Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Labrador Retriever svartir
Tvær svartar tíkur, Kolka og Nótt.
Eins árs frá 16 júlí . HRFÍ.
Upplýsingar í síma 695 9597 og
482 4010.
Geymslur
Vetrargeymsla á ferðavögnum
og húsbílum
Vetrargeymsla á farartækjum og
eftirvögnum í upphituðu húsnæði í
Keflavík með sólarhrings öryggis- og
brunakerfisvakt. Uppl. 868 9087 og
husbilageymsla@gmail.com (einnig á
Facebook undir ,,Húsbílageymsla").
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s: 551-6488
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhald og reikningsskil
Ársreikningar, bókhald, laun,
ráðgjöf og stofnun félaga.
Reynsla, þekking, traust.
Viðskiptaþjónustan,
Dalvegi 16d, Kópavogi.
vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100.
Við bjóðum alla bókhalds-
þjónustu.
Traust og gagnkvæmur trúnaður.
www/fsbokhald.is.
Fyrirtæki og samningar ehf,
Suðurlandsbarut 46,
108 Reykjavík. S. 5526688
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Mjóddin s. 774-7377
Sendum í póstkröfu
Vertu vinur á facebook
- Sundföt
- Undirföt
- Náttföt
- Sloppar
- Náttkjólar
- Undirkjólar
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 6.500,-
Dömu sandalar með frönskum
rennilás. Litir: Ljósblátt, dökkblátt.
Stærðir 36-42.
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- föstud. kl.
11.00 - 17.00
Pantið vörulista okkar á
www.praxis.is
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Vandaðir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir og með gúmmísóla.
Stakar stærðir.
Tilboðsverð: 3.500,-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími: 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18,
lokað á laugardögum í sumar.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
NÝKOMNIR - GLÆSILEGIR - GÓÐ
VERÐ
Teg. 86120 - Léttfylltur og flottur í
BC skálum á kr. 4.600, buxur í stíl
kr. 1.995.
Teg. 134511 - Mjúkt efni og fallegur
í CDE skálum á kr. 4.600, vænar
boxerbuxur í stíl á kr. 1.995.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
lokað á laugardögum í sumar
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
Green-house
Erum flutt
Nýju haustvörurnar eru komnar. Opið
í dag kl. 13-19. Frír bæklingur og eldri
vara seld með afslætti.
Green-house,
Móaflöt 25, Garðabæ.
Hjólhýsi
LJÓSANÆTUR GISTING REYKJA-
NESBÆ
Hjólhýsi til leigu Ljósanætur, staðsett
á hátíðarsvæðinu. Með uppbúnum
rúmum og öllu tilheyrandi. Gisting í
Studío-íbúð eða gestahúsi, cp/inter-
net, tv o.fl. Tilvalið að heimsækja
Suðurnes og taka þátt í hátiðar-
höldunum og skoða Reykjanesskagan
í leiðinni. Margt er að sjá.
Símar 421-6053 og 898-7467
www.gistiheimilid.is
Toyota Land Cruiser 200 VX
Diesel
Vinsælasta litasamsetningin -
Svartur með beige leðri.
Ekinn 92 þús. km. Þetta er einn
ódýrasti 200 Cruiserinn á markaðnum
í dag. Verð: 11.190 þús. Nú er að
stökkva!
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið12-18 virka daga.
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
mbl.is • finnur.is
✝ Þórunn Frið-riksdóttir
fæddist á Vestur-
götu 51c í Reykja-
vík 9. apríl 1947.
Hún lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi (A7) 22. ágúst
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Friðrik
Einarsson, f. 17.3.
1911, d. 30.1. 1970,
og Hannesína Rut Þorbjörns-
dóttir, f. 11.9. 1915, d. 20.6.
1976. Systkini Þórunnar eru
1) Þorbjörn, f. 22.4. 1934, d.
25.2. 2009. 2) Friðrik, f. 6.10.
1937. 3) Guðbjörg, f. 3.8.
1943.
Þórunn giftist Kristjáni
Ólafssyni, f. 27.7. 1947, árið
1966 en þau skildu árið 1995.
Þau eignuðust fjögur börn: 1)
Ólafur, f. 21.8. 1964, kvæntur
Katrínu Snæhólm Baldurs-
dóttur, þeirra börn eru a)
2006. 4) Björn, f. 26.10. 1979,
í sambúð með Silvíu Björk
Birkisdóttur.
