Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 23
að agnúast út í rannsóknir sem
staðið hafa lengi, það sé búið að
rannsaka þetta nóg, rétt sé að
hætta og snúa sér að einhverju
tískuverkefninu, þótt með því
sé varpað fyrir borð mikilli
þekkingu og reynslu. Rann-
sóknir hans og annarra í sauð-
fjárrækt hafa staðið í meira en
hálfa öld og hafa gefið árangur
sem máli skiptir. Hann skiptir
e.t.v. meira máli nú en nokkru
sinni fyrr vegna þess hve neyt-
endur eru orðnir meðvitaðir um
gæði. Það sáu framsýnustu
menn fyrir um miðja 20. öld
þegar áðurnefndar erfðarann-
sóknir hófust.
Stefán hitti ég seinast á fögr-
um degi fyrir um ári. Hann sat
úti á svölum í Sóltúni og naut
sólskinsins. Hann var vel með á
því sem við töluðum um og
hann virtist sáttur.
Því miður verð ég fjarstadd-
ur þegar Stefán verður til
moldar borinn og votta hér með
Ernu, börnum þeirra og öðrum
ástvinum samúð mína.
Hólmgeir Björnsson.
Leiðir okkar Stefáns Schev-
ings lágu fyrst saman árið 1956
er hann hóf nám í búvísindum á
Hvanneyri, en sjö árum seinna
fórum við að vinna saman á Til-
rauna- og fjárræktarbúinu að
Hesti, hann sem aðstoðarmaður
dr. Halldórs Pálssonar, fyrrum
búnaðarmálastjóra, en ári síðar
sem sérfræðingur í búfjárrækt
við Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins og höfðu þeir báðir
aðstöðu til rannsókna og til-
raunastarfsemi á sauðfé á
Hesti. Á þessum tíma var und-
irritaður bústjóri þar, það sam-
starf var farsælt og stóð í 11
ár, eða þar til ég lét af störfum
sem bústjóri á Hesti.
Með tilkomu Stefáns að
rannsóknarstarfinu og ræktun
fjárins á Hesti breyttist allur
starfsandi þeirra sérfræðinga
sem störfuðu við tilraunirnar.
Mikil vinátta tókst strax með
þeim Halldóri og Stefáni og
frábært samstarf. Árangurinn
lét heldur ekki á sér standa,
þarna unnu saman tveir úrvals
vísindamenn þar sem reynsla
hins eldri fékk að njóta sín sem
sýndi þá þegar hve Stefán átti
gott með að vinna með fólki og
ná því besta út úr því og nema
eldri vísindi af sér reyndari
mönnum.
Stefán vann allan sinn starfs-
aldur að þessu áhugamáli sínu,
árangurinn af starfinu og nið-
urstöður tilraunanna á fóðrun
og hirðingu sauðfjár barst fljótt
út til bænda í gegnum héraðs-
ráðunauta, greinaskrif og heim-
sóknir áhugamanna að Hesti.
Þá var markvisst unnið að
ræktun fjárins með afkvæma-
rannsóknum og kjötmælingum.
Með þessari vinnu mótaðist
fjárstofninn frá því að vera
fremur vöðvarýr, fitusækinn og
háfættur í það sem hann er í
dag, vel vaxinn, vöðvamikill og
lágfættur með litla fitusöfnun-
areiginleika. Mjög mikill fjöldi
hrúta frá búinu hefur verið not-
aður undanfarna þrjá áratugi á
sæðingarstöðvunum víðsvegar
um landið og hafa þeir gjör-
breytt sauðfé bænda og við-
horfi þeirra til ræktunar sauð-
fjár.
Í góðra vina hópi var Stefán
hrókur alls fagnaðar, en hann
hafði mjög góða frásagnarhæfi-
leika og sagði skemmtilegar
sögur af samtímamönnum auk
þess að vera vel lesinn og fór á
hraðbergi með tilvitnanir úr
perlum íslenskra bókmennta.
