Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
✝ Halldór Magn-ússon fæddist á
Skólavörðustíg 28 í
Reykjavík 19. desem-
ber 1922. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 22.
ágúst 2011.
Hann var sonur
hjónanna Magnúsar
Skaftfjeld Halldórs-
sonar bifreiðastjóra-
og bílainnflytjanda
frá Kárastöðum í Þingvalla-
sveit, f. 1893, d. 1976, og Stein-
unnar Kristjánsdóttur hús-
freyju frá Flankastöðum í
Garði, f. 1893, d. 1984.
Halldór ólst upp á Skóla-
vörðustíg ásamt tveimur yngri
systkinum sínum, Sigríði, f.
1924, fv. frönskukennara og
Magnúsi, f. 1926, fv. prófessor.
Hann gekk í Austurbæjarskóla
og að honum loknum lauk Hall-
dór prófi frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1942.
Halldór kvæntist Jóhönnu
Guðmundsdóttur, nú fv. fram-
haldsskólakennara, f. 1926.
Börn þeirra eru 1) Vilborg, leik-
kona og leiðsögumaður, f. 1957,
maki Helgi Björnsson leikari og
söngvari, f. 1958. Börn þeirra a)
Frá bernsku hafði Halldór mik-
inn áhuga á flugi og tók einka-
flugmannspróf 4. september
1946 og var hann með skírteini
númer 38. Í félagi við bekkj-
arbróður sinn úr Verzlunarskóla
Íslands, Jón N. Pálsson, síðar
flugvirkja, keypti hann Piper
Cub vélina TF KAK sem er elsta
nýskráða einkaflugvél á Íslandi.
Þessir ungu frumkvöðlar fluttu
vélina inn nýja til landsins ásamt
þeim Einari Pálssyni, Bjarna
Jenssyni, Ragnari Kvaran, Ósk-
ari Guðmundssyni og Þorleifi
Þorleifssyni í Amatör. Var vélin
seinna notuð til kennslu hjá flug-
skólanum Þyti enda hefur fjöldi
íslenskra atvinnuflugmanna haf-
ið ferilinn á þeirri vél. Halldór
var ásamt nokkrum félögum sín-
um gerður að heiðursfélaga í
Vélflugfélagi Íslands og sæmdur
silfurmerki alþjóðasamtaka
einkaflugmanna AOPA árið
1989. TF KAK hefur nýlega ver-
ið endurbyggð og það gladdi
Halldór mjög að sjá henni flogið
á ný í desember síðastliðnum.
Halldór var mikill fjöl-
skyldumaður og dvaldi löngum
stundum við sumarbústað sinn í
Þingvallasveit sem hann og öll
fjölskyldan hafði mikið yndi af.
Hélt hann alla tíð góðum
tengslum við sveitunga sína, því
þar voru hans rætur.
Útför Halldórs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 30. ágúst
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
Orri framleiðandi,
f. 1979, Björn Hall-
dór nemi í LHÍ, f.
1984, og Hanna
Alexandra nemi í
MH, f. 1993. 2)
Steinunn, stjórn-
mála- og stjórn-
sýslufræðingur, f.
1963. Barn hennar
og Arnars Stein-
þórssonar, fv. sam-
býlismanns, er
Sunna, f. 1984, klínískur rann-
sakandi. Fyrrverandi maki
Steinunnar er Ólafur Sörli Krist-
mundsson, börn þeirra eru tví-
burarnir Halldór Sörli og Júlía
Sif, f. 1998. 3) Oddný, flugfreyja,
f. 1967, fyrrverandi maki hennar
er Jón Kristinn Snæhólm. Börn
þeirra eru Þórunn Soffía Snæ-
hólm, f. 1998 og Fannar Alex-
ander Snæhólm, f. 1999.
Halldór réðst til h.f. Shell á Ís-
landi í febrúar 1943, sem varð
síðan að Olíufélaginu Skeljungi.
Hann veitti forstöðu fram-
kvæmdadeild fyrirtækisins frá
árinu 1957 og starfaði þar óslitið
til ársins 1993 eða í fimmtíu ár.