Þórunn og Kristján fluttu
vestur í Dali árið 1968 og
bjuggu í Búðardal til ársins
1983. Þórunn vann á símstöð-
inni, í Mjólkurstöðinni og á
leikskólanum og tók að sér
barnapössun í Búðardal. Hún
var virk í félagslífi staðarins,
þar á meðal leikfélagi og
sjálfstæðisfélaginu. Úr Búðar-
dal fluttu þau í Hveragerði og
vann Þórunn fyrst á pósthús-
inu en síðan lá leið hennar á
Leikskólann Undraland þar
til hún fylgdi einum nemanda
sinna upp í grunnskólann og
varð stuðningsfulltrúi þar. Í
Hveragerði var hún mjög virk
í skóla- og félagsstarfi barna
sinna. Sumarið 1990 fluttu
þau hjón svo til Víkur í Mýr-
dal og enn varð leikskóla-
starfið fyrir valinu. Árið 2001
flutti Þórunn svo aftur í
Hveragerði og bjó þar þar til
hún komst að hjá Sjálfsbjörg í
Hátúni 12 árið 2008, en þar
bjó hún síðustu árin.
Útför Þórunnar verður
gerð frá Neskirkju í dag, 30.
ágúst 2011, klukkan 13.
Karen Lind, f.
1983, gift Páli
Ágústi Ólafssyni,
dóttir Þórhildur.
b) Sunneva Sirrý,
f. 1986, í sambúð
með Matthew
Adams, dóttir
Maja Lily. c) Nói
Snæhólm, f.
1994. d) Theo-
dóra Hugrún, f.
1997. Fyrir á
Ólafur e) Ottó, f. 1979,
kvæntur Lindu B. Sveins-
dóttur, sonur Sveinn Mikael
og dóttir Embla Rut. 2) Hann-
es, f. 6.1. 1968, kvæntur
Huldu Bergrós Stefánsdóttur,
þeirra synir eru a) Kristján, f.
1988, í sambúð með Öldu Sif
Marteinsdóttur, og b) Stefán,
f. 1996. 3) Eygló, f. 5.12.
1974, í sambúð með Bjarka
Þór Magnússyni, þeirra börn
eru a) Dagný, f. 1996, b) Þór-
dís, f. 2005, og c) Emil, f.
Leiðir okkar Tótu lágu sam-
an þegar hún flutti til Hvera-
gerðis með fjölskyldu sinni árið
1983. Við urðum nágrannar og
vinir og börnin okkar félagar
og vinir. Tóta var glæsileg
kona, vel lesin og fróð og gam-
an var að ræða við hana um hin
ólíkustu mál.
Fyrir sextán árum veiktist
Tóta mjög alvarlega og háði
harðvítuga baráttu við mann-
inn með ljáinn. Baráttan setti
sitt mark á hana og heilsu
hennar og nú síðustu árin var
farið að halla undan fæti. Við
kveðjum kæra vinkonu og er-
um þakklát fyrir allar góðu
minningarnar sem við eigum.
Fjölskyldu hennar sendum við
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Sigrún Arndal og
Sveinn Pálsson.
Þórunn Friðriksdóttir eða
Tóta eins og hún var ævinlega
kölluð hefur kvatt þetta líf,
langt fyrir aldur fram. Ég
kynntist Tótu þegar ég kom til
kennslu í Gagnfræðaskólanum í
Hveragerði á sínum tíma. Mér
er það mjög minnisstætt þegar
ég sá hana í fyrsta sinn. Ég sat
inni á kennarastofunni í frímín-
útunum þegar ung og afskap-
lega hress kona kom inn.
„Þetta er hún Tóta, kona tón-
listarkennarans,“ sagði Val-
garð skólastjóri. Tóta vatt sér í
gegnum allt starfsliðið og sett-
ist í sófann sem var innst í her-
berginu. Hún átti eftir að sitja
oft í þessum sófa, kom bara allt
í einu, settist og hellti sér í um-
ræðurnar, hló og lék á als oddi.
Við kennararnir vöndumst
þessu með tímanum, Tóta var
allt í einu orðin ein af okkur.
Tóta varð vinur Haraldar
sonar míns áður en ég kynntist
henni. Haraldur og Hannes
sonur Tótu eru jafnaldrar og
voru saman í bekk og báðir að
koma nýir til Hveragerðis. Þeir
urðu mjög miklir vinir og hefur
sú vinátta haldist allar götur
síðan. Ég man það eins og það
hafi gerst í gær þegar Har-
aldur kom til mín og sagði að
ég væri boðinn í mat til
mömmu og pabba Hannesar.
