Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 23

Morgunblaðið - 28.07.2011, Page 23
dæmið og sagði: „Sjáðu hvað þetta er auðvelt hjá henni Ásu.“ Vegna anna og barnauppeldis seinkaði náminu hjá þér en þú varst seig og dugleg að bæta við þig. Við vorum öll virkilega stolt af þér þegar þú kláraðir við- skiptafræðina við Háskólann á Akureyri í fyrra þrátt fyrir alvar- leg veikindi. Að sjálfsögðu gerðir þú það eins og þér var lagið með fyrstu einkunn. Elsku Ása, þú varst mikil gæfumanneskja, vel af Guði gerð og reglusöm. Þú áttir góðan mann, góð börn, góða fjölskyldu og góða vini. Það var eins og allt kæmi af sjálfu sér hjá þér. En auðvitað var það ekki þannig, þú ræktaðir þinn garð vel. Elsku Óli, Linda Rós, Sigrún Hanna og Sigurður Ingi, missir ykkar er mikill en ég veit að þið spjarið ykkur því Ása var búin að undirbúa ykkur vel. Elsku systir og vinkona, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Helgi. Kveðja frá saumaklúbbnum Við kynntumst Ásu 13 ára gamlar í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem þá var gagn- fræðaskóli. Það fór ekki mikið fyrir henni, en hún hafði samt ákveðnar skoðanir. Strax á þess- um árum komu í ljós hinir ýmsu kostir hennar og hversu traust og heilsteypt manneskja hún var. Hún var mjög víðsýn og átti auð- velt með að sjá fleiri en eina hlið á málum og heyrðist til dæmis aldrei hallmæla nokkrum manni. Hún kom úr stórum systkina- hópi, enda kom strax í ljós dugn- aður hennar og tillitssemi við annað fólk. Þess höfum við fengið að njóta í gegnum árin með henni og kunnum henni miklar þakkir fyrir. Saumaklúbburinn hóf göngu sína á níunda áratugnum, þegar við sem höfðum haldið hópinn ákváðum að fara að hitt- ast reglulega og höfum gert al- veg síðan. Klúbburinn hittist allt- af á laugardögum, svo Ása kæmist með og við til hennar, án þess að þurfa að keyra yfir heið- ina að kvöldi til. Gegnum árin hafa börnin okkar oftar en ekki fengið að slæðast með í klúbbinn. Þar gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar, gefið góð ráð og borið saman bækur okkar. Þessar stundir eru okkur öllum dýrmætar og ekki má gleyma öll- um sumarbústaðaferðunum, jóla- kortagerð og föndri, sem við höf- um notið að gera saman. Það leyndi sér ekki þegar við heimsóttum Ásu á heimili hennar á Selfossi að allt lék í höndum hennar, hvort sem um var að ræða saumaklúbb með veitingum eða hannyrðir hvers konar, saumaskap, föndur eða annað skapandi starf, sem hún að sjálf- sögðu sýndi okkur af sinni al- kunnu hógværð. Þetta kom ekki síst fram þegar hún hóf háskóla- nám fyrir nokkrum árum, fyrst hjá Endurmenntun og síðar í við- skiptafræði við HA með vinnu og heimili, þaðan sem hún útskrif- aðist vorið 2010 þrátt fyrir erfið veikindi. Hún hafði mikla ánægju af náminu, sem hún lauk með framúrskarandi árangri. Eftir hatramma en æðrulausa baráttu við hinn illvíga sjúkdóm krabbamein hefur vinkona okkar nú þurft að láta í minni pokann. Fram á síðustu stundu sýndi hún sitt alkunna æðruleysi, hlýtt við- mót og hugrekki. Aldrei grunaði okkur að við þyrftum að kveðja eina úr hópnum svona snemma, en þannig æxlast lífið stundum og við sjáum ekki endilega rétt- lætið í því. Ása var svo heppin í lífinu að eignast góðan lífsförunaut og áttu þau yndislega fjölskyldu. Við vottum þeim okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Hennar verður sárt saknað. Anna Lísa, Anna Þórdís, Ágústína, Gunna, Hrafnhild- ur, Oddbjörg og Sigrún Inga. Ása Líney var félagi okkar í Málfreyjudeildinni Seljum sem síðar breyttist í ITC Seljur á Sel- foss. Deildin var stofnuð í mars 1984 og starfaði samfellt í 8 ár eða til ársins 1992 