Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 21

Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 ✝ Ása Krist-insdóttir fædd- ist í Reykjavík 7. janúar 1932. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. júlí s.l. Foreldrar Ásu voru Ástríður Sig- urðardóttir, f. á Harastöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu 14. mars 1899, d. 18. desember 1975, og Kristinn J. Guðnason, f. á Hlemmiskeiði á Skeiðum í Ár- nessýslu 14. júlí 1895, d. 9. ágúst 1978. Ása átti tvö systk- ini, Helgu Ingunni, f. 1930, d. 2009, og Ólaf, f. 1934. Þann 9. október 1954 gengu Ása og Svavar Björnsson, f. 20. mars 1932, í hjónaband. For- eldrar Svavars voru Björn Guðmundsson, f. á Eyri í Flókadal í Borgarfirði 1894, d. 1972, og Bergný Magnúsdóttir, f. að Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði 1892, d. 1980. Börn Ásu og Svavars eru: (1) Ásta, f. 1955, maki Tómas R. Ein- arsson. Dætur þeirra: Kristín Svava, f. 1985, Ástríður, f. 1989, d. 2010, og Ása Bergný, f. 1997; (2) Sigrún, f. 1958; (3) Kristín, f. 1959, maki Sæ- mundur Runólfs- son. Fósturbörn Kristínar: Inga Rún Sæmunds- dóttir, f. 1988, og Runólfur Sæ- mundsson, f. 1989; (4) Björn Þór, f. 1962, maki Sigrún Jóna Andra- dóttir. Dætur Sigrúnar og fóst- urdætur Björns: Íris María Mortensen, f. 1979, og Hjördís Heiða Ásmundsdóttir, f. 1988. Björn og Sigrún eiga 3 barna- börn. Ása útskrifaðist úr Kvenna- skólanum árið 1950. Hún starf- aði síðan við skrifstofustörf, bæði í Kaupmannahöfn og í Reykjavík þar til hún gifti sig og stofnaði fjölskyldu. Ása og Svavar settu á stofn bygginga- vöruverslunina Húsið árið 1961 og ráku hana til ársins 1998. Útför Ásu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag 28. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Ása Kristinsdóttir hafði um langt árabil þurft að kljást við illvígan sjúkdóm sem hún þó lét ekki buga sig; eðlislæg bjart- sýni og seigla voru hennar vopn í þeirri baráttu. Ef maður vissi ekki betur hefði maður lengi geta haldið að það væri slæmt kvef frekar en krabbamein sem hún glímdi við, svo fjarri var hún því að viðra erfitt heilsufar sitt. Okkar kynni hófust fyrir þrjátíu og einu ári þegar við Ásta dóttir hennar rugluðum saman reytum. Það voru for- réttindi fyrir matgírugan mann að gerast tengdasonur Ásu. Hún var jafn glöð að gefa mér að borða og ég að borða hjá henni matinn. Samskiptin urðu svo til muna meiri þegar dætur okkar Ástu fæddust, Kristín Svava, Ástríður og Ása Bergný. Þá kom í ljós að þessi glaðlynda kona var einstaklega hjálpfús hvenær sem við þurfti í óreglu- legu starfi tónlistarmannsins sem stundum gat verið heima á daginn og stundum ekki. Óvæntar æfingar og spila- mennska gátu ruglað kerfinu og þá gat hún hliðrað til og bjargað málum. Alltaf brosandi og alltaf eins og ég væri að gera henni greiða þegar ég kom með dæt- urnar. Gott hjartalag er trúlega bæði meðfætt og ræktað af já- kvæðum huga og hvort tveggja gilti um lífsafstöðu og verk Ásu Kristinsdóttur. Hún var gift Svavari Björns- syni í nær sex áratugi og þau eignuðust fjögur börn, Ástu, Sigrúnu, Kristínu og Björn Þór. Ása og Svavar voru einstaklega samhent í lífi og starfi og voru saman flestum stundum eftir að erilsömum verslunarrekstri lauk fyrir rúmum áratug. Þau áttu góðar stundir saman heima og erlendis og ekki síst í bústað sínum í Biskupstungum. Þau áttu líka sameiginlegt æðruleys- ið