Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vopnasala breskra fyrirtækja til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku hefur aukist um 30% frá því að arab- íska vorið svonefnda hófst, að sögn breska dagblaðsins The Times. Rannsókn blaðsins leiddi í ljós að bresk fyrirtæki seldu vopn fyrir 30,5 milljónir punda, sem svarar 5,6 millj- örðum króna, til landa í þessum heimshluta á tímabilinu frá febrúar til júní í ár. Á sama tímabili á síðasta ári nam salan 22,2 milljónum punda, jafnvirði 4,1 milljarðs króna. Á meðal landanna sem fengu vopnin eru Líbía, Barein og Sádi-- Arabía. Löndin hafa m.a. fengið vopn sem öryggissveitir geta beitt til að kveða niður mótmæli. Breska stjórn- in hefur sætt harðri gagnrýni vegna vopnasölunnar, að sögn The Times. Eftir að arabalönd á borð við Bar- ein beittu hervaldi til að kveða niður mótmæli hét breska utanríkisráðu- neytið því að endurskoða þegar í stað allan vopnaútflutning Breta til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Um það bil 160 útflutningsleyfi voru felld úr gildi. Rannsókn The Times leiddi þó í ljós að yfir 600 vopnaútflutningsleyfi til Mið-Austurlanda eru enn í gildi. Á meðal þeirra eru leyfi til að selja vopn og önnur hernaðartæki að and- virði alls 1,45 milljarða punda, eða 268 milljarða króna, til Barein, Jem- en og Egyptalands. Breska stjórnin heimilar til að mynda enn sölu á haglabyssum og skotfærum til Barein þótt talið sé að stjórn landsins hafi beitt slíkum vopnum í mars til að kveða niður mótmæli meðal sjíta sem eru í meiri- hluta í landinu. Yfirvöld í Barein segja að 24 hafi beðið bana í mót- mælunum, þeirra á meðal fjórir lög- reglumenn. Mannréttindasamtök segja að minnst 500 manns hafi verið handtekin fyrir að taka þátt í mót- mælunum. Breska stjórnin heimilar enn vopnasölu til Egyptalands þótt stjórnvöld í Þýskalandi og Frakk- landi hafi stöðvað vopnasölu til landsins í febrúar þegar Hosni Mub- arak hraktist frá völdum vegna mót- mæla. Bresk fyrirtæki seldu vopn að andvirði 60.000 punda, 11 milljóna króna, til Líbíu í febrúar, áður en Muammar Gaddafi beitti öryggis- sveitum sínum með grimmilegum hætti til að reyna að halda völdunum. Græða á arabíska vorinu  Vopnasala Breta til arabalanda jókst um 30% eftir að mótmælin hófust  Breska ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að heimila m.a. sölu vopna til Barein Reuters Andóf Kona tekur þátt í mótmælum sjíta gegn stjórninni í Barein. Stórfelld viðskipti » Bretland er annar mesti vopnaútflytjandi heims á eftir Bandaríkjunum. » Bretar tryggðu sér vopna- sölusamninga að andvirði nær sex milljarða punda, 1.100 milljarða króna, á síðasta ári. » Megnið af vopnunum fer til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Tíbeskur búddamunkur stendur á milli ferða- manna og risastórrar myndar, sem nefnist thangka, á Shoton-hátíðinni í Drepung- klaustrinu við jaðar Lhasa. Venja er að hefja há- tíðina með því að sýna thangka, sem er trúar- legur silkiútsaumur eða málverk. Á hátíðinni eru einnig fluttar tíbeskar óperur og haldnar sýningar af ýmsum toga, svo sem í reiðmennsku, auk jakuxakappreiða sem njóta mikilla vinsælda. Hátíð búddasýninganna hafin í Tíbet Reuters Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar vísindamanna við CERN, Evrópsku rannsóknamiðstöðina í öreindafræði í Genf, benda til þess að geimgeislar kunni að valda skýjamyndun í loft- hjúpi jarðar og breyta loftslaginu, að því er fram kemur í grein í vís- indatímaritinu Nature. Bráðabirgðaniðurstöðurnar hafa blásið nýju lífi í umræðuna um hvort fjarlægar stjörnur geti haft veruleg áhrif á loftslagsbreytingar á jörðinni. Geimgeislar eru aðallega rót- eindir sem streyma um geiminn frá sprengistjörnum. Þegar róteind- irnar fara í gegnum lofthjúpinn geta þær jónað rokgjörn efnasambönd, orðið til þess að þau þéttist og myndi smádropa eða úða í loftinu. Hugsanlegt er að þessir smádropar geti myndað ský, að sögn Nature. Fjöldi geimgeislanna, sem koma