hans munum við halda göngunni áfram þótt hlé hafi orðið um skeið. Við sendum Ástu og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd gönguhópsins, Óskar Þór Sigurbjörnsson. Friðbjörn Guðni Aðalsteinsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma GUÐRÚN JÓNA JÓNSDÓTTIR Þorlákshöfn andaðist á Kumbaravogi föstudaginn 15. júlí. Jarðaförin verður auglýst síðar. Jóhanna Baldursdóttir, Guðmundur Baldursson, Kim Sorning, Jón Baldursson, D.Jóna Bjarnadóttir, Gissur Baldursson, Anna Guðrún Árnadóttir, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.