Íslenskir sauðfjárbændur
eiga þessum tveimur vísinda-
mönnum mikið gott að þakka
fyrir þeirra frábæra ævistarf.
Á annan áratug vann Stefán
einnig að sauðfjárræktarverk-
efnum á Grænlandi við endur-
skipulagningu á tilraunabúi
þeirra í sauðfjárrækt og að
kynna þeim þær ræktunar-
framfarir sem náðst höfðu á Ís-
landi og færa ræktunarmark-
mið þeirra í það horf.
Ég varð oft var við það er ég
ferðaðist á Grænlandi og heim-
sótti tilraunabúið og nokkra
sauðfjárbændur hvað Stefán
var þar mikils metinn fyrir
störf sín í þágu sauðfjárrækt-
arinnar þar.
Að lokum vil ég þakka Stef-
áni fyrir einstaka vináttu og
frábært samstarf í þau 55 ár
sem leiðir okkar lágu saman og
hans mikla óeigingjarna starf í
þágu íslensks landbúnaðar.
Ernu, konu Stefáns, og börn-
um þeirra sendum við hjónin
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Einar E. Gíslason
Syðra-Skörðugili.
Einn af mínum nánustu vin-
um frá menntaskólaárunum er
nú fallinn frá eftir erfið veik-
indi síðustu fimm árin. Áttræð-
ur hefði hann orðið hinn 22.
desember nk., hefði hann lifað.
Kynni okkar urðu haustið 1948
er við settumst í annan bekk
Menntaskólans á Akureyri. Og
saman vorum við í bekk þar til
við útskrifuðumst stúdentar 17.
júní 1953, að undanskildum ein-
um vetri sem Stefán stundaði
nám að Staðastað á Snæfells-
nesi. Þetta var minnisvert
tímabil í ævi okkar og kynni
okkar Stefáns náin. Við stund-
uðum námið af hæfilegri alvöru
og áttum margar ánægjustund-
ir líka utan hins eiginlega
skólatíma með öllum góðu fé-
lögunum í skólanum.
Stefán var með allra
skemmtilegustu mönnum, glað-
vær og uppátækjasamur í
meira lagi. Það var siður okkar
margra að drekka molakaffi á
Hótel KEA, jafnvel oft í viku
hverri. Og glaðværar stundir
áttum við félagarnir, ýmist á
heimili foreldra minna, eða þar
sem Stefán leigði sér herbergi.
Hann var mikill unnandi djass-
tónlistar og kom okkur mörg-
um í kynni við þann undraheim.
Oft sátum við og leituðum er-
lendra útvarpsstöðva í misjafn-
lega góðum tækjum þeirra
tíma.
Þetta voru hin glaðværu
ungdómsár sem ekki gleymast.
Raunar fylgdumst við Stefán
áfram að fyrstu tvö árin okkar í
Háskóla Íslands.
Það átti að heita svo að við
læsum báðir læknisfræði þau
árin, eða þar til við áttuðum
okkur báðir og hurfum að öðru
námi.
Stefán nam við Hvanneyrar-
skóla og varð búfræðikandidat
þaðan árið 1959.
Síðar fór hann í framhalds-
nám í búfjárfræði við Montana-
háskólann í Bandaríkjunum og
lauk þaðan MS-prófi. Það varð
svo hans ævistarf að vera sér-
fræðingur í búfjárækt við
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins.
Að sönnu fækkar samfund-
um vinahópsins þegar starfs-
vettvangur verður ólíkur.
Víst hittumst við öðru
hverju, stúdentarnir frá árinu
1953. En slíkir samfundir vilja
strjálast þegar líður á ævina og
fleiri hverfa yfir móðuna miklu.