í lofthjúpinn, ræðst af sólinni. Þegar geislunin frá sólinni er mikil ver segulsvið hennar jörðina fyrir geim- geislum. Þegar virkni sólar minnkar komast fleiri geimgeislar í lofthjúp jarðar. Að sögn Nature eru vísindamenn sammála um þessar staðreyndir en þá greinir á um hvort geimgeislar geti haft mikil áhrif á skýjamyndun í lofthjúpnum og loftslagsbreyt- ingar. Nokkrir vísindamenn hafi fært rök fyrir því að þegar virkni sólar er mikil og geimgeislum fækk- ar í lofthjúpnum geti það orðið til þess að skýjahulan minnki og jörðin hlýni. Aðrir vísindamenn segja að engar tölulegar staðreyndir styðji þessa kenningu. Þekkingin of lítil Jasper Kirkby, eðlisfræðingur hjá CERN, telur að umræðan um loftslagsmál hafi einkennst alltof mikið af því að vísindamenn hafi klofnað í andstæðar fylkingar og séu fastir í skotgröfunum. Hann segir að þekking manna á mjög mikilvægum sviðum sé enn mjög lít- il, einkum sé skortur á vönduðum rannsóknum á því hvaða áhrif geim- geislar geti haft á efnasambönd í lofthjúpnum. Við rannsókn CERN nota vís- indamennirnir samskonar hraðal og notaður er í stærsta öreindahraðli heims. Þeir fylla sérsmíðað hólf með hreinu lofti og efnum, sem talið er að stuðli að skýjamyndun, og hrað- allinn dælir síðan róteindum inn í hólfið. Vísindamennirnir rannsaka síðan hvaða áhrif geislarnir hafa. Að sögn Nature benda fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar til þess að geimgeislarnir valdi breyt- ingu. Róteindirnar virðist tífalda myndun örsmárra einda úr and- rúmsloftinu. „En Kirkby bætir við að þessar eindir séu alltof litlar til að vera frumorsök skýja. Sem stendur segir þetta í raun ekkert um áhrif geimgeisla á ský og lofts- lag, en þetta er mjög mikilvægt skref,“ segir hann.“ bogi@mbl.is Skýjamyndun getur tengst geimgeislum  Fyrstu niðurstöður rannsóknar CERN benda til þess að geimgeislar geti stuðlað að myndun skýja í lofthjúpnum  Vísindamenn greinir á um hvort geislarnir geti haft mikil áhrif á loftslagsbreytingar Rannsókn Jasper Kirkby hjá CERN. Bréf hafa streymt til fjölda- morðingjans sem varð 76 manns að bana í Ósló og Útey 22. júlí. Mörg þeirra eru ástarbréf frá konum hvaðan- æva úr heim- inum, að sögn norska dagblaðs- ins VG. Fjöldamorðinginn hefur ekki fengið að lesa bréfin, sem eru af ýmsu tagi. Á meðal kvennanna sem hafa skrifað honum eru kristnar konur, sem vilja lækna morðingjann af mannvonskunni, konur sem vilja ganga honum í móðurstað og konur sem játa honum ást sína. Fær mörg hótunarbréf Fjöldamorðingjanum hafa einnig verið send mörg hótunar- og haturs- bréf en hann hefur ekki fengið að lesa þau frekar en ástarbréfin. Dóm- ari hefur bannað að morðinginn fái bréf eða heimsóknir. Norski fangelsispresturinn Kjell Arnold Nyhus kveðst ekki vera undrandi á þessum mikla áhuga á fjöldamorðingjanum, Anders Behring Breivik. „Ég er ekki hissa á þessu. Það er til nóg af fólki úti í samfélaginu sem jaðrar við það að vera galið og getur hegðað sér svona,“ hafa norskir fjölmiðlar eftir prestinum. Breivik fær mörg ástarbréf Anders Behring Breivik Bréf streyma til fjöldamorðingjans Að minnsta kosti 32 dauðsföll eru rakin til fellibyljarins Írenu í níu sambandsríkjum í austanverðum Bandaríkjunum um helgina. Dauðs- föllin voru flest í New York-ríki, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu eða sex í hverju ríki. Fjórir dóu í Virginíu, þrír í New Jersey, tveir í Connecticut, Flórída og Vermont og eitt dauðsfall varð í Maryland af völdum óveðursins. Flest dauðsfallanna urðu af völd- um trjáa sem féllu, bílslysa sem rak- in eru til óveðursins eða af völdum flóða sem fylgdu fellibylnum. Yngsta fórnarlamb ofsaveðursins var ellefu ára piltur sem dó þegar stórt tré féll á hús hans í Virginíu. Áætlað er að eignatjónið af völd- um Írenu nemi allt að 7 milljörðum dollara, sem svarar tæpum 800 millj- örðum króna, að meðtöldu tjóni sem tryggingafélög bæta ekki. Írena varð 32 að bana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.