en þá töldum við félagarnir að starfið innan deildarinnar hefði runnið sitt skeið á enda en vinskapurinn hélst alla tíð og gerir enn. Höfum við félagarnir hist reglulega síð- an og þá rifjum við upp gamla takta, höldum ræður og flytjum borðtjáningu. Félagsstarfið var í raun þjálfun í samskiptum og fé- lagsstörfum, s.s. fundarsköpum og þess háttar. Á þessum vett- vangi kynntumst við nokkuð ná- ið. Ása Líney var mjög virkur og góður félagi og tók að sér mörg trúnaðarstörf fyrir deildina og var m.a. forseti. Öllu þessu sinnti hún af mikilli alúð og yfirvegun. Við Seljur þökkum Ásu Lín- eyju fyrir góðar og gefandi sam- verustundir gegnum árin og sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Í kyrrð bænarinnar, í þögn hjartans, syngja englarnir lofsöng, í höfugri kyrrð og hljóðlátum tærleik. Þar sem orð tjá hið ósegjanlega, mynd hrífur áhorfandann, tónlistin huggar þann sem syrgir, hláturinn smitar hópinn, þar eru þeir í nánd, englar Guðs. (KS) Blessuð sé minning Ásu Lín- eyjar. F.h. Selja, Guðfinna Ólafsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir. Hún Ása vinkona mín er látin langt um aldur fram eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem engu eirir. Við kynntumst fyrir fjórtán árum þegar hún kom til vinnu á Sýsluskrifstofunni á Sel- fossi en þá hafði ég unnið þar í um það bil eitt og hálft ár. Á vinnustaðnum unnum við náið saman, gengum hvor í verk ann- arrar og leystum af í fríum. Við urðum fljótt vinkonur og náði sá vinskapur út fyrir vinnustaðinn. Áhugamálin voru meðal þess sem tengdi okkur og má þar nefna bútasaum og ýmiss konar hannyrðir og föndur. Einnig sótt- um við báðar nám í Endurmennt- un HÍ í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Þann tíma skiptumst við á að keyra til Reykjavíkur í námslotunum, unnum saman verkefni og tengdumst enn sterkari böndum. Ása var mikil áhugamanneskja um að koma á hittingi hjá þessum fyrsta hópi sem útskrifaðist saman úr áður- nefndu námi við Háskóla Íslands vorið 1999. Það hafði næstum tekist síðastliðið vor en var því miður frestað fram á haust og verður hennar saknað í þeim hópi. Í veikindum sínum stundaði Ása nám í viðskiptafræði við Há- skólann á Akureyri af mikilli elju og lauk því með frábærum ár- angri fyrir rúmu ári. Það var ómetanlegt að fá að gleðjast með henni á þeirri hátíðarstundu. Eitt af síðustu verkum hennar á hannyrðasviðinu var að sauma bútasaumsteppi handa Líneyju Heklu nöfnu sinni og barnabarni, sem fæddist í apríl síðastliðnum. Teppið var gríðarlega fallegt og Ása að vonum stolt af útkomunni sem og litlu ömmustúlkunni sem fæddist. Meðal þess sem við Ása bröll- uðum saman var að steikja klein- ur sem runnu ljúflega ofan í gesti og gangandi. Eftirminnilegustu stundir okkar voru þó frá upphafi þessa árs og fram í miðjan maí þegar hún var orðin enn veikari. Þá hittumst við gjarnan heima hjá mér seinnipart dags eftir vinnu og nutum þess að spjalla um lífið og tilveruna, börnin, barnabörnin og handavinnuna. Oftar en ekki gleymdum við stund og stað og gjarnan komið fram á kvöld þegar upp var stað- ið. Í dag eru þetta mér ómetan- legar stundir í minningabank- ann. Ása var sátt við lífið og hrædd- ist ekki dauðann en hefði gjarnan viljað fá lengri tíma með fjöl- skyldunni sem var óðum að stækka. Ása var traustur og tryggur vinur og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Kæri Óli, Linda, Sigrún, Sig- urður Ingi og fjölskyldur, missir ykkar er mikill en minningin um yndislega konu mun lifa um ókomin ár. Hugur okkar Eyvind- ar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Þórdís Magnúsdóttir. Genginn er góður samstarfs- maður