þegar veikindi Ásu ágerðust og Svavar vakti yfir velferð hennar. Missir hans er mikill. En minningin lifir og það er bjart yfir minningu Ásu Krist- insdóttur. Hún lést aðfaranótt 11. júlí síðastliðinn en Ástríður dóttir okkar Ástu lést af slys- förum aðfaranótt 11. júlí á síð- asta ári. Það var erfitt að kveðja hana og það er erfitt að kveðja Ásu en ég vil trúa því að þær séu núna saman, rétt eins og svo oft forðum. Tómas R. Einarsson. Elsku Ása mín! Þú reyndist mér ekki bara frábær tengda- mamma og dætrum mínum besta amma, heldur urðum við góðar vinkonur og áttum marg- ar góðar stundir saman, bæði á ferðalögum innanlands og utan, í sumarbústaðnum í Úthlíð, að ógleymdum fjölskylduboðunum sem þú varst með um hver jól, til að halda utan um hópinn þinn. Af öllum ferðalögunum sem við fórum í saman, þá stendur uppúr ferðin, sem við fórum í fyrir 11 árum, þegar þið hjónin og við Björn ferðuðumst saman í 3 vikur til Ítalíu, Frakklands og Þýskalands. Við vorum ekki bara heppin með veður og gististaði, heldur fannst mér þið bestu ferðafélag- ar sem ég gat hugsað mér. Allt- af vorum við sammála og sam- stiga. Draumur minn var að vera í Feneyjum á afmælisdag- inn og það tókst. Þetta var með skemmtilegustu afmælisdögum sem ég hef átt. Ég gleymi held- ur aldrei hvað þú ljómaðir í framan þegar við sigldum til ítölsku eyjarinnar Portofino, sem þú hafðir áður komið til sem ung stúlka. Þegar ég fletti í gegnum myndaalbúmin, sé ég svo marg- ar yndislegar minningar með ykkur Svavari; m.a. skíðaferðir í Bláfjöll, golfferðirnar til Costa Ballena og þegar þið heimsóttuð okkur til Spánar þegar við vor- um nýflutt þangað og þið hjálp- uðuð okkur að koma okkur fyrir og einnig frá því að þið heim- sóttuð okkur til Noregs. Þið byggðuð húsið á Greni- melnum saman, þið Svavar og foreldrar þínir. Þau bjuggu á efri hæðinni en þið á neðri hæð- inni. Eftir andlát foreldra þinna flutti systir þín og fjölskylda síðan í húsið. Þú varst svo spennt þegar við fluttum síðan á efri hæðina fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þú sagðir að loksins yrði líf aftur á efri hæðinni, en íbúðin hafði staðið auð frá því að elskuleg systir þín og vinkona lést fyrir tveimur árum. Það var mikill söknuður hjá þér. En mikið hefði ég viljað óskað þess að við hefðum átt lengri tíma saman hérna í húsinu. Þú varst svo vel gefin og minnug, þú fylgdist vel með þjóðfélagsmálunum og last mik- ið, ekki bara á íslensku, heldur líka á ensku, dönsku og þýsku. Þú hafðir gaman af að rökræða, en gast stundum orðið æst þeg- ar stjórnmálin voru rædd og við ekki alltaf sammála, en aldrei rifumst við um nokkurn hlut og aldrei heyrði ég þig tala illa um nokkurn mann. Þú gast orðið hneyksluð og lést skoðanir þín- ar í ljós, þú varst svo hrein og bein. Það er svo mikill tómleiki sem þú skilur eftir. Þú hélst svo vel utan um fjölskylduna. Það var svo yndislegt að sjá hvað það var mikil ást og gagnkvæm virðing á milli ykkar hjóna. Þið voruð svo samhent og samstiga í öllu. Hjartans þakkir fyrir allar samverustundirnar, elsku Ása mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Ég vil að lokum senda öllum ástvinum Ásu samúðarkveðju. Blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Þín, Sigrún Jóna. Vinátta í 68 ár. Það var góð vinátta. Við kynntumst í Æfingadeild Kennaraskólans og sátum þar saman í 2 vetur. Þar höfðum við sem aðalkennara Hallgrím