Halldór var heiðraður af
EPACT, alþjóðlegri umhverf-
isverndarhreyfingu um olíumál.
Hann pabbi minn var einstak-
ur. Hann var eiginlega aldurslaus.
Þegar ég var í barnaskóla og vin-
konur voru að hringja og spyrja
eftir mér og hann svaraði í sím-
ann, spurðu þær alltaf hvort þetta
hefði verið bróðir minn sem svar-
aði. Ekki aldeilis. Hann var þrjá-
tíu og fimm ára þegar ég fæddist.
Leikur og góðlátleg stríðni voru
honum eðlislæg. Ég minnist
stjörnubjarts eftirmiðdags í des-
ember, pabbi að koma heim úr
vinnunni og leikur sér með mér og
vinkonu minni í snjókasti og að
búa til snjókarla. Eða þegar hann
var að stríða okkur í teygjutvisti
og taka okkur á loft þegar ein var
„komin upp í háls“.
Hann var alltaf svo mikill
strákur í sér að börn löðuðust að
honum. Og hann bar þau á hönd-
um sér. Feitapabbi kallaði ein
frænka mín þennan granna og
kvika mann, en það var af því hún
var smámælt og var að reyna að
segja sveitapabbi, því mamma og
pabbi buðu henni oft með okkur
upp í summó í Þingvallasveit. Þar
var nú paradísin hans pabba.
Hann Reykvíkingurinn sem átti
fjölda ættmenna á stórbýlinu
Kárastöðum steinsnar frá borg-
inni. Náttúrubarnið Halldór sem
vissi ekkert eins dýrðlegt á júní-
nóttu og að vaka alla bjarta nótt-
ina og verða vitni að því um lág-
nættið þegar allt hljóðnar eitt
augnablik, fuglarnir sofa en bara
smástund og svo fer allt á kreik.
Hann kenndi dætrum sínum að
meta slíka hluti. Svo hljóp hann
um móana frekar en gekk, en það
er nú í ættinni enda allir frekar
grannvaxnir þeim megin. Eða
þegar ég kotroskin var eitthvað
að efast um tilvist jólasveinsins og
hélt því fram að það væri hann
sem setti í skóinn, þá sagði pabbi:
Við skulum bara gá, ég set búss-
una mína út í glugga og þú skóinn
þinn, sjáum hvað jólasveinninn
gerir. Og viti menn; næsta morg-
un var lítill stúlkuinniskór með
einu rauðu epli en stórt pabba-
stígvél sem í þá daga voru kölluð
bússur, það flæddu úr því rauðu
jólaeplin. Mikið var pabbi hissa.
Og lítil stúlka var sérdeilis agn-
dofa og ég held barasta hún trúi
enn á jólasveininn.
Þegar ég hugsa um þetta og
skrifa sé ég hversu myndræn
hugsun föður míns var. Ung kona
og í baráttuhug að segja pabba
framtíðardrauma sína og hann fer
fram og kemur með hitamæli. Þá
var mér ekki skemmt, ég var eig-
inlega dálítið sár, en þannig var
pabbi. Hann á sinn hljóðláta
kankvísa hátt leysti öll mál. Eig-
inlega skilur maður varla hvernig
hægt er að lifa þegar hann er
ekki, slík var gjöf hans til lífsins
og barnanna sinna, því hann var
af þeirri kynslóð sem fannst eðli-
legt að hugsa fyrst um þarfir ann-
arra og svo langsíðast um sig.
Elsku pabbi
svo langt í burtu
samt svo nálægur
svo lítill og veikburða
samt svo stór
svo umvefjandi, verndandi og elskandi
þín nærvera
verður alltaf nálæg
fíngerð afgerandi og ljós
aldrei krefjandi
samt svo mikið hér
aldrei plássfrek
samt fyllir hún
alla tilveruna
alla tæra sumarnóttina
í summó
(Vilborg Halldórsdóttir)
Þín dóttir,
Vilborg.
