Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 11
Hasar Heiðrún hoppar yfir boltann í brennóleik á laugardaginn.
sem ég held að sé best við brennó er
félagsskapurinn og að vera úti í
hreina loftinu. Þegar við erum á æf-
ingum er aðalmálið að hafa gaman.
Það vegur þyngst í heilsumæli-
kvarðanum, að vera úti að leika sér.
Hreyfingin er líka góð, æfingarnar
eru í klukkutíma og það er aldrei
stoppað. Þetta er samt ekkert grín,
eins og á mótinu um helgina var
ekkert gefið eftir. Ein fór í sjúkrabíl
af velli og önnur var öll krambúleruð
í framan. Það er keppt til sigurs,“
segir Heiðrún.
Þetta var í þriðja sinn sem Ís-
landsmeistaramótið í brennibolta
var haldið á Klambratúni. Heiðrún
segir meiri hörku hafa færst í leik-
inn með tímanum. „Liðin verða betri
með árunum. Þau eru komin með
mikla tækni og pælingar og eru með
allskonar leikkerfi. Hvert lið spilaði
að lágmarki tvo leiki við hvern and-
stæðing, að hámarki þrjá. Stystu
leikirnir eru þegar annað liðið er
með yfirburðastöðu, þeir taka bara
nokkrar mínútur. En þegar liðin eru
jöfn getur einn leikur dregist allt
upp í tuttugu mínútur. Þetta voru
góðir fjórir tímar af brennibolta fyr-
ir þá sem spiluðu úrslitaleikina,“
segir Heiðrún.
Dodgeball er af sama meiði
Samdar hafa verið samræmdar
leikreglur sem öll brenniboltafélögin
spila eftir. „Í keppni eru ekki fleiri
en fimm í liði en á æfingum er talið í
lið. Vellirnir eru það litlir og maður
fær ekkert að gera ef það eru fleiri
en fimm í liði. Sjálfri finnst mér
skemmtilegast ef það eru bara þrír í
liði, þá þarf maður að hlaupa svo
mikið.“
Brennibolti er stundaður í öðr-
um löndum en Íslandi að sögn Heið-
rúnar. „Flestir þekkja þessa bolta-
íþrótt á Norðurlöndunum og í
Suður-Ameríku, þar er brennó mik-
ið spilað í skólum. Dodgeball er
þekkt íþrótt í Ameríku en það er
boltaleikur af sama meiði og brenni-
bolti.
Brennó er þó meira spilað hér á
ættarmótum en í keppni. Kannski
vegna þess að það geta allir verið
með, það þarf ekki að vera rosa fljót-
ur að hlaupa eða góður í að kasta.“
Allir velkomnir á æfingar
Heiðrún segir vera fastan
kjarna af tuttugu til þrjátíu konum á
höfuðborgarsvæðinu sem mæti allt-
af á æfingar en nýliðar séu ávallt
velkomnir. „Ég hvet fólk til að mæta
á æfingar. Upplýsingar má finna á
Facebook. Við spilum úti þangað til
það verður orðið of dimmt á kvöldin,
þá færum við okkur inn. Þetta er
ekki lítill vinkonuhópur sem mætir á
æfingar, þetta eru konur héðan og
þaðan sem þekktust ekkert fyrir,
stelpur og konur af öllum stærðum
og gerðum. Það á engin að vera
feimin við það að mæta ein á æf-
ingu.“
Boltinn gripinn Það þarf að vera vel vakandi í brennó.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Næstkomandi laugardag, 3. sept-
ember, verður mikið í boði fyrir
hlaupara. Þá fara fram þrjú hlaup á
þremur stöðum á landinu.
Hið árlega Brúarhlaup fer fram á
Selfossi. Allir hlauparar og hjólreiða-
menn verða ræstir á Ölfusárbrú. Hjól-
reiðar hefjast kl. 11, hálfmaraþon kl.
11.30 og aðrar vegalengdir kl. 12. Þær
vegalengdir sem eru í boði eru; 2,5
km, 5 km, 10 km og hálfmaraþon.
