Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 ✝ Guðbjörg Gísla-dóttir fæddist á Selnesi í Breiðdal 14. janúar 1927. Hún lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 22. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Guðmunds- dóttir, f. 13.7. 1894, d. 4.7. 1987, og Gísli Guðnason, f. 16.9. 1903, d. 24.12. 1982. Systkini Guðbjargar voru: Hrafnhildur, f. 23.2. 1922, d. 3.7. 2005, Margrét Helga, f. 3.4.1924, d. 28.6 2009, Haukur, f. 26.9. 1925, d. 2.10. 2003, og Heimir, f. 15.3. 1931, d. 3.9. 2010. Guðbjörg giftist 14. janúar 1947 Óskari Helgasyni frá Há- reksstöðum í Norðurárdal, f. 14.9. 1917, d. 2.6. 1993. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Þórðar- urbjörg Ellen, f. 20.5. 1981, maki Jóhann Bragi Ægisson, börn þeirra Kristín Mjöll og Ægir Elí, b) Eva Sjöfn, f. 4.8. 1987, dóttir hennar Yasmin Ísold Rósa, c) Anita Ruth, f. 3.7. 1991. 4) Þröst- ur, f. 25.12. 1964, maki Guðrún Margrét Karlsdóttir, f. 4.9. 1967, dætur þeirra a) Heba Dís, f. 25.4. 1995, b) Birta Rós, f. 30.7. 2000. 5) Svala, f. 19.9. 1967, maki Bjarni Sævar Geirsson, f. 9.4. 1961, börn þeirra a) Linda Björk, f. 10.1. 1992, b) Brynja Dögg, f. 18.9. 1994, c) Óskar Þórir, f. 3.11. 1998, d) Sævar Axel, f. 3.10. 2000. Guðbjörg ólst upp á Selnesi en foreldrar hennar voru þar með búskap auk þess sem afgreiðsla pósts og síma var á heimilinu. Hún tók þátt í félagslífi ung- menna í Breiðdal og æfði meðal annars handbolta. Guðbjörg fluttist ung til Hafnar í Horna- firði og starfaði hjá Póst og Síma, lengst af sem talsímavörður. Hún var félagi í kvenfélaginu Tíbrá og slysavarnafélaginu Framtíðinni. Síðustu árin bjó hún í Kópavogi. Útför Guðbjargar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 30. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. son, f. 3.2. 1877, d. 11.12. 1951 og Ingi- björg Skarphéðins- dóttir, f. 1.7. 1890, d. 11.3. 1965. Börn Guðbjargar og Ósk- ars eru: 1) Ingi- björg, f. 10.8. 1948, maki Auðunn Kl. Sveinbjörnsson, f. 12.4. 1941, d. 17.4. 2005, börn þeirra a) Anna, f. 4.4. 1974, d. 12.4. 1974, b) Guðbjörg, f. 15.3. 1975, maki Hartmann Kárason, þau eiga tvo syni, Auðun og Kára, c) Erna Sif, f. 14.10. 1978, maki Dagur Björn Agnarsson, börn þeirra Hugrún Ósk og Gísli Fannar, d) Ósk, f. 14.9. 1983, maki Hermann Sigurðsson. 2) Gísli, f. 28.10. 1950, d. 16.11. 1960. 3) Helgi Óskar, f. 3.12. 1953, maki Kristín Þorkelsdóttir, f. 17.11. 1959, börn þeirra a) Sig- Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist. Guð- björg var stórbrotin manneskja og mikill mannvinur. Hún lét sig varða um náungann og umvafði fjölskylduna. Guðbjörg fylgdist vel með sínum afkomendum en fólkið hennar var mikið á ferðinni og utanlandsferðir tíðar og kvaddi hún með þeim orðum að hún yrði fegin þegar viðkomandi væri komin aftur heim. Tengdapabba missti Guðbjörg fyrir 18 árum og eftir það fórum við í ófá ferðalög saman innan- lands og erlendis. Margar ferðir fórum við til Kaupmannahafnar en sú borg var henni hugleikin. Hún þekkti þá borg vel en þar dvaldi hún langdvölum í veikind- um Gísla sonar síns. Guðbjörg fylgdist vel með fótbolta og hand- bolta sem hún hafði spilað á sín- um yngri árum. Ef stórmót voru í gangi þá var setið við og ekki mátti missa af neinum leik og vissi maður að heimsóknir á þeim tíma voru til lítils nema þá til að horfa með henni á leikinn. Hún var einlægur Liverpool aðdáandi. Margs er að minnast og margs er að þakka. Hafðu þökk fyrir allt og allt. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þín tengdadóttir, Kristín. Í dag kveðjum við Guðbjörgu Gísladóttur, mína góðu tengda- móður. Margs er að minnast og margs er að þakka á þeim árum sem liðin eru. Það sem Guðbjörgu var kærast og fórnaði öllu fyrir var fjölskyldan. Hún var vakin og sofin yfir velferð allra og stjórn- aði óhikað hlutunum í kring um sig eins og sannri ættmóður sæm- ir. Því var það ekki svo lítið í fang færst þegar ég sveitarmaðurinn fór að gera hosurnar grænar fyrir yngstu dótturinni á heimilinu. Kveið lengi vel þeirri stund þegar ég stæði frammi fyrir Guðbjörgu með þessar fyrirætlanir mínar. Svo kom að því eitt sinn eftir gott ball á Hornafirði að svefnleysið og þreytan höfðu sín áhrif og kæruleysið tók yfirhöndina og ákvað að fylgja minni heittelsk- uðu heim á Hólabrautina. Þar voru allir sofandi til allrar Guðs lukku þannig að óséður komst ég í herbergi Svölu minnar. Eftir fá- ein andartök var bankað á hurð- ina og inn gekk Guðbjörg. Sem betur fer hafði ég ekki einu sinni farið úr skónum og var þokkalega til hafður fyrir þennan fyrsta fund okkar. „ Eruð þið komin heim, krakkar mínir,“ sagði Guð- björg. „Farið þið nú að sofa, það er komið fram undir morgun“. Upp frá þessu var ég komin með sömu réttindi og aðrir fjölskyldu- meðlimir og naut óspart óendan- legrar hlýju og væntumþykju Guðbjargar. Ótal gæðastundir frá Hóla- brautinni og Gullsmáranum eru dýrmætar í minningunni þar sem maður var borinn á höndum hvert fótmál og þjónað til borðs eins og konungborinn væri. Umhyggja fyrir barnabörnun- um var ótakmörkuð og naut Guð- björg þess að sjá þau vaxa úr grasi hvert af öðru, leggja þeim lífsreglurnar og hvetja áfram. Iðulega lét hún þau orð falla þeg- ar hún kvaddi okkur foreldrana eftir heimsóknir: „… og passið þið nú börnin ykkar vel.“ Þarna er Guðbjörgu rétt lýst, vakinn og sofin yfir velferð síns fólks. Fótbolti og handbolti voru hennar áhugamál. Næst á eftir fjölskyldunni og guði komu strák- arnir í Liverpool. Það voru þær einu stundir sem fjölskyldan mætti afgangi þegar Liverpool átti leik. Þá sat Guðbjörg fyrir framan sjónvarpið og hvatti sína menn óspart áfram og hafði skoð- anir á flestum sóknum, þekkti alla menn með nafni og gagn- rýndi dómarann og þjálfarann óspart meðan á leik stóð og fagn- aði með sínum mönnum þegar mörk voru skoruð. Það þýddi ekkert að banka upp á í heimsókn þegar Liverpool-leikur var í loft- inu öðruvísi en vera klár í „stúk- una“ og taka að fullu þátt í leikn- um. Þetta voru þær fáu stundir sem Guðbjörg átti fyrir sig og naut þeirra í botn. Hún var einnig óskiptur aðdá- andi íslenska handboltalandsliðs- ins og tók þátt í ófáum sigrum með þeim sitjandi heima í stofu. Síðustu misserin var heilsan farin að láta undan tímans tönn og komið að leiðarlokum. Margir bíða komu Guðbjargar á nýrri strönd og verða vafalítið fagnað- arfundir þegar náð verður landi þar. Er ég illa svikinn ef ekki verður slegið í pönnukökur í himnaríki þegar Guðbjörgu ber þar að garði. Kveð ég hér með mína ein- stöku og góðu tengdamóður að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Guðbjörg mín. Þinn tengdasonur, Bjarni Sævar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin langar mig að kveðja þig. Þú varst alltaf svo yndisleg. Það var alltaf gaman að kíkja í heimsókn til þín í Gullsmárann og gista hjá þér. Vonandi líður þér vel uppi hjá Guði. Ég sakna þín og elska þig. Þín Birta Rós. Elsku yndislega amma mín var tilbúin til að fara yfir móðuna miklu þegar hún lést á St. Jós- efsspítala þann 22. ágúst sl. Amma var ekki hrædd við dauða sinn og sá hún