Jón- asson og minntumst við Ása hans sem okkar besta kennara. Við áttum heima skammt hvor frá annarri og vorum mikið saman. Við lékum okkur eins og börn gerðu á þeim tíma, með dúkkur og dúkkulísur, söfnuð- um leikaramyndum og fórum oft í bíó, lærðum saman og þá var ekki verra að hafa Ásu sem var duglegri en ég í flestu en var svo hæversk að aldrei mátti minnast á það. Útileikir voru stundaðir af miklum krafti, kíló, hornabolti og stórfiskaleikur og að vetri til rennt sér á skíða- sleða niður Grettisgötu alveg að Hringbraut (Snorrabraut). Ég fékk að fara með í gamla bílnum hans Kristins bæði á skíði og í berjamó. Þegar þetta dugði ekki fórum við að dansa hjá Rigmor Hanson og síðan í hand- bolta hjá ÍR og eyddum mörg- um góðum stundum í braggan- um á Hálogalandi. Náðum því að verða Reykjavíkurmeistarar en svo leystist liðið upp, ekki var svo mjög til siðs að halda áfram handbolta, giftar frúr með börn! Ása fór í Kvennaskólann og þá skildi leiðir í skóla en vin- áttan hélst alla tíð. Ása stóð sig með prýði í skóla og hefði getað stundað margs konar háskóla- nám en sneri sér að búskap og barnauppeldi þegar Svavar hafði heillað hana upp úr skón- um. Það var ekki slegið slöku við, börnin urðu 4 og síðan unn- ið með sínum manni í fyrirtæki þeirra, versluninni Húsinu. Samskipti okkar voru mikil þegar fyrstu börnin fæddust um svipað leyti, auðvitað merkileg- ustu börn í heimi. Ása og Svavar, alltaf nefnd saman. Þau fengu margt og mikið út úr lífinu, byggðu sum- arbústaðinn í Úthlíð, stunduðu skíði af kappi, seinna golfið og óteljandi ferðir utanlands og innan. Ása var félagslynd og ræktaði vel samband við vini sína sem margir höfðu verið í Farfuglum á fyrri árum. Vágesturinn mikli, krabba- meinið, lét snemma á sér kræla en var rekinn burt með harðri hendi og æðruleysi aftur og aft- ur þar til baráttunni lauk. Ása vinkona mín var traust, hæversk, látlaus en alltaf hress og kát og hafði unun af að hitta fólk og spjalla. Framkoma hennar var eins við alla, glaðleg og þægileg. Ekki var hún þó skaplaus og hafði vissulega sín- ar skoðanir og gat verið mjög einörð og gaf sig ekki þótt oft væri hún á annarri skoðun en ég. Það skemmtilega við að eiga „gamla“ vini er að það er hægt að tala um hversdagslega at- burði sem gerðust fyrir meira en 60 árum eins og þeir hefðu gerst í gær. Það gefur ótrúlega lífsfyllingu en getur orðið næsta spaugilegt í eyrum annarra. Ég þakka Ásu vinkonu minni alla samfylgdina og sendi Svav- ari, börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvíl í friði. Erla Emilsdóttir. Þá er kær vinkona mín hún Ása látin. Okkur fannst hún heyja ansi langt stríð við þenn- an illræmda sjúkdóm, sem vann að lokum en satt að segja virtist í öll þessi ár að hún myndi snúa á hann með bjartsýni og léttu skapi. Alltaf sagðist hún hafa það gott þegar maður spurði hana og fór hún allra sinna ferða. Við vorum ábyggilega í einum elsta saumaklúbbi í bæn- um. Ungar vorum við allar í Farfuglafélagi Reykjavíkur, ferðuðumst saman, fórum í Heiðarból og Valaból og það var mikið sungið og hlegið. Allar stofnuðum við heimili um tví- tugt og upp úr því byrjuðum við í saumaklúbb. Hún var drif- fjöðrin í honum. Á hverju hausti hringdi hún og kallaði okkur saman á fyrsta fundinn, alltaf biðum við og treystum á Ásu. Nú erum við bara tvær eftir svo fundunum fer eitthvað fækk- andi. Og þrátt fyrir allt hélt hún okkar