Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 36
Næsta laugardagskvöld verður
veglegt Party Zone-kvöld haldið á
NASA. Það er sjálfur
Henrik Schwarz sem
kemur til landsins í
þetta skiptið en
Schwarz hefur verið
einn áhrifamesti
plötusnúður og tón-
listarmaður Berlínar-
borgar síðasta ára-
tuginn og notið
mikillar virðingar.
Henrik Schwarz
spilar á Nasa
ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 242. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Einkaþjálfari Halle Berry ...
2. Bjóst ekki við að lifa af
3. Er að þurrka upp kjallarann
4. KR nýtti vítið og vann Fram
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Roland Hartwell og félagar í Cynic
Guru hafa verið beðnir að hljóðrita
útgáfu af smelli Toms Jones,
„Delilah“, fyrir Stoke City.
Birdman Records, útgáfa Cynic
Guru í Bretlandi, fór fram á þetta.
Taka „Delilah“ fyrir
Stoke City
Force Of Nat-
ure: The David
Suzuki Movie
verður sýnd á
RIFF. Myndin er
samantekt á ævi
og hugmyndum
kanadíska vís-
indamannsins og
umhverfissinnans
Davids Suzuki og er leikstýrt af Vest-
ur-Íslendingnum Sturlu Gunnarssyni.
Báðir sækja þeir RIFF heim í tilefni af
sýningu myndarinnar.
David Suzuki kemur
til RIFF
Á miðvikudag Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning með köflum, en
úrkomulítið á A-landi. Hiti 10 til 15 stig.
Á fimmtudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning á S-verðu landinu,
en hægara og þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 10 til 18 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 5-10 m/s og rigning vestantil, en
annars hægara og bjart með köflum. Hiti 12 til 20 stig.
VEÐUR
Allt bendir til þess að KR-
ingar og Eyjamenn heyi ein-
vígi um Íslandsmeistaratitil
karla í fótbolta í loka-um-
ferðunum. KR-ingar voru
heppnir að vinna Fram, 2:1,
en Eyjamenn unnu Víkinga
örugglega, 3:1, í gærkvöld
og KR er áfram með tveggja
stiga forystu. FH-ingar virð-
ast hinsvegar úr leik í bar-
áttunni um titilinn. Stjarnan
gersigraði þá, 4:0, í Garða-
bænum. »2-4
Einvígi milli KR og
ÍBV um titilinn?
Stjarnan getur í kvöld tryggt sér Ís-
landsmeistaratitil kvenna í fyrsta
skipti þegar liðið tekur á móti Aftur-
eldingu í Garðabænum. „Við erum
spenntar en þó ekki of spenntar,“
segir Gunnhildur
Yrsa Jóns-
dóttir fyrirliði
Garða-
bæjar-
liðsins en
það er
með sjö
stiga for-
ystu á Val
þegar
þremur
umferðum
er ólokið.
»1
Stjarnan Íslandsmeist-
ari í fyrsta skipti?
Fimm breytingar hafa verið gerðar á
íslenska landsliðinu í knattspyrnu
sem mætir Noregi á föstudags-
kvöldið og Kýpur næsta þriðjudag.
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður
meiddist í viðureign FH og Stjörn-
unnar í gærkvöld og varð að draga
sig út úr hópnum og Hannes Þór Hall-
dórsson markvörður KR var valinn í
hans stað. »1
Hannes í landsliðið í
stað Gunnleifs
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
María Elísabet Pallé
mep@mbl.is
„Ef eitthvað vantar á Íslandi þá er
það þekking á mjög sérhæfðum svið-
um eins og flóknum hjartaþræð-
ingum á ungbörnum,“ segir Stanton
Perry, barnahjartalæknir og sér-
fræðingur í hjartaþræðingum við
Stanford-háskóla í Kaliforníu. Perry
hefur komið til Íslands og fram-
kvæmt flóknar hjartaþræðingar á
ungum börnum sem þyrftu annars
að fara út til Bandaríkjanna eða Sví-
þjóðar í þær aðgerðir.
Fáeinir íslenskir læknar, þeir
Hróðmar Helgason og Gunnlaugur
Sigfússon ásamt Kristjáni Eyjólfs-
syni, hafa þekkingu til að fram-
kvæma flóknar hjartaþræðingar á
börnum á Íslandi. Hróðmar er hins
vegar fluttur út og Gunnlaugur er í
50% starfi á Íslandi og er því aðstoð
Perrys ómetanleg. Upphafið að
komum hans hingað til lands má
rekja til tengsla hans við þá Hróð-
mar og Gunnlaug en hann kynntist
þeim í námi sínu á Íslandi og í Bost-
on.
Sumar fjölskyldur
sleppa við utanlandsferðir
Perry hefur komið hingað árin
2000 til 2008 og var staddur hér nú í
sumar og gerði um 4-5 aðgerðir.
Slíkar aðgerðir eru dýrar í Banda-
ríkjunum og kostar hver um 30-50
þúsund dollara að sögn Perrys.
Perry lærði læknisfræði á
Íslandi og kýs að gefa
vinnu sína. Koma Perrys
sparar því íslenska rík-
inu sem og íslenskum
foreldrum háar upp-
hæðir ásamt þeim óþæg-
indum sem það veldur
fjölskyldum að fara utan í
aðgerðir. „Gunnlaugur og
Hróðmar framkvæma
einfaldar hjarta-
þræðingar en þeir
hafa ekki nægilega mikla reynslu ef
til flóknari tilfella kemur,“ segir
Perry.
„Íslenska heilbrigðiskerfið er með
því besta í heiminum. Ísland er með
lægsta tíðni ungbarnadauða í heim-
inum og það er heilbrigðiskerfinu og
öllu samfélaginu að þakka,“ segir
Perry.
„Börn með hjartasjúkdóma á Ís-
landi fá læknisþjónustu á heims-
mælikvarða,“ segir Perry.
Talið er að um 1% barna fæðist
með hjartagalla, hins vegar þurfa
ekki öll þessi börn að fara í hjartaað-
gerðir eða hjartaþræðingar að sögn
Perrys og er það tiltölulega mjög
sjaldgæft að börn þurfi að fara í
flóknar hjartaþræðingar eða um 2-3
börn á ári.
Gefur til íslensks samfélags
Háar upphæðir
sparast hjá ís-
lenska ríkinu
Morgunblaðið/Eggert
Barnalækningar Stanton Perry kemur árlega til Íslands og framkvæmir flóknar hjartaþræðingar á ungum börnum.
„Barnahjartalæknaskortur er að
skapast á Íslandi,“ segir Gunn-
laugur Sigfússon barnahjarta-
læknir.
„Perry gefur vinnuna sína
og vill gefa til baka til íslenska
samfélagsins þar sem hann
fékk sína læknisfræðimenntun
hérlendis,“ segir Gunnlaugur.
Kostnaður við hverja
flókna hjartaþræðingu
á flestum stöðum í
Bandaríkjunum er frá 30-50 þús-
und dollarar að sögn Perrys. Kom-
ur Perrys spara íslenska ríkinu
stórar upphæðir þar sem kostn-
aðurinn við slíkar aðgerðir hér er
ekki nema brot af kostnaðinum
þar,“ segir Gunnlaugur. Kostn-
aðurinn við þær hjartaþræðingar
sem hann framkvæmdi nú í ágúst
var alls um 200 þúsund dollarar
eða tæpar 23 milljónir króna, segir
Gunnlaugur.
„Sérfræðinga vantar“
LÆKNISFRÆÐI
Gunnlagur
Sigfússon