til þess að allir fjöl- skyldumeðlimir væru meðvitaðir um það. Elsku amma, ég veit að þér líð- ur núna vel hjá afa Óskari og Gísla þínum sem þú varst svo stolt af og talaðir oft um. Amma Guðbjörg var einstök kona og ég veit að allir sem kynntust henni eru sammála því. Amma, þú ert jákvæðasta mann- eskja sem ég hef kynnst og það sannaðist heldur betur þegar þú lást veik á Landspítalanum, Landakoti og St. Jósefsspítala, þú hafðir alltaf á orð á því hvað starfsfólkið væri yndislegt. Ég á óteljandi góðar og skemmtilegar minningar um þig, elsku amma. Þær fyrstu koma að sjálfsögðu frá Höfn í Hornafirði þar sem þú bjóst svo lengi. Mér fannst ekkert skemmtilegra en að koma þangað í fríum og njóta samveru þinnar og afa. Að fara í bústaðinn ykkar uppi í Lóni var auðvitað toppurinn! Hornafjörð- inn þykir mér óendanlega vænt um. Á unglingsárunum mínum fluttir þú í Kópavoginn, þar bjóst þú þér til fallegt og kærleiksríkt heimili. Mikil ró og friður ein- kenndi þig og þín heimili. Það var ekkert betra en að hvíla lúin bein í ömmurúmi! Myndarskapur ein- kenndi þig, amma, þú varst mikil hannyrðakona, hafðir yndi af því að sauma út, prjóna og hekla teppi handa barna- og barnabörn- unum þínum, og öllum þeim sem þú þekktir sem áttu von á barni. Þú bakaðir bestu jólasmákökurn- ar, pönnsurnar og vöfflurnar og án efa eldaðir besta steikta fisk- inn ásamt bestu brúnu sósunni! Elsku amma, ég á einnig marg- ar góðar minningar um þig í tengslum við ferðalög okkar er- lendis. Fyrsta ferðin okkar sam- an var til Benidorms en þá var afi á lífi og ég lítil stelpa með „tígó“. Eftir þá ferð komu nokkrar ferð- ir, Mallorca, Barcelóna og síðast en ekki síst stórfjölskylduferðin til Kaupmannahafnar haustið 2007 í tilefni af áttræðisafmælinu þínu sama ár. Sú ferð er ógleym- anleg. Kaupmannahöfn var þér kær enda dvölduð þið afi löngum stundum þar. Fyrir rúmu ári síðan gekk ég í það heilaga með honum Hemma mínum. Þann dag varstu ekki orðin veik og erum við hjónin endalaust þakklát því að þú hafir getað tekið þátt í þeim fallega degi með okkur. Á myndinni sem fylgir hér í dag má sjá hve falleg þú varst á brúðkaupsdaginn minn þann 3. apríl 2010. Elsku fallega amma mín, ég vona að ég verði jafn falleg og þú, að utan sem innan, þegar ég eld- ist. Ég mun allavega nota öll bjútí-trixin þín og heilræðin til þess! Elsku amma, það eru forrétt- indi að hafa átt þig sem ömmu. Þú ert mín fyrirmynd í lífinu. Þú hef- ur kennt mér ótalmargt og ætla ég að temja mér þitt viðhorf til lífsins. Ég elska þig, amma, hvíldu í friði. Þín Ósk. Elsku amma Guðbjörg, alltaf er söknuðurinn sár þrátt fyrir að þú værir tilbúin að yfirgefa þenn- an heim. Skarðið sem þú skilur eftir er stórt þar sem þú varst einstök kona. Hafðir þú ávallt miklar mætur á þínu fólki og varst stolt af því sem við tókum okkur fyrir hendur. Lagðir þú einkum mikið upp úr menntun en vildir nú helst að við yrðum prest- ar, þó að ekkert hafi enn ræst úr því. Ekki varstu þó jafn ánægð með tíðar utanlandsferðir fjöl- skyldunnar. Vildir þú nú frekar hafa fólkið þitt nálægt þér. Minn- ingar frá sumarbústaðarferðum eru margar þar sem spiluð var vist langt frameftir kvöldi og varst þú vís til að biðja um eitt spil í viðbót áður en farið var í háttinn seint að nóttu. Þú varst vitur kona og varstu ávallt tilbúin með góð ráð. Munum við alltaf muna það sem þú kenndir okkur sem og orðin þín „mundu hvað amma segir“. Elsku amma, þín verður sárt saknað og erum við þakklátar fyrir að þú hafir fylgt okkur í gegnum ævina og munt eflaust vaka yfir okkur í framtíðinni. Ánægðar værum við að fá í arf frá þér umhyggjusemina og vænt- umþykjuna sem þú sýndir öllum í kringum þig. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Megi guð geyma þig, Sigurbjörg Ellen Helgadóttir og Anita Ruth Helgadóttir. Aðfaranótt mánudags vakna ég við hringingu um nóttina, mamma er í símanum og tilkynnir mér að amma mín sé látin. Það var eins og ég hafi vitað þetta. Ég hafði sett símann við hliðina á mér aldrei þessu vant áður en ég fór að sofa. Ég sprett á fætur og dríf mig upp á spítala og sé þig sofa þarna angurvært. Nú leið þér vel. Ég bað og bað kvöldið áður að þú fengir að fara þarna um nótt- ina eftir að við Hartmann höfðum kíkt á þig í heimsókn fyrr um dag- inn. Guð hafði bænheyrt mig. Minningarnar flögra um koll- inn á mér. Bara góðar minningar. Amma mín var einstök kona sem öllum líkaði vel við. Ég minnist ótal sumra sem ég fór með fjöl- skyldunni, oft ein og vinkonurnar fengu meira að segja stundum að fljóta með til Hafnar. Fórum í bú- staðinn í Lóni sem þið afi byggð- uð og oft í steinaleit en þú elsk- aðir steina. Það sem var burðast með af grjóti úr þessum ferðum. Það var sko gaman. Okkur systr- unum fannst nú ekki leiðinlegt að vera í steinaleit með ömmu og afa. Ég mun varðveita vel stein- ana sem þú gafst mér. Amma og afi voru höfðingjar heim að sækja. Það var alltaf eins og mað- ur væri í veislu þegar veitingar voru bornar fram á yndislega heimilinu þeirra á Höfn. Ömmu fannst lítið tiltökumál að baka fullt af smákökusortum fyrir jólin þrátt fyrir að vera komin á níræð- isaldur. Ég er svo ánægð með að við eyddum heilu kvöldi einu sinni að fara yfir uppskriftirnar þínar. Þú last þær upp og ég skrifaði þær niður og þú sagðir mér ná- kvæmlega hvernig væri best að baka þær. Það var alltaf hægt að tala við ömmu eins og vinkonu sína og gott að leita til. Strákarnir mínir dýrkuðu hana enda amma sér- staklega lagin við börn. Þeir eru svo ánægðir með teppið sem þú heklaðir handa þeim. Þú varst svo dugleg að hekla meðan heilsan leyfði. Ég er svo ánægð með allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman, elsku amma mín. Mér er sérstaklega minnisstæð ferðin sem við stórfjölskyldan fórum saman til Danmerkur þeg- ar þú varst áttræð. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst stolt af fjölskyldunni og ánægð í þess- ari ferð. Takk kærlega fyrir allt, elsku amma mín. Þín verður sárt sakn- að. Ég á eftir að sakna þess að koma við í Gullsmáranum og spjalla við þig. Núna ertu farin í annað ferðalag sem ég veit að þú varst löngu tilbúin í. Við vorum búnar að ræða það vel. Ég veit að þú ert ánægð þar sem þú ert núna með afa, Gísla, systkinum þínum og foreldrum. Þau hafa örugglega tekið vel á móti þér. Hafðu það sem allra best, elsku amma mín, sjáumst síðar. Þín Guðbjörg. Elsku besta amma mín. Ekki eru til nógu stór orð til að lýsa henni ömmu minni, konunni með stærsta hjarta sem ég hef vitað um. Sem barn var ég mikið fyrir austan á Höfn hjá ömmu og afa, þar var sko heldur betur dekrað við mig. Áður en ég fór að sofa fékk ég brúntertu og mjólk úr kaldasta ísskápnum sem til var, já hann var staðsettur heima hjá ömmu. Allt var svo miklu betra hjá ömmu og afa. Svo var ég svo lánsöm að fá að vera tvö sumur sem unglingur hjá ömmu og afa, ég vann í humri og við að passa börn. Þessi tími var ómet- anlegur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þeim svona vel. Þegar ég eignaðist börnin mín þá var það auðvitað hún amma sem vissi alltaf allt og gaf manni hinar bestu