Við Stefán vissum samt alltaf
hvor af öðrum. Og síðustu fimm
árin átti hann sinn stað í
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Þangað hef ég átt leið öll þau
ár en alltof sjaldan litið inn hjá
Stefáni. Satt að segja þótti mér
afar erfitt að sjá þennan góða
vin svo hart leikinn af ólækn-
andi sjúkdómi.
Að leiðarlokum er Stefáni
þökkuð samfylgdin á árum áður
og allar góðu stundirnar sem
ekki gleymast.
Við samstúdentar hans frá
MA vottum Ernu konu hans og
niðjum öllum okkar dýpstu
samúð og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Ólafur G.
Einarsson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011
✝ Ragnar HeiðarKristinsson
fæddist í Holti,
Grindavík 23. júlí
1956. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu á
Álftanesi 18. ágúst
2011. Foreldrar
hans voru Ingi-
björg Magnús-
dóttir listakona, f.
1. júlí 1929 á Kað-
alstöðum, Borgarfirði, og
Kristinn Ólafsson útgerðar-
maður, f. 5. mars 1923 í Þór-
kötlustaðahverfi, Grindavík, d.
8. mars 1998. Systkini Ragnars
eru: 1) Hulda Björk Ingibergs-
dóttir, f. 23. ágúst 1946. 2)
Kristín Þorvaldsdóttir, f. 28.
ágúst 1951, eiginmaður hennar
Kristinn Richardsson, d. 13.
mars 2006. 3) Þorvaldur Jón
Kristinsson, f. 13. maí 1955. 4)
Ólafur Kristinsson, f. 30. apríl
lagsstarfi og jeppaferðir og
útivist voru stór hluti af lífi
hans. Ragnar var einn af stofn-
endum Jeppaklúbbs Reykjavík-
ur og sá um margar torfæru-
keppnir á vegum klúbbsins og
annarra klúbba. Hann átti rík-
an þátt í því að haldin var
fyrsta íslenska torfærukeppnin
á Norðurlöndunum árið 1990.
Ragnar var einnig mjög virkur
í Ferðaklúbbi 4x4. Stærsta
verkefnið sem hann tók þátt í
á vegum félagsins var bygging
Setursins, ferðaskála fé-
lagsmanna. Átti það verk hug
hans allan þau sumur sem
smíði þess tók. Einnig var
hann í hjálparsveit klúbbsins í
nokkur ár. Ragnar var mikill
áhugaljósmyndari og í gegnum
árin skrásetti hann marga við-
burði með kvikmyndatökuvél á
lofti. Mestan hluta ævi sinnar
bjó Ragnar ásamt eiginkonu
sinni á höfuðborgarsvæðinu en
á árunum 2004-2008 bjuggu
þau í Úlfsstaðaskógi á Fljóts-
dalshéraði.
Útför Ragnars fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 30. ágúst 2011, og hefst
athöfnin kl. 13.
1965, eiginkona
hans er Þorbjörg
Inga Jónsdóttir.
Ragnar kvænt-
ist hinn 25. júlí
1981 Ragnheiði
Katrínu Thor-
arensen (Dadý)
bókara, f. 10. mars
1959. Foreldrar
hennar eru Oddur
C.S. Thorarensen
apótekari, f. 26.
apríl 1925, og Unnur L. Thor-
arensen verslunarstjóri, f. 24.
janúar 1936.
Ragnar lauk sveinsprófi í
húsasmíði 26. júní 1978 frá
Iðnskólanum í Reykjavík og
fékk réttindi sem húsasmíða-
meistari 17. mars 1981 frá
sama skóla. Ragnar vann sem
smiður og húsasmíðameistari
alla sína starfsævi, lengst af
sem sjálfstæður verktaki.
Ragnar var mjög virkur í fé-
Elsku litli stóri bróðir. Það er
ekki nema rétt svo að við trúum
því að þú sért farinn. Við ferðuð-
umst mikið saman í sumar og eng-
um datt í hug að neitt væri að þér,
þó hafðir þú kvartað undan því að
vera þreyttur en ekki gat okkur
grunað að þú ættir aðeins stutta
stund eftir.