„Þau eru ágæt,“ sagði sonur
minn, „bjóða örugglega upp á
lambakjöt“ og brosti út í ann-
að. Og það var rétt hjá syni
mínum, þau voru frábær og ég
eignaðist nýja vini í Hvera-
gerði. Ég varð mikill heima-
gangur hjá þeim sem og Har-
aldur. Það var einstaklega gott
að koma og setjast í stofuna
þar á síðkvöldum yfir vetrar-
mánuðina, eiga skemmtilegt
spjall og þiggja góðan mat. Ég
mun aldrei gleyma hve góð
Tóta var við Harald á þessum
árum, hann átti alltaf athvarf
hjá henni og Davíð yngri sonur
minn dvaldi um sumarpart
heima hjá Tótu, en ég var þá
erlendis. Tóta var mér og mín-
um sonum sannur vinur. Þegar
þeir Hannes og Haraldur voru
í 10. bekk settum við upp leik-
ritið um Skáld-Rósu. Ég sem
leikstjóri óskaði eftir aðstoð
frá foreldrum og næst þegar
Tóta kom á kennarastofuna
sneri hún sér til mín. „Ég skal
hjálpa ykkur, ég hef nægan
tíma og ég vil styðja við börnin
mín í öllu því sem þau taka sér
fyrir hendur.“ Að fá Tótu til
aðstoðar var alveg frábært.
Hún kom á flestar æfingar, að-
stoðaði við að leita að fötum og
leikmunum og er mér það
minnisstætt þegar hún stakk
upp á því að við heimsæktum
Þrúði í Hvammi, hún ætti
örugglega eitthvað af nothæf-
um leikmunum og það stóð
ekki á því, eftir heimsóknina
þangað og allan kaffisopann og
meðlætið fórum við Tóta heim
með fullan bíl af leikmunum.
Því miður hafa samvistir okkar
ekki verið miklar síðustu ár en
minningarnar lifa.
Það er mikill missir að þess-
ari hressu, duglegu konu sem
alltaf kom mönnum í gott skap,
en mestur er þó missir fjöl-
skyldu hennar.
Sendum við börnum hennar,
þeim Ólafi, Hannesi, Eygló og
Birni, samúðarkveðjur. Megi
guð blessa ykkur í sorginni og
gefa ykkur styrk á erfiðum
tímum.
Halldór Sigurðsson,
Haraldur og Davíð
Halldórssynir.
Kær vinkona hefur kvatt.
Minningabrot koma upp í hug-
ann, Melaskólinn, Gaggó Vest,
ung stúlka að afgreiða í Sveins-
bakaríi á Vesturgötunni og ung
móðir í Búðardal.
Tóta var sannur Vesturbæ-
ingur, hún var mjög minnug á
alla Vesturbæinga og fékk ég
oft að heyra „manst þú ekki
eftir“ þessum eða hinum.
Ungar fluttum við báðar í
Búðardal, hún var þá komin
með tvo stráka, Óla og Hannes,
og síðar komu Eygló og Bjössi.
Það var gott að vera ná-
granni Tótu og segja má að
börnin okkar hafi átt tvö heim-
ili á þessum árum, aldrei nein
vandræði með að fá pössun eða
að fá eitthvað lánað ef á þurfti
að halda.
Þetta voru góð ár hjá okkur,
mikið af ungu fólki og upp-
bygging á staðnum.
Það var gaman að taka þátt í
félagslífinu, leikfélagið var
endurvakið með Ævintýri á
gönguför og fyrir okkur var
það sannkallað ævintýri. Aldrei
fórum við Tóta á svið, en við
fengum það hlutverk ásamt
fleirum að vinna baksviðs og
selja miða. Það kom alltaf
glampi í augun hennar þegar
við rifjuðum upp þessi góðu ár
okkar í Búðardal.
Árið 1983 flutti Tóta í
Hveragerði og þar eignaðist
hún góða og trygga vini, sem
reyndust henni afar vel þegar
hún kom þangað aftur eftir að
hún veiktist.
Hún var lánsöm að hafa
Hannes og fjölskyldu í næsta
nágrenni við sig þar.
Síðustu árin voru glettnin og
glampinn í augunum hennar
Tótu horfin og núna er hún líka
horfin á braut.
Hannes minn og Hulda,
Eygló, Bjössi og Óli, ég sendi
ykkur og fjölskyldum ykkar
innilegustu samúðarkveðjur frá
mér og fjölskyldu minni.
Sigríður
Jónasdóttir.
Þórunn
Friðriksdóttir