Mig langar að þakka þér sam-
fylgdina, elsku pabbi minn. Þú
varst ekki maður margra orða en
áttir mikla elsku til handa þeim er
næst þér stóðu. Svo ekki sé
minnst á umhyggjuna sem var
alltumlykjandi. Það var ekki fyrr
en ein vinkona mín benti mér á
það, unglingnum þáverandi að
það væru ekki allir pabbar sem
smyrðu nesti fyrir börnin sín fyrir
skíðaferðir, keyrðu þau upp í Blá-
fjöll og biðu á meðan þau renndu
sér í brekkunum; væru boðnir og
búnir að keyra mann og sækja á
allar samkomur hvenær sem er
sólar-hringsins, væru hvetjandi
og einhvern veginn alltaf til stað-
ar, sem ég gerði mér grein fyrir
því að pabbi minn væri einstakur.
Þú varst umburðarlyndur og
skemmtilegur, gerðir t.d. lúmskt
grín að því þegar unglingurinn
sem þóttist bara vera að fara að
hitta vinkonu sína á laugardags-
kvöldi bað um pening, spurðir
hvort hún rukkaði við innganginn
um leið og þú réttir mér seðil.
Þegar við systur urðum full-
orðnar tók við alls kyns skutl og
aðstoð við barnabörnin sem nú
fengu viðbótarskammt af elsku
þinni.
Við systurnar fengum að læra
margt af þér sem alla jafna bara
strákar lærðu á þeim tíma, en
engan strákinn eignuðust þið
mamma. Ég lærði að hugsa um
bíla, þvo og bóna þá, lærði hand-
tökin við að mála og smíða en þú
dáðist sjálfur alltaf að þeim sem
voru laghentir. Við lærðum að
vitja um netin á Þingvallavatni og
á tímabili vissum við systur um
staðsetningu allra olíutanka
Skeljungs á landinu, því sumarfrí-
in voru gjarnan nýtt í þau verk-
efni – svona meðfram.
Skeljungur var vinnustaður
pabba alla tíð, en þar kynntust
þau mamma, þegar félagið var
með skrifstofur á Tryggvagötu.
Fyrirtækið var því stór partur í
okkar lífi.
Milli okkar pabba var einskon-
ar fjarskynjunarsamband. Við
fundum á okkur ef eitthvað var að
hjá hinu og þegar ég hringdi í for-
eldra mína og hann svaraði var
oftar en ekki viðkvæðið: „ég var
að hugsa til þín fyrir nokkrum
sekúndum og ætlaði að fara að
hringja“. Við heyrðumst daglega
og ég á eftir að sakna mikið sím-
talanna okkar.
Undanfarin misseri voru erfið
fyrir pabba minn, sjúkdómurinn
ágerðist og hann varð meira mátt-
vana. Hann var svo lánsamur að
geta dvalið á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi síðustu mán-
uðina, horft út á voginn okkar sem
við systur nutum alla okkar
bernsku á æskuheimilinu þar sem
þau mamma bjuggu enn. Svo öf-
ugsnúið sem það nú var, þá urðu
veikindi pabba til að þjappa stór-
fjölskyldunni enn meira saman,
við systur og barnabörn vorum
daglegir gestir á líknó, eða Hótel
Kópavogi eins og Oddný systir
nefndi deildina. Hundurinn Kátur
var með í för, og alltaf varð pabbi
jafnglaður að sjá fólkið sitt. Mér
er minnisstæð ein af síðustu setn-
ingunum sem hann sagði áður en
hann dó, en þá sagði hann um af-
komendur sína: „sjáðu hvað þetta
er fallegur hópur“ við nöfnu mína,
eina af englunum sem starfa á
líknardeildinni.
Ég kveð þig pabbi Halldórsson
og veit að þú ert núna áhyggju-
laus hjá þeim feðgunum og spilar
Fats Waller og hlærð við og við
lofthlátrinum þínum.
Þín dóttir nr. 2,
Steinunn.
Elsku hjartans pabbi minn.
Nú ert þú horfinn inn í annan
heim. Lagðir úr vör frá okkur
systrum og mömmu og ert kom-
inn til annars lands handan hafs-
ins. Þetta er búið að vera langt
ferli allt frá því þú greindist með
meinið fyrir rúmu þremur og
hálfu ári en samhliða kvíðanum
höfum við nýtt tímann vel, sam-
veran verið mikil og við safnað í
banka minninganna. Ég er þér
svo þakklát, svo stolt og montin af
þér. Hlýr, umvefjandi, áhugasam-
ur um mig og ætíð til staðar þegar
á bjátaði. Kannski naut ég góðs af
því að þegar ég fæðist varst þú 45
ára og reiðubúinn að eyða öllum
tíma utan vinnu með mér; gat ég
valsað inn á skrifstofuna þína hjá
Shell en þar þekktu vinnufélagar
þínir okkur allar. Hjá þeim feng-
um við viðurnefnin nr. 1, 2 og 3.
Ég, sú yngsta, var þá að sjálf-
sögðu nr. 3. „Halldór, númer þrjú
hringdi.“. Ég fékk líka oft að
heyra að ég hefði átt að vera
strákur. Þegar ég varð eldri naut
ég handleiðslu þinnar í öllum
verkum. Þú kenndir mér að mála
og smíða, tengja vatnslagnir og
rafmagnsvíra og þú varst svo
verklega skipulagður. Aldrei an-
aðir þú útí neitt án þess að teikna
það vandlega upp á rúðustrikað
blað með blýanti. Þú gafst mér
verkfæri og hafðir unun af að sjá
hvað ég hafði gert og gat gert
sjálf.
Flugáhugi þinn leyndi sér aldr-
ei. Endalausir bíltúrar út á flug-
völl að skoða flugvélar með okkur
systrum var hluti af þér og ekki
má gleyma flugbrautinni í
summó. Hana bjóst þú til árið
1946, árið sem þú tókst einkaflug-
mannsprófið, og þreyttist aldrei á
að segja frá því þegar Siggi flug
sagði þegar hann hitti þig: „Kem-
ur maðurinn sem á fyrstu skráðu
einkaflugbraut á Íslandi.“ Þú
hafðir unun af að skjótast upp á
Tungubakka í Mosó og fylgjast
með þegar hópur áhugamanna
endurgerði TF-KAK og þáðir
kaffibolla með strákunum yfir
spjalli um sögu vélarinnar. Vélin
flaug svo aftur í desember sl. en
þá hafði sjúkdómurinn tekið frá
þér mikinn kraft en uppí Mosó
skyldirðu fara og sjá hana fara í
loftið. Mikið varstu glaður.
Vinnan þín hjá Skeljungi var
líka þitt áhugamál, því þú fléttaðir
jafnvel sumarfríin okkar um land-
ið saman við eftirlit og heimsóknir
til ófárra umboðsmanna Skelj-
ungs á landsbyggðinni. Þá fórum
við með þér og fylgdumst með
nýjum tönkum og bensínstöðvum
rísa hér og þar. Þú virtir líka alla
til jafns og þú fórst aldrei í mann-
greinarálit.
Fjölskyldu minni hefur þú ver-
ið betri en enginn. Vildir alltaf
hjálpa, létta undir, leyfa börnun-
um að gista og sagðir alltaf að þú
svæfir aldrei betur en „þegar lítið
hjarta slær við hliðina á mér“.
Síðustu dagana áður en þú
kvaddir höfum við setið við rúmið
þitt, kysst þig og knúsað og látið
heitan lófann þinn við vanga okk-
ar. Þessi tími verður okkur fjöl-
skyldunni sem fjársjóður og mun
örugglega reynast okkur hjálp-
legur þegar söknuðurinn sverfur
að. Það er tómlegt núna hjá elsku
mömmu á Sunnubrautinni, í skóg-
arrjóðrinu sem garðurinn ykkar
er orðinn að. Þar naust þú þess að
liggja úti á bekk á sumrin þegar
þú varst orðinn þreyttur og hafðir
ekki sömu krafta og áður. Vildir
hvergi annars staðar vera.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þig að, stolt af þér sem pabba mín-
um, húmoristanum sem kallaði
sig: „Faðir vor, þú sem ert á
Sunnubraut.“
Takk fyrir alla hlýjuna sem þú
gafst mér og fallegu orðin þegar á
bjátaði.
Góður guð umvefji þig og vaki
yfir þér, elsku pabbi.
Þín dóttir nr. 3,
Oddný.
Minningar eru fjársjóður hug-
ans og ég er rík! Ekki á ég hina
einustu slæma um afa – það segir
allt um hann.
Ég þori að fullyrða að sjaldan
hefur maður verið elskaður jafn
mikið og heimsins besti afinn
minn. Hann var einstakur maður
sem átti og á sér engan líka. Hann
var stórgáfaður húmoristi, sem
var fyrst og fremst stórhjartaður
máttarstólpi fjölskyldu sinnar og
hlúði að dætrum sínum og barna-
börnum af einskærri umhyggju-
semi og natni. Allt vildi hann gera
fyrir okkur fólkið sitt, hvort sem
um var að ræða fjárstyrki, skutl
(engu virtist skipta hvort klukkan
væri fjögur eftir hádegi eða eftir
miðnætti), lán á bílum eða að
gauka að okkur eplasafa, vínberj-
um, eldhúsrúllum og öðrum nauð-
þurftum.
Sunnubrautin hefur alltaf verið
minn griðarstaður og árið sem ég
bjó hjá afa og ömmu er mér ómet-
anlegt! Þau báru litlu dótturdótt-
ur sína á höndum sér og gerðu
mig að mörgu leyti að þeirri
manneskju sem ég er í dag. Ég á
þeim svo margt að þakka.
Nú hefur afi kvatt okkur og
verður hans sárt saknað af öllum
sem hann snerti, sem eru svo
margir. Ég kveð þó yndislega af-
ann minn með brosi á vör. Það eru
forréttindi að hafa fengið að
þekkja og elska þennan hátt-
prúða, hógværa höfðingja. Hafa
fengið að njóta viskunnar, húm-
orsins, fallega handbragðsins,
traustsins og trygglyndisins, vel
völdu orðanna, þolinmæðinnar,
lofthlátursins og umvefjandi
elsku hans.
Ég átti einn afa, en hann kom í
staðinn fyrir þá marga! Ég vona
að ég muni í framtíðinni geta
reynst mínum niðjum eins vel og
hann reyndist okkur öllum.
Elsku fallegi besti afinn minn –
mér þykir óendanlega vænt um
þig. Nú er sá tími kominn sem ég
kveið alltaf mest, en við pössum
hvert annað. Takk fyrir allt og
allt!
Þín afastelpa,
Sunna.
Elsku hjartans afi minn.
Ég man alltaf eftir þegar þú
varst að passa mig og Fannar í
Hrauntungunni og þegar við vor-
um að fara sofa þá sagðirðu alltaf
„Látið mig vita þegar þið eruð
sofnuð’’.
Og ég man allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman í
Summó á Þingvöllum t.d. þegar
við krakkarnir vorum út í laut og
þú komst með hundakex og epla-
safa í litlu bláu hjólbörunum.
Og ég man öll góðu gamlárs-
kvöldin þegar öll fjölskyldan kom
saman á Sunnubraut 36 og „fór
hringinn“ við matarborðið og
sagði frá því merkilegasta á árinu,
þá sagðir þú „Ég er svo glaður að
hafa ykkur öll hjá mér’’.
Og ég man síðustu áramót þeg-
ar hávaðinn og lætin byrjuðu í
rakettunum um ellefuleytið fórst
þú og amma inn í svefnherbergi
og hélduð utan um hvort annað –
og Kát líka sem titraði af hræðslu.
Einn dag núna í ágúst þegar ég
heimsótti þig á Líknardeildina og
var að segja þér frá ferð minni
upp í sveit að veiða en hafði ekk-
ert veitt sagðir þú „Nú, hva, eru
fiskarnir hræddir við þig?“ og það
fannst mér voða fyndið.
Þú varst besti og skemmtileg-
asti afi í heimi, með húmorinn á
hæsta stigi og góðhjartaður. Ég
er fegin að þú ert frjáls og laus við
sjúkdóminn en um leið sakna ég
þín sárt.
Takk fyrir allt, elsku afi minn,
og guð geymi þig.
Þín afastelpa,
Þórunn Soffía.
Elsku afi minn
Þegar ég var lítill vildi ég
hvergi annars staðar vera en hjá
afa og ömmu á Sunnubrautinni og
hef því örugglega verið draumur
allra ungra foreldra. Hjá okkur
voru fastir liðir á föstudögum að
horfa á Derrick og spila rommí.
Á laugardögum fórum við og
versluðum og pössuðum að allar
vörur voru gaumgæfilega og af
mikilli nákvæmni strikaðar út af
kassastrimlinum.
Á Þingvöllum eigum við marg-
ar góðar minningar, eins og þegar
afi gaf mér litla trévörubílinn Dúa
og við vorum saman í vegafram-
kvæmdum við veginn að bústaðn-
um. Á Þingvöllum kenndi afi mér
jafnframt að veiða silung og við
fórum í ótal bátsferðir á Þing-
vallavatni. Við lögðum netin og
var öryggið ávallt í fyrirrúmi, því
nákvæmari mann en Halldór
Magnússon er ekki hægt að finna.
Þegar maður kom á Sunnu-
brautina voru fyrstu spurning-
arnar alltaf: Á hvaða bíl ertu? Er
hann á góðum dekkjum? Er nóg
bensín á honum? Áttu pening fyr-
ir bensíni?
Síðan þegar búið var að ganga
úr skugga um að maður kæmist
örugglega á leiðarenda eftir að
heimsókninni lauk, þá kom að
næsta kafla sem var: Ertu búin að
borða? Áttu mat? Áttu pening fyr-
ir mat? Viltu ekki taka smá-epla-
safa með þér heim?
Þú lifðir fyrir það að vita að
fólkið þitt hefði það gott, vanhag-
aði ekki um neitt og væri í örugg-
um höndum. Þú vissir alltaf hvar
allir voru og hvað allir voru að
gera, hvar í heiminum sem fólkið
var. Það var það sem lét þér líða
vel.
Ég veit eiginlega ekki alveg
hvernig ég á að fara að því að
kveðja þig því þú hefur alltaf verið
svo stór partur af lífi mínu og hef-
ur kennt mér svo mikið. Kennt
mér hvað það er að vera góð
manneskja, um auðmýkt og um-
hyggju fyrir fjölskyldunni.
Ég tek mér þig til svo mikillar
fyrirmyndar um það hvernig ég
vil lifa mínu lífi, og ég veit það að
það eru ekki allir jafn heppnir að
eiga svona sterka og fallega fyr-
irmynd og þig. Ef ég get haft jafn
mikil áhrif á fólk í kringum mig
eins og þú hafðir á fólkið þitt, þá
er það þér að þakka, elsku afi.
Þín minning mun lifa í hjörtum
niðja þinna um ókomna tíð,
Heill þér Þingvallahöfðingi
Halldór Magnússon.
Orri.
Elsku hjartans afi minn.
Ég man alltaf eftir þegar þú
varst að passa mig og Fannar í
Hrauntungunni og þegar við vor-
um að fara að sofa þá sagðirðu
alltaf „Látið mig vita þegar þið er-
uð sofnuð“.
Og ég man allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman
Summó á Þingvöllum t.d. þegar
við krakkarnir vorum útí laut og
þú komst með hundakex og epla-
safa í litlu bláu hjólbörunum.
Og ég man öll góðu gamlárs-
kvöldin þegar öll fjölskyldan kom
saman á Sunnubraut 36 og „fór
hringinn“ við matarborðið og
sagði frá því merkilegasta á árinu,
þá sagðir þú „Ég er svo glaður að
hafa ykkur öll hjá mér“.
Og ég man síðustu áramót þeg-
ar hávaðinn og lætin byrjuðu í
rakettunum um ellefuleytið, þá
fóruð þið amma inní svefnher-
Halldór
Magnússon
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
bróðir,
DAVÍÐ TRAUSTI ARNLJÓTSSON,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins
21. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hulda Erlingsdóttir,
Arnljótur Davíðsson,
Ágústa María Davíðsdóttir,
Erlingur Sigurður Davíðsson,
Jens Arnljótsson.