ráðleggingar sem hafa reynst mér vel. Fjölskyldan var henni efst í huga alla daga. Hún vildi vita allt um alla og hvernig hitt og þetta gengi. Þú varst svo góð við börnin mín og Hugrún Ósk saknar langömmu sinnar mikið, hún getur ekki skil- ið hvernig guð gat tekið lang- ömmu sína sem var svona blíð og góð. Já, þú varst svo góð við alla og það er ekki sjálfgefið að hafa svona einstaka nærveru eins og þú hafðir. Þegar Gísli Fannar minn fæddist þá varst þú fyrst á stað- inn til að skoða litla gullmolann og komst færandi hendi eins og vanalega. Hann varð strax mikill langömmustrákur og var orðinn vanur að koma með mér að heim- sækja þig á spítalann og alltaf var hann tilbúinn að gefa þér gott knús. Þér líður núna betur og ert komin í faðm elskulega afa míns og sonar ykkar hans Gísla sem þú misstir alltof ungan frá þér. Svo veit ég líka að pabbi tekur vel á móti þér. Ég kveð þig með söknuði en minningin um þig mun lifa. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Erna Sif Auðunsdóttir. Elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín rosa- lega mikið og að geta ekki farið í heimsókn til þín og fengið niður- skorna ávexti, vöfflur og heimsins bestu pönnukökur með miklum sykri. Við áttum það sameiginlegt að hafa áhuga á steinum og að vera stuðningsmenn Liverpool. Þú ert besta amma í heimi sem nokkur 13 ára strákur getur átt og ég elska þig mjög, mjög mikið. Uppáhalds 13 ára strákurinn þinn Óskar. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf. Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf. Hún þerraði tárin, hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð. / Ó, hún var ambáttin hljóð, hún var ástkonan rjóð, hún var amma svo fróð. Ó, athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín. Hún er barnsmóðir þín. Hún er björt sólarsýn. Ó, hún er ást, hrein og tær. Hún er alvaldi kær. Eins og Guðsmóðir skær. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin hún hnígur og sólin hún rís. Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís, sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. ( Ó.R.) Ástarkveðja frá Ingibjörgu og Svölu Elsku besta amma, þú ert ein- stök. Amma eins og þú ert vand- fundin í heiminum. Þú varst alltaf svo ráðagóð og örlát. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur systkinin og fylgdist vel með hvernig okkur gengi í skólanum og öllu sem við gerðum. Þú hefur kennt mér svo ótal margt í lífinu, allt frá smá- munum eins og að hengja upp þvott og pakka í ferðatösku til að verða metnaðargjörn í lífinu. Amma mín, þú varst alltaf svo glæsileg til fara, fórst ekki út úr húsi án þess að vera með varalit eða lit í augabrúnum og gekkst alltaf á háum hælum. Þú hefur alltaf verið hjá mér á jólunum og verður þín sárt saknað á jólum. Örlátari manneskju hef ég ekki kynnst, maður fór aldrei tóm- hentur frá þér. Ef þér fannst mig vanta eitthvað þá keyptir þú það eða lést mömmu kaupa það fyrir mig. Ein mín dýrmætasta eign í dag er gullhringurinn sem þú lést sér- smíða handa mér og var hann með steini sem þú keyptir úti í Brasilíu. Svona hringa lést þú sérsmíða handa öllum ömmu- stelpunum og mun ég hugsa til þín þegar ég set hann upp. Ekki má gleyma Parísarferðinni sem við ákváðum að fara í fyrir mörg- um árum síðan, þegar við hitt- umst á ný þá látum við verða af þessari ferð. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Brynja Dögg. Guðbjörg Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Guðbjörgu Gísladótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.