Einnig er keppt í 5 km hjólreiðum.
Reykjanesmaraþonið er haldið í
tengslum við Ljósanótt í Reykjanes-
bæ. Keppt er í eftirtöldum vega-
lengdum: 3,5 km, ræsing kl. 9.50, 10
km, ræsing kl. 9.45, og hálfmaraþon,
ræsing kl. 9. Rásmark og endamark
verða við Lífsstíl Sundmiðstöð,
Vatnaveröld, á horni Sunnubrautar
og Skólavegar.
Skeiðshlaupið verður einnig haldið
hinn 3. september og hefst kl. 11 við
bæinn Skeið í Svarfaðardal. Svarf-
aðardalur er suðvestur af Dalvík og
farinn er Svarfaðardalsvegur (805)
frá Dalvík að bænum Skeiði. Hlaupa-
leiðin liggur upp í fjöll að Skeiðs-
vatni, fyrir fjöllin og til baka í gegn-
um berjaland og yfir tún heim að
Skeiði. Leiðin er um 13 km löng.
Nánari upplýsingar um skráningu í
hlaupin þrjú má finna á vefsíðunni
hlaup.is.
Hlaup
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Brúarhlaupið Hlaupið verður ræst á
Ölfusárbrú á Selfossi.
Hlaupið víða á
laugardaginn
Hvor vallarhelmingur er 7,5m x 9m.
1. Þegar kóngur kemur út fær hann boltann.
2 Liðsmenn þurfa ekki að skiptast á að vera kóngur.
3 Kóngur hefur tvö líf.
4 Eingöngu liðsmenn á velli geta bjargað liðsmanni með því að grípa,
ekki kóngur eða liðsmenn hans.
5 Fari leikmaður út af vellinum til að forða sér frá því að vera skotinn er
heimilt að skjóta hann utan vallar.
6 Heimilt er að skjóta liggjandi leikmann.
7 Þegar bolti fer aftur fyrir kóngslínu skal innkast vera frá kóngslínunni
en ekki af leikvelli.
8 Leikur má ekki hefjast fyrr en allir leikmenn eru komnir á völlinn.
9 Fari bolti aftur yfir kóngslínu mega eingöngu kóngur og liðsmenn
hans sækja boltann.
10 Ef bolti er gripinn af andstæðingi er leikmaður úr nema gripið sé frá
kóngsvelli, þá heldur leikurinn áfram eins og ekkert sé.
11 Ef bolti fer í liðsmann og annar liðsmaður grípur þá er sá fyrri ekki úr
en sá sem skaut er það. Sömuleiðis ef boltinn fer í tvo leikmenn eða
fleiri án þess að snerta jörðina á milli, eru þeir allir úr leik.
12 Um leið og búið er að skjóta leikmann þarf hann að fara stystu leið af
velli og beint til kóngsins og má því ekki taka upp boltann til að rétta
liðsfélögum. Dauðir mega ekki snerta boltann. Snerti dauður leikmaður
boltann fær hitt liðið hann.
13 Sé stigið á eða yfir línu með boltann í höndunum fær hitt liðið bolt-
ann.
14 Ef bolti hafnar í höfði andstæðings er hann ekki úr leik. Sama á við
ef leikmaður ber hendur fyrir höfuð sér og boltinn fer þannig í hendur
leikmanns.
15 Það má veiða boltann í loftinu á velli andstæðinga en ekki af jörðu.
16 Ef bolti fer út fyrir hliðarlínu mega liðsmenn úr báðum liðum hlaupa
eftir honum. Það má sparka í bolta til að reyna að ná honum.
