Morgunblaðið - 18.07.2011, Side 24

Morgunblaðið - 18.07.2011, Side 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand „JÓLIN SEM ÞAU GLEYMDU AÐ OPNA FYRIR STROMPINN” MIG VANTAR HJÁLP! ÞETTA ER NÚ ORÐIÐ FREKAR ÞUNNT ÞETTA KALLA ÉG „RENNI ÆFINGU” ÉG VIL AÐ ÞIÐ RENNIÐ YKKUR Í HÖFN EINS HRATT OG ÞIÐ GETIÐ ÞAÐ ER ALLTAF EINN BRANDARAKARL ÞAÐ ER SKÍTKALLT ÚTI, ÉG VIL AÐ ÞÚ FARIR Í FÖÐURLANDIÐ, SETJIR Á ÞIG TREFIL, FARIR Í ULLARSOKKA OG KLÆÐIR ÞIG Í ÞYKKASTA STAKKINN SEM ÞÚ ÁTT EITT- HVAÐ FLEYRA? JÁ, ÉG MÆLI MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ NÁIR ÞÉR Í STIGA OG FARIR ÚT UM STROMPINN HVERNIG ÆTLI VEÐRIÐ SÉ ÚTI? ÉG ÆTLA AÐ ATHUGA ÞAÐ Í SÍMANUM MÍNUM SVONA LEYFÐU MÉR AÐ ATHUGA ÞAÐ FYRIR ÞIG ÞAÐ ER RIGNING VIÐ KOMUM KÖKUNNI EKKI ÚT UM DYRNAR, MEIRA AÐ SEGJA ÞÓ VIÐ TÖKUM HURÐINA AF HJÖRUNUM ÆI NEI! ÞÁ VERÐUM VIÐ BARA AÐ HALDA VEISLUNA HEIMA HJÁ OKKUR EIGUM VIÐ AÐ BIÐJA UM AÐ VEISLAN VERÐI HALDIN HÉR ÚT AF EINNI KÖKU? ÞAÐ ER ÚT Í HÖTT EN ÞETTA ER STÆRSTA AFREK LÍFS MÍNS ÞÁ ÞAÐ, ÉG SKAL HRING- JA FRÁBÆR MYND, PARKER! JÁ, ÉG VIÐURKENNI ÞAÐ ÞÚ BAÐST UM MYND AF TVEIMUR OFURKÖPPUM KÓNGU- LÓARMAÐURINN OG SANDMAN, ÞETTA ER FRÁBÆRT! SVO EIN AUKA MYND AF SKÚRKI AÐ NAFNI BIGSHOT Forræðishyggjan allsráðandi Nú hefur fjármála- ráðherra ákveðið að Íslendingar sem ferðast til útlanda mega ekki taka með sér meira en 350 þús- und kr. ísl. í gjaldeyri. Þarna er vinstri grænum rétt lýst. Forræðishyggjan er allsráðandi og hönd stóra bróður aldrei langt undan. Þessi forræðishyggja gegn- sýrir allt þjóðlífið. Það er sama hvar borið er niður, hvort sem það varðar ýmis boð og bönn sem atvinnulífið þarf að búa við eða hinn almenni borgari. Sjálfir glotta vinstri grænir við tönn og láta sér fátt um finnast þó að ýmsir búi við kröpp kjör og hafi varla í sig og á. Er það þetta sem við viljum? Er það þetta sem kjósendur vinstri grænna vildu kjósa yfir sig? Sigurður Guðjón Haraldsson. Júní-samkomulagið Sóknarstúlkan kom inn í bankann sinn og spurði þjónustufulltrúann hve mikla peninga hún þyrfti að eiga til að kaupa sér tveggja herb. íbúð? Henni var sagt að hún yrði að eiga átta milljónir. Ég veit ekki hve lang- an tíma það tekur fyrir fólk á lægstu launum að safna fyrir þessari upp- hæð. Merkilegustu kjarasamningar sem gerðir hafa verið voru júní-samkomulagið sem þeir gerðu doktor Bjarni Benediktsson, þá forsætisráðherra, og forystumenn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, þeir Eð- varð Sigurðsson og Guðmundur J. Guð- mundsson sem stjórn- aði verkafallsvörðum og rússneskir komm- únistar buðu til Moskvu. En hver eyði- lagði þetta merkilega samkomulag? Nú þurfum við nýtt júní-samkomulag og við þurfum nýtt Breiðholt svo Sókn- arstúlkur þurfi ekki að reiða fram átta milljónir upp á grín til að hafa þak yfir höfuðið. Hannes kallaði Breiðholtið ljóta steinkumbalda, sbr. Ný saga 1988, en svipað