síðasta saumaklúbb í vor. Nú verður Ása ekki til að hringja til okkar í haust. Við kveðjum hana með söknuði, því hún var alltaf glöð og hress og vorkenndi sjálfri sér aldrei og létti okkur öllum lundina. Við samhryggjumst Svavari innilega, hann hefur alltaf verið eins og klettur við hlið hennar ásamt börnunum, tengdabörn- um og barnabörnum. Guð blessi ykkur, Anna. Þegar sól er hæst á lofti og Biskupstungurnar skarta sínu fegursta þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að lífið er ekki óendanlegt. Við komum í þennan heim og kveðjum hann. Á þessum tíma- mótum rifjast upp minningar liðinna ára með okkar vinahjón- um Ásu og Svavari, en sú vin- átta byrjaði þegar við byggðum okkur sumarhús hlið við hlið við Skyggnisgötu í landi Úthlíðar fyrir þrjátíu og þremur árum og áttum þar góðar samverustund- ir óslitið til þessa dags. Þegar haustaði og vetur gekk í garð ferðuðumst við saman til fjarlægðra staða, t.d. Mósel- og Rínardals, Egyptalands, Karab- askahafsins og Bandaríkjanna. Að ógleymdum árvissum skíða- ferðum til Austurríkis og Ítalíu. Þessar ferðir sitja í minning- unni en Ása undirbjó ferðalög okkar mjög skipulega með að- stoð dönsku ferðahandbókarinn- ar og var allt fullkomið og út- hugsað enda þau hjón frábærir ferðafélagar. Á síðari árum voru golf og golfferðir erlendis eft- irminnilegur þáttur í tilveru okkar sem við minnumst með miklu þakklæti. Ásu var gefinn ótrúlegur lífskraftur í veikind- um sínum, voru þau mál ekki til umræðu, hún var ávallt hress og dugleg til hins síðasta. Blessuð sé minning hennar. Sigurður R. og Rebekka. Við vorum 27 stúlkur sem hófum nám í sömu bekkjardeild við Kvennaskólann í Reykjavík haustið 1946. Í hópnum var Ása Kristinsdóttir sem lést 11. júlí síðastliðinn eftir baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Ég var samferða Ásu í skól- ann á morgnana ásamt nokkr- um bekkjarsystrum og var þá gengið greitt og gert að gamni sínu og hlegið dátt. Ása gegndi trúnaðarstörfum fyrir skólann og eitt árið var hún hringjari skólans. Einu sinni var hún fengin til þess að kenna stúlkum í 1. bekk í forföllum kennara. Fór henni það starf vel úr hendi og náði hún góðum tökum á kennslunni. Við Ása vorum í liði Kvennaskólans sem sigraði í kvennaflokki í keppni fram- haldsskólanna í handbolta árið 1949. Við Ása vorum einnig saman í ferðafélaginu Farfugl- um. Þar voru einnig Svavar maður Ásu, Helga systir hennar og fleiri vinir. Við skólasysturnar höfum hist nokkrum sinnum á ári og borðað saman í hádeginu. Þá höfum við Ása átt samleið þar sem skammt er á milli heimila okkar. Mér fannst mikið vanta ef Ása gat ekki komið. Í einni slíkri ferð sagði hún við mig: „Ef aðstæður í veikindum verða erfiðar verður maður að taka því.“ Ég samþykkti það. Ég kveð hana með miklum söknuði og votta fjölskyldu hennar og vinum samúð á þess- ari erfiðu stund. Guð gefi okkur öllum styrk í sorg okkar. Ásta Ólafsdóttir. Ása Kristinsdóttir ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Vestmannaeyjum 24. júlí 1940. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 25. júlí 2011. Foreldrar hans voru Karólína Sig- urðardóttir, f. í Vallarhjáleigu í Hvolshreppi 1899, og Jón Sigurðsson, f. í Mikla- holti í Miklaholtshreppi á Snæ- fellsnesi árið 1900, d. í Vest- mannaeyjum 24. janúar 1980. Foreldrar Karólínu voru Sig- Sigurður brenndist mjög al- varlega á þjóðhátíð 1956 og markaði það líf hans. Hann hóf sjómennsku 1959 og var á mörg- um bátum, flestum frá Eyjum, þar á meðal Gæfunni, Gullborg- inni með Binna í Gröf, Árna í Görðum og Sjöstjörnunni. Hann tók próf við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum 1987 og var stýrimaður á nokkrum bátum eftir það, m.a. á m/b Þóri og m/b Illuga. Sjómennskuna stundaði hann af kröftum í 40 ár þrátt fyrir nokkur alvarleg slys um ævina og var heiðraður af Sjómannadagsráði og Sjó- mannafélaginu Jötni á sjó- mannadag 2002. Útför Sigurðar fer fram frá Landakirkju í dag, 28. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. urður Unason og Geirlaug Guð- mundsdóttir. For- eldrar Jóns voru Sigurður Jónsson í Syðstu-Mörk og Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgafellssveit. Tvær elstu systur Sigurðar voru Geirlaug og Krist- ín, en þriðja er Margrét, sem býr í Vest- mannaeyjum. Sigurður bjó á æskuheimili sínu, Vest- mannabraut 73, sem foreldrar hans byggðu. Sagnaþulur, sjómaður af Guðs náð, bóndi, vinur og sérstæður persónuleiki sem færði samferða- mönnum sínum stanslaust tón sem skipti máli og vakti hugsun hins vonglaða. En þetta var ekki auðvelt mál, því menn búa við mismunandi skilyrði til að nema lóðningar sem gefa það sem skiptir máli. Diddi var einstaklega traustur vinur vina sinna, en hann gat á augabragði brugðist við eins og brimhnefi ef það pusaði ósann- girni eða óréttlæti. Og þar gilti ekkert ha eða uss. Diddi hafði blátært brjóstvit með mikla reynslu og mikið verkvit, allt sem skiptir máli í dagsins önn til sjós og lands. Lífsbaráttan var enginn leik- ur, barátta, barátta, vinna og aft- ur vinna. Í Þjóðhátíðarslysi við brennuna á Fjósakletti fyrir mörgum árum slasaðist Diddi mjög alvarlega og þótt hann væri harðjaxl af rótsterkustu gerð náði hann sér aldrei eftir það slys og það sem sárast var, trygginga- kerfið hunsaði hann oft á tíðum, þyngdi róðurinn í stað þess að létta hann. Sigurður Jónsson var skotklár til allra verka sem hann vildi, víð- lesinn og víðmenntaður með vak- andi auga sínu á lífsins melódí, mönnum og málefnum úr ótrú- legustu áttum. Hann var hispurs- laus, skemmtilegur og hnyttinn og að lenda með Didda þegar hann var í sögustuði var eins og að lenda í leikhúsi sem mátti standa til eilífðar. Hann kunni raddir og takta margra sam- ferðamanna sinna og spann þá þráðinn af slíkri snilld að með ólíkindum var. Þá lifnuðu raddir Stebba pól, Einars í Betel og Óskars bróður hans, Sigurgeirs löggu og fleiri snillinga sem gerðu garðinn frægan. Didda er sárt saknað, hann hafði svo mikið að gefa en tróð fólki ekki um tær hvorki í þeim efnum né öðru. Það hefðu hins vegar svo margir haft bæði gott og gaman af að njóta yndisáru hans í sínu besta pússi. Hann var aldrei gloppóttur í gáfum sínum því þar var úr býsnum að spila en gloppótt var samfylgd hans með Bakkusi, því miður, því það var Diddi sem tapaði á því en ekki Bakkus. Diddi var ljúfmenni með lífs- sýn vinnandi fólks, fólks sem þekkir ekki silfurbakka né söfn- unarreikninga í bönkum. Diddi var eins og fólk flest, frábær fé- lagi, dugnaðarforkur, trygglynd- ur og sanngjarn. Gamalkunnar raddir vina lífsleiðarinnar munu ugglaust standa á bryggjunni þegar Diddi bregður á keng í höfn himnarannsins sagnaþulur, sjómaður og vinur af Guðs náð. Árni Johnsen. Sigurður Jónsson                         

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.