Þú varst kletturinn í vinahópn-
um og kjölfestan í systkinahópn-
um. Við bræður unnum mikið
saman og höfum gert nánast síðan
við byrjuðum að smíða.
Það er erfitt að hugsa sér fram-
tíðina án þín,og hvernig við eigum
að komast af án þín. En við trúum
að þú haldir áfram að fylgjast með
okkur og leiðbeinir okkur áfram
frá þeim stað sem þú dvelur nú á .
Betri bróður var ekki hægt að
hugsa sér.
Það var stutt í grínið hjá þér og
stríðnin var aldrei langt undan.
Ávallt varst þú tilbúinn að hjálpa
og gera allt sem á þurfti að halda,
hvort heldur það var fyrir okkur
eða börnin okkar eða alla aðra í
fjölskyldunni.
Sjálfur áttir þú engin börn en
öll börnin í fjölskyldunni elskuðu
þig. Þau eru nú harmi slegin að
hafa misst besta frænda í heimi.
Þitt skarð verður ekki fyllt.
Á síðustu fjórum árum höfum
við systkinin ferðast mikið með
ykkur Dadý, það var alltaf glatt á
hjalla og mikið hlegið. Oftar en
ekki voruð þið með fellihýsið í eft-
irdragi í ferðabílnum ykkar en við
systur dingluðum í jepplingnum á
eftir.
Þú varst alltaf tilbúinn að létta
okkur lífið.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Við viljum kveðja þig, kæri
bróðir, með ljóði sem lýsir þér
best.
Hjartans elsku besti bróðir,
brosandi með þelið hlýja,
oft þú fórst um fjallaslóðir,
finna vildir staði nýja.
Nú í skjólin flest er fokið,
flæða úr augum heitu tárin,
fyrst að þinni leið er lokið,
lengi brenna hjartasárin.
Minning þín er mikils virði,
mun um síðir þrautir lina,
alltaf vildir bæta byrði,
bæði skyldmenna og vina.
Nú er ferð í hærri heima,
heldur burt úr jarðvist þinni,
þig við biðjum guð að geyma,
gæta þín í eilífðinni.
(Björn Þorsteinsson.)
Elsku Dadý, þinn missir er
mikill.
Þín systkini,
Hulda Björk, Kristín
og Þorvaldur Jón.
Fallinn er nú frá bróðir minn
og mágur Ragnar Heiðar Krist-
insson langt um aldur fram. Þess-
ar fréttir komu okkur svo sem öll-
um öðrum í opna skjöldu enda var
hann Ragnar allt of ungur til að
fara svona snemma. Vegna þeirr-
ar gleði og lífsþróttar sem ein-
kenndi hann var hann einnig sá
síðasti sem maður átti von á að sjá
á eftir næstu árin. Það sem ein-
kenndi Ragnar líka alla tíð var
áhugi hans fyrir fólki, umhyggju-
semi hans fyrir fjölskyldu og vin-
um og vilji til að aðstoða þá sem
þurftu. Hann var einstaklega mik-
ill fjölskyldumaður og duglegur
að fá fólk saman hvort sem var í
veislum, með að skipuleggja
ferðalög eða minni samkomur.
Þá komum við til með að sakna
hans sérstaklega á aðfangadag
hér eftir þar sem Ragnar kom
alltaf til okkar á aðfangadag ef
hann var hér á höfuðborgarsvæð-
inu, með jólapakka og til að skila
jólakveðju í eigin persónu. Hann
hafði það fyrir sið að keyra út jóla-
kveðjur til allra í fjölskyldum
þeirra Dadíar á aðfangadag og
var mikill jólamaður.
Ragnar var allt frá unglings-
aldri áhugamaður um jeppaferðir
og torfæru og var öflugur fé-
lagsmaður í félagasamtökum um
þær íþróttir um langt árabil.