Leikreglur
BRENNIBOLTI
Ný matvælalöggjöf um holl-ustuhætti og eftirlit á Evr-ópska efnahagssvæðinu tók
gildi á Íslandi 1. mars 2010 fyrir
fóður- og matvælafyrirtæki nema
fyrirtæki sem vinna afurðir úr bú-
fjárafurðum. Við það fluttist eftirlit
með kjötvinnslum og mjólkurbúum
til Matvælastofnunar frá
heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Sá
hluti löggjafarinnar sem snýr að bú-
fjárafurðum verður innleiddur 1.
nóvember nk. Á sama tíma verður
umdæmisskrifstofum Mat-
vælastofnunar fækkað úr 14 í sex og
breytingar gerðar á opinberu eft-
irliti héraðsdýralækna og
dýralæknaþjónustu til að koma í
veg fyrir hugsanlega hagsmuna-
árekstra með því að aðskilja op-
inbert eftirlit héraðsdýralækna frá
almennri dýralæknaþjónustu.
Markmið nýrrar löggjafar eru með-
al annars að tryggja rekjanleika
matvæla og fóðurs og að afurðir á
markaði uppfylli sömu gæða- og
heilnæmiskröfur óháð uppruna vör-
unnar.
Á síðasta ári kynnti Matvæla-
stofnun fyrirhugaðar breytingar
fyrir fóður- og matvælaframleið-
endum (fóðurfyrirtækjum, mjólkur-
stöðvum, sláturhúsum, kjöt-
vinnslum, bændum). Haldnir voru
fræðslufundir fyrir stjórnendur
matvæla- og fóðurfyrirtækja og
einnig var gefið út fræðsluefni um
ýmis ný eða breytt ákvæði í löggjöf-
inni eins og um ábyrgð framleið-
anda, samþykkisnúmer, auðkennis-
merki, rekjanleika og innra eftirlit.
Úttekt matvæla- og dýraheil-
brigðisstofnunar Evrópu (FVO) í
september 2010 á nokkrum
mjólkurstöðvum, sláturhúsum og
kjötvinnslum leiddi í ljós að víða
væri þörf á úrbótum til að uppfylla
kröfur löggjafarinnar. Haldinn var
sérstakur fræðslufundur þar sem
kröfur löggjafarinnar voru kynntar
fyrir framleiðendum búfjárafurða,
ásamt helstu niðurstöðum úttektar
FVO. Aðgerðaráætlun um úrbætur
var hrint af stað og eftirlits-
heimsóknir í fyrirtæki nýttar til
upplýsingamiðlunar.
Nú styttist í að búfjárafurðahluti
löggjafarinnar taki gildi. Matvæla-
stofnun vinnur því að því að meta og
flokka fyrirtæki m.t.t. þeirra krafna
sem gerðar eru til framleiðenda fóð-
urs- og dýraafurða til að þeir fái
samþykkisnúmer og áframhaldandi
starfsleyfi. Hafin er þjálfun eftirlits-
manna stofnunarinnar, með aðstoð
erlendra sérfræðinga, til að gera út-
tekt á fyrirtækjunum og leggja mat
á hvort þau uppfylli ákvæði löggjaf-
arinnar. Fyrirhuguð eru málþing í
september fyrir framleiðendur fóð-
urs og dýraafurða um úttekt á fyrir-
tækjunum og þær kröfur sem gerð-
ar eru til þeirra. Þegar úttektum á
fyrirtækjum og flokkun þeirra verð-
ur lokið verða sömu aðilar boðaðir á
annað málþing um niðurstöðurnar.
Á þeim tímapunkti verður hægt að
benda á þær breytingar sem þarf að
framkvæma í hverju fyrirtæki fyrir
sig og í kjölfarið þurfa fyrirtækin að
útbúa áætlun um úrbætur.
Sigurður Örn Hansson, forstöðu-
maður matvælaöryggis- og neytenda-
málasviðs Matvælastofnunar
Örugg matvæli – allra hagur!
Ný löggjöf tryggir meðal annars
rekjanleika matvæla og fóðurs
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Svín „Markmið nýrrar löggjafar eru meðal annars að tryggja rekjanleika matvæla og fóðurs og að afurðir á mark-
aði uppfylli sömu gæða- og heilnæmiskröfur óháð uppruna vörunnar,“ segir í greininni.
Matvælastofnun – www.mast.is