og félagi okkar allra á sýsluskrifstofunni. Það er með sorg í hjarta að við kveðjum Ásu Líneyju aðalbókara á skrifstof- unni. Þar hafði hún starfað í rúm 14 ár, frá árinu 1997 og reyndist nákvæm, örugg og glögg í starfi. Það eru ómetanlegir kostir þegar farið er með tölur og allt verður að ganga upp. Þess utan reyndist hún ávallt reiðubúin að leiðbeina og skýra út það sem við hin skild- um ekki strax við fyrstu yfirsýn og lestur. Ása hafði barizt hetjulega við krabbamein í nokkur ár og hafði komið til starfa eftir greiningu og það gladdi okkur öll sem gerðum okkur vonir um að hún hefði sig- ur. En maðurinn ræður ekki og hún tók á móti örlögum sínum af mikilli reisn og yfirvegun líkt og um enn eitt verkefnið væri að ræða, sem leysa þyrfti. Kynni okkar hófust fyrir tæpum þrem- ur áratugum er hún starfaði á skrifstofu Selfosskaupstaðar. Síðar lágu leiðir okkar saman í þriggja missera námi í Endur- menntunarstofnun Háskóla Ís- lands, í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Samvizkusemi, dugn- aður og þrautseigja lýsti af henni og er ekki örgrannt um að hún hafi smitað aðra af áhuga sínum. Það var ánægður hópur sem út- skrifaðist sem brautryðjendur úr þessu námi í júní 1999. Hver hvatti annan og undirritaður naut þess að verða samferða henni frá Selfossi í skólann all- mörgum sinnum. Það leyndi sér ekki að hún naut þess að stunda þetta nám. Við urðum samstarfsmenn í upphafi árs 2002 og þá urðu kost- ir Ásu enn ljósari og fyrst og fremst sá hve gott var að eiga við hana samstarf. Ása Líney lauk námi í viðskiptafræði frá Háskól- anum á Akureyri fyrir rúmu ári og lét ekki deigan síga þótt hún ætti við alvarleg veikindi að stríða. Því miður naut hún þess ekki lengi að hafa lokið þessum mikilvæga áfanga. Það var vert aðdáunar að fylgjast með því hve föstum tökum hún tók námið og hve mikilvægt það var henni að ljúka því. Þar birtust allir beztu kostir hennar, einkum óbilandi þolinmæði. Á tiltölulega litlum vinnustað kynnist fólk með sérstökum hætti og þegar við tókum okkur til og léttum okkur lund starfs- mennirnir var stutt í spaugið hjá henni. Hún átti þann eiginleika að njóta stundarinnar með sam- starfsfólki. Það er mikilvægt að samstarfsmenn eigi hver annan að, ekki sízt í störfum sem eru krefjandi og hljóta oftar en ekki gagnrýni þegar erfiðar ákvarð- anir eru teknar og þeim fram- fylgt. Við sjáum á eftir góðum fé- laga og hennar er sárt saknað. Mestur er þó söknuður Þorgríms Óla eiginmanns hennar, barna og barnabarna, móður og tengda- móður, auk annarra ættingja. Þau fá hlýjar kveðjur frá okkur öllum og við Þórdís sendum sömuleiðis góðar kveðjur með söknuði. Góð kona er gengin og skarðið er vandfyllt. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 2011 ✝ Ívar fæddist24. september 1940 á bænum Hellnafelli við Grundarfjörð. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 20. júlí 2011. Foreldrar hans voru Árni Svein- björnsson og Her- dís Sigurlín Gísla- dóttir, ábúendur og eigendur að jörðinni Hellnafelli. Ívar var yngstur af ellefu systk- inum, en tvö þeirra eru látin: Benedikt Gunnar, f. 1937, d. 1944 og Gísli f. 1930, d. 1992. Eftirlifandi systkini Ívars eru: Ingibjörg, Guðbjörg, Svein- björn, Guðný, Kristín, Ester, Arndís og Sigurberg. Ívar ólst upp í foreldrahúsum að Hellnafelli við almenn sveita- störf, en fljótlega eftir ferm- ingu fór hann að stunda vinnu við fiskvinnslu, hafnargerð, vegavinnu og svo sjómennsku lengst af þar til hann söðlaði um og hóf ýmis störf í landi m.a. tengd iðnaði, verslun og sem héraðslögreglumaður, en aðallega þó í störfum tengdum fiskvinnslu og útgerð sem verk- stjóri. Árið 