Áhugi hans og þekking á hálend-
inu er líka eftirminnileg þar sem
hann hafði ferðast um áratugi
ásamt eiginkonu sinni og góðum
vinum. Ragnar hvatti okkur alltaf
til að fara í ferðir um hálendið
hvort sem væri á jeppum eða vél-
sleðum og var snillingur í að gera
lítið úr fyrirhöfninni eða vand-
kvæðum sem fylgdu slíkum ferð-
um. Enda taldi hann að flest
minniháttar óhöpp sem urðu í
ferðunum, svo sem að festa sig
eða sprungin dekk eða hvað það
nú væri, væru aðeins til að krydda
ferðina og gera hana ógleyman-
legri. Ragnar sagði það beinlínis
nauðsynlegt að það kæmi upp
eitthvert skemmtilegt vesen í slík-
um ferðum svo menn hefðu eitt-
hvað meira um að hugsa. Í huga
okkar verður minning Ragnars
vegna þessa ekki síst tengd jepp-
um, torfæru og hálendi Íslands.
Þar leið honum alltaf eins og
heima og skiptir þá litlu hvar á
landinu er borið niður.
En Ragnar var líka fyrst og
fremst fjölskyldumaður sem
sýndi systkinum sínum áhuga og
ræktarsemi, og sérstaklega öllum
sínum systkinabörnum og öðrum
fjölskyldumeðlimum nær og fjær
og er missir okkar allra því mikill.
Ekki síst eiginkonu Ragnars, sem
var hans besti vinur og félagi,
enda höfum við svo lengi verið vön
því að nefna þau tvö í einni andrá
sem órjúfanlega heild, nánast eins
og einu og sömu manneskjuna eft-
ir allan þennan tíma. Við viljum
því flytja Dadí okkar innilegustu
samúðaróskir á þessari stundu
sem og öllum öðrum í fjölskyld-
unni og vinum. En minningin um
góðan mann lifir og hafðu þökk
fyrir allt og allt Ragnar okkar.
Ólafur og Inga.
Í dag kveðjum við góðan dreng,
vin og félaga. Ragnar, það er svo
erfitt að skilja að þú sért farinn
frá okkur, hrifinn burt svona
skyndilega. Þú komst inn í líf mitt
þegar ég var 14 ára gömul er
Dadý systir kynnti þig, rauðhærð-
an gleðigjafa, fyrir okkur. Þú
varst alltaf fljótur að kynnast fólki
og varðst strax einn af fjölskyld-
unni þótt þér hafi stundum fund-
ist einkennilegt að sitja við kvöld-
verðarborðið þar sem þið pabbi
komust ekki að fyrir blaðrinu í
okkur stelpunum.
Þú varst alltaf í góðu skapi,
léttur og kátur og vildir öllum vel.
Þú varst vinmargur og naust þín
best innan um fjölskyldu þína og
vini. Þú varst með greiðviknari
mönnum sem við höfum kynnst,
alltaf boðinn og búinn að aðstoða
og miðla af þekkingu þinni og
reynslu. Þau eru ófá handtökin
sem þú hefur unnið í sjálfboða-
vinnu fyrir ættingja, vini og fé-
lagasamtök. Þú varst smiður af
Guðs náð og áttir sérlega auðvelt
með að finna einfaldar lausnir á
ýmsum málum. Eitt er víst að
húsið okkar væri ekki í því góða
standi sem það er í dag ef við hefð-
um ekki notið góðs af snilli þinni
og handlagni.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja þig og Dadý og það var sér-
staklega notalegt að heimsækja
ykkur í fallega húsið sem þið
byggðuð ykkur í skóginum á Úlfs-
stöðum. Minningar þaðan frá sól-
ríkum sumardögum munu ylja
okkur um hjartarætur um ókomin
ár sem og dýrmætar minningar
frá ferðalögum okkar saman inn-
anlands, að ógleymdum frábær-
um utanlandsferðum í gegnum ár-
in. Þið Dadý voruð einstaklega
samrýnd hjón og gerðuð flestallt
saman. Þið áttuð sameiginleg
áhugamál eins og jeppa- og fjalla-
mennsku sem og að ferðast um
landið sumar sem vetur. Missir
Dadýjar er því mikill þar sem hún
er ekki aðeins að missa góðan eig-
inmann heldur líka besta vin sinn.