hefur nú verið sagt um verkamannahverfin austan múrs og vestan. Jóhann Már Guðmundsson. Myndafél fannst Myndavél fannst 14. júlí síðastliðinn við Grandaborg, vestur í bæ. Uppl. í síma 867-6176. Ást er… … það sem fleytir ykkur áfram í lífinu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK er spiluð í Félagsheim- ilinu í Gullsmára 13, mánudaga kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrif- stofa félagsins verður lokuð frá 18. júlí til 7. ágúst vegna sumarleyfa. Opnum aftur 8. ágúst kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, félagsvist kl. 20.30, handavinnustofan opin frá kl. 9 til 16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í Króknum Skóla- braut kl. 10.30, skemmtiganga frá Mýr- arhúsaskóla kl. 13.30. Opin handavinnustofa án leiðbeinanda. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Opinn púttvöllur. Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja frammi, Púttvöllur er opinn alla daga. Tímap. hjá Helgu fótafræðingi í síma 698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15. Hárgreiðslustofan opnuð eftir sum- arleyfi 18. júlí, tímap. í síma 894-6856. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Há- degisverður kl. 11.30, brids kl. 13 og kaffi kl. 14.30. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Kerlingin á Skólavörðuholtinutjáir sig reglulega um lífið og tilveruna á fésbókinni. Fyrir hálf- um mánuði setti hún inn athuga- semd eða tjásu, eins og það er kall- að á mjólkurfernum, um að það hefði verið leiðinlegt um helgina og bætti við: Öl- sat ég yfir krús á krá með kengfullum drykkjusvínum er Laugavegskarlinn, lúmskur hjá lullaði í hægðum sínum. Hjarta mitt óþörf sló þá slög. Hann sléttur var, penn og þveginn, sprækur og hávær, sperrtur mjög, en spéhræddur engan veginn. Ég sem var bæði kennd og kát, kallaði á fjárans þrjótinn, viðhafði hvorki gaum né gát og gaf honum undir fótinn. Bannsettur delinn bauð mér drykk og blíðlega við mig kjáði, og ég þessi bjálfi, kræf og klikk kröftuga glundrið þáði. Við barinn var fátt og engin ös svo áfram var djammi haldið. Minn kavaler nokkur keypti glös og kokgleypti innihaldið. Ég tautaði innra „fokking fokk“. Það fór af mér spenna og asi, er biðillinn þyrsti, bráður nokk bætt á sig öðru glasi. Að liðinni stundu, leið ég sá að lágt var hans risið orðið. Já, sauðurinn þessi, svei mér þá, sofnaði fram á borðið. Ævintýr varð því ekki neitt úr þessu að heitið getið. Krossbölvandi ég klukkan eitt klöngraðist ein í fletið. Það lá betur á kerlu er hún skrif- aði á fésbókina 11. júní að nú væri gott á Skólavörðuholtinu: Á rassi mínum sit ég soldið hreif, sátt og róleg, eftir bestu vonum, þar túristarnir tölta í kringum Leif og taka myndir, bæði af mér og honum. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af karlinum og kerlingunni - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.