Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Fjárfestirinn og ljóðskáldið Hu- ang Nubo hefur keypt jörðina Grímsstaði á Fjöllum eins og fram hefur komið. Hann þarf samþykki íslenskra stjórnvalda fyrir kaup- unum þar sem hann er hvorki ís- lenskur ríkisborgari né búsettur innan Evrópska efnahagssvæðis- ins. Þegar talað er um Grímsstaði er átt við 300 ferkílómetra land sem er í óskiptri sameign sem skiptist á eftirfarandi hátt: Í einkaeigu voru Grímsstaðir I með um 50% sem hafa verið seld og Grímstunga með 25% en af þeirri eign eru um 22,19% seld. Eftir standa Grímsstaðir II með 22,2%-25% eignarhlut sem er í ríkiseigu en heimildum ber ekki saman um hve stór hlutur ríkisins er. Háður samþykki ríkisins En hvaða þýðingu hefur það fyrir ríkið að eiga jörðina í óskiptri sameign með Huang? „Þá á hann jörðina í sameign með ríkinu eins og hverja aðra sameign. Samkvæmt almennum reglum myndi það þýða að hann getur ekki ráðist í neinar grund- vallarbreytingar á jörðinni, upp- byggingu hennar eða rekstri nema með samþykki meðeiganda síns,“ segir Karl Axelsson, hrl. og dós- ent við lagadeild Háskóla Íslands. „Það auðvitað setur ráðstöfun- arrétti hans mjög ríkar skorður. Meðan þetta fyrirkomuleg er fyrir hendi þá er hann mjög háður sam- eiganda sínum um það sem hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Það er algjörlega klárt mál.“ Karl bendir á að Huang gæti farið þá leið að skipta jörðinni upp og jafn- vel kaupa hlut ríkisins. Engin beiðni um undanþágu borist ráðherra Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði í gær að enn hefði engin beiðni um undanþágu borist. Hann taldi ekki tímabært að svara því hvort til greina kæmi að ríkið ætti jörðina áfram með fjár- festinum enda lægi ekki fyrir hvort jörðin yrði seld honum. „Hins vegar er ljóst að við munum ráðast í heildarendurskoðun lag- anna út frá heildarhagsumunum Íslendinga varðandi eignarhald sem fært er út fyrir landsteinana.“ Þar þyrfti einnig að skoða heim- ildir til aðila innan EES-svæðisins. Jörðin Grímsstaðir á forræði annars ráðherra Misjafnt er hvernig forræði jarða skiptist á milli ráðuneyta en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fer sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið með hlut rík- isins í Grímsstaðajörðinni. Að því gefnu að innanríkisráð- herra samþykki kaup Huang á Grímsstöðum, þá mun Huang þurfa að eiga við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarna- son, um fyrirhugaða uppbyggingu á jörðinni. Þá má einnig benda á að hafni innanríkisráðherra kaupunum, getur Huang farið sömu leið og Magma og stofnsett sig innan EES-svæðisins og keypt landið þaðan. Huang hefur þó lýst því yfir að hann stefni að því að vera í góðu sambandi við íslensk stjórnvöld. Getur sett ráðstöfunarrétti Huang mjög ríkar skorður  Grímsstaðir á Fjöllum eru í óskiptri sameign ríkisins og annarra eigenda  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með eignarhlut ríkisins í jörðinni Ljósmynd/Birkir Fanndal Víðátta Grímsstaðir á Fjöllum og Grímstunga séð til austurs. Þarna hyggst Huang reisa 120 herbergja lúxushótel, 18 holna golfvöll og heilsulind auk aðstöðu fyrir hesta. Segist sjá staðinn sem framtíðarparadís fyrir ferðamenn. Í lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 er vísað til laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna en þar er m.a. kveðið á um hverjir megi eiga jarðir hér á landi og tengd rétt- indi á við vatnsréttindi. Þar er m.a. kveðið á um að í hlutafélögum skuli íslenskir ríkisborgarar fara með ráðandi hlut, að lágmarki 4/5 hlutafjár. Í lögunum er þó að finna ákvæði þar sem [innanríkis] ráð- herra er heimilt að víkja frá fyrrgreindu annars vegar: 1. Samkvæmt umsókn frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni eða halda þar heimili. 2. Ef annars þykir ástæða til. Hér er því um mjög opið undanþáguákvæði að ræða og í raun póli- tísk ákvörðun innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar að taka af- stöðu til þess hvort ráðuneytið heimili kaup Huangs á Grímsstöðum á Fjöllum. Í því sambandi bendir Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, á að lögmætisreglan sé grundvallarregla í íslenskri stjórnsýslu og allar ákvarðanir, hvað sem líður svigrúmi laga, verða að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum. Ráðherra með opið undan- þáguákvæði til ákvörðunar LAGAUMHVERFI Stutt pils Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Verð 5.900 kr. - 15.900 kr. HREIN SNILLD Drjúgt, fjölhæft og þægilegt... Gott á: gler plast teppi flísar stein ryðfrítt stál fatnað áklæði tölvuskjái omfl. ATH. frábært á rauðvínsbletti og tússtöflur S. 544 5466 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Ókeypis heyrnarmæling Pantaðu tíma í ókeypis heyrnarmælingu og leyfðu okkur að leiðbeina þér við val á heyrnartækjum með allt að fjögurra ára ábyrgð. Læknastö›in • Kringlunni Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.