Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 05.09.2011, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 ✝ Finnur Jónssonverkfræðingur fæddist í Reykjavík 8. apríl 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. ágúst 2011. Foreldrar hans voru hjónin Karl F. Jónsson, endurhæf- ingarlæknir í Reykjavík, f. 6. nóv- ember 1896 á Strýtu í Hamars- firði, d. 1. janúar 1980, og Gu- drun Margrethe Möller sjúkraþjálfari, f. 8. júní 1906 í Hróarskeldu, d. 13. desember 1972. Bróðir Finns er Leifur Jónsson læknir, f. 1933, maki Guðrún Thorstensen hjúkr- unarfræðingur, f. 1930. Eftirlifandi eiginkona Finns er Þórunn Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 22. janúar 1938 á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru Sigurður Magn- ússon verkstjóri, f. 13. apríl 1909 á Seyðisfirði, d. 24. nóvember 2004, og Guðrún Jóhanna Magn- úsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1917 í Jökulsárhlíð, d. 16. októ- ber 2002. Börn Finns og Þór- unnar eru: 1) Sigurður verkfræð- ingur, f. 25. september 1961, maki Lísa Finnsson iðjuþjálfi, f. og Hannemann og hjá J. Jörg- ensen A.S. í Kaupmannahöfn. Árið 1966 hóf Finnur störf hjá verkfræðistofunni Hönnun þar sem hann gerðist meðeigandi. Finnur fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Zürich á árinu 1970 þar sem hann vann að forhönnun Sigölduvirkjunar í samstarfi við Elektrowatt. Hann var yfirverk- fræðingur og síðan fram- kvæmdastjóri Hönnunar um 12 ára skeið og starfaði síðan áfram sem verkfræðingur hjá fyrirtæk- inu til ársins 2007 er hann lét af störfum. Hann var einn af stofn- endum ráðgjafasamsteypunnar Virkis og formaður FRV árin 1981-85. Finnur var mikill tón- listarmaður og lék sér og öðrum til skemmtunar á píanó og harm- óniku. Þá lék hann á trompet með Lúðrasveit Reykjavíkur í um 25 ár og söng í kór Frímúr- arareglunnar, þar sem hann var félagi. Finnur var íþróttamaður og stundaði m.a. skíði, körfu- bolta og sérstaklega golfíþrótt- ina á seinni árum. Hann var einn stofnenda Golfklúbbs Garða- bæjar og formaður sameinaðs Golfklúbbs Kópavogs og Garða- bæjar um skeið. Hann hafði mik- inn áhuga á náttúru, veðurfari og útivist og fóru þau hjónin ósjaldan í göngur í góðra vina hópi um hálendi landsins. Útför Finns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 5. september 2011, kl. 15. 1965. Börn þeirra eru Karl, f. 1992, Emilía, f. 1996, og Tómas, f. 1998. 2) Ólöf lögfræðingur, f. 7. nóvember 1962, maki Helgi Sigurðs- son lögfræðingur, f. 1961. Börn þeirra eru Sigurður, f. 1991, Þórunn, f. 1993, og Finnur, f. 1999. 3) Guðrún fé- lagsráðgjafi, f. 30. ágúst 1966, maki Orri Þór Ormarsson lækn- ir, f. 1965. Börn þeirra eru Finn- ur Þór, f. 1996, Kristín, f. 1998, Björk, f. 2001, og Árni Þór, f. 2004. 4) Hulda Björk fé- lagsráðgjafi, f. 4. mars 1974, maki Kristbjörn Búason verk- fræðingur, f. 1974. Börn þeirra eru Þórhildur, f. 2001, Bjarni, f. 2003, og Ásta, f. 2007. Finnur ólst upp á Túngötu 3 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1957 og fyrrihluta- prófi í verkfræði frá HÍ 1960. Konu sinni Þórunni kvæntist hann 1961 og fluttist fjölskyldan til Kaupmannahafnar sama ár. Finnur lauk M.Sc.-prófi í bygg- ingarverkfræði frá DTH árið 1963. Að loknu námi starfaði hann sem verkfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Ramböll Ég hef oft hugsað til þess eftir að ég kynntist Þórunni og Finni hversu mikil gæfa það er að eiga góða tengdaforeldra. Allt frá því að ég hitti þau hef ég sóst eftir að eiga samneyti við þau og notið þess að vera í návist þeirra. Finn- ur Jónsson var á sama aldri og ég er nú, þegar ég hitti hann fyrst. Hann var þá framkvæmdastjóri eins stærsta verkfræðifyrirtækis landsins og hafði með höndum ýmis stór viðfangsefni á því sviði. Slík verkefni voru oft unnin í samvinnu við erlenda verkfræð- inga og þar kom ekki aðeins góð verkfræðiþekking Finns að not- um heldur einnig frábær tungu- málakunnátta. Raunar var það einkenni á Finni hversu fjölhæf- ur hann var, skipulagður og með skýra sýn á þau markmið sem stefnt var að. Ég held að ég hafi aldrei látið mér detta í hug að til væri það verkefni sem Finnur gæti ekki leyst af hendi. „Afi laga“ var eitt af því fyrsta sem börnin mín lærðu að segja, enda reyndist Finnur drjúgur á því sviði. Það kom sér vel enda sumir ekki til stórræð- anna í verklegum framkvæmdum. Þegar við keyptum framtíðarhús- næði báðum við Finn um að vera okkur innan handar með ýmsar lagfæringar og breytingar. Finnur tók þetta verkefni sömu tökum og önnur, fór vandlega yfir verk- fræðiteikningar og kom með hug- myndir að lausnum sem hafa dug- að síðan. Hann var fljótur að vinna sér traust þeirra iðnaðarmanna sem voru á staðnum, enda fundu þeir að það var innstæða fyrir því sem hann lagði til í þessum efnum sem öðrum. Þegar þeir heyrðu að ég ætlaði að stilla upp teikningum Finns Jónssonar sagði einn þeirra við mig með aðdáun: „Já svo hann er listmálari líka.“ Að vísu voru þetta teikningar eftir föðurbróður hans, en Finnur var líka frábær teiknari. Tónlistin var þó fyrst og fremst sú listgrein sem hann lagði stund á, enda spilaði hann listavel á ýmis hljóðfæri. Finnur bjó yfir þeim eiginleika eins og margir mjög skipulagðir einstaklingar að koma mörgu í verk og virðast alltaf geta gefið sér tíma þrátt fyrir margvísleg verkefni. Hann bjó yfir mikilli stillingu, yfirvegun og styrk sem laðaði fólk að sér. Barnabörnin voru þar engin undantekning en skildu fljótt að það yrði að fylgja þeim aga sem hann brýndi fyrir þeim. Þó að hann hafi verið önnum kafinn verkfræðingur var hann þó fyrst og fremst fjölskyldumaður, og missti aldrei sjónar á því sem mestu máli skiptir. Hann og Þór- unn höfðu einstaka hæfileika til þess að skapa umgjörð til að auðga hversdagsleikann og skapa stemningu á hátíðum sem gaman var að láta sig hlakka til. Finnur var mikill áhugamaður um golf, einkum þegar á leið og lét sér ekki nægja að spila heldur hannaði heilu golfvellina í leið- inni. Hann gerði ítrekaðar til- raunir til þess að reyna að kenna mér þessa íþrótt, Líklega er það eina verkefnið sem tengdafaðir minn náði ekki árangri með. Tengdafaðir minn tókst á við ólæknandi sjúkdóm af þeirri still- ingu og styrk sem hann bjó yfir. Þar naut hann góðs af Þórunni sem stóð með honum í þeirri bar- áttu þar til yfir lauk. Blessuð sé minning hans. Helgi Sigurðsson. Elsku tengdapabbi. Þegar ég var að kynnast Guð- rúnu dóttur þinni þá leið mér svo- lítið eins og ég væri ekki beinlínis að slá í gegn í þínum augum. Mér er það í fersku minni þeg- ar við dóttir þín fengum betri bíl- inn ykkar lánaðan og ég, til að sýna hversu verðugt efni í tengdason ég væri, stoppaði áður en við skiluðum bílnum og þvoði hann rækilega. Það vildi þó ekki betur til en svo, sennilega vegna smásteina í þvottakústinum, að þó ég skilaði bílnum vissulega hreinum, þá var hann var nánast mattur af rispum. Þér var ekkert sérstaklega skemmt. Ekki batnaði það einhverju sinni þegar Þórunn var á vakt og ég bauð upp á eina af mínum frumsömdu pastasósum og sá á svip þínum að kannski væru ekki allir jafn hrifnir af ofkrydduðum pastaréttum. Ég held að mér hafi verið fyr- irgefið um síðir, ég fékk a.m.k. ekki þvert nei þegar ég bað um hönd dóttur þinnar. Ég þekki fáa ef nokkra menn sem eru jafn vandir að virðingu sinni og samkvæmir sjálfum sér og þú varst. Það er einmitt það sem mér finnst ég hafa lært af kynnum okkar. Ef maður hefur ekkert að segja af viti þá er betra að þegja. Ég er ennþá að rembast við að læra þetta. Þegar þú fékkst þinn alvarlega sjúkdóm lá fyrir að það yrði við ramman reip að draga. Þú tókst á sjúkdómnum með þinni verk- fræðilegu nákvæmni og alltaf með jafnaðargeði. Þetta var eins og hvert annað verkefni sem farið var í með yfirvegun og án alls fums eða fáts. Sjálfum þér samkvæmur. Þú varst akkeri, ekki bara fyr- ir fjölskyldu þína, heldur líka fyr- ir okkur hin sem tengdumst þér. Þegar skip hefur lengi notið góðrar festu þá liggur það áfram traust í vatninu. Það er ein af mörgum góðum arfleifðum þínum. Ég kveð þig með þakklæti og söknuði. Orri Þór Ormarsson. Finnur Jónsson, tengdafaðir minn, er látinn, 74 ára að aldri. Finnur var verkfræðimennt- aður maður. Að eðlisfari var hann nákvæmur, yfirvegaður og stað- fastur og kaldhæðnisleg kímnin sjaldan langt undan. Við minn- umst þess hvernig Finnur sýndi uppeldi barnabarna sinna mikinn áhuga. Hann var virkur uppal- andi og hafði sterkar skoðanir á hlutverki og skyldum foreldra. Þau hjónin Finnur og Þórunn fylgdust grannt með barnabörn- um sínum og mættu oft á viðburði tengda íþróttum, hljóðfæraleik og öðrum tómstundum. Sjálfur var Finnur sérlega fjölhæfur og áhugasamur tónlistarmaður. Hann lék á harmóníku, píanó og trompet og var iðulega sestur við píanóið þegar komið var saman á góðum stundum svo sem við skírnir í fjölskyldunni eða önnur hátíðleg tækifæri. Sérstaklega er eftirminnilegt í fari Finns hve greiðvikinn og hjálpsamur hann var. Sem dæmi má nefna þegar við hjónin stóð- um í flutningum sem bar skyndi- lega að fyrir liðlega ári síðan. Þá voru Finnur og Þórunn tengda- móðir meðal þeirra fyrstu sem mættu á staðinn, boðin og búin til aðstoðar. Ósérhlífni og baráttuþrek Finns var með eindæmum. Hann bar veikindi sín svo vel að oft var auðvelt að gleyma því hvaða byrðar hann bar þessi síðustu ár eftir að hann veiktist. Finnur skilur eftir sig skarð sem seint verður fyllt en eftir sitja þó hjá fjölskyldunni góðar minningar um sannan og gefandi fjölskyldumann. Við kveðjum Finn tengdaföður og afa. Blessuð sé minning hans. Kristbjörn Búason. Þegar lífsins leiðir skilja læðist sorg að hugum manna. En þá sálir alltaf finna yl frá geislum minninganna. (Helga Halldórsd. frá Dagverðará) Það er með miklum söknuði og sorg í hjarta sem við kveðjum elskulegan Finn Jónsson, – „auka-pabba“ okkar eins og við stundum kölluðum hann. Það eru ekki allir svo lánsamir að alast upp í fjölskyldu eins og okkar. Svo mikil og náin var vin- áttan sem tengdi fjölskyldurnar tvær saman, að nær væri að tala um eina stóra fjölskyldu en tvær og við krakkarnir svo lánsöm að vera alin upp af ekki minna af tvennum foreldrum. Við eigum vart til þær minningar að ekki séu þau Finnur, Þórunn og krakkarn- ir þar með okkur, hvort heldur sem um er að ræða á hátíðis- og tyllidögum eða bara í amstri hversdagsins. Finnur tók okkur sem sínum eigin og við gátum allt- af leitað til hans þegar á þurfti að halda. Hann var okkur fyrirmynd í svo mörgu, vinur, stoð og stytta. Við geymum í hjörtum okkar þær óteljandi minningar úr ferðalögum, útilegum, sumarbú- staðarferðum, jóla- og áramóta- boðum, afmælum og öðrum sam- verustundum sem nú ylja okkur um hjartarætur. Elsku Þórunn okkar, Siggi, Olla, Guðrún, Hulda Björk og fjölskyldur. Hugur okkar er með ykkur. Kæri Finnur, með söknuði þökkum við fyrir kærleikann og hlýjuna sem þú hefur ávallt sýnt okkur, Þínar, Edda og Sif. Það syrtir að, er sumir kveðja. Þessi orð úr ljóði Davíðs Stefáns- sonar komu ósjálfrátt upp í hug- ann við andlát vinar míns, Finns Jónssonar. Hann háði tvísýna baráttu við erfið veikindi en mætti örlögum sínum með því æðruleysi og hugarþreki sem ein- kenndi allt hans líf. Það er margs að minnast eftir meira en 40 ára vináttu, sem hófst er ég gekk til liðs við verkfræðistofuna Hönnun fljótlega eftir heimkomu frá námi 1967. Samstarf við Elektrowatt í Sviss að verkefnum fyrir Lands- virkjun leiddi til þess að við Finn- ur vorum sendir til Zürich í tíma- bundin störf við forhönnun Sigölduvirkjunar. Fluttumst við þangað ásamt fjölskyldum 1970, við Björk nýgift og barnlaus en Finnur og Þórunn með þrjú börn á skólaaldri, og settumst að í ná- grenni hvert annars. Fjölskyldur okkar tengdust brátt órjúfanlegum vináttubönd- um við þessar aðstæður. Við Finnur einbeittum okkur að virkj- un fallvatna meðan eiginkonurnar sinntu heimilum og börnunum og tileinkuðu sér fjölmargar nýjar venjur í framandi umhverfi sem fylgt hafa fjölskyldunum æ síðan. Við nutum frístundanna saman og ferðuðumst um Alpahéruðin og nágrannalöndin þegar færi gafst. Þarna var lagður grundvöllur að samstarfi og vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Það er gleðilegt að börnin okkar skuli halda áfram að rækta þau vináttu- bönd. Við höfum síðan átt ótelj- andi góðar stundir saman í fjöl- skylduboðum, við sumarbústaðastúss, veiðiskap, í skíðaferðum og öðrum ferðalög- um innanlands og utan að ógleymdu kórstarfi og öðru starfi okkar Finns á vegum frímúrara. Umhyggja þeirra hjóna og tryggð við mig og mína fjölskyldu í gleði og sorg verða seint fullþökkuð. Finnur var miklum hæfileikum gæddur og valdist til marghátt- aðra trúnaðarstarfa. Hann var af- ar snjall og ráðagóður fagmaður og fljótur að tileinka sér nýjungar á verkfræðisviði. Hann var góður íþróttamaður og naut þess að stunda golf á síðari árum. Hann sérhæfði sig í byggingu og við- haldi golfvalla og beitti sér sem formaður Golfklúbbs Garðabæjar fyrir byggingu nýs golfvallar við Vífilsstaði á vegum félagsins. Finnur var handlaginn og drátt- hagur og veittist auðvelt að skýra hugmyndir sínar á myndrænan hátt, enda listræn taug í ættinni. Föðurbræður hans voru Ríkharð- ur Jónsson tréskurðarmeistari og Finnur Jónsson listmálari. Minn- ingin dvelur ekki síst við tónlist- argáfu Finns. Hann var jafnvígur á píanó og harmoníku og lék allt af fingrum fram. Aðalhljóðfæri hans framan af ævi var þó trompet, og lék hann m.a. með Lúðrasveit Reykjavíkur um árabil. Ógleym- anlegar eru stundirnar hvarvetna í gleðskap þegar Finnur settist við hljóðfærið og lyfti huga manna á æðra tilverustig með léttum leik. Finnur var gæfumaður í einka- lífi, vel kvæntur Þórunni, bráð- duglegri kjarnakonu. Voru þau hjón einstaklega samlynd og samhuga um velferð barna sinna og vaxandi hóps yndislegra barnabarna. Missir þeirra er mikill en minning um góðan eig- inmann, föður og afa lifir. Við feðgarnir ásamt fjölskyldum vottum Þórunni og börnunum innilega samúð okkar með þakk- læti í huga. Andrés og fjölskylda. Kynni okkar, jafnaldra Finns Jónssonar, sem þessar línur skrifum, hófust um sjö ára aldur okkar í Landakotsskóla. Þau hafa haldist til þessa dags. Við höfum fylgst að í gegn um skólakerfið, í menntaskóla og síðar í háskóla og enn síðar í störfum. Í nokkur ár hafa sumir okkar, sem útskrifuðumst úr Landakots- skóla 1950, hist mánaðarlega, fyrst og fremst til þess að njóta samvista við okkar gömlu og góðu vini, til þess að rifja upp gömlu dagana og til þess að ræða saman. Finnur Jónsson var á meðal okk- ar og var reyndar frumkvöðull þessara funda og lét sig ekki vanta ef hann hafði heilsu og hentugleika til þess að koma. Finnur var hæfileikaríkur maður og var snemma ljóst að hann var tónelskur mjög og minnumst við þess, að ungur lék hann listavel á litla harmóníku, sem hann átti. Á píanó lék hann en uppáhaldshljóðfæri hans mun hafa verið trompet. Í smíðatímunum hjá systur Clementiu léku öll verkefni í höndum hans. Allt svo áferðarfal- legt og vel gert. Það kom ekki á óvart, að hann valdi sér verk- fræði að ævistarfi, úr því að hann ekki lagði stund á listir af ein- hverju tagi. Finnur var hógvær maður og lítillátur og hreykti sér ekki. Þá gerði hann ekki mikið úr þeim heilsubresti, sem á hann sótti nú síðustu árin. Við þessir gömlu félagar hans munum sakna hans úr okkar hópi og minnast hans með hlýju og þökkum honum samfylgdina gegnum skólann og lífið. Við sendum Þórunni konu hans, börnum þeirra og fjölskyld- um samúðarkveðjur. Grétar H. Óskarsson, Gunnlaugur H. Gíslason, Logi Guðbrandsson, Valdimar J. Magnússon, Valgeir Gestsson. Margs er að minnast þegar við í dag kveðjum vin okkar Finn Jónsson verkfræðing. Upphaf vináttu okkar var hjá Verkfræði- stofunni Hönnun en Finnur var einn af fyrstu starfsmönnum hennar. Fyrirtækið var lítið þeg- ar Finnur hóf störf en var í mikl- um vexti upp úr 1970, þegar við kynntumst Finni. Mikil vinátta var meðal starfsfólks og maka þeirra og þarna bundumst við vináttuböndum við marga þá sem í dag eru okkar bestu vinir. Þegar hópurinn kom saman á gleðistundu var Finnur alltaf tilbúinn að setjast við flygillinn eða taka upp nikkuna enda mús- íkalskur þannig að tekið var eftir. Ekki skipti máli í hvaða tónteg- und menn hófu upp raust sína; alltaf var Finnur með á nótunum. Fyrir allmörgum árum var stofn- aður Drengjakór Hönnunar, tvö- faldur kvartett þar sem Finnur leiddi fyrsta bassann af öryggi. Finnur var ritfær maður á mörgum tungumálum og oft var leitað í smiðju hans ef aðstoðar var þörf við ritsmíðar. Þá var og grunnt á listamanninn í honum enda af ætt þekktra listamanna. Árið 1996 fór nokkur hópur Hönnunarmanna, ásamt vinum og kunningjum, í gönguferð um Austfirði, þaðan sem Finnur var ættaður. Síðan þá hefur þessi hópur hist árlega og gengið jafnt í byggð sem í óbyggðum. Eitt sinn eftir mikla þokugöngu var klúbbnum gefið nafnið „Ratar“ að tillögu Finns, þar sem við vor- um svo góð að rata, en þetta ágæta orð hefur annars ýmsar merkingar í orðabókum. Fyrstu tíu árin voru gefnar út ferðasög- ur með myndum af gönguafrek- um og kom það í hlut Finns að sjá um ritstörfin en annarra að skreyta textann myndum. Þessar sögur Finns lifa góðu lífi á netinu í dag. Finnur var golfari af guðs náð. Einhverju sinni boðaði hann áhugasama starfsmenn Hönnun- ar á æfingarsvæðið hjá GKG til þess að kenna þeim undirstöðuat- riði íþróttarinnar og þar slógum við okkar fyrstu golfhögg. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar að við tókum golfið föstum tökum og smám saman smitaði golfið inn í gönguklúbbinn, sem nú orðið er stundum kallaður golf- og gönguklúbburinn. Golf- hópur klúbbsins hefur síðan 2007 farið árlega saman til Spánar á vorin. Þótt veikindi haft sín áhrif á Finn síðustu árin var það ekki fyrr en í golfferðinni í vor að við sáum að veikindin voru farin að hafa áhrif á sveifluna. Finnur var góður félagi og mik- ill fjölskyldumaður enda eiga þau Þórunn stóran afkomendahóp eða fjögur börn og þrettán barna- börn. Þau Þórunn og Finnur voru sérlega samhent hjón og hefur Þórunn sinnt honum einstaklega vel í veikindunum og þar var aldr- ei talað um uppgjöf. Við sendum henni og fjölskyldunni okkar bestu samúðarkveðjur. Finnur mun alltaf lifa í minningunni þeg- ar hafinn er upp söngur, land lagt undir fót eða kylfunni sveiflað. Fyrir hönd Ratanna, Ólafur Sigurðsson og Helga Kjaran. Ég kynntist Finni árið 1957 er við hófum báðir nám í verkfræði við Háskóla Íslands. Að loknu fyrrihlutaprófi við Há- skólann fórum við báðir til fram- haldsnáms til DTH í Kaupmanna- höfn ásamt flestum félögum okkar úr verkfræðideild HÍ. Fljótlega fengum við báðir inni á nýjum stúdentagarði ásamt fleiri verkfræðistúdentum. Þá höfðum við báðir stofnað fjölskyldur og tókst strax mikil og sterk vinátta á milli okkar. Íslensku verkfræði- nemarnir á stúdentagarðinum héldu hópinn og gerðum við okkur oft glaðan dag saman þegar tilefni gafst, einkum við áfangalok í nám- inu eða þegar peningamillifærslur bárust að heiman. Alltaf var jafngott að koma til þeirra Þórunnar og Finns. Hjá þeim ríktu einstök rólegheit í bland við brosmildi Finns og hlát- ur Þórunnar. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki og eignast vin- áttu þess. Það var samhentur hópur sem lauk prófi í janúar 1963 frá DTH. Þarna hafði skapast góð vinátta sem aldrei hefur borið skugga á og þær góðu minningar sem við eigum frá þessum árum gleymast aldrei. Nú er enn einu sinni höggvið ótímabært skarð í þennan góða hóp. Við Katrín sendum Þórunni og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Vífill Oddsson. Finnur Jónsson  Fleiri minningargreinar um Finn Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.