Elsku Ragnar, við eigum eftir
að sakna þín mikið, það verður
tómlegt án þín í fjölskylduboðum
og hver á nú að taka myndir?
Missir Jóhanns Odds og Unnars
Bjarna er líka mikill, þú varst
meira en bara frændi þú varst vin-
ur sem þeir gátu alltaf leitað til.
Þeir munu sakna þess mikið að
geta spurt ráða um allt sem við-
kemur bílum, vélum og ýmiss
konar hönnun. Það er dýrmætt
fyrir Jóhann að eiga minningar
um þig frá sumrunum þremur fyr-
ir austan þar sem hann dvaldi með
ykkur og vann með þér. Týra mun
líka hjálpa okkur að minnast þín.
Elsku Ragnar, takk fyrir allar
samverustundirnar, þú fórst alltof
fljótt og þín verður sárt saknað en
minning þín mun lifa áfram í
hjörtum okkar. Að lokum biðjum
við Guð að styrkja og blessa Dadý
á þessum erfiðu sorgartímum.
Elín (Ellý), Úlfar, Jóhann Odd-
ur og Unnar Bjarni.
Það er sárt að hugsa til þess að
Ragnar frændi sé ekki lengur á
meðal okkar. Varla að maður sé
búinn að átta sig á því. Það var
einhvern veginn þannig að Ragn-
ar frændi var alltaf þarna, alltaf til
staðar, og það var hægt að leita til
hans með allt.
Ég var ekki gamall þegar ég
fór að fara með þér á torfæru-
keppnir um allt land, í allar ferð-
irnar upp á hálendi, og þegar ég
fór að smíða með þér.
Það eru endalaust margar góð-
ar minningar sem skjóta upp koll-
inum núna og er ómögulegt að
telja þær allar upp hér, en börnin í
fjölskyldunni elskuðu þig og þú
þau. Það var ýmislegt sem börnin
fengu að gera hjá Ragnari
frænda, eins og þegar þú hélst
upp á stórafmælið þitt fyrir aust-
an, þá fengu börnin að velja sér
staf af kökunni og þegar þau voru
búin að fá sína sneið var kakan
orðin eins götótt og sigti. Á fjöl-
skyldumótinu fyrir rúmu ári
mættir þú með vespuna þína, ein-
göngu til að fara rúnt með börnin.
Í brúðkaupum og afmælum, fjöl-
skylduboðum og fermingum varst
þú ávallt með mundaða myndavél-
ina og myndaðir, og svo fyrir
nokkrum árum, fyrir jól, komst þú
með glaðning handa okkur sem
Ragnar Heiðar
Kristinsson
HINSTA KVEÐJA
Kveðja til Ragnars besta
frænda í heimi.
Þú varst sú hetja,
svo hlý og góð,
það hugljúfa vildir þú sýna.
Ég tíni í huganum brosandi blóm
og breiði á kistuna þína.
(S.G.)
Þín verður sárt saknað
Þínar frænkur,
Eygló Ósk, Arney
Helga og Rebekka Ýr.
Elsku Raggi besti
frændi
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þínir frændur,
Dagur Jarl og Heiðar Logi.
SJÁ SÍÐU 24
HINSTA KVEÐJA
Í síðustu ferð
lýsist þér leið
þar ljósenglar yfir þér vaka
þar friður himneskur
og gleðin heið.
(Inga Huld)
Ég kveð þig minn ást-
kæri sonur.
Mamma.