1961 kvæntist Ívar Jó- hönnu Steinþóru Gústafsdóttur frá Siglufirði, en Jóhanna lést árið 2008 eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóm. Ívar og Jó- hanna eignuðust fjóra syni: Gústav, f. 1961, Árni Ívar, f. 1964, Benedikt Gunnar, f. 1971 og Marvin, f. 1973. Frá þeim eru nú komin 14 barna- börn og 4 barna- barnabörn. Ívar og Hanna bjuggu all- an sinn búskap í Grundarfirði að undanskildu einu ári á Siglu- firði. Hanna dvaldi þó mikið með börnin á Siglufirði hjá sín- um foreldrum þegar Ívar var á síldarbátum fyrir Norðurlandi á sumrin og var þá hægari leikur fyrir fjölskylduna að eiga stundir saman. Ívar tók virkan þátt í ýmsum félgsstörfum, s.s. hjá Verkalýðsfélaginu Stjörn- unni, Verkstjórafélagi Snæfells- ness og Félagi eldri borgara í Grundarfirði. Ívar eyddi síðustu árum ævi sinnar með unnustu sinni, Bryndísi Rósinkranz Sig- uðurðardóttur, ýmist í Grund- arfirði eða Vaxjö í Svíþjóð þar sem Bryndís var búsett. Bryn- dís hafði flutt rétt fyrir fráfall Ívars til Íslands í íbúð í Mos- fellsbæ þar sem þau höfðu af- ráðið að eiga saman góðar stundir. Ívar verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 28. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elski pabbi, nú ertu farinn snögglega frá okkur öllum að óvörum. Þú ert nú svo sem þekktur fyrir að vera ekkert að drolla við hlutina, en þetta var nú kannski einum of langt geng- ið. Vissulega varstu búinn að kenna þér einhvers meins en varst auðvitað ekkert að barma þér yfir því eða láta nokkurn vita, gerðir bara lítið úr því og fannst óþarfi að láta hafa of mik- ið fyrir þér, hvað þá að fara að ónáða lækna og hjúkrunarfólk yfir þessu. Pabbi, þú skilur eftir stórt og óvænt tómarúm í lífi okkar, tómarúm sem okkur er nauð- ugur sá eini kostur að fylla með minningum um þig, minningum um traust, atorku, dugnað, hjálpsemi, umhyggju, heiðar- leika, reglusemi og vinnusemi. Minningar sem við munum bera áfram til afkomenda þinna sem sumir hverjir skilja þetta ekki alveg og hafa spurt í marga daga: „Hvar er Ívar afi?“ Sökn- uðurinn væri sem óbrúanleg gjá ef ekki væri fyrir öll þessi ynd- islegu afa- og langafabörn sem þú skilur við og bera áfram ljósa minningu þína fyrir okkur að elska, hlúa að og vernda, rétt eins og þú gerðir við okkur alla tíð. Það er huggun harmi í að vita af endurfundum þínum við mömmu og að þið munið í sam- einingu vernda og leiða hönd í hönd börnin ykkar öll um ókomna tíð. Gengið hefur grýtta leið gefið alla ævi. Hjálpað, haldið, huggað meið, hlegið oft við hæfi. (BGÍ) Þínir synir, Gústav, Árni Ívar, Benedikt Gunnar og Marvin. Það er svolítið skrítið að setj- ast niður og rita minningargrein um hann afa þar sem það er svo stutt síðan ég sá hann síðast. Þá var hann svo hress og fullur af lífsins krafti að mann óraði ekki fyrir þessu. Ívar afi var mikill reglumaður og þegar ég tala um reglumann, þá var það þannig að allt varð að vera í röð og reglu í kringum hann. Til dæmis var öllum áhöldum sem hann hafði á skrif- borðinu sínu raðað í röð og reglu og allir hlutir voru algjörlega hornréttir þar sem þeir lágu á borðinu. Eins átti hann það líka til að kíkja í heimsókn með verkfæra- settið sitt og laga allar höldur og hengjur á skápunum í húsinu. Og það var ekki að spyrja að því að það var allt gert hundrað pró- sent. Þegar ég var á sjónum hérna um árið, þá sá afi um að landa upp úr bátnum sem ég vann á. Þegar löndun var í gangi var eins gott að vera á varðbergi því að örari lyftaramann var varla hægt að finna. Hann var reynd- ar duglegur á flautunni líka þannig að maður hafði ca. 2 míkrósekúndur til að forða sér ef maður heyrði í flautunni hjá honum. Þegar amma var veik þá stóð Ívar afi eins og klettur við hlið- ina á henni og studdi hana af mikilli festu í gegnum veikindin og allt þar til yfir lauk. Maður sá á honum að þetta reyndi mikið á en ekki bognaði hann af þessari raun. Afi fann hamingjuna aftur eft- ir fráfall ömmu og varð eins og unglingur í anda og háttum. Því miður stóð það ekki lengur en þetta. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum afa okkar, hann Ív- ar Árnason. Tómas Freyr, Guðrún og Kristján Freyr. Hjartkær unnusti minn, Ívar. Við sem vorum að stofna okkar nýja heimili saman hér í Mos- fellsbæ þegar þú kveður skyndi- lega. Minningarnar eru margar og yndislegar, með fjölskyldum okkar, þinni hér á Íslandi og minni í Svíþjóð. Og að öllum ótöldum vinum sem við áttum á báðum stöðum. Söknuðurinn er sár. Við þökk- um fyrir allt og allt. Nú bliknar sólin bjarta og bros mitt hverfur brátt. Nú þyngjast slög míns hjarta ég leita í heimsins mátt. Ó, guð hvar ertu núna? Er þreytast sporin mín ég leita þín í bænum uns birtan aftur skín. (Bryndís) Bryndís Rósinkranz Sigurðardóttir, Svava Rósinkranz Kristinsdóttir og fjölskylda, Ellý Kristinsdóttir Karlsson og fjölskylda. Elsku tengdapabbi. Ég þakka fyrir þær minning- ar sem ég á um þig, elsku Ívar, og þau fallegu samtöl sem við höfum átt um fólkið sem okkur er kærast. Ég var svo lánsöm að kynnast syni þínum og man ég vel þegar Marvin kynnti mig fyrir þér og Hönnu. Þið tókuð mér og syni mínum opnum örm- um og þakka ég fyrir þann hlý- hug sem einkenndi öll okkar samskipti. Ívar minn, það voru erfið skrefin sem þú áttir er þú fylgdir elskulegri Hönnu okkar hennar síðustu skref en þú sýnd- ir þinn mikla styrk í þessu verk- efni og vékst aldrei til hliðar. Ég dáðist að þér. Eftir andlát Hönnu var okkur fjölskyldunni afar kært að fá þig til okkar á Langholtsveginn að hjálpa til við að mála húsið og sérstaklega í ljósi þess að Sindri Geir var nýfæddur þegar þú komst og dvaldir hjá okkur. Við áttum góðar stundir þar sem við fögnuðum nýmáluðu húsi og ný- fæddum syni en það einkenndi þig Ívar minn að verkin þín voru ávallt vel unnin og góður afi varstu og sonum mínum mikil fyrirmynd. Sumarið leið og vetur reið yfir hér á Íslandi en þá lagðir þú af stað í ferðalag sem markaði önn- ur kaflaskipti í þínu lífi. Þú kynntist henni Bryndísi sem er okkur svo kær. Við áttum mörg og góð samtöl á þessum tíma sem ég geymi hjá mér eins og þú baðst mig um. Þú og Bryndís dvölduð í Grundarfirði og í Sví- þjóð og á ferðum ykkar á milli dvölduð þið oftar en ekki á Langholtsveginum hjá okkur Marvin og áttum við margar góðar kvöldstundir þar sem við ræddum tilveruna og kynntumst betur. Ívar minn, þú varst mér góð- ur tengdapabbi og ávallt var gott að koma inn á þitt heimili og verja stundum með þér. Það sem einkenndi þig var dugnað- urinn, eljusemin og hógværðin sem er mikil dyggð. Þú varst einstaklega laghentur og vand- virkur í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, útsjónarsamur og hagsýnn og hófst ekki handa fyrr en þú varst fullviss um hvernig verkinu skyldi lokið. Þessir góðu eiginleikar lifa í af- komendum þínum. Elsku Bryndís, Gústi, Árni Ív- ar, Benni og elskulegur Marvin minn, missir ykkar er mikill og hugur minn er hjá ykkur. Inga Björk Guðmundsdóttir. Ívar Árnason ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinbjörn Sigurjónsson bifreiðarstjóri frá Torfastöðum í Fljótshlíð, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju laugardaginn 30. júlí kl. 14.00. Ásta Ingibjörg Árnadóttir Erna Marsibil Sveinbjarnardóttir, Jón Sverrir Garðarsson, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.