Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Fyrri part árs 2009 fór salan aftur í gang, eftir að hafa byrja að dala snemma á árinu 2008. Síðan þá hefur veltan aukist jafnt og þétt og í dag höfum við mjög mikið að gera,“ segir Grétar Árnason, framkvæmdastjóri GÁ húsgagna í Ármúla. „Sala á hús- gögnum til heimila hefur minnkað verulega, en það sem bjargar okkur er að vöxtur hefur verið í verkefnum fyrir opinbera aðila og fyrirtæki eins og hótel og veitingastaði.“ Reksturinn gengur svo vel í dag að Grétar segir veltuna um 15-20% meiri en var á árunum 2006-7. „En sam- setningin á sölunni hefur breyst. Áður fyrr voru um 60% af heildarsölu til heimila, og 40% til fyrirtækja og stofnana, en í dag hefur það snúist við og gott betur.“ Ójöfn eftirspurn þegar heimilin vantar Grétar segir að þrátt fyrir sterka veltu þurfi að halda vel á spöðunum og myndi skipta miklu ef heimilin í landinu færu aftur að kaupa sér vönd- uð íslensk húsgögn. „Nú er t.d. viðbú- ið að dragi úr verkefnum fyrir hótel og veitingahús þegar fer að hausta, en í venjulegu árferði hefur haustið og fram á miðjan vetur verið sá tími sem almenningur er mest í húsgagnahug- leiðingum“ segir hann og bætir við að það geti verið erfitt að skipuleggja reksturinn ef reikna má með djúpri dýfu seinni hluta árs. Grétar varð vel var við samdráttinn sem hófst strax vorið 2008, þegar gengi krónunnar fór að veikjast. Hann þakkar það skynsamlegum rekstri að GÁ húsgögnum tókst að sigla í gegnum bankahrunið og er að heyra á honum að reksturinn sé á margan hátt sterkari eftir. „Breyttar aðstæður urðu til þess að við þurftum að grípa til mikillar hagræðingar í rekstrinum. Okkur tókst að semja um hagstæðari kjör og straumlínulaga margt í starfseminni. Fyrir vikið færðist reksturinn hreinlega á betra plan, og stendur líka enn betur að vígi en ella fyrir þær sakir að við vorum lítið skuldsett þegar hrunið skall á,“ segir Grétar sem hefur tekist að halda óbreyttum fjölda starfsmanna þrátt fyrir sviptingarnar á markaðin- um. Lítið svigrúm fyrir þróunarvinnu Til viðbótar við breytta eftirspurn hefur Grétar þurft að takast á við breytt samkeppnisumhverfi og hækkanir á opinberum gjöldum. Hann segir hækkanirnar eðlilega gera reksturinn erfiðari, og minnka svigrúmið. „Verst er kannski að hærri skattar þýða að taka þarf af þeim pen- ingum sem við annars hefðum getað lagt til hliðar til að þróa nýja vöru. Ég er ekki að segja að þróunin hafi stöðv- ast hjá okkur, en það hefur hægt á henni enda kallar á ákveðna fjárfest- ingu að hanna t.d. nýtt sófasett.“ Hvað samkeppnina varðar þá segir Grétar að orðið hafi mikil grisjun á markaðinum. „Margir hurfu af vett- vangi, ekki endilega vegna þess að þeir fóru á hausinn, heldur vegna þess að þeir sáu að ekki var sami grund- völlur fyrir rekstrinum og ákváðu að loka búð. Samdrátturinn á markaðin- um í heild hefur samt verið svo mikill að ekki er að sjá að fækkun verslana hafi komið mjög til góða þeim sem enn eru starfandi,“ segir hann. „Aftur er það samdrátturinn í húsgagna- kaupum heimilanna sem fyrirtæki eru að gjalda fyrir. Ekki er enn búið að greiða úr vandamálum heimilanna, og á meðan er fólk ekki að eyða pen- ingum.“ Hvaða hegðun er verðlaunuð? Einnig hefur það gerst að fyrirtæki sem GÁ húsgögn eiga í samkeppni við hafa fengið syndir sínar fyrirgefnar hjá bönkunum. Grétar gerir alvarleg- ar athugasemdir við að stjórnendur og fyrirtæki skuli oft ekki þurfa að bera meiri ábyrgð á mistökum sínum og hefur áhyggjur af að viðskiptasið- ferði á Íslandi sé á niðurleið fyrir vik- ið. „Fyrirtæki geta lent í ógöngum af ýmsum ástæðum. Stundum er ytri að- stæðum um að kenna, en oftar en ekki er meginsökin óvarkárni í rekstri. Það er þá ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa rekið sín fyrirtæki með varkárni þegar þeir sem fóru óvar- lega fá afskriftir upp á hundruð millj- óna og halda áfram rekstri, jafnvel áfram undir stjórn og eigu sömu að- ila,“ segir hann. „Sama má segja um það að menn skuli geta komist upp með að halda áfram með hreint borð og eins og ekkert hafi í skorist á nýrri kennitölu, en undir sama nafni, í sama húsi, með sömu vörur og sama starfs- fólk. Það eina sem hefur breyst er að ehf. er orðið hf. eða búið að bæta ein- um staf aftan eða framan við nafnið. Verið er að senda þau skilaboð út í samfélagið að það borgi sig ekki að reka fyrirtæki af skynsemi, vand- virkni og heiðarleika, heldur þvert á móti.“ Borgar skynsemin sig ekki lengur?  Þykir skapa lélegt viðskiptasiðferði að óvarlegur rekstur sé verðlaunaður  Heimilin í landinu halda að sér höndum Morgunblaðið/Ernir Fordæmi? „Fyrirtæki geta lent í ógöngum af ýmsum ástæðum. Stundum er ytri aðstæðum um að kenna, en oftar en ekki er meginsökin óvarkár rekst- ur,“ segir Grétar og gagnrýnir afskriftir og kennitöluflakk. Útlit er fyrir að það verði bráðum til muna flóknara fyrir foreldra í Kali- forníu að eiga kvöldstund í friði frá börnunum. Fyrir öldungadeild rík- isþingsins liggur frumvarp sem ætl- að er að auka réttindi þjónustufólks í heimahúsum. Þar er kveðið á um að allir þeir sem starfa við launuð heim- ilisstörf, s.s. barnfóstrur, ræstifólk og þeir sem ráðnir eru til að hjálpa öldruðum, eigi óskoraðan rétt á fríð- indum eins og launuðu fríi, og reglu- legum hvíldar- og matarhléum á meðan unnið er. Reglurnar ná ekki bara yfir þá sem sinna slíkum störfum í fullu starfi, heldur einnig til þeirra sem vinna aðeins hlutastarf. Gagnrýnendur reglugerðarinnar benda á að réttindin nái m.a. yfir barnapíur sem fengnar eru til að passa á föstudagskvöldi. Foreldrun- um ber núna skylda til að greiða ekki minna en lágmarkslaun og hafa til taks afleysingapíu sem tekur við þegar barnapían nýtir réttindi sín til að fá hvíld frá störfum á tveggja klukkustunda fresti. Standa þarf skil á sjúkra- og vinnuslysatryggingu, reikna yfirvinnukaup upp á hár og gefa út vandlega reiknaðan launa- seðil. Séu reglurnar brotnar er von á málshöfðun með tilheyrandi svim- andi málskostnaði og sektum. Allar líkur eru taldar á að frum- varpið verði senn að lögum en það nýtur stuðnings demókrata, sem hafa meirihluta á þinginu. ai@mbl.is Tryggingar og launað frí fyrir barnapíuna? Reglur Ætli barnapíurnar í Kali- forníu græði á nýju lögunum? Grétar segir verðvitund neytenda ganga hægt að venjast breyttum að- stæðum. „Margir sem koma til okkar eru að leita að ódýrum húsgögnum á svipuðu verði og var fyrir 4-5 árum. Það sem gerst hefur í millitíð- inni er að krónan hefur veikst um helming og viðbúið að húsgögnin geti ekki verið með samskonar verðmiða og var árið 2007.“ Hann segir einnig hafa orðið breytingu á samsetningu sölunnar til almennings. „Við er- um að sjá færri en stærri sölur og virðist að fólkið sem kemur til okk- ar í dag hafi náð að koma ár sinni vel fyrir borð. Þessa þróun alla sjáum við svo speglast úti á markaðinum þar sem mest virðist vera að gera hjá þeim húsgagna- fyrirtækjum sem gera út á lágt vöruverð, en þeir sem hafa sérhæft sig í dýrari mublum berjast í bökkum.“ Mikill þrýstingur á verðið ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ HÆKKA MEÐ VEIKA KRÓNU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.