Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ef við fáum gott haust mun þetta jafna sig. Það er gott að fá rigningu og hlýindi eins og spáð er,“ segir Guðjón Birgisson, garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum. Starfsfólk hans sker kálið jafnóðum fyrir mark- aðinn. Framan af sumri leit ekki vel út með uppskeru á útiræktuðu græn- meti. Vorið var kalt og síðan tóku við þurrkar. „Þegar ég loksins fór að vökva fór allt að ganga betur,“ segir Guðjón Birgisson sem ræktar kál í útigörðum. „Nú er allt farið að vaxa.“ Getur vaxið fram á haust Guðjón er fyrir löngu byrjaður að skera kál til að senda á mark- aðinn en er ekki farinn að skera í kælinn til geymslu. „Það eru sumir byrjaðir á því, sérstaklega þeir sem eru með mikið af hvít- káli og kínakáli.“ Grænmetið getur vaxið langt fram á haust, ef veður helst gott. Guðjón segir að sept- ember sé nokkuð öruggur og ein- staka haust hafi verið hægt að láta kálið vaxa fram í miðjan október. Telur hann góðar líkur á að upp- skeran verði í meðallagi góð, ef veð- ur verður hagstætt í september, þótt skilyrði til ræktunar hafi verið erfið framan af sumri. Hjónin á Melum rækta tómata í gróðurhúsum. Sumarið hefur verið sólríkt og gott til ylræktar og upp- skeran góð. Rætist úr hjá framleið- endum grænmetis  Útlit fyrir meðaluppskeru ef tíð verður góð í september Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Uppskera Blómkálið er skorið eftir þörfum markaðarins. Kinka og samstarfsfólk hennar hjá garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum hefur í nógu að snúast enda er aðal uppskerutími ársins framundan. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lengi hefur verið deilt um aðgerðir til að halda niðri stofnum refa og minka og hver skuli bera kostnað- inn, ríki eða sveitarfélög. Fáir ganga svo langt að vilja reyna að útrýma refnum, sem hefur búið mun lengur á landinu en menn. Undanfarin ár hefur hins vegar verið í gangi til- raunaverkefni til að fá úr því skorið hvort hægt sé að útrýma minki eða halda ákveðnum svæðum minklaus- um. Reynsla erlendis frá sýnir að þótt kannski sé hægt að útrýma teg- undinni yrði síðasta eintakið afar dýrt. Ref hefur fjölgað mjög síðustu þrjá áratugina en að sögn náttúru- fræðinga hefur einnig orðið mikil fjölgun meðal sumra fuglategunda. Rannsóknir á stofnstærð og fleira skortir til að geta fullyrt mikið um samhengið en skotveiðimenn segja ljóst að mófugli og gæs hafi víða fækkað mikið vegna þess að refa- veiði hafi dregist saman. Í friðland- inu á Hornströndum, þar sem ref- urinn er alfriðaður, sé mófugl að hverfa og fleiri tegundir illa staddar. Ríkisstyrkir aflagðir Ákveðið var í fyrra að ríkið hætti að styðja refaveiðar, þær yrðu fram- vegis algerlega á hendi sveitarfélag- anna. Ríkið vill spara og mun ekki leggja neitt fram á næsta ári. Marg- víslegir aðrir hagsmunir leika sitt hlutverk, sauðfjárbændur vilja vernda sitt fé, eigendur veiðiáa vilja losna við minkinn sem étur mikið af fiski, skotveiðimenn vilja vera einir um gæsina. Og áhugamenn um lóuna og aðra fugla óttast framtíðina. Mörður Árnason, formaður um- hverfisnefndar Alþingis, segir að samræmingu og heildarstefnu skorti varðandi veiðarnar. Halda þurfi niðri stofnum á ákveðnum svæðum. „Þegar búið er að móta slíka heild- arstefnu geta menn byrjað að ræða kostnaðarskiptingu og mér finnst ekkert óeðlilegt að báðir aðilar, ríki og sveitarfélög, leggi sitt fram,“ seg- ir Mörður. „Og þegar þannig stend- ur á komi aukaframlag frá atvinnu- rekstri sem sérstaklega er verið að vernda. Gallinn er að það er mjög misjafnlega staðið að þessu eftir sveitarfélögum og það fer ekki neitt eftir því hve mikil þörfin er heldur öðrum kennileitum.“ Hart deilt um refaveiðarnar  Mörður Árnason, formaður umhverf- isnefndar, segir eðlilegt að skipta kostn- aði milli ríkis og sveitarfélaga Yrðlingur Refur hefur lifað á Ís- landi í minnst 10.000 ár. Hugmynd frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, VM, um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun þyrlu- kaupa fyrir Landhelgisgæsluna, mætir tregðu í innanríkisráðuneyt- inu og hjá Ögmundi Jónassyni inn- anríkisráðherra. Þetta segir Guðmundur Ragnars- son, formaður VM, sem barist hefur fyrir hugmyndinni. Hann segir und- irtektir lífeyrissjóða hafa verið já- kvæðar, m.a. hjá Sameinaða lífeyris- sjóðnum og Gildi, en hugmyndinni svipar til aðkomu lífeyrissjóða að vegaframkvæmdum og byggingu nýs fangelsis. Guðmundur segir að rekstrar- kostnaður Landhelgisgæslunnar myndi lækka verulega með því að borga af skuldabréfi til 10 eða 15 ára. Að því loknu myndi ríkið eign- ast þyrlurnar sem væri ódýrari kost- ur en að leigja þyrlur, sem síðan væru kannski farnar héðan að leigu- tíma loknum. Þarna gæti munað tugmilljónum króna á ári. „Þetta er einhver þvermóðska í ráðuneytinu, hver sem skýringin er. Það er vel hægt að leysa þetta verk- efni á hálfum mánuði ef menn vildu, bara spurning um að bretta upp ermarnar og framkvæma,“ segir Guðmundur. Gæti hentað ríkissjóði Kristján Örn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, segir sjóðinn hafa tekið hugmyndinni vel, líkt og með mögu- lega þátttöku í lagningu vega og byggingu nýs Landspítala. „Við höfum tekið þessu ágætlega en aðkoma okkar er að sjálfsögðu háð endanlegri útfærslu, eins og með tryggingar og annað,“ segir Kristján og gerir ráð fyrir aðkomu sem flestra lífeyrissjóða og fjár- málastofnana. Við núgildandi gjald- eyrishöft sé þrengt að fjárfesting- arkostum lífeyrissjóða og þessi leið gæti einnig hentað ríkissjóði vel. bjb@mbl.is Mæta tregðu ráðherra um aðkomu lífeyrissjóða Morgunblaðið/Júlíus Gæslan Aðkoma lífeyrissjóða að þyrlukaupum er til umræðu.  Lífeyrissjóðir fjár- magni þyrlukaup „Við erum farnir að sjá fram á mjög slakt ár. Mér sýnist þetta ætla að verða um helmingur af því sem verið hefur undanfarin ár og það á við mestallt Eyjafjarðarsvæðið,“ segir Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Eyjafirði og formaður Landssambands kartöflubænda. Vorið var kalt og sumarið þurrt svo jurtir náðu sér ekki á strik. Kartöflurnar eru smáar og lítið undir grösunum. „Ég sé ekki líkur á því að úr rætist næstu daga, að það nái að lifna við sem fallið hefur,“ segir Bergvin. Kartöflugrös eru víða fallin vegna frosta. „Sumir hafa nefnt að það taki því ekki að taka upp.“ Bergvin hefur einnig heyrt frá bændum á Suðurlandi. „Ég held að Hornafjörður komi vel út úr þessu og viss svæði í Þykkvabænum og á Suðurlandi. Það er þó mis- jafnt eftir mönnum hvernig menn láta af uppskeru. Ein- hver næturfrost hafa komið þar líka,“ segir Bergvin. Sjáum fram á mjög slakt ár LÍTIÐ UNDIR KARTÖFLUGRÖSUNUM Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson og fleiri þingmenn lögðu í fyrra fram frumvarp um breytingu á lögum sem kvað á um að felldur yrði niður virðis- aukaskattur á þjónustu grenja- skytta við refa- og minkaveiðar. Frumvarpið var ekki afgreitt. Bent var á í greinargerð að eyðing refa og minka væri mjög kostnaðarsöm fyrir landmikil sveitarfélög sem væru stundum afar fámenn. Innheimtur virðis- aukaskattur af veiðunum 2009 hefði verið um 11 milljónir króna, nettókostnaður ríkisins af veið- unum hefði verið aðeins um 23 milljónir. Vaskurinn verði felldur niður FRUMVARP EINARS K. GUÐFINNSSONAR Í FYRRA www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.