Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 The Tree of Life er vel áþriðju klukkustund í sýn-ingu en samt varð maðuraldrei þreyttur á að horfa á hana enda er myndin óskaplega fall- eg. Flestar reglur um frásagnar- tækni eru margbrotnar í myndinni og þeim sem eru orðnir of vanir formúlumyndum gæti reynst erfitt að horfa á þessa mynd. Hún hefst á tilvitnun í Jobsbók: „Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina? … þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng og allir synir Guðs fögnuðu?“ Myndin fjallar um fimm manna fjölskyldu í Texas um miðja síðustu öld. Hjón (leikin af Brad Pitt og Jessicu Chastain) og þrjá syni þeirra. Í byrjun myndarinnar fær móðirin tilkynningu um andlát eins sonar síns. Jack O’Brien (uppkom- inn leikinn af Sean Penn) segir föður sínum að hann hugsi um bróður sinn á hverjum einasta degi. Farið er allt aftur til upphafs tímans og mynd- unar plánetna. Farið er í uppruna lífsins og forsögulegan tíma, upphaf dýrategunda sem sýna styrk sinn en lenda síðan seinna upp á náð ann- arra dýra. Nokkrar raddir tala oft yfir myndunum. Oftast er það einn strákanna, Jack, sem virðist vera einhvers konar sjálf höfundarins Terrences Malicks. En svo heyrist líka rödd Chastain og annarra. Rödd hennar segir eitt sinn: „Það eru tvær leiðir í lífinu; leið náttúrunnar og leið náðarinnar.“ Myndin fylgir einhvers konar náðarstefi í gegnum þessar milljónir ára og í gegnum fjölskyldu- söguna í Texas. Foreldrarnir elska börnin sín heitt en faðirinn er mun strangari en móðirin mýkri. Hann vill þeim samt vel en vill að strák- arnir verði sjálfstæðir og sterkir. Sjálfur er hann ekki ánægður með að hafa ekki náð árangri í tónlistinni og er í sífelldum barningi í sinni venjulegu vinnu án þess að ná nein- um afgerandi árangri. Hann biður síðar son sinn afsökunar á því hversu strangur hann var uppeldinu. Það eru mjög ljóðrænar og fallegar senur í myndinni sem er full af sárs- auka, dyggð, ást, náð, grimmd og miskunn. Áhrifaríkust eru uppeldis- árin sem áhorfandinn upplifir í gegnum Jack. Í raun má sjá alla myndina eins og úr höfði Jacks; skáldlega vangaveltu um hvað og hvernig heimurinn sé. Og þegar aðr- ar raddir heyrast tala yfir mynd- skeiðunum gæti það verið eins og úr minni hans sjálfs. Á uppeldisárunum er Jack að upp- lifa heiminn í fyrsta sinn og það er gaman að fylgja honum um heiminn. Hvað smávægileg atvik geta virkað sterkt á barnshugann. Um tíma ger- ir hann tilraunir með ofbeldi, dýra- dráp og jafnvel skemmdarverka- starfsemi. En verður svo dyggðugur meðlimur samfélagsins. Kvikmyndatakan er óaðfinnanleg, fallegur blær á römmunum og sterk filmutilfinning en Emmanuel Lub- ezki, sem tók upp með Malick The New World, var aftur með honum í þessari. Malick notast ekki við nýj- ustu tölvutækni við brellurnar og eftirvinnsluna, heldur fékk brellu- sérfræðinginn Douglas Trumbull til að gera tæknibrellurnar upp á gamla mátann. Leikurinn er tempraður og strák- arnir þrír valda sínu, enda hefði myndin ekki gengið upp ef Malick hefði ekki haft gott vald á þeim. Brad Pitt kemst í gegnum alla myndina án þess nokkurn tímann að sýna sjarmerandi bros sitt. Leikur hans er sannfærandi og áhorfendur fá að sjá leikarahlið hjá Pitt sem þeir hafa aldrei áður séð. Jessica Chast- ain er líka sannfærandi og senurnar með henni eru vel skrifaðar og fal- lega leikstýrt. Þetta er mjög góð mynd en ekki fyrir alla. Ljóðræn mynd um lífið og náðina Sambíó Kringlunni The Tree of Life mn Höfundur myndarinnar er Terrence Mal- ick og aðalleikarar Brad Pitt, Jessica Chastain og Sean Penn. 138 mín. Bandaríkin 2011. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Strangur Jessica Chastain og Brad Pitt leika foreldrana í þessari fallegu mynd. Túlkun Pitts á karakter sínum er ólík flestu sem hann hefur gert á ferlinum. En leikur hans er sannfærandi, rétt eins og leikur Chastain. Slúðurpressan vest- anhafs fór á flug í vikunni og flutti fréttir af því að leik- arahjónin Will og Jada Pinkett Smith ætluðu að skilja. Ástæðan væri sú að Jada hefði haldið framhjá Will með tónlistarmanninum Marc Anthony. Hjónin hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þetta sé tóm della og sonur Wills úr fyrra hjónabandi, Trey, hefur einnig komið þeim til varnar og sagt að enginn fótur sé fyrir þessu slúðri. Tímaritið In- Touch birti frétt þriðjudaginn sl. um að hjónaband Will og Jödu væri í mol- um og hafði eftir ónefndum heimild- armanni. Smith- hjónin sendu frá sér yfirlýsingu þann sama dag og sögðu hjónabandið traust. Talsmaður Marcs Anthony, fyrrum eiginmanns Jennifer Lopez, gaf einnig frá sér yfirlýsingu og sagði Ant- hony ekki hafa haldið við Jödu. Af öllu virðist það því staðfest að Smith-hjónin ætli ekki að skilja. Enginn skilnaður Slúður Will og Jada Pinkett Smith ætla ekki að skilja. Reuters ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ GILDA EKKI Í BORGARBÍÓI Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD – 4-D! MEIRA SPURT OG SVARAÐ MEÐ MORGAN KL. 20 Í KVÖLD! 5% THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10.10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 6 - 8 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10 16 T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 THE CHANGE-UP LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.40 - 5.50 - 8 L ONE DAY KL. 8 L COWBOYS AND ALIENS KL. 10.30 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 10.20 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14 GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.30 - 8 - 10.10 L SPY KIDS 4D KL. 5.50 L CONAN THE BARBARIAN KL. 8 - 10.20 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:45 - 8 - 10:20 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 5:30 CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20 CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 7:30 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 10 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 700 kr. ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 950 kr. 4D 3D GLERAUGU SELD SÉR Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali 950 kr.3 D 950 kr. 3D 3D GLERAUGU SELD SÉR 700 kr. 700 kr. Vinsælasta